Færslur: 2011 Október
31.10.2011 23:02
Frá Hrossaræktarsamtökunum
Dagskrá:
1.Stóðhestahald 2012. Félagar eru beðnir að mæta á fundinn með óskalista 10 stóðhesta sem þeir vilja og sjá fyrir sér að nota. Á fundinum verður síðan tekinn saman og birtur þessi óskalisti. Stjórn vinnur síðan áfram að málinu.
2. Önnur mál.
Stjórn HSVH
30.10.2011 13:39
Uppskeruhátíð Þyts og Hrossaræktarsamtaka Vestur Húnavatnssýslu
4. vetra hryssur:
3. sæti - Diljá frá Höfðabakka, Ræktendur og eigendur eru Sigrún Þórðardóttir og Sverrir Sigurðsson. Diljá hlaut í aðaleinkunn 7,70. Sýnandi var Ísólfur Líndal
2 sæti er Kría frá Syðra- kolugili, Ræktandi og eigandi er Malin Maria Persson, Kría hlaut í aðaleinkunn 7,73. Sýnandi var Pálmi Geir Ríkharðsson
1. sæti er Logadís frá Múla, Ræktandi og eigandi er Guðrún Bjarnadóttir, Logadís hlaut í aðaleinkunn 7,86. Sýnandi Jóhann Birgir Magnússon.
4 vetra stóðhestar: tveir jafnir en eru skyldir að á aukastöfum.
2. sæti er Bikar frá Syðri - Reykjum, Ræktandi er Helga Una Björnsdóttir og hún er einnig eigandi ásamt takthestum ehf. Bikar hlaut 7,90 í aðaleinkunn þar af 9,5 fyrir hægt stökk. Sýnandi Helga Una Björnsdóttir
1. sæti er Morgunroði frá Gauksmýri, Ræktandi og eigandi er Sigríður Lárusdóttir. Morgunroði hlaut 7,90 í aðaleinkunn þar af 9,0 fyrir hófa. Sýnandi Ísólfur Líndal
5. vetra hryssur:
3. sæti í flokki 5 vetra hryssna er Hera frá Bessastöðum, ræktendur og eigendur eru Jóhann Birgir Magnússon ásamt fleirum. Hera hlaut í aðaleinkunn 8,04. Sýnandi Jóhann Birgir Magnússon
2. sæti er Unun frá Vatnshömrun með aðaleinkunn upp á 8,20. Sýnandi Jóhann Birgir Magnússon
1. sæti er Sæla frá Þóreyjarnúpi, ræktandi og eigandi eru Þóreyjarnúpshestar ehf. Sæla hlaut 8,23 í aðaleinkunn þar af 9,0 fyrir háls herðar og bóga, skeið og vilja og geðslag. Sýnandi Gísli Gíslason
5. vetra stóhestar:
3. sæti í 5 vetra flokki stóðhesta er Stúdent frá Gauksmýri. Eigandi og ræktandi er Sigríður Lárusdóttir. Stúdent hlaut í aðaleinkunn 8,01 þar ber hæst 9,0 fyrir bak og lend og hófa. Sýnandi Ísólfur Líndal
2. sæti er Sveipur frá Miðhópi, ræktandi er Ólöf Inga Sigurbjartsdóttir en eigandi er Þorgeir Jóhannesson. Sveipur hlítur í aðaleinkunn 8,19 þar af 9,0 fyrir fótagerð, Hófa, tölt, brokk og vilja og geðslag. Sýnandi Tryggvi Björnsson
1. sæti er Eldfari frá Stóru Ásgeirsá, ræktandi og eigandi er Elías Guðmundsson, Eldfari hlaut 8,33 í aðaleinkunn þar ber hæst 9,0 fyrir hófa og vilja og geðslag, og frábæra einkunn fyrir skeið uppá 9,5. Sýnandi Árni Björn Pálsson.
6. vetra hryssur:
3. sæti hjá hryssunum er Hula frá Efri - Fitjum, ræktendur eru Gréta Brimrún Karlsdóttir og Guðmundur Skarphéðinsson, þau er einnig eigendur ásamt Gunnari Þorgeirssyni, Hula hlítur í aðaleinkunn 8,17. Sýnandi var Tryggvi Björnsson
2. sæti er Kara frá Grafarkoti, Ræktendur eru herdís Einarsdóttir og Indriði Karlsson en Herdís á hryssuna, Kara hlaut í aðaleinkunn 8,23, þar ber hæst 9,0 fyrir háls herðar og bóga og samræmi. Sýnandi var Bjarni Jónasson
1. sæti er Birta frá Sauðadalsá, ræktandi er Baldur Heimisson en eigendur er Gestud Sunneholt. Birta hlítur í aðaleinkunn 8,28, Þar af 9,0 fyrir háls herðar og bóga, Samræmi, Brokk, stökk, vilja og geðslag, fegurð í reið, fet og hægt stökk. Sýnandi var Artemisia Bertus.
