Færslur: 2013 Júní
30.06.2013 10:20
Dagskrá FM 2013
25.06.2013 14:19
James Faulkner á leiðinni á HM í Berlin fyrir Bretland
Á heimasíðu Lækjamóts kemur fram að Þytsfélaginn James gerði sér lítið fyrir og flaug til Bretlands til að keppa á Breska Meistarmótinu í hestaíþróttum. Fékk hann hestinn Brimar frá Margrétarhofi lánaðann í verkefnið en hann flutti í vetur til Noregs eftir að hafa verið í þjálfun hjá James. Náðu þeir félagar þeim frábæra árangri að sigra töltið og verða í 2.sæti í fjórgangi og þar með hlutu þeir farseðil inn á HM í Berlín sem fram fer nú í ágúst. Glæsilegur árangur, innilega til hamingju James!
20.06.2013 11:26
Sölumyndbönd
Sigríður Elka Guðmundsdóttir vefhaldari fyrir sölusíðuna www.hest.is verður á leið um héraðið seinnipart föstudags þann 21. júní og síðan aftur fyrripart sunnudags þann 23. júní með myndavél og upptökuvél. Bíður hún ykkur þjónustu sína við hrossasölu. Hrossin þurfa að vera þæg og þjál til að eiga erindi inn á sölusíðuna hennar www.hest.is. Á síðunni er hægt að auglýsa kynbótahryssur, stóðhesta, keppnishross og reiðhross.
Austur-Húnavatnssýsla: Áhugasamir skulu hafa samband við Magnús í Steinnesi í síma 897-3486 og verður þá ákveðið hvernig haga skal málum.
Vestur-Húnavatnssýsla: Áhugasamir skulu hafa samband við Elvar Loga í síma 848-3257 og verður þá ákveðið hvernig haga skal málum
19.06.2013 14:11
Æfingar fyrir FM
Komnir eru 2 hópar í æfingar fyrir Fjórðungsmót. Búinn verður til hópur á facebook fyrir krakkana til að skipuleggja tímana. Ef það eru fleiri sem vilja hjálp þá bara hafið þið samband við Kollu í síma 863-7786.
15.06.2013 20:32
Firmakeppni
flottir þátttakendur í hestaratleik dagsins |
Þytsfélagar skemmtu sér vel í dag þegar fram fór Firmakeppni. Eftir að keppni lauk var ratleikur og svo grillaðar pylsur fyrir félagsmenn.
Firmakeppnisnefnd þakkar öllum styrktaraðilum kærlega fyrir stuðninginn, keppendum, gestum og sjálfboðaliðum fyrir skemmtilegan dag. Myndir frá deginum má sjá í myndaalbúmi.
Úrslit dagsins urðu þessi:
Pollar:
Rakel Gígja Ragnarsdóttir 8 ára og Freyðir frá Grafarkoti
Indriði Rökkvi Ragnarsson 5 ára og Gifta frá Grafarkoti
Guðmar Hólm Ísólfsson 6 ára og Rökkvi frá Dalsmynni
Arnar Hauksson 8 ára og Glitnir frá Kornsá 2
Bergdís Ingunn Einarsdóttir 8 mánaða og Magnea frá Syðri Völlum
Barnaflokkur:
1 sæti: Ásta Unnsteinsdóttir og Kolbrá frá Kolbeinsá, kepptu fyrir Steypustöðina
2 sæti: Eysteinn Kristinsson og Goði frá Ey, kepptu fyrir Verktakaþjónustu Vignis
Unglingaflokkur:
1 sæti: Kristófer Smári Gunnarsson og Óttar frá Efri-Þverá, kepptu fyrir Gistiheimili Hönnu Siggu
2 sæti: Fríða Björg Jónsdóttir og Skuggi frá Brekku, kepptu fyrir Ferðaþjónustuna Dæli
Kvennaflokkur:
1 sæti: Sigríður Ása Guðmundsdóttir og Kveikur frá Sigmundarstöðum, kepptu fyrir Dýrin mín stór og smá
2 sæti: Herdís Einarsdóttir og Prufa frá Grafarkoti, kepptu fyrir Kaupfélag V-Hún
3 sæti: Sigurbjörg Þórunn Marteinsdóttir og Magnea frá Syðri Völlum, kepptu fyrir Vélaverkstæði Hjartar Eiríks
Karlaflokkur:
1 sæti: Magnús Ásgeir Elíasson og Elding frá Stóru-Ásgeirsá, kepptu fyrir Stóru Ásgeirsá
2 sæti: Ragnar Smári Helgason og Vottur frá Grafarkoti, kepptu fyrir Grafarkotsbúið
3 sæti: Gunnar Reynisson og Muni frá Syðri Völlum, kepptu fyrir Leirhús Grétu
keppendur í karlaflokki |
14.06.2013 09:41
Aðstoð fyrir FM
Þá fer að styttast í Fjórðungsmót, ef það eru einhver börn, unglingar eða ungmenni sem vilja aðstoð fyrir mótið endilega hafið samband við Kollu í síma 863-7786.
