Færslur: 2014 Mars

31.03.2014 21:55

Lokamótið - spennan í hámarki !!!

 

 

 
 

Lokamót Húnvetnsku liðakeppninnar er tölt, keppt verður í 1. og 2. flokki í tölti T3 (tekið tillit til þess að hægja þarf í beygjum á hraða töltinu). Í unglingaflokki og 3. flokki í tölti T7. Mótið verður laugardaginn 5. apríl og hefst kl. 14.00 og verður að vera búið að skrá á miðnætti miðvikudagsins 2. apríl. Skráning er á mail: thytur1@gmail.com. Það verða tveir inn á í einu og verður stjórnað af þul. Prógrammið er, hægt tölt snúa við, hraðabreytingar og hratt tölt í T3. Prógrammið í tölti T7 er hægt tölt, snúið við og frjáls ferð á tölti.
Við skráningu þarf að koma fram kt knapa, IS númer hests, fyrir hvaða lið knapi keppir og upp á hvora höndina skal riðið.  

 
Vegna erfiðra aðstæðna verður ekki keppt í skeiði á lokamótinu.

Skráningargjaldið er 2.000 fyrir fullorðna og 1.000 fyrir unglinga 17 ára og yngri og verður að greiða inn á reikning 0159-15-200343 kt. 550180-0499 áður en mót hefst.


Aðgangseyrir er 1.000 en frítt fyrir 12 ára og yngri.

Aðalstyrktaraðili Húnvetnsku liðakeppninnar

Mótanefnd 
 

31.03.2014 10:25

Hestaat 2014


Fyrir dyrum standa Hestadagar. Þeir hefjast með formlegum hætti fimmtudaginn 3. apríl kl. 19:00 við Hörpuna. Dagskrá kvöldsins þar verður með þessum hætti:

· Kl: 19:00 - Fultrúar félaga á höfuðborgarsvæðinu koma ríðandi að Hörpu með fána sinna félaga og formlega tekið á móti gestum með fordrykk í anddyri Hörpu. Hestadagar settir formlega.

· Kl: 20:00 - Hestaat í Hörpu. 

Hér leiða saman hesta sína Hilmir Snær og hljómsveitirnar Brother Grass og Hundur í óskilum. Boðið verður upp á nýstárlegt, tónrænt uppistand í Norðurljósasal Hörpu. Íslenski hesturinn verður skoðaður frá öllum hliðum og rifjuð upp rysjótt sambúð hans við ótamin náttúruöfl og brokkgenga þjóð.

Miðinn á Hestaatið kostar kr. 4.000 á midi.is. LH langar hins vegar að bjóða hestamönnum betri kjör eða miðann á kr. 3.500 ef 10 manns eða fleiri taka sig saman og panta miða sem hópur. Þá verða miðakaupin að fara í gegnum skrifstofu LH, hilda@landsmot.is. Tilboðið gildir til þriðjudagsins 1. apríl.

Er ekki upplagt að skapa stemningu fyrir þessum einstaka viðburði í Hörpunni og skella sér í bæinn á Hestadaga?

Ef það er stemming fyrir að fara suður saman í rútu endilega hafið samband við Kollu í síma 863-7786 og skráið ykkur.


27.03.2014 22:44

Dagskrá reiðhallarsýningarinnar Hestar fyrir alla

Hér fyrir neðan má sjá dagskrá reiðhallarsýningar Þyts sem haldin verður kl.13:00 laugardaginn 29. mars nk. í Þytsheimum.

