Færslur: 2014 Desember
31.12.2014 08:59
Gleðilegt nýtt ár
28.12.2014 22:04
Ísólfur íþróttamaður ársins 2014
Sumarið 2014 fór fram Landsmót á Hellu, þar keppti Ísólfur í nokkrum greinum auk þess að sýna kynbótahross. Þar bar hæst árangur Ísólfs í tölti þar sem hann var í A-úrslitum og endaði í 5.sæti. En Ísólfur var einnig í úrslitum í B-flokki gæðinga og A-flokki gæðinga.
Að lokum tók Ísólfur þátt á Íslandsmóti sem er sterkasta íþróttamót ársins. Þar var hann í úrslitum í öllum greinum sem hann tók þátt í.
Ísólfur er góð fyrirmynd, drekkur hvorki né reykir og sýnir íþróttamannslega hegðun utan vallar sem innan.
Vís meistaradeild 4-gangur 4. Sæti
Vís meistaradeild Gæðingafimi 7. Sæti
Húnvetnska liðakeppnin 4-gangur 1. Sæti
Vís meistaradeild 5-gangur 5. Sæti
K.S liðakeppnin Sauðárkróki 4-gangur 1. Sæti
Ísmótið á Svínavatni B-flokkur 3. Sæti
Ísmótið á Svínavatni A-flokkur 2. Sæti
Húnvetnska liðakeppnin 5-gangur 1. sæti
Karlatölt Spretts Tölt 4. Sæti
KS. liðakeppni Sauðárkróki Tölt 2. Sæti
VÍS meistaradeild Flugaskeið 8. Sæti
Vís meistaradeild Samnalagður 7. Sæti
Húnvetnska liðakeppnin Tölt 2. Sæti
Húnvetnska liðakeppnin Samanlagður 1. Sæti
KS liðakeppni Sauðárkróki T2 2. Sæti
KS liðakeppni Sauðárkróki Skeið 3. Sæti
KS liðakeppni Sauðárkróki Samanlagður 1. sæti
Íþr.mót Glaðs T1 2. sæti
Íþr.mót Glaðs 4-gangur 1. sæti
Íþr.mót Glaðs 5-gangur 1. sæti
Íþr.mót Skugga T1 1. sæti
Íþr.mót Skugga 4-gangur 1. sæti
Íþr.mót Skugga 5-gangur 1. sæti
Íþr.mót Skugga gæðingaskeið 1. sæti
Íþr.mót Skugga 100 m skeið 4. sæti
Olísmótið T2 2. Sæti
Gæðingamót Þyts A flokkur 5. sæti
Gæðingamót Þyts B flokkur 1. sæti
Gæðingamót Þyts Skeið 1. sæti
Gæðingamót Neista B flokkur 2. sæti
Landsmót B flokkur 14. sæti ( b-úrslit )
Landsmót A flokkur 15. sæti (b-úrslit )
Landsmót Tölt 5. sæti
Íslandsmót 4 gangur 7. sæti
Íslandsmót T2 5. sæti
Íslandsmót 5-gangur 4. sæti
Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir körfuknattleikskona.
Guðrún lék með liði Snæfells fyrripart árs 2014. Hún var með 10,4 stig, 7,3 fráköst og 2,6 stoðsendingar að meðaltali í leik í Domino´s deild kvenna. Guðrún var einnig valin besti varnarmaður í Domino´s deild kvenna, auk þess að vera valin í úrvalslið deildarinnar. Snæfell varð Íslandsmeistari árið 2014 og þar gegndi Guðrún lykilhlutverki.
Hannes Másson körfuknattleiksmaður
Hannes hefur spilað körfubolta með Umf.Tindastól undanfarin ár og staðið sig geysivel í sterkum hóp ungra drengja frá Tindastól sem eru að stela senunni í íslensku körfubolta lífi í dag.
Hannes spilaði með drengja flokk og unglingaflokk síðasta vetur ásamt því að fá nokkrar mínútur með meistarflokk. Drengjaflokkur lenti í 3.sæti í 1.deild og unglingaflokkur í 4. sæti í 1.deild.
Í vetur er Hannes að spila með unglingaflokk sem er í 1.sæti í 1.deild og hefur líka verið að spila nokkuð mikið í meistaraflokki Tindastóls sem er í 2.sæti í Dominos deild karla.
Hannes er góð fyrirmynd og yndislegur drengur.
28.12.2014 21:55
UPPSKERUHÁTÍÐ HESTAMANNA - MIÐASÖLU LÝKUR 6. JANÚAR!
Uppskeruhátíð hestamanna verður haldin á Gullhömrum í Grafarholti 10. janúar næstkomandi. Gullhamrar er einn glæsilegasti veitinga- og veislustaður á landinu í dag og ætti því enginn að láta sig vanta á þessa frábæru hátíð okkar. Dagskráin verður með sama móti og venjulega. Verðlaunaafhendingin verður á sínum stað, dýrindis þriggja rétta máltíð og að sjálfsögðu dönsum við saman langt fram eftir nóttu eins og okkur hestamönnum er einum lagið.
Viðburðinn er hægt að finna á facebook:https://www.facebook.
Hinn þjóðþekkti sjónvarpsmaður Gísli Einarsson verður veislustjóri og svo mun hljómsveitin Rokk halda uppi fjörinu en í henni eru þeir:
Hreimur Örn - gítar og söngur
Pálmi Sigurhjartarson - píanó og söngur
Benedikt Brynleifsson - trommur
Róbert Þórhallsson - bassi
Vignir Snær - gítar og söngur
Þriggja réttar máltíðin verður með glæsilegu móti:
Forréttur - Austurlensk sjávarréttasúpa með karrí og kókos
Aðalréttur - Lambahryggvöðvi með kartöfluköku, steiktum skógarsveppum og lambasoðsósu
Ábætisréttur - Suðrænn kókosdraumur með berjablöndu og crumble.
Ekki láta þig vanta á eina glæsilegustu uppskeruhátíð til þessa!
Fyrstir koma fyrstir fá!
Miðasalan fer fram á gullhamrar@gullhamrar.is eða í síma 517-9090
Miða og borðapantanir verða til kl. 18, þriðjudaginn 6. janúar.
Miðar verða afhentir miðvikudaginn 7. janúar í Gullhömrum.
Verð: 9600 kr.
Selt inn á dansleik frá 23.30. Verð 2.500 krónur
Gestir þurfa að senda kvittun á gullhamrar@gullhamrar.is og þá verður tekið frá borð á þeirra nafni.
Borðaröðun fer fram þegar miðasölu lýkur!
- 1