Færslur: 2010 Október

29.10.2010 18:26

Uppskeruhátíð Æskulýðsnefndar



Uppskeruhátíð Æskulýðsnefndar Þyts
  2010 verður  haldin Laugardaginn 30.október n.k. eða á MORGUN  :) í Félagsheimilinu Ásbyrgi klukkan 13.00 

Við hvetjum Þyts börn/unglinga og foreldra/forráðamenn til að mæta og eiga með okkur skemmtilega stund.Hlökkum til að sjá ykkur.

Kveðja

Æskulýðsnefnd Þyts.

28.10.2010 10:37

Hest í fimleikana


Kathrin og Irina eru að leita að hesti fyrir leikfimi á hestum í vetur. Það er svo rosaleg aðsókn í þessa tíma að Goði mun ekki ná að sinna þessum fjölda.
Hesturinn þarf að vera vanur að vinna í taumhring, síðan verða þjálfararnir bara að prufa sig áfram hvort hesturinn gangi í þetta verkefni. Irina þarf að hafa aðgang að þessum hesti einu sinni í viku til að þjálfa hann. Eigandi Goða segir hestinn betri í reið eftir alla þessa taumhringsvinnu, svo þetta er góð þjálfun fyrir reiðhross.

Æskulýðsnefnd

23.10.2010 14:53

Sigrún í aðalstjórn LH

Í dag á LH þingi á Akureyri var Sigrún kjörin í aðalstjórn LH með 125 atkvæði en 9 einstaklingar gáfu kost á sér sem meðstjórnendur.

Haraldur Þórarinsson, Sleipni var endurkjörinn sem formaður án mótframboðs.
Gunnar Sturluson, Snæfellingi var kjörinn varaformaður án mótframboðs.

Kosningu hlutu fimm eftirtalin:

Sigurður Ævarsson, Sörla var áður í stjórn
Oddur Hafsteinsson, Andvara var áður í stjórn
Sigrún Kristín Þórðardóttir, Þyt ný í stjórn
Þorvarður Helgason, Fáki nýr í stjórn
Andrea M. Þorvaldsdóttir, Létti ný í stjórn

21.10.2010 12:09

Húnvetnska liðakeppnin 2011

                                                    

Komnar eru dagssetningar fyrir mót Húnvetnsku liðakeppninnar 2011. Einnig eru komnar tillögur að breytingum sem verða kynntar liðsstjórum liðanna á næstunni og settar svo hingað inn á heimasíðuna ef þær verða samþykktar.

En mót vetrarins verða:

11. febrúar - Fjórgangur
25. febrúar - Smali
11. mars - Fimmgangur
8. apríl - Tölt

17.10.2010 21:10

Uppskeruhátíð  Hrossaræktarsamtaka V-Hún

og Hestamannafélagsins Þyts 2010

Hátíð í heimabyggð

Verður haldin laugardagskvöldið 30. október

 í Félagsheimilinu á Hvammstanga.

Matur, gleði og gaman.

Þessi frábæra skemmtun hefst stundvíslega kl 20:30

 en húsið opnar kl 20:00 og það verður sko stemming.

Matseldin verður að hætti Þórhallar Magnúsar Sverrissonar.

Veislustjórn verður í höndum Elísu Ýr Sverrisdóttur

Sigrún er formaðurinn, en er ekkert gagn að Sverri emoticon

Forsala miða og pantanir fara fram í Söluskálanum á Hvammstanga, sími 4512465 og þarf að vera lokið að kvöldi miðvikudagsins 27.október.

Miðaverð á uppskeruhátíðina er kr 6000 matur, skemmtun og ball, en ef þú vilt hins vegar bara skella þér á dansleik í syngjandi sveiflu með Geirmundi, sem hefst kl 00:00, þá kostar það litlar 3000 kr.

Enginn posi á staðnum!

Eftirfarandi bú eru tilnefnd ræktunarbú ársins 2010 af Hrossaræktarsamtökum V-Hún.


Stóra Ásgeirsá  ~ Syðri Vellir ~Efri Fitjar ~ Grafarkot

           

Athugið að það eru allir velkomnir á þessa frábæru skemmtun .

Þetta er einstakt tækifæri til að hlæja, gráta og hafa gaman.

Athugið

Sverri vantar ennþá eitthvað hlutverk, svo allar hugmyndir eru vel þegnar!

Svo framarlega sem þú átt lausan dag, gaufastu til að láta sjá þig

Sjáumst nefndin.


Það er erfitt að skilja hvernig ungarnir geta gleypt hornsíli....

12.10.2010 10:14

Uppskeruhátíðin verður 30. okt

Uppskeruhátíð Hrossaræktarsamtaka V-Hún og Þyts verður haldin laugardagskvöldið 30.okt. Um matinn sér Þórhallur Sverrisson, um grínið sjá vitleysingar félaganna og um ballið Geirmundur Valtýsson. Nánar auglýst síðar.

Hér að neðan eru nokkrar myndir af skemmtiatriðum undanfarinna ára svona til að sjá við hverju má búast emoticon


   
 





08.10.2010 21:55

Video af söluhrossunum sem sýnd voru á sölusýningunni á Gauksmýri er hægt að sjá með því að smella á nafn hrossins hér í frétt neðar á síðunni. Komin eru video af þeim öllum inn á youtube.com

Víðdælingar þakka gestum fyrir komuna og samveruna um síðustu helgi. Hlökkum til að sjá ykkur að ári.

08.10.2010 10:07

Uppskeruhátíð Æskulýðsnefndar Þyts



Uppskeruhátíð Æskulýðsnefndar Þyts
  2010 verður  haldin Laugardaginn 30.október n.k. í Félagsheimilinu Ásbyrgi klukkan 13.00 

Við hvetjum Þyts börn/unglinga og foreldra/forráðamenn til að mæta og eiga með okkur skemmtilega stund.Hlökkum til að sjá ykkur.

Kveðja

Æskulýðsnefnd Þyts.

  • 1
Flettingar í dag: 448
Gestir í dag: 58
Flettingar í gær: 2796
Gestir í gær: 107
Samtals flettingar: 1417634
Samtals gestir: 74847
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:21:02