Áhugaverð atriði fyrir alla aldurshópa og alla sem vilja sjá íslenska hestinn í mismunandi hlutverkum.  

aðgangseyrir 1000 kr. fyrir 12 ára og eldri

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest

Dagskrá

1 Opnunaratriði
2 Teymingar
3 Flame and Dame
4 Strákarnir þrír
5 Afkvæmin frá Höfðabakka
6 Lukku-Láki
7 Unghross frá Grafarkoti
Hlé
8 Sýnishorn af Bessastaðaræktuninni
9 Knapar ársins 2013
10 Fimleikar
11 Alsystkin frá Fremri-Fitjum
12 Brúðkaupsveislan
13 Kokteill
14 Pink ladies
15 Ræktunarbú ársins 2013 Lækjamót

 

 

27.03.2014 22:08

Firmakeppni Þyts 2014



Firmakeppni Þyts verður haldin 1. maí árið 2014. Ætlum við því aðeins að breyta út af vananum, það verður búningaþema emoticon

27.03.2014 08:41

Töltið í KS deildinni

Töltið fór fram í KS deildinni í kvöld og var það Bjarni Jónasson og Þristsdóttirin Randalín frá Efri-Rauðalæk sem sigruðu með 8,56 í einkunn, í öðru sæti varð Þytsfélaginn okkar Ísólfur Líndal og Kristófer með 8,17. Tryggvi og Vigdís voru óþarflega nálægt úrslitum en Tryggvi var í 10. sæti og Vigdís í 11-12. sæti og síðan var Jói aðeins neðar eða í 13-14. sæti. Hér eru úrslit mótsins;


A-úrslit
1. Bjarni Jónasson  -  Randalín frá Efri-Rauðalæk    - Weierholz - 8,56
2. Ísólfur Líndal   -  Kristófer frá Hjaltastaðarhvammi   - Laekjamot.is - 8,17
3. Mette Mannseth - Trymbill frá Stóra-ási - Draupnir/Þúfur - 7,94
4. Þórarinn Eymundsson  - Taktur frá Varmalæk - Hrímnir - 7,50
5. Elvar Einarsson-Lárus frá Syðra-Skörðugili -Top Reiter/Syðra Skörðugili 7,33

B-úrslit
5.Elvar Einarsson-Lárus frá Syðra-Skörðugili -Top Reiter/Syðra Skörðugili - 7,11
6.Arnar Bjarki  -  Rún frá Reynistað  - Draupnir/Þúfur - 7,06
7.Líney María Hjálmarsdóttir - Sprunga frá Bringu - Hrímnir - 6,72
8-9.Baldvin Ari Guðlaugsson - Kvika frá Ósi -Top Reiter/Syðra Skörðugil - 6,56
8-9.Hörður Óli Sæmundarson - Fífill frá Minni-Reykjum  - Hrímnir - 6,56

Niðurstöður úr forkeppni
1. Bjarni Jónasson  -  Randalín frá Efri-Rauðalæk    - Weierholz - 8,23
2. Mette Mannseth - Trymbill frá Stóra-ási - Draupnir/Þúfur - 7,63
3. Ísólfur Líndal   -  Kristófer frá Hjaltastaðarhvammi   - Laekjamot.is - 7,43
4. Þórarinn Eymundsson  - Taktur frá Varmalæk - Hrímnir - 7,33
5-6. Hörður Óli Sæmundarson - Fífill frá Minni-Reykjum  - Hrímnir - 6,93
5-6. Arnar Bjarki  -  Rún frá Reynistað  - Draupnir/Þúfur - 6,93 
7. Líney María Hjálmarsdóttir - Sprunga frá Bringu - Hrímnir - 6,77
8. Elvar Einarsson-Lárus frá Syðra-Skörðugili -Top Reiter/Syðra Skörðugili - 6,73
9. Baldvin Ari Guðlaugsson - Kvika frá Ósi -Top Reiter/Syðra Skörðugil - 6,70
10.Tryggvi Björnsson - Vág frá Höfðabakka - Top Reiter/Syðra Skörðugil - 6,67
11-12. Vigdís Gunnarsdóttir  - Freyðir frá Leysingjastöðum - laekjamot.is - 6,63
11-12. Sölvi Sigurðarson   -  laekjamot.is - 6,63
13-14. Gísli Gíslason - Ljóska frá Borgareyrum - Draupnir/Þúfur - 6,50
13-14. Jóhann Magnússon  -  Oddviti frá Bessastöðum - Weierholz - 6,50
15. Sigvaldi Lárus  -  Smyrill frá Hamraendum   / Weierholz - 6,43
16. Þorbjörn Matthíasson - Fróði frá Akureyri - Björg/Fákasport - 6,37
17. Hlín Mainka  -  Hlöðver frá Gufunesi - Björg/Fákasport - 6,30
18. Viðar Bragason   -  Björg frá Björgum  - Björg/Fákasport - 5,9