Fanney er tilbúin að aðstoða og þjálfa fyrir mótið.
Stjórn Þyts
12.06.2013 18:17
Nokkrar hugmyndir í tengslum við Fjórðungsmót
Komið hefur upp hugmynd að fá flutning fyrir hross á Fjórðungsmót Vesturlands á Kaldármelum og veita þannig félagsmönnum tækifæri til að taka þátt í t.d fjörureið og setningarathöfn.
Einnig væri þá hægt að nýta bílinn til að fá flutning heim fyrir hross ef einhverjir hefðu áhuga á að fara ríðandi á mótsstað en vildu fá far heim.
Hægt er að fá bíl sem tekur 16-20 hross og kostar 127.000.-kr. Þannig að ef t.d 16 hross eru á bílnum báðar leiðir þá kostar flutningurinn samtals um 8.000.- kr pr. hest fram og til baka.
Ef þið hafið áhuga á að nýta ykkur flutning sem þennan eða viljið fá frekari upplýsingar endilega hafið samband:
isolfur@laekjamot.is (Vigdís)
Viljum minna félagsmenn á að hægt er að kaupa barmerki og bindi félagsins hjá Kollu.
12.06.2013 15:54
Kökubasar
Kökubasar verður í andyri KVH föstudaginn 14. júní nk og hefst kl. 13.30. Allur ágóði rennur í ferðasjóð Hestafimleikahóps Kathrin Schmitt.
Enginn posi á staðnum
Ferðahópurinn!!
12.06.2013 11:50
Íslandsmót fullorðinna
Eins og kunnugt er verður Íslandsmót fullorðinna haldið í Borgarnesi í sumar, nánar tiltekið dagana 11. – 14. júlí n.k. Framkvæmd er á vegum Hmf. Faxa með stuðningi Hmf. Skugga. Hestamannafélagið Faxi fagnar 80 ára afmæli sínu í ár og er vel við hæfi að standa fyrir slíkum viðburði af því tilefni. Formaður framkvæmdanefndar er Birna Tryggvadóttir Thorlacius og er unnið að undirbúningi af fullum krafti þannig að mótið og umgjörð þess verði sem best. Á allra næstu dögum verður opnað fyrir skráningu og verður það auglýst sérstaklega en miðað er við að skráning fari fram í gegn um skráningarkerfi Sportfengs. Vakin er athygli á auglýstum lágmarkseinkunnum til að geta skráð sig til leiks. Enn er hægt að reyna við þau á nokkrum mótum sbr. mótaskrá en lokafrestur til að skrá sig verður miðaður við mánaðarmótin júni – júlí.
Í Borgarnesi verður möguleiki á því að fá hesthúspláss fyrir keppnishross og eins verður möguleiki á því að setja upp skammbeitarhólf nærri keppnissvæðinu.
Gistimöguleikar eru margir – Eru hér nokkrir nefndir, Hótel Borgarnes, Hótel Hamar, Borgarnes Hostel, Lækjarkot, Staðarhús og Egils guesthouse. Síðan eru tjaldsvæði í Borgarnesi, í Fossatúni og við Hótel Brú. Allir ættu því að finna sér eitthvað við sitt hæfi, að vísu má reikna með að einhverjir staðir séu þegar uppseldir.
Það er von aðstandenda mótsins að það verði sem glæsilegast og þangað komi fjöldi manns til að fylgjast með okkar bestu knöpum og hestum í spennandi keppni.
11.06.2013 11:59
Sjóður frá Kirkjubæ
Örfá pláss laus undir Sjóð frá Kirkjubæ. Áhugasamir hafi samband við Ingvar í síma 848-0003
Honum verður sleppt í hólfið 17. júní nk og verður tekið á móti hryssum sunnudaginn 16. júní eftir kl. 16.00 í Víðidalstungu II.
10.06.2013 10:53
Fjölskyldudagur og firmakeppni Þyts
Fjölskyldudagur og firmakeppni Þyts verður haldinn laugardaginn 15. Júní 2013 á Hvammstanga og hefst kl. 14:00.