6 vetra stóðhestar:
2. sæti er Hlekkur frá Lækjamóti, ræktandi hans er Þórir Ísólfsson en eigendi er Karlakórinn Hlekkur, Hlekkur hlaut í aðaleinkunn 7,88 þar af 9,0 fyrir hægt stökk. Sýnandi var Elvar Eler Einarsson
1. sæti er Rammur frá Höfðabakka, ræktendur og eigendur eru Sigrún Þórðardóttir og Sverrir Sigurðsson, Rammur hlaut í aðaleinkunn 7,89, þar af hlítur hann 9,0 fyrir skeið. Sýnandi var Sigurður Sigurðarson.
7 vetra og eldri hryssur:
3. sæti hjá hryssunum er Hugsýn frá Þóreyjarnúpi, ræktandi er Þóreyjarnúpshestar ehf en eigandi er Jóhann Birgir Magnússon. Hugsýn hlaut í aðaleinkunn 8,06. Þar af 9,0 fyrir skeið. Sýnandi var Jóhann Birgir Magnússon.
2. sæti er Ríma frá Efri-Þverá Ræktandi er Halldór Pétur Sigurðsson en eigendur eru Arnar Grétarsson og Guðrún Gunnarsdóttir, Ríma hlaut í aðaleinkunn 8,09 þar af 9,0 fyrir vilja og geðslag. Sýnandi var Þorbjörn Hreinn Matthíasson.
1. sæti er Skinna frá Grafarkoti, ræktendur eru Herdís Einarsdóttir og Indriði Karlsson en eigandi er Kathrin Love. Skinna hlaut í aðaleinkunn 8,33 þar ber hæst 9,0 fyrir skeið og vilja og geðslag. Sýnandi Mette Mannseth
7 vetra og eldri stóðhestar:
3. sæti er Nemi frá Grafarkoti, ræktendur eru Herdís Einarsdóttir og Indriði Karlsson en eigandi er Hulda Kolbeinsdóttir, Nemi hlaut í aðaleinkunn 8,06 þar af hlítur hann 9,0 fyrir tölt, stökk og vilja og geðslag. Sýnandi Guðmundur Björgvinsson
2. sæti er Kaleikur frá Grafarkoti, ræktendur eru Herdís Einarsdóttir og Indriði Karlsson en Herdís er eigandi, Kaleikur hlítur í aðaleinkunn 8,10. Sýnandi var Tryggvi Björnsson
1. sæti er Kraftur frá Efri - Þverá, ræktandi er Halldór Svansson en eigandi er Fítonskraftur ehf. Kraftur hlaut í aðaleinkunn 8,28 þar ber hæst 9,0 fyrir brokk og hægt stökk. Sýnandi Ísólfur Líndal
Hæðst dæmda hryssan er Skinna frá Grafarkoti og hæðst dæmdi stóðhesturinn er Eldfari frá Stóru Ásgeirsá.
Eftir allar verðlaunaafhendingar voru skemmtiatriði þar sem skemmtinefnd Þyts fór á kostum eins og vanalega. Geirmundur lék svo fyrir dansi.
Nokkrar myndir af herlegheitunum sem Sigga í Víðidalstungu tók eru komnar inn í myndaalbúmið hérna á síðunni.
29.10.2011 15:59
Uppskeruhátíð barna og unglinga
Hér er loks mynd af elsta hópnum 11 til 16 ára. Þau voru 28 í allt.
27.10.2011 12:28
Frá Hrossaræktarsamtökum V-Hún
Almennur félagsfundur í Hrossaræktarsamtökum V-Hún verður haldinn á Gauksmýri þriðjudaginn 1.nóvember nk. og hefst kl 8:30.
Dagskrá:
1.Stóðhestahald 2012. Félagar eru beðnir að mæta á fundinn með óskalista 10 stóðhesta sem þeir vilja og sjá fyrir sér að nota. Á fundinum verður síðan tekinn saman og birtur þessi óskalisti. Stjórn vinnur síðan áfram að málinu.
2. Önnur mál.
Stjórn HSVH
26.10.2011 09:14
Uppskeruhátíð
23.10.2011 21:18
Helga Una tilnefnd sem efnilegasti knapi ársins 2011
Helga Una er tilnefnd sem efnilegasti knapi ársins. Og óskum við henni innilega til hamingju með tilnefninguna.