25.03.2014 23:26

Alltaf fjör

Alltaf fjör hjá Þytsfélögum!!!


24.03.2014 22:41

Reiðhallarsýning Þyts - hestar fyrir alla

 

Reiðhallarsýning Þyts, Hestar fyrir alla, verður laugardaginn 29. mars n.k. í Þytsheimum á Hvammstanga kl. 13:00.

Mjög fjölbreytt sýning þar sem sjá má hversu fjölhæfur íslenski hesturinn er og hversu stórum hópi fólks hann hæfir.

Knapar frá barnsaldri upp í fullorðinsár. Knapar frá algerum byrjendum til mikilla reynslubolta í kennslu, þjálfun og keppni.

 

Aðgangseyrir kr. 1.000. Frítt fyrir 12 ára og yngri.

 

Hlökkum til að sjá ykkur

Undirbúningsnefndin

24.03.2014 13:10

KS deildin - tölt ráslistar

Ráslistinn er klár fyrir töltið í KS-Deildinni sem fer fram næstkomandi miðvikudag - 26. mars á Sauðárkróki. Frá Þyt er Vigdís á Freyði frá Leysingjastöðum, Jói Magg á Oddvita frá Bessastöðum, Ísólfur á Kristófer frá Hjaltastaðahvammi og Tryggvi á Vág frá Höfðabakka

Sigurvegari kvöldsins hlýtur boðsmiða á Ístölt – þeirra allra sterkustu.
 
Mótið hefst klukkan 20:00.
Aðgangseyrir er 1.500,- og gildir miðinn sem happdrættismiði, dregið verður um tvo folatolla í vinning undir stóðhestana Hausta frá Kagaðarhóli og Hraunar frá Vatnsleysu.
 
 
Ráslisti:
 
Knapi Hestur Lið
1. Líney María Hjálmarsdóttir Sprunga frá Bringu Hrímnir
2. Vigdís Gunnarsdóttir Freyðir frá Leysingjastöðum laekjamot.is
3. Mette Mannseth Trymbill frá Stóra-Ási Draupnir/Þúfur
4. Sigvaldi Lárus Smyrill frá Hamraendum Weierholz
5. Þorbjörn Matthíasson Fróði frá Akureyri Björg/Fákasport
6. Elvar Einarsson Lárus frá Syðra-Skörðugili Top Reiter/ Syðra Skörðugil
7. Hörður Óli Sæmundarson Fífill frá Minni-Reykjum Hrímnir
8. Gísli Gíslason Ljóska frá Borgareyrum Draupnir/Þúfur
9. Viðar Bragason Björg frá Björgum Björg/Fákasport
10. Baldvin Ari Guðlaugsson Kvika frá Ósi Top Reiter/ Syðra Skörðugil
11. Jóhann Magnússon Oddviti frá Bessastöðum Weierholz
12. Bjarni Jónasson Randalín frá Efri-Rauðalæk Weierholz
13. Arnar Bjarki Sigurðarson Rún frá Reynistað Draupnir/Þúfur
14. Þórarinn Eymundsson Taktur frá Varmalæk Hrímnir
15. Sölvi Sigurðarson Ótti frá Ólafsfirði laekjamot.is
16. Tryggvi Björnsson Vág frá Höfðabakka Top Reiter/Syðra Skörðugil
17. Hlín Mainka Hlöðver frá Gufunesi Björg/Fákasport
18. Ísólfur Líndal Kristófer frá Hjaltastaðarhvammi laekjamot.is

20.03.2014 10:42

Aðalfundur Þyts 25. mars nk

Aðalfundur Þyts verður haldinn þriðjudaginn 25. mars nk í Þytsheimum og hefst kl. 20.30. Tveir núverandi stjórnarmenn gefa ekki kost á sér áfram.