Dagskrá er eftirfarandi:
Pollaflokkur
Barnaflokkur
Unglingaflokkur
Kvennaflokkur
Karlaflokkur
Stórskemmtilegir leikir
Grill og gaman
Vonumst til að sem flestir komi og eigi skemmtilegan dag saman.
Firmakeppnisnefnd
09.06.2013 21:07
Úrslit úrtöku fyrir FM og gæðingamóts Þyts
Í gær var haldin úrtaka fyrir FM og gæðingamót Þyts á Hvammstanga. Mótið gekk vel, sterkir hestar mættir til leiks en þátttaka hefur oft verið meiri. Ekki var keppt í úrslitum í barnaflokki þar sem aðeins einn keppandi var skráður til leiks. Síðan var pollaflokkur þar sem 4 börn tóku þátt og voru algjör krútt :)
Þytur má senda 6 hesta í hvern flokk á FM sem haldið verður á Kaldármelum 3. - 7. júlí nk.
Úrslit urðu eftirfarandi:
A flokkur
1 Skyggnir frá Bessastöðum / Jóhann Magnússon 8,50
2 Gandálfur frá Selfossi / Ísólfur Líndal Þórisson 8,46
3 Álfrún frá Víðidalstungu II / Ísólfur Líndal Þórisson 8,30
4 Bylting frá Stórhóli / Elvar Logi Friðriksson 8,19
5 Dimma frá Stóru Ásgeirsá / Magnús Ásgeir Elíasson 7,64
B flokkur
1 Freyðir frá Leysingjastöðum II / Ísólfur Líndal Þórisson 8,90
2 Grettir frá Grafarkoti / Herdís Einarsdóttir 8,70
3 Brúney frá Grafarkoti / Fanney Dögg Indriðadóttir 8,50
4 Oddviti frá Bessastöðum / Jóhann Magnússon 8,41
5 Sveipur frá Miðhópi / Gréta B Karlsdóttir 8,23
Ungmennaflokkur
1Jónína Lilja Pálmadóttir / Svipur frá Syðri-Völlum 8,35 (eftir að dómarar röðuðu í sæti)
2 Jóhannes Geir Gunnarsson / Nepja frá Efri-Fitjum 8,35
3 Fríða Marý Halldórsdóttir / Stella frá Efri-Þverá 8,11
4 Eydís Anna Kristófersdóttir / Arfur frá Höfðabakka 8,03
5 Cecilia Olsson / Frosti frá Höfðabakka 7,95
Unglingaflokkur
1 Helga Rún Jóhannsdóttir / Embla frá Þóreyjarnúpi 8,41
2 Kristófer Smári Gunnarsson / Krapi frá Efri-Þverá 8,21
3 Viktor Jóhannes Kristófersson / Flosi frá Litlu-Brekku 8,20
4 Birna Olivia Ödqvist / Hökull frá Dalbæ 8,20
5 Nína Guðbjörg Gunnarsdóttir / Birta frá Efri-Fitjum 7,63
100 m skeið
1 Kristófer Smári Gunnarsson og Kofri frá Efri-Þverá 8,38
2 Jóhann Magnússon og Hvirfill frá Bessastöðum 8,41
3 Ísólfur Líndal Þórisson og Flosi frá Búlandi 8,66
4 Elvar Logi Friðriksson og Karmen frá Grafarkoti 8,93
Forkeppni:
A flokkur
1 Gandálfur frá Selfossi / Ísólfur Líndal Þórisson 8,43
2 Eldfari frá Stóru-Ásgeirsá / Bjarni Jónasson 8,38
3 Frabín frá Fornusöndum / Jóhann Magnússon 8,33
4 Álfrún frá Víðidalstungu II / Ísólfur Líndal Þórisson 8,26
5 Skyggnir frá Bessastöðum / Jóhann Magnússon 8,20
6 Bylting frá Stórhóli / Elvar Logi Friðriksson 8,17
7 Dimma frá Stóru Ásgeirsá / Magnús Ásgeir Elíasson 7,73