Nú hefur valnefnd sú er hefur það verk á sínum höndum að tilnefna knapa til verðlauna á Uppskeruhátíð hestamanna, gefið út tilnefningar sínar. Sem fyrr eru tilnefndir fimm knapar í sex flokkum.
Verk nefndarinnar er mikið og í ár var það sérlega vandasamt vegna þeirra aðstæðna að haldin voru bæði landsmót og heimsmeistaramót, sem er jú einsdæmi. Baráttan um titlana er því gífurlega hörð í ár og spennan um það hver hreppir svo titlana í hverjum flokki fyrir sig mun stigmagnast fram að hátíðinni.
Efnilegasti knapi ársins
- Arna Ýr Guðnadóttir
- Arnar Bjarki Sigurðarson
- Helga Una Björnsdóttir
- Kári Steinsson
- Rakel Natalie Kristinsdóttir
Kynbótaknapi ársins
- Daníel Jónsson
- Erlingur Erlingsson
- Jakob Svavar Sigurðsson
- Sigurður Vignir Matthíasson
- Þórður Þorgeirsson
Íþróttaknapi ársins
- Árni Björn Pálsson
- Eyjólfur Þorsteinsson
- Hinrik Bragason
- Jóhann Rúnar Skúlason
- Sigursteinn Sumarliðason
Skeiðknapi ársins
- Bergþór Eggertsson
- Daníel Ingi Smárason
- Elvar Einarsson
- Sigurbjörn Bárðarson
- Ævar Örn Guðjónsson
Gæðingaknapi ársins
- Guðmundur Björgvinsson
- Hinrik Bragason
- Sigurbjörn Bárðarson
- Sigurður Sigurðarson
- Sigursteinn Sumarliðason
Knapi ársins
- Eyjólfur Þorsteinsson
- Hinrik Bragason
- Jóhann Rúnar Skúlason
- Sigurður Sigurðarson
- Sigursteinn Sumarliðason
22.10.2011 10:27
Uppskeruhátíð barna og unglinga
Á laugardaginn kemur 29. október kl. 13:00 verður Uppskeruhátíð barna- og unglinga haldin í Félagsheimilinu Ásbyrgi.
Viljum við hvetja börn og unglinga sem voru með okkur á námskeiðum, sýningum, leikjum og keppnum síðasta vetur og sumar að koma með foreldra sína og gleðjast með okkur.
Það verða veittar viðurkenningar, farið yfir starfsemi síðasta árs og kynnt starfsemi komandi vetrar.
Já og svo verða auðvitað kræsingar á boðstólum.
Hlökkum til að sjá ykkur
Æskulýðsnefnd Þyts
18.10.2011 17:24
Vegna komandi Uppskeruhátíðar
Vegna væntanlegrar Umskurðarhátíðar Ríðumannafélagsins Þyts:
Kæru fjélagar!
Af gefnu tilefni vill veislustjóri vekja athygli á því að ábendingar um kjörin fórnarlömb eineltis þetta kvöld skulu sendast til hans á fésbókinni góðu. Ennþá meiri athygli er vakin á því að veislustjóri tekur við mútum af hinu ýmsasta tagi, bæði fyrir umskurðarhátíð og á meðan henni stendur.
Góðar stundir!
17.10.2011 15:30
Uppskeruhátíð Hrossaræktarsamtaka V-Hún
og Hestamannafélagsins Þyts 2011
Verður haldin laugardagskvöldið 29.október í Félagsheimilinu á Hvammstanga.
Matur, gleði og gaman.
Þessi frábæra skemmtun hefst stundvíslega kl 20:30
en húsið opnar kl 20:00 og það verður sko stemming.
Potturinn á Blönduósi sér um matinn og á boðstólnum verður:
Forréttur
Grafinn lax - Reyktur lax - Sjávarréttapâté - Sveitapâté
Pastarami piparskinka
Meðlæti
Hunangssinnepssósa - Hvítlauksdressing - Ferskt salat - Fylltar ólífur
Brauð og smjör
Aðalréttur
Rosmarinkryddaður lambavöðvi - Hunagnsmarineruð kalkúnabringa - Grísa purusteikt
Meðlæti
Rauðvínssósa - Ofnbakaðar kartöflur - Eplasalat - Kartöflusalat
Rauðlauks-tómatsalat - Rauðkál og baunir - Brauð og smjör ofl.
Veislustjórn verður í höndum söngdívu og fyrrum Selamálaráðherra.