Dagskrá:

1.     Kosning fundarstjóra og fundarritara

2.     Skýrsla stjórnar

3.     Lagðir fram reikningar félagsins

4.     Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga

5.     Árgjald

6.     Kosningar

a.     Kosning stjórnar

b.     Þrír meðstjórnendur til tveggja ára

c.      Tveir varamenn stjórnar til eins árs.

d.     Tveir skoðunarmenn til eins árs

e.     Tveir varamenn skoðunarmanna til eins árs

f.       Sex  fulltrúar á Héraðsþing USVH og sex til vara

g.     Fjórir fulltrúar á LH þing

7.     Önnur mál.

20.03.2014 10:05

Hvaða lið vinnur?

Gerði Rósu og Eydísi langaði að vita hvernig knapar undirbúa sig fyrir mót og einnig að vita hvaða lið knapar telja sigurstranglegast. Kíkið á það :)

 

19.03.2014 11:52

 

Æskulýðsstarf

Hestamannafélagsins Þyts

Starfsskýrsla 2012-2013.

 

Æskulýðsnefnd Þyts 2012-2013.

Guðný Helga Björnsdóttir, formaður

Helga Rós Níelsdóttir

Irena Kamp

Þóranna Másdóttir

Þórdís Helga Benediktsdóttir, tengiliður við stjórn

 

Uppskeruhátíð.

Í lok október 2012 var haldin uppskeruhátíð barna og unglinga í Félagsheimilinu Ásbyrgi.  Að venju var vel mætt af unglingum, börnum og foreldrum þeirra.  Boðið var uppá kökur og brauðmeti sem foreldrar og forráðamenn í æskulýðsstarfinu höfðu töfrað fram. Það er frábært hversu foreldrarnir og forráðamenn barnanna eru dugleg að fylgja þeim eftir í starfinu og hjálpa til við það sem við í nefndinni leitum eftir. Á hátíðinni voru veittar viðurkenningar fyrir knapa ársins í unglinga- og barnaflokki. Karitas Aradóttir var knapi ársins í barnaflokki og Helga Rún Jóhannsdóttir í unglingaflokki. Öll börn sem tekið höfðu á  einhvern hátt þátt í vetrarstarfinu fengu gjafir frá Æskulýðsnefndinni.  Formaður fór yfir starf liðins árs og það sem væri á döfinni á komandi ári. Æskulýðsnefndin þakkaði að lokum iðkendum kærlega fyrir samstarfið og foreldrum og aðstandendum sérstaklega fyrir frábæra þátttöku og viðtökur við hverskonar beiðni um aðstoð.

Þrettándagleði.


Æskulýðsnefndin stóð að venju fyrir Þrettándagleði í sveitarfélaginu á. Farin var hópreið með álfakóng og drottningu í fararbroddi, ásamt álfameyjum, Grýlu, Leppalúða og nokkrum jólasveinum, margir tóku einnig þátt fótgangandi á eftir hersingunni.  Allt voru það krakkar úr æskulýðsstarfi félagsins sem tóku hlutverkin að sér.  Hópreiðin fór frá Kaupfélagsplaninu og stoppaði við sjúkrahúsið þar sem sungnir voru áramótasöngvar, þaðan var farið upp í  reiðhöllin Þytsheima þar sem öllum var gefið kakó, kaffi og kökur sem foreldrar og aðstandendur í æskulýðsstarfinu höfðu framreitt. Þar voru tónlistaratriði, leikir og teymt undir börnum í reiðhöllinni. Þessi dagur tókst mjög vel í alla staði, og stóðu krakkarnir sig vel að vanda.

