Færslur: 2014 Maí
30.05.2014 10:30
Reiðnámskeið á Þingeyrum
Dagana 7 og 8 júní næstkomandi verður haldið reiðnámskeið fyrir börn og
unglinga á Þingeyrum. Námskeiðið er ætlað aðeins vönum krökkum/unglingum á
aldrinum 6 - 14 ára. Reiknað er með að þátttakendur mæti með eigin hesta en
þó verður hægt að útvega nokkra þæga hesta sé þess óskað.
Kennari verður Christina Mai, Reiðkennari frá Háskólanum á Hólum.
Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á heimasíðunni: www.thingeyrar.is
27.05.2014 20:19
Gæðingamót Þyts 2014
Gæðingamót Þyts og úrtaka fyrir LM 2014, verður haldið á Kirkjuhvammsvelli 7. júní nk
Boðið verður upp á eftirfarandi flokka:
? A-flokk gæðinga
? A-flokk gæðinga áhugamenn
? B-flokk gæðinga
? B- flokk gæðinga áhugamenn
? Ungmenni (18-21 árs á keppnisárinu)
? Unglingar (14-17 ára á keppnisárinu)
? Börn (10-13 ára á keppnisárinu)
? Skeið 100m
? Pollar (9 ára og yngri á árinu)
? Tölt opinn flokkur
Á gæðingamótinu verður boðið upp á sérstakan flokk fyrir polla. Pollum er ekki sætaraðað en allir frá þátttökuverðlaun. Pollum er ekki heimilt að mæta á stóðhestum.
Skráningar skuli berast fyrir miðnætti þriðjudaginn 3.júní á netfangið thytur1@gmail.com. Það sem koma þarf fram í skráningu er IS-númer hests, kt. knapa og í hvaða grein er keppt í. Mótanefnd áskilar sér rétt til að sameina flokka eða fella niður ef ekki næst næg þáttaka. Skráningargjöld í fullorðinsflokka og ungmennaflokk eru 3.000 kr. Fyrir börn og unglinga 2.000 kr. og 500 kr. fyrir pollana. Skráningargjöld greiðast inn á reikning 0159-26-001081 kt. 550180-0499 í síðasta lagi fyrir kl 21:00 fimmtudaginn 5. Júní annars ógildist skráningin og viðkomandi fer ekki á ráslista Einnig eru þeir sem eru með farandbikara beðnir um að koma þeim til mótanefndar fyrir mót.
Vinsamlega veitið því athygli að í gæðingakeppni þarf hesturinn að vera í eigu Þytsfélaga. Keppendur eru beðnir að skoða vel reglur LH sem gilda um þátttöku í gæðingakeppni.
Mótanefnd auglýsir eftir aðstoð við ýmis störf á mótinu, en framgangur mótsins veltur alfarið á góðum stuðningi félagsmanna.
Hlökkum til að sjá sem flesta.
Mótanefnd
22.05.2014 11:22
Gæðingamót Þyts og úrtaka fyrir landsmót
Verður haldið 7. júní n.k. á félagssvæði Þyts. Skráning fer fram á thytur1@gmail.com og henni lýkur á miðnætti 3. júní.
Sjá nánar allt um keppnisgreinar og aðrar upplýsingar hér á heimasíðu Þyts:http://thytur.123.is/ þegar nær dregur.
Mótanefnd
22.05.2014 11:15
FEIF Youth Cup Hólar - Iceland 11. - 20.7.2014
Reykjavík maí 2014
Ágæti
hesteigandi,
Nú í sumar mun Æskulýðsnefnd
Landssambands hestamannafélaga í samstarfi við FEIF alþjóðasamtök íslenska
hestsins, halda hér á landi æskulýðsmót fyrir unglinga á aldrinum 14 - 17 ára. Mótið er haldið að Hólum í
Hjaltadal dagana 11. - 20. júlí næstkomandi. Mótið sækja unglingar frá öllum
aðildarlöndum FEIF og er haldið annað hvert ár í einhverju aðildarlandanna. Alls
hafa 78 unglingar þátttökurétt og keppa þau sem koma erlendis frá á lánshestum.