Forsala miða og pantanir fara fram í Söluskálanum á Hvammstanga, sími 4512465 og þarf að vera lokið að kvöldi miðvikudagsins 26.október, athugið ekki posi.
Miðaverð á uppskeruhátíðina er kr 6000 matur, skemmtun og ball, en ef þú vilt hins vegar bara skella þér á dansleik í syngjandi sveiflu með Geirmundi, sem hefst kl 00:00, þá kostar það litlar 2500 kr.
Enginn posi á staðnum!
Eftirfarandi bú eru tilnefnd ræktunarbú ársins 2010 af Hrossaræktarsamtökum V-Hún.
Gauksmýri - Grafarkot - Lækjamót - Stóra Ásgeirsá - Þóreyjarnúpur
Athugið að það eru allir velkomnir á þessa frábæru skemmtun .
Þetta er einstakt tækifæri til að hlæja, gráta og hafa gaman.
Athugið
Unnsteinn AndrésarAndar eða Steini hennar Þórdísar.... hlökkum sérstaklega til að sjá þig J
Svo framarlega sem þú átt lausan dag, gaufastu til að láta sjá þig
16.10.2011 23:05
Miðasala hafin á Landsmót 2012
Miðasala Landsmóts 2012, sem fer fram í Reykjavík dagana 25.júní til 1.júlí, er nú hafin. Miðasala fer fram á heimasíðu Landsmóts www.landsmot.is
Félagar innan Landssambands hestamannafélaga og Bændasamtaka Íslands fá 20% afslátt af miðaverði í forsölu til 15.maí.
Auk þess fá N1 korthafar 1000 kr. afslátt af miðaverði. Hestamenn geta með notkun N1 kortsins styrkt sitt hestamannafélag en af hverjum seldum eldsneytislítra rennur hálf króna til hestamannafélagsins.
Að auki verður hægt að versla Reykjavíkurpassa en sá passi veitir frían aðgang í strætó, á ýmis söfn og í sundlaugar Reykjavíkurborgar, á meðan móti stendur.
Í kjölfar þess að miðasala hefur nú hafist fer Landsmót af stað með svokallaðan jólaleik en allir seldir miðar fram til jóla fara sjálfkrafa í happdrættispott sem dregið verður úr á Þorláksmessu. Vinningarnir eru ekki af verri endanum en meðal þess sem í boði er eru flugmiðar til Evrópu með Icelandair, inneign hjá N1, gjafabréf í Kringluna, leikhúsmiðar, Mountain horse úlpa, hótelgisting í 2 nætur á Hilton Reykjavík Nordica og endurgreiðsla á keyptum landsmótsmiðum.
Sjáumst á Landsmóti!
16.10.2011 11:52
Hvert verður hrossaræktarbú ársins í V-Hún.?
Frá Hrossaræktarsamtökum V-Húnavatnssyslu.
Eftirtalin hrossaræktarbú hafa verið tilnefnd sem hrossaræktarbú ársins 2011 í Húnaþingi vestra, sem útnefnt verður á Uppskeruhátíð hestamanna 29.október nk.
Búin eru nefnd í stafrófsröð:
- Gauksmýri
- Grafarkot
- Lækjamót
- Stóra-Ásgeirsá
- Þóreyjarnúpur
Stjórn HSVH.
14.10.2011 16:37
Meistaradeild Norðurlands 2011
25. janúar úrtaka fyrir þau 6 sæti sem laus eru.
22. febbrúar Fjórgangur
7. mars Fimmgangur
21. mars Tölt
4. apríl Slaktaumatölt og Skeið
Tólf knapar eru með þátttökurétt eftir keppnina síðasta vetur og eru þeir eftirfarandi:
Eyjólfur Þorsteinsson
Árni Björn Pálsson
Bjarni Jónasson
Ólafur Magnússon
Tryggvi Björnsson
Þórarinn Eymundsson
Magnús B Magnússon
Hörður Óli Sæmundarson
Elvar Einarsson
Sölvi Sigurðarson
Erlingur Ingvarsson
Mette Mannseth
Þessir knapar eru beðnir að staðfesta þátttöku sýna, fyrir 1. nóvember hjá Eyþóri Jónassyni í síma 453-6440.
05.10.2011 13:09
Brúnn hestur í óskilum
Brúnn 2 -3 vetra hestur í óskilum á Böðvarshólum eftir Þverárrétt. Hesturinn er örmerktur, 352206000066642 en það ekki búið að skila örmerkinu inn. Nánari upplýsingar hjá Konna í síma 451-2697
- 1