Færslur: 2012 Desember

27.12.2012 21:45

Ísólfur íþróttamaður ársins í Vestur-Húnavatnssýslu


Ísólfur og Freyðir á LM í Reykjavík í sumar.

 

Ísólfur L Þórisson var í dag valinn íþróttamaður ársins hjá aðildafélögum USVH. Ísólfur hefur á undanförnum árum skipað sér í raðir bestu hestamanna landsins. Árið 2012 var honum farsælt á keppnisbrautinni og keppti hann á mörgum mótum með flottum árangri. Ísólfur var einnig knapi ársins hjá Þyt. Hér á eftir fer listi yfir árangur hans á árinu.

Ísólfur komst í A-úrslit á Landsmóti hestamanna í B-flokki og endaði í 6. Sæti.

Á Íslandsmóti í hestaíþróttum komst hann einnig í A-úrslit í fjórgangi og endaði þar í 5. Sæti, og í tölti lenti hann í 8. - 9. sæti. 

Í Húnvetnsku liðakeppninni sigraði Ísólfur fjórgang og fimmgang, varð í 2. sæti í tölti og stigahæsti knapi mótaraðarinnar.

Í meistaradeild Norðurlands sigraði Ísólfur fjórgang, varð í 4. sæti í fimmgangi, 9. sæti í tölti, 6. sæti í slaktaumatölti og í 4. sæti samanlagt yfir mótaröðina. 

Á Bautatölti á Akureyri varð Ísólfur í 3. sæti í tölti og á Þytsheimatölti á Hvammstanga endaði hann í 1. sæti.

Á  Íþróttamóti Skugga í Borgarnesi sigraði Ísólfur bæði tölt og fjórgang.

Á vormóti Þyts sigraði Ísólfur bæði tölt og fjórgang og varð annar í fimmgangi.

Á gæðingamóti Þyts og úrtöku fyrir Landsmót sigraði Ísólfur tölt og B-flokk og endaði í 3. sæti í A-flokki.  

 

INNILEGA TIL HAMINGJU ÍSÓLFUR MEÐ ÁRANGUR ÁRSINS !!!!

 

 

Í 2.sæti varð Helga Margrét Þorsteinsdóttir og í 3.sæti Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir.

 

Á heimasíðu USVH má svo sjá alla sem tilnefndir voru í ár.

24.12.2012 16:28

Gleðileg jól

Stjórn Þyts sendir Þytsfélögum sem og öllum Húnvetningum bestu óskir um gleðileg jól og farsældar á komandi ári með þökk fyrir samstarf, ánægjuleg samskipti og stuðning á árinu sem er að líða. Hér má sjá örfáar myndir frá frábæru ári.

 

 

 

16.12.2012 16:17

Járninganámskeið

Fyrirhugað er að halda járninganámskeið dagana 11.-13.janúar nk. ef næg þáttaka fæst.  Kennari verður Kristján Elvar Gíslason járningameistari.  Þetta námskeið er jafnt fyrir byrjendur og lengra komna.  Takið þessa daga frá ef þið hafið hug á að skrá ykkur, þetta verður svo auglýst nánar þegar nær dregur.  smiley

 

Fræðslunefnd Þyts

08.12.2012 13:15

Sirkus

Í gær voru krakkarnir í hestafimleikunum með Sirkus sýningu í íþróttahúsinu á Laugarbakka. Í myndaalbúminu eru skemmtilegar myndir af sýningunni.  Irina Kamp og Kathrin Scmitt hafa verið með vikulegar æfingar í haust fyrir um 30 krakka, sem sýndu ýmsar listir í sirkusnum. Það hafa verið vikulegar æfingar í haust í íþróttahúsinu og eftir áramót hefjast æfingar í reiðhöllinni á Hvammstanga þar sem krakkarnir munum æfa fimleika á hestum.

 

Námskeið á vegum Æskulýðsstarf Þyts í vetur:

Eins og áður hefur verið auglýst verða nokkur námskeið fyrir krakkana í vetur. Námskeiðin hefjast í byrjun febrúar. Enn eru nokkur laus pláss í námskeiðin, en þau eru:

Keppnisþjálfun, Reiðþjálfun fyrir minna vana, Reiðþjálfun fyrir meira vana, Byrjendahópur 9 ára og yngri og Fimleikar á hesti. Auk þess verður verklegi hluti í Knapamerki 2.

Þið sem viljið fá nánari upplýsingar um námskeiðin eða skrá á þau, endilega sendið okkur tölvupóst í netfangi thyturaeska@gmail.com.

 

01.12.2012 21:34

Aðventan byrjar vel hjá hestamönnum

Í dag 1.desember var margt um að vera á Hvammstanga. Jólamarkaðir voru bæði í félagsheimilinu og í reiðhöllinni þar sem margt fallegt mátti sjá og versla.  Auk þessa voru þrjár áhugaverðar sýnikennslur í Þytsheimum og voru margir fróðleiksþyrstir hestamenn mættir til að sjá og heyra. Við Þytsmenn megum vera stolt af okkar félagsmönnum sem vinna frábært starf í sjálfboðavinnu fyrir félagið. Allir eru duglegir að mæta og að baki hverjum viðburði eru fjölmörg störf félagsmanna unnin í sjálfboðavinnu, það ber að þakka.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá deginum í dag sem er góð byrjun á spennandi vetrarstarfi í Þytsheimum.

fjölmargir komu á markaðinn í Þytsheimum

 

Þórarinn Eymundsson (Tóti) sýnir líkamsbeitingu af innlifun

Góð mæting var á sýnikennslurnar
  • 1
Flettingar í dag: 448
Gestir í dag: 58
Flettingar í gær: 2796
Gestir í gær: 107
Samtals flettingar: 1417634
Samtals gestir: 74847
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:21:02