Fyrstu tvo dagana eru keppendur að
kynnast hestunum, síðan njóta þau tilsagnar þekktra þjálfara í þrjá daga, þá er
farið í dagsferð um Skagafjörðinn og síðustu þrjá dagana keppa þau á hestunum,
bæði í einstaklings og liðakeppni.
Okkur í æskulýðsnefndinni er mjög í
mun að mótið takist sem allra best og höfum lagt vinnu í það að fá til liðs við
okkur þekkta einstaklinga úr hestaheiminum til að þjálfa keppendur.
Með þessu bréfi viljum við athuga
hvort þú búir svo vel að geta lánað/leigt okkur hest til að hafa á mótinu fyrir
erlendu gestina okkar. Þátttakendurnir greiða að hámarki 150 ? í leigu fyrir
hestinn.
Hesturinn þarf að vera heilbrigður,
örmerktur og skráður í Worldfeng. Þeir hestar sem henta í verkefnið þurfa að
vera hreingengir, hlýðnir og tiltölulega auðveldir. Keppt er í
hringvallagreinum, tölti, fjór- og fimmgangi ásamt skeiði, þrautabraut,
víðavangshlaupi, fimi og fánakappreið. Hestarnir þurfa ekki að vera hágengir en
að sjálfsögðu hjálpar það.
Þeir hesteigendur sem hafa hesta í
verkefnið eru beðnir að senda upplýsingar á netfangið lh@lhhestar.is með smá lýsingu
á hestinum og ISnúmer hans fyrir 30. maí nk. Við munum svo hafa samband með
frekari upplýsingum.
Einnig er hægt að hafa samband við
nefndarmenn æskulýðsnefndar LH en nöfn þeirra eru á heimasíðu LH www.lhhestar.is undir Æskan.
Með
von um jákvæð viðbrögð.
Virðingarfyllst,
f.h
æskulýðsnefndar LH
Helga
B. Helgadóttir
formaður
20.05.2014 09:13
Aðstoð fyrir Gæðingamót
09.05.2014 21:48
úrslit úr firmakeppni
Firmkeppnin fór fram fimmtudaginn 1. mai í blíðskaparveðri
úrslit urðu eftirfarandi
Börn
1.sæti Eysteinn Tjörvi og Glóð kepptu fyrir Gistiheimili Hönnu Siggu
2.sæti Rakel Gígja og Æra kepptu fyrir Döggvi sf.
3. sæti Ingvar Óli og Þyrla kepptu fyrir Póstinn
Unglingar
1.sæti Edda Felicia og Héðinn kepptu fyrir KIDKA
2.sæti Ásta Guðný og Djáknar kepptu fyrir Hrímahesta
3.æti Fríða Björg og Brúnkolla kepptu fyrir Bílagerði
Konur
1.sæti Alma Lára og Gæji kepptu fyrir Sjóvá
2.sæti Aðalheiður Einarsd. og Skuggi kepptu fyrir Steypustöðina
3. Herdís Einarsd. og Göslari kepptu fyrir Landsbankann
Karlar
1.sæti Sigfús Ívarsson og Blær kepptu fyrir Vélaverkstæði Hjartar Eiríkssonar
2. sæti Guðmundur Sigurðsson og Gjóska kepptu fyrir Ráðbarð
3. sæti Elvar Logi og Auðlegð kepptu fyrir Bessastaði
krakkarnir í pollaflokknum voru rosalega flottir og þeir sem tóku þátt í honum voru
Arnar, 9 ára gamall á hryssunni sinni henni Lukku
Erla Rán 5 ára á hryssunni Lukku
Jakob Friðriksson Líndal 2 ára á hestinum Degi
Guðmar Hólm Ísólfsson 7 ára á hestinum Degi
Dagbjört Jóna 7 ára og hestinum Þokka
við viljum þakka öllum keppendur fyrir þáttökuna og sérstaklega viljum við þakka fyrirtækjunum sem tóku þátt
Hreingerningarstöð Ágústar
Tveir smiðir
Ráðbarður
Steypustöðin
Vélaverkstæði Hjartar Eiríkssonar
Bílagerði
Réttingar og sprautun Guðmundar Jóhannesssonar
Skólabúðirnar Reykjaskóla
Sjóvá
Selasigling
Gistiheimili Hönnu Siggu
Döggvi sf
Pósturinn
Kaupfélagið
Húnaþing vestra
KIDKA
Rarik
Landsbankinn
Hrímahestar
Bessastaðir
Kola ehf
Ferðaþjónustan Dæli
Verktakaþjónusta Vignis
Selasetur Íslands
Sveitasetrið Gauksmýri
Sláturhús KVH
GL bólstrun
Þvottahúsið Perlan
Lækjamót
Hársnyrting Sveinu
Höfðabakki
Grafarkotsbúið
Jörfabúið
Jón böðvarsson
Stóra- ásgeirsá
Villi valli
Ferðir ehf
Leirhús grétu
Meleyri ehf
Fæðingarorlofssjóður
Valhóll
Virkar
HH
TM
landsbankinn
06.05.2014 22:05
Aðall frá Nýjabæ
Stóðhesturinn Aðall frá Nýjabæ verður í fyrragangmáli í Víðidalstungu II í Húnaþingi vestra í sumar.