Fundir.

Nokkrir fundir voru haldnir á starfsárinu, bæði foreldrafundir um starfið og nefndarfundir.

Reiðþjálfun og fimleikar á hesti (voltigieren).



Mikill áhugi var á reiðþjálfun og fimleikum á hesti. Um 60 börn á öllum aldri tóku þátt í reiðþjálfun, fimleikum á hesti eða Knapamerki í vetur. 5 unglingar luku prófi í Knapamerki 2. Fanney Dögg Indriðadóttir sá um reiðkennsluna og Knapamerkin. Irina Kamp og Kathrin Schmitt sáu um fimleika á hesti.  Þátttakan í reiðþjálfuninni var það mikil að hóparnir voru fjórir, mislangt komnir krakkar í þeim og fengu þjálfun við hæfi hvers hóps. Svo vorum við með þjálfun fyrir allra yngstu knapana, um hana sá Aðalheiður Einarsdóttir. Sú þjálfun var á laugardögum og komu foreldrarnir með því það þurfti að hjálpa sumum knöpunum, sem ekki voru háir í loftinu.

Mjög mikil þátttaka var í námskeiðinu fimleikar á hesti. Það eykur mjög jafnvægi krakkanna að taka þátt í æfingum sem þessum, einnig er það mjög gott fyrir þau sem hafa ekki aðgang að hestum að geta verið á þessum námskeiðum og eykur þetta mjög áhuga þeirra á hestamennskunni. Í fimleikum á hesti var byrjendahópur og svo hópur fyrir lengra komna. Bæði var kennt í íþróttahúsinu á fimleikahestum og í reiðhöllinni á alvöruhestum.

Í desember í lok haustannar hestafimleikanna var hópurinn með mjög skemmtilega sirkussýningu í íþróttahúsinu á Laugarbakka þar sem krakkarnir voru með mörg mjög flott atriði. Þar fengu allir skemmtileg hlutverk sem hæfðu þeirra stöðu í þjálfunarferlinum. Þó eðlilega væri ekki verið með lifandi hest í íþróttahúsinu þá er hluti æfinganna að þjálfa jafnvægi, fimi og aga og fer sá hluti til að byrja með fram í íþróttahúsinu, enda eru hestafimleikahestarnir í fríi á haustin þar sem þeir þurfa sitt frí eins og aðrir. Mikið af skemmtilegum myndum eru frá sýningunni á heimasíðu Þyts (bein slóð: http://thytur.123.is/photoalbums/238091/

Í apríl kom hópur hestafimleikakrakka og þjálfara úr heimahéraði Kathrinar, þau tóku þátt í æfingum og reiðhallarsýningu.


Í sumar fór hluti af hestafimleikahópnum til Þýskalands í æfingaferð. Áfangastaðurinn var Fürstenfeldbruck, rétt hjá Munchen.  Skipuleggjendur ferðarinnar voru þjálfararnir Kathrin og Irina og gisti hópurinn heima hjá foreldrum Kathrinar og bróður. Mjög vel var tekið á móti þeim og var ferðin í alla staði mjög skemmtileg. Þau æfðu með hestafimleikafélaginu á staðnum og fengu að prófa að gera æfingar á stórum hestum. Þau fóru einnig í Ólympíuhöllina í Munchen til að fylgjast með úrtöku fyrir heimsmeistaramótið í hestafimleikum.

Grunnskólamótin.