8 Kátína frá Efri-Fitjum / Greta Brimrún Karlsdóttir 7,69
9 Lykill frá Syðri-Völlum / Pálmi Geir Ríkharðsson 7,66
10 Hula frá Efri-Fitjum / Jóhannes Geir Gunnarsson 7,60
B flokkur:
1 Freyðir frá Leysingjastöðum II / Ísólfur Líndal Þórisson 8,65
2 Vaðall frá Akranesi / Ísólfur Líndal Þórisson 8,57
3 Kristófer frá Hjaltastaðahvammi / Ísólfur Líndal Þórisson 8,48
4 Grettir frá Grafarkoti / Herdís Einarsdóttir 8,42
5 Brúney frá Grafarkoti / Fanney Dögg Indriðadóttir 8,39
6 Oddviti frá Bessastöðum / Jóhann Magnússon 8,34
7 Kvaran frá Lækjamóti / Sonja Líndal Þórisdóttir 8,32
8 Sveipur frá Miðhópi / James Bóas Faulkner 8,24
9 Eyvör frá Lækjamóti / Þórir Ísólfsson 8,23
10 Vottur frá Grafarkoti / Kolbrún Stella Indriðadóttir 8,19
11 Dröfn frá Höfðabakka / Sverrir Sigurðsson 8,15
12 Krummadís frá Efri-Fitjum / Elvar Logi Friðriksson 8,13
13 Magnea frá Syðri-Völlum / Einar Reynisson 8,07
14 Elding frá Stóru Ásgeirsá / Magnús Ásgeir Elíasson 8,00
15 Loftur frá Syðri-Völlum / Einar Reynisson 7,99
16 Vídalín frá Grafarkoti / Eydís Ósk Indriðadóttir 7,91
17 Stígur frá Reykjum 1 / Þorgeir Jóhannesson 7,80
18 Spes frá Grafarkoti / Eydís Ósk Indriðadóttir 7,73
19 Vökull frá Sauðá / Stella Guðrún Ellertsdóttir 7,50
20 Stúdent frá Gauksmýri / James Bóas Faulkner 0,00
Ungmennaflokkur:
1 Jónína Lilja Pálmadóttir / Svipur frá Syðri-Völlum 8,24
2 Jóhannes Geir Gunnarsson / Nepja frá Efri-Fitjum 8,19
3 Fríða Marý Halldórsdóttir / Stella frá Efri-Þverá 7,93
4 Cecilia Olsson / Frosti frá Höfðabakka 7,84
5 Eydís Anna Kristófersdóttir / Arfur frá Höfðabakka 7,78
Unglingaflokkur:
1 Helga Rún Jóhannsdóttir / Embla frá Þóreyjarnúpi 8,22
2 Kristófer Smári Gunnarsson / Krapi frá Efri-Þverá 8,21
3 Nína Guðbjörg Gunnarsdóttir / Birta frá Efri-Fitjum 8,21
4 Helga Rún Jóhannsdóttir / Elfa frá Kommu 8,13
5 Birna Olivia Ödqvist / Hökull frá Dalbæ 8,13
6 Viktor Jóhannes Kristófersson / Flosi frá Litlu-Brekku 8,12
7 Fanndís Ósk Pálsdóttir / Brúnkolla frá Bæ I 8,09
8 Eva Dögg Pálsdóttir / Brokey frá Grafarkoti 7,74
Barnaflokkur:
1 Karítas Aradóttir / Gyðja frá Miklagarði 8,16
2 Karítas Aradóttir / Gylmir frá Enni 8,13
Pollaflokkur:
Dagbjört Jóna Tryggvadóttir og
Guðmar Ísólfsson og
Margrét Ylfa Þorbergsdóttir og Amadeus
Rakel Gígja Ragnarsdóttir og Freyðir frá Grafarkoti
Mótanefnd þakkar keppendum og starfsfólki mótsins fyrir góðan dag.
07.06.2013 09:19
Ráslisti úrtöku og gæðingamóts Þyts
Ráslisti fyrir mótið á morgun, laugardag 08.06, hefst stundvíslega klukkan 09.00. Minnum á knapafund 08.30, fyrir þá knapa sem hafa spurningar um lög og reglur.