Gjaldið er 115.000 kr. fyrir félagsmenn í hrossaræktunarsamtökum Vestur-Húnvetninga og hrossaræktunarsamtökum Austur- Húnvetninga, en 125.000 kr. fyrir utanfélagsmenn.
Aðall verður settur í hólfið í kringum miðjan júní, pantanir eru hjá Ísólfi Líndal í síma 899-1146 eða á netfangið isolfur@laekjamot.is
Aðall gefur hross nokkuð yfir meðallagi að stærð með skarpt og þurrt höfuð og beina neflínu en smá augu. Hálsinn er langur og mjúkur en djúpur. Bakið er breitt og vöðvað og lendin öflug en afturdregin. Afkvæmin eru hlutfallarétt og fótahá en sum nokkuð þrekvaxin á brjóstið. Liðir á fótum eru sverir og sinar öflugar en sinaskil lítil, réttleiki er yfir meðallagi. Hófar eru efnisþykkir en nokkuð gleiðir og prúðleiki er mjög góður. Aðall gefur rúmt, taktgott og mjúkt tölt með góðum fótaburði og taktgott og skrefmikið brokk. Mörg afkvæmanna sýna talsverða skeiðgetu, eru örugg á skeiðinu en skortir nokkuð ferð. Afkvæmin hafa góðan og þjálan reiðvilja og bera sig vel. Aðall gefur prúða, jafnvíga alhliðagæðinga. Aðall hlýtur fyrstuverðlaun fyrir afkvæmi og annað sætið á landsmóti 2012.
Landsmót 2006 - Vindheimamelar
Dagsetning móts: 26.06.2006 - Mótsnúmer: 11
Íslenskur dómur
IS-1999.1.35-519 Aðall frá Nýjabæ
Sýnandi: Þórður ÞorgeirssonMál (cm):143 132 138 64 145 38 47 43 6.4 30 19.5Hófa mál:V.fr. 8,6 V.a. 7,5Aðaleinkunn: 8,64 |
Sköpulag: 8,13 |
Kostir: 8,97 |
Höfuð: 8,5 3) Svipgott 6) Fínleg eyru Háls/herðar/bógar: 8,0 2) Langur 5) Mjúkur Bak og lend: 8,5 1) Mjúkt bak 6) Jöfn lend Samræmi: 8,0 4) Fótahátt Fótagerð: 8,0 4) Öflugar sinar Réttleiki: 7,5 Afturfætur: 1) Réttir Framfætur: A) Útskeifir C) Nágengir Hófar: 8,5 Prúðleiki: 8,5 |
Tölt: 9,0 1) Rúmt 2) Taktgott Brokk: 9,0 1) Rúmt 3) Öruggt Skeið: 9,5 1) Ferðmikið 3) Öruggt Stökk: 8,0 Vilji og geðslag: 9,5 2) Ásækni 4) Þjálni 5) Vakandi Fegurð í reið: 8,5 1) Mikið fas Fet: 7,0 C) Framtakslítið Hægt tölt: 8,0 Hægt stökk: 8,0 |
- 1