Æskulýðsnefndir hestamannafélaganna á Norðurlandi vestra halda þrjú mót yfir veturinn, sem þau kalla Grunnskólamót. Þá keppa krakkarnir fyrir þann skóla sem þau eru í og safna stigum. Mótin voru haldin í Arnargerði á Blönduósi, í Svaðastöðum á Sauðárkróki og í Þytsheimum hér á Hvammstanga. Góð þátttaka var í þessum mótum. Þau eru byggð upp á því að allir geti tekið þátt og æft sig í að keppa. Keppt er í þremur aldursflokkum. Elsti hópurinn 8. - 10. bekkur keppa í tölti, fjórgangi, smala og skeiði. 4.-7. bekkur keppa í smala, tölti, og tví- eða þrígangi. Í tvígangi sýna þau fet og tölt eða brokk, í þrígangi sýna þau fet, tölt og brokk. Ekki þurfa þessi aldursflokkar að sýna stökk, enda getur það verið erfitt fyrir lítið reynda knapa inni í reiðhöllunum. Yngsti aldursflokkurinn í 1. - 3. bekk keppa í þrautabraut og fegurðarreið. Að venju vann Varmahlíðarskóli stigakeppnina, Húnavallaskóli varð í öðru sæti og Grunnskóli Húnaþings vestra í því þriðja, en þar eru Þytskrakkarnir.

Sýningar.


Hestamannafélagið hélt í páskavikunni sýningu sem hét Hestar fyrir alla. Þar tóku krakkar úr æskulýðsstarfinu virkan þátt. Kappkostað var að á sýningunni væri hægt að sjá sem fjölbreyttasta nýtingu á hestinum, frá þægum fjölskylduhesti yfir í stólpa keppnishest og allt þar á milli. Veglegt opnunaratriði var þar sem yngstu krakkarnir tóku virkan þátt ásamt hluta af þeim eldri. Svo voru allmörg atriði úr æskulýðsstarfinu inn á milli atriða fullorðna fólksins. Fullt af myndum má sjá af sýningunni á þessari slóð: http://thytur.123.is/photoalbums/246463/

Í byrjun maí var farið með skrautreiðaratriði á sýninguna Æskan og hesturinn á Sauðárkróki. Það er mjög skemmtileg sýning þar sem hópar úr æskulýðsstarfi hestamannafélaganna á Norðurlandi koma saman með nokkur sýningaratriði. Einnig taka öll félögin þátt í hópreið í upphafi sýningar. Mjög gaman að koma saman og sjá hvað hin félögin eru að gera og kynnast krökkunum og foreldrunum úr æskulýðsstarfinu hjá öðrum félögum.

Sumarið.


Krakkarnir og unglingarnir voru dugleg og að taka þátt í ýmsum keppnum í sumar bæði í heimahéraði og nálægum héruðum.  Þó eru þau ekki eins mörg sem taka þátt í keppnum yfir sumarið eins og í reiðhallarmótunum á veturna. Þeim börnum og unglingum sem komust á Fjórðungsmót stóð til boða að fá leiðbeiningar og aðstoð frá Fanneyju Dögg Indriðadóttur. Flottir fulltrúar frá okkar félagi mættu svo galvaskir á Fjórðungsmótið og komust mörg þeirra í úrslit í sínum greinum. Þau voru einnig fulltrúar Þyts í hópreiðinni.

Við í æskulýðsnefnd Þyts erum mjög ánægð með árið hjá okkur.Foreldrar hafa verið mjög duglegir eins og áður að aðstoða við það sem þarf, enda gengi ekki svona starf nema með virkum foreldrum því margir eiga um langan veg að fara til að mæta á námskeið, æfingar eða keppni allan veturinn.  Vonum við að starfið haldi áfram að blómstra eins og verið hefur undanfarin ár.

Mikið af myndum er hægt að sjá úr starfinu í myndaalbúmi á heimasíðu Þyts thytur.123.is.

Kær kveðja

Æskulýðsnefnd Þyts.

17.03.2014 22:12

Hvað er að frétta?

Fréttamenn Þyts þær Gerður Rósa og Eydís Ósk, fóru á stúfana og tóku viðtöl við nokkra keppendur á síðasta móti í Húnvetnsku. Hér má sjá brot af þeim.
Ekki amalegt að hafa miðlana á svæðinu til að sýna okkur svona aðeins á bakvið tjöldin í keppninni.


17.03.2014 10:35

KS deildin - fimmgangur



mynd af vef Eiðfaxa.