A-flokkur
Nr Hestur Knapi
1 Spyrill frá Syðri-Völlum Pálmi Geir Ríkharðsson
2 Daði frá Stóru-Ásgeirsá Bjarni Jónasson
3 Álfrún frá Víðidalstungu II Ísólfur Líndal Þórisson
4 Frabín frá Fornusöndum Jóhann Magnússon
5 Kátína frá Efri-Fitjum Greta Brimrún Karlsdóttir
6 Hula frá Efri-Fitjum Jóhannes Geir Gunnarsson
7 Bylting frá Stórhóli Elvar Logi Friðriksson
8 Lykill frá Syðri-Völlum Pálmi Geir Ríkharðsson
9 Gandálfur frá Selfossi Ísólfur Líndal Þórisson
10 Eldfari frá Stóru-Ásgeirsá Bjarni Jónasson
11 Skyggnir frá Bessastöðum Jóhann Magnússon
B-flokkur
Nr Hestur Knapi
1 Stúdent frá Gauksmýri James Bóas Faulkner
2 Kristófer frá Hjaltastaðahvammi Ísólfur Líndal Þórisson
3 Loftur frá Syðri-Völlum Einar Reynisson
4 Oddviti frá Bessastöðum Jóhann Magnússon
5 Sveipur frá Miðhópi James Bóas Faulkner
6 Dröfn frá Höfðabakka Sverrir Sigurðsson
7 Krummadís frá Efri-Fitjum Elvar Logi Friðriksson
8 Vaðall frá Akranesi Ísólfur Líndal Þórisson
9 Eyvör frá Lækjamóti Þórir Ísólfsson
10 Kvaran frá Lækjamóti Sonja Líndal Þórisdóttir
11 Grettir frá Grafarkoti Herdís Einarsdóttir
12 Vottur frá Grafarkoti Kolbrún Stella Indriðadóttir
13 Magnea frá Syðri-Völlum Einar Reynisson
14 Brúney frá Grafarkoti Fanney Dögg Indriðadóttir
15 Freyðir frá Leysingjastöðum II Ísólfur Líndal Þórisson
16 Spes frá Grafarkoti Eydís Ósk Indriðadóttir
17 Vökull frá Sauðá Stella Guðrún Ellertsdóttir
18 Stígur frá Reykjum 1 Þorgeir Jóhannesson
19 Vídalín frá Grafarkoti Eydís Ósk Indriðadóttir
Barnaflokkur
Nr Knapi Hestur
1 Karítas Aradóttir Gylmir frá Enni
2 Karítas Aradóttir Gyðja frá Miklagarði
100 m skeið
Nr Knapi Hestur
1 Ísólfur Líndal Þórisson Korði frá Kanastöðum
2 Elvar Logi Friðriksson Karmen frá Grafarkoti
3 Kristófer Smári Gunnarsson Kofri frá Efri-Þverá
4 Jóhann Magnússon Hvirfill frá Bessastöðum
Unglingaflokkur
Nr Knapi Hestur
1 Helga Rún Jóhannsdóttir Elfa frá Kommu
2 Eva Dögg Pálsdóttir Brokey frá Grafarkoti
3 Birna Olivia Ödqvist Hökull frá Dalbæ
4 Fanndís Ósk Pálsdóttir Brúnkolla frá Bæ I
5 Nína Guðbjörg Gunnarsdóttir Birta frá Efri-Fitjum
6 Viktor Jóhannes Kristófersson Flosi frá Litlu-Brekku
7 Helga Rún Jóhannsdóttir Embla frá Þóreyjarnúpi
8 Kristófer Smári Gunnarsson Krapi frá Efri-Þverá
9 Eva Dögg Pálsdóttir Hroki frá Grafarkoti
Ungmennaflokkur
Nr Knapi Hestur
1 Eydís Anna Kristófersdóttir Snerting frá Efri-Þverá
2 Fríða Marý Halldórsdóttir Stella frá Efri-Þverá
3 Jónína Lilja Pálmadóttir Svipur frá Syðri-Völlum
4 Jóhannes Geir Gunnarsson Nepja frá Efri-Fitjum
5 Eydís Anna Kristófersdóttir Arfur frá Höfðabakka
6 Cecilia Olsson Frosti frá Höfðabakka
Pollaflokkur
Nr Knapi Hestur
1 Guðmar Hólm Ísólfsson Rökkvi frá Dalsmynni
2 Margrét Ylfa Þorbergsdóttir Amadeus frá Bjarnarhöfn
3 Rakel Gígja Ragnarsdóttir Freyðir frá Grafarkoti
4 Dagbjört Jóna Tryggvadóttir Þokki frá Hvoli
Mótanefnd Þyts
05.06.2013 22:17
Dagskrá Gæðingamóts Þyts og úrtöku fyrir FM
Dagskrá |
Mótið hefst kl. 09.00 á laugardeginum á forkeppni og úrslit verða riðin að henni lokinni. Knapafundur verður í félagshúsinu kl 08.30 |
A-flokkur |
Ungmennaflokkur |
B-flokkur 1. flokkur B-flokkur 2. flokkur |
Unglingaflokkur |
Hádegishlé |
Barnaflokkur |
Pollaflokkur |
Skeið |
Úrslit í ungmennaflokki |
úrslit í barnaflokki |
úrslit í B-flokki 1. flokkur úrslit í B-flokki 2. flokkur |
Kaffihlé |
úrslit í unglingaflokki |
úrslit í A-flokki |
- 1