Færslur: 2015 Desember
29.12.2015 15:11
Ísólfur íþróttamaður USVH árið 2015
Á árinu 2015 stóð
Ísólfur sig vel, keppti í sterkustu innimótaröð sunnanlands, meistaradeild VÍS,
komst í nokkur úrslit og endaði í 2. sæti í samanlögðum árangri. Hann sigraði tvær greinar, gæðingafimi og
fimmgang. Endaði fimmti í fjórgangi og var ofarlega í skeiðgreinum, í 8 sæti í
flugaskeiði og 9. sæti í 150 m skeiði.
Sumarið 2015 fór
fram Íslandsmót í Reykjavík, sem er sterkasta íþróttamót ársins. Þar keppti
Ísólfur í nokkrum greinum og komst í úrslit í tveimur, endaði í þriðja sæti í
slaktaumatölti og sjötta sæti í fjórgangi.
Einnig keppti
Ísólfur á minni mótum og heimamótum. Á Gæðingamóti Þyts sigraði hann A flokk, B
flokk og 100 m skeið. Í Húnvetnsku liðakeppninni varð hann annar í fjórgangi,
fimmti í skeiði og tölti og í 9. sæti í fimmgangi. Sigraði Stjörnutölt á
Akureyri, á íþróttamóti Skugga í Borgarnesi sigraði hann tölt og fjórgang, varð
annar í 100 m skeiði og 4 sæti í fimmgangi.
Ísólfur er og hefur verið undanfarin ár mjög duglegur á keppnisvellinum, flottur knapi með mikinn metnað. Stjórn Þyts óskar Ísólfi innilega til hamingju með árangurinn á árinu.
Í 2. sæti var Dagbjört Dögg Karlsdóttir fyrir körfubolta.
Í 3. sæti var Salbjörg Ragna Sævarsdóttir fyrir körfubolta.
Tilnefndir voru einnig:
Aðalsteinn Grétar Guðmundsson fyrir kraftlyftingar,
Eva Dögg Pálsdóttir fyrir hestaíþróttir,
Hannes Ingi Másson fyrir körfubolta,
Vigdís Gunnarsdóttir fyrir blak
Eva Dögg Pálsdóttir var einnig tilnefnd fyrir hestaíþróttir.
Á árinu 2015 stóð þessi efnilega hestakona sig vel en hún varð Íslandsmeistari í tölti T2 í unglingaflokki á Íslandsmótinu sem haldið var í Reykjavík og er sterkasta íþróttamót ársins. Einnig komst hún í úrslit í fjórgangi og endaði þar í 8. sæti. Á Gæðingamóti Þyts sigraði Eva unglingaflokk, á íþróttamóti Þyts sigraði Eva fjórgang og varð í þriðja sæti í tölti og varð samanlagður sigurvegari fjórgangsgreina. Í Húnvetnsku liðakeppninni sigraði Eva fjórgang, var í 2. sæti í tölti eftir sætaröðun, í 3. sæti í smala og í 2. sæti í tölti T7. Eva er samviskusöm, hæfileikarík og sýnir góða ástundun.
23.12.2015 14:32
Gleðileg jól !!!
Stjórn Þyts sendir Þytsfélögum sem og öllum Húnvetningum bestu óskir um gleðileg jól og farsældar á komandi ári með þökk fyrir samstarf, ánægjuleg samskipti og stuðning á árinu sem er að líða.
23.12.2015 14:28
Tilnefningar til íþróttamanns USVH árið 2015
Aðalsteinn Grétar Guðmundsson fyrir kraftlyftingar,
Dagbjört Dögg Karlsdóttir fyrir körfubolta,
Eva Dögg Pálsdóttir fyrir hestaíþróttir,
Hannes Ingi Másson fyrir körfubolta,
Ísólfur Líndal Þórisson fyrir hestaíþróttir,
Salbjörg Ragna Sævarsdóttir fyrir körfubolta,
Vigdís Gunnarsdóttir fyrir blak
19.12.2015 21:48
Dagskrá á vegum fræðslunefndar 2016 hjá Þyt
Dagskrá
á vegum fræðslunefndar 2016
Janúar
"Fóðrun og fóðurefni
fyrir reiðhross" og "Meðferð og hirðing reiðhrossa"
Fyrirlesari: Ingimar Sveinsson
Helgarnámskeið með Sigga Sig
Járningarnámskeið
með Sigurði Torfa
Helgarnámskeið 12-16 tímar, bóklegt
og verklegt (24.-26. jan. eða 29.-31.
jan)
Námskeiðið er byggt upp eftir óskum
hvers og eins, þ.e. reynt að hafa eins persónumiðað og hægt er.
Gott að vita sem fyrst hverjir hafa
áhuga á þessu námskeiði og hvor helgin hentar.
Febrúar
"Aftur á bak"
Námskeið fyrir byrjendur og þá sem
hafa ekki stundað hestamennsku lengi en langar aftur á bak. Fyrir þá sem langar að
stunda hestamennsku aftur eftir langt
hlé eða hafa jafnvel misst kjarkinn þá er þetta námskeiðið. J
Kennari: Fanney Dögg Indriðadóttir
Að vinna í
hendi
Fyrir alla sem vilja læra að vinna
með/þjálfa hest í hendi
Kennari: Fanney Dögg Indriðadóttir
Mars
Þjálfun
gangtegunda
(helgarnámskeið föstud-sunnudag)
Sýnikennsla og verklegir tímar
Kennari: Hallfríður Sigurbjörg
Óladóttir
Námskeiðin eru auglýst með fyrirvara
um næga þáttöku. Nánari dags- og tímasetningar auglýstar síðar.
Fleiri námskeið og fræðsluerindi eru
í athugun og verða auglýst síðar. Ef einhverjar óskir eru um fræðslu eða
námskeið, endilega hafið samband.
Skráning á netfanginu thyturfraedsla@gmail.com
fyrir hönd fræðslunefndar
Sigrún Eva og
Esther
15.12.2015 15:30
Dagsetningar Húnvetnsku liðakeppninnar 2016
11.12.2015 09:02
Kennslan