Miðvikudaginn 12. mars fór fram keppni í fimmgangi í KS-deildinni á Sauðárkróki. Að þessu sinni komust tveir knapar frá Þyt í úrslit, Ísólfur og Sólbjartur komu inn í 2. sæti eftir forkeppnina með einkunnina 7,0 en þeir enduðu þriðju eftir úrslitin með einkunnina 7,14. Tryggvi Björns og Villandi frá Feti urðu í 7. sæti með einkunnina 6,79. Fengu einkunnina 6,70 í forkeppni.

A - úrslit

1.Þórarinn Eymundsson - Þeyr frá Prestbæ - 7,48
2.Mette Mannseth - Stjörnustæll frá Dalvík - 7,26
3.Ísólfur Líndal Þórisson - Sólbjartur frá Flekkudal - 7,14
4.Bjarni Jónasson - Dynur frá Dalsmynni - 7,12
5.Elvar E. Einarsson - Gáta frá Ytra-Vallholti -  6,52

B - úrslit

5. Mette Mannseth - Stjörnustæll frá Dalvík - 7,17

6. Líney María Hjálmarsdóttir - Brattur frá Tóftum - 6,90

7. Tryggvi Björnsson - Villandi frá Feti - 6,79

8. Hörður Óli Sæmundarson - Hreinn frá Vatnsleysu - 6,74

9. Sigvaldi Lárus Guðmundsson - Leiftur frá Búðardal - 6,21

10. Viðar Bragason - Þórdís frá Björgum - 6,17

15.03.2014 18:13

Fimmgangi/tölti lokið í Húnvetnsku

Þá er fimmgangi í 1. og 2. flokki og tölti í unglinga og 3ja flokki lokið. Mótið var í dag, laugardaginn 15. mars. Draumaliðið er orðið efst í liðakeppninni. Fimmgangurinn hefur verið sterkari en mörgum reyndist erfitt að leggja á þessu litla svæði, unglingarnir og 3. flokkur voru glæsileg að vanda.

Víðidalurinn sigraði daginn með 45,77 stig, Draumaliðið var í öðru sæti með 44,27, Lið Lísu Sveins í þriðja sæti með 36,63 og í fjórða sæti eftir daginn var 2Good með 36,17.


Liðakeppnin eftir 3 mót stendur þá þannig:

1. Draumaliðið 124,83 stig

2. LiðLísuSveins 118,86 stig

3. 2Good 114,6 stig

4. Víðidalurinn 109,33

Þannig að liðakeppnin er æsispennandi og verður lokamótið hrikalega spennandi.


Einstaklingskeppnin eftir 3 mót stendur þannig:

1. flokkur

1. Ísólfur Líndal Þórisson með 20 stig

2. Elvar Logi Friðriksson með 19 stig

3. Fanney Dögg Indriðadótitr með 17 stig

2. flokkur:

1. Halldór Pálsson með 20 stig

2. Gréta B Karlsdóttir með 14 stig

3. Pálmi Geir Ríkharðsson með 13 stig

3. flokkur:

1. Stine Kragh með 26 stig

2. Óskar Hallgrímsson með 15 stig

3. Agnar Sigurðsson með 11,5 stig

Unglingaflokkur:

1. Eva Dögg Pálsdóttir með 21 stig

2. Nína Guðbjörg Gunnarsdóttir með 17 stig

3. Fríða Björg Jónsdóttir með 16 stig


En úrslit dagsins urðu þannig:


1. flokkur A-úrslit:

1 Ísólfur Líndal Þórisson / Flosi frá Búlandi 6,64 / Víðidalur
2 Vigdís Gunnarsdóttir / Sólbjartur frá Flekkudal 6,43 / Víðidalur
3 Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir / Kolgerður frá Vestri-Leirárgörðum 6,19 /Víðidalur
4 Guðmundur Þór Elíasson / Frigg frá Laugarmýri 5,45 / LiðLísuSveins
5 Elvar Logi Friðriksson / Sóldís frá Sauðadalsá 5,38 / LiðLísuSveins

