Færslur: 2010 Desember
31.12.2010 09:31
Fríða Marý í 3ja sæti í kjöri á Íþróttamanni ársins
Kjöri íþróttamanns USVH (Ungmennasambands Vestur-Húnavatnssýslu) var lýst í Íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga kl. 18,00 þann 27. des. Íþróttamaður USVH árið 2010 var kjörin Helga Margrét Þorsteinsdóttir frjálsíþróttakona frá Reykjum í Hrútafirði. Í öðru sæti varð Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir körfuknattleikskona og systir Helgu Margrétar, í þriðja sæti varð Fríða Mary Halldórsdóttir hestaíþróttakona. Aðrir sem hlutu tilnefningar í kjöri íþróttamanns USVH voru Tryggvi Björnsson og Ísólfur Líndal Þórisson hestaíþróttamenn og Ólafur Ingi Skúlason frjálsíþróttamaður.
Stjórn Þyts vill óska þessu frábæra afreksfólki innilega til hamingju með árangurinn á árinu.
25.12.2010 12:19
Jóla og áramótakveðja
Stjórn Þyts sendir Þytsfélögum sem og öllum Húnvetningum bestu óskir um gleðileg jól og farsældar á komandi ári með þökk fyrir samstarf, ánægjuleg samskipti og stuðning á árinu sem er að líða.
Myndir frá síðustu þrettándargleði.
17.12.2010 14:31
Áhugafólk um hesta og hestamennsku
Fyrirhugað er að hafa námskeið í knapamerki 1 og 2.
Skráning og upplýsingar hjá Ingvari í síma 848 0003.
Skráningu líkur sunnudag 19.desember.
Fræðslunefnd Þyts.
03.12.2010 08:17
Þytspeysur
Eru einhverjir fleiri sem hafa áhuga á að kaupa sér Þytspeysu? Vinsamlegast hafið samband við Kollu í síma 863-7786
03.12.2010 08:16
Sýnikennsla með Mette Mannseth
Minnum á sýnikennslu með Mette Moe Mannseth í reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi laugardagskvöldið 4. Desember n.k. kl. 1800.
Það er tilvalið nú í byrjun vetrar að rifja upp, læra nýjar aðferðir og fá hugmyndir um þjálfun á hestunum okkar. Hvetjum áhugafólk um þjálfun hesta og reiðmennsku að láta þetta frábæra tækifæri ekki fram hjá sér fara.
Aðgangseyrir aðeins krónur 1500 fyrir 12 ára og eldri.
- 1