1.flokkur B-úrslit:

5 Guðmundur Þór Elíasson / Frigg frá Laugarmýri 5,64 / LiðLísuSveins
6 Fanney Dögg Indriðadóttir / Stuðull frá Grafarkoti 5,40 / LiðLísuSveins
7 Jóhanna Friðriksdóttir / Frenja frá Vatni 5,12 / LiðLísuSveins
8 Herdís Einarsdóttir / Æringi frá Grafarkoti 4,55 / 2Good
9 Magnús Ásgeir Elíasson / Elding frá Stóru-Ásgeirsá 4,17 / Víðidalur

2. flokkur A-úrslit:

1 Sveinn Brynjar Friðriksson / Synd frá Varmalæk 5,86 / LiðLísuSveins
2 Sverrir Sigurðsson / Lensa frá Grafarkoti 5,62 / Draumaliðið
3 Halldór Pálsson / Fleygur frá Súluvöllum 5,12 / 2Good
4 Greta Brimrún Karlsdóttir / Sunna frá Áslandi 4,93 / 2Good
5 Jóhann Albertsson / Mynt frá Gauksmýri 4,52 / Víðidalur

2. flokkur B-úrslit:

5 Jóhann Albertsson / Mynt frá Gauksmýri 4,81 / Víðidalur
6  Kristófer Smári Gunnarsson / Kofri frá Efri-Þverá 4,74 / Draumaliðið
7  Pálmi Geir Ríkharðsson / Konráð frá Syðri-Völlum 4,48 / Víðidalur
8  Helga Rún Jóhannsdóttir / Ásgerður frá Seljabrekku 4,19 / 2Good
9  Birna Olivia Ödqvist / Hökull frá Dalbæ 4,00 / 2Good


3. flokkur A - úrslit:

1 Elísa Ýr Sverrisdóttir / Vág frá Höfðabakka 6,92 / Draumaliðið
2 Stine Kragh / Dís frá Gauksmýri 5,75 / Draumaliðið
3 Óskar Einar Hallgrímsson / Leiknir frá Sauðá 5,50 / LiðLísuSveins
4 Sigrún Eva Þórisdóttir / Dropi frá Hvoli 5,42 / Draumaliðið
5 Sigurður Björn Gunnlaugsson / Vænting frá Fremri-Fitjum 5,33 / Draumaliðið

3. flokkur B - úrslit:

5 Óskar Einar Hallgrímsson / Leiknir frá Sauðá 5,42 / LiðLísuSveins
6 Sóley Elsa Magnúsdóttir / Rökkva frá Hóli 5,33 / Draumaliðið
7 Albert Jóhannsson / Carmen frá Hrísum 5,17 / Víðidalur
8 Tómas Örn Daníelsson / Vökull frá Sauðá 5,00 / Draumaliðið
9 Irina Kamp / Glóð frá Þórukoti 4,83 / Draumaliðið

Unglingaflokkur

1 Karítas Aradóttir / Gyðja frá Miklagarði 6,17 / Víðidalur
2 Eva Dögg Pálsdóttir / Glufa frá Grafarkoti 5,50 / 2Good
3 Nína Guðbjörg Gunnarsdóttir / Bassi frá Áslandi 5,44 / 2Good
4 Viktor Jóhannes Kristófersson / Flosi frá Litlu-Brekku 5,00 / Víðidalur
5 Anna Herdís Sigurbjartsdóttir / Gráskeggur frá Hrísum 2 4,17 / LiðLísuSveins


Mótanefnd þakkar öllum sem komu að mótinu kærlega fyrir aðstoðina.

Aðalstyrktaraðili Húnvetnsku liðakeppninnar



Flettingar í dag: 2220
Gestir í dag: 89
Flettingar í gær: 2796
Gestir í gær: 107
Samtals flettingar: 1419407
Samtals gestir: 74878
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 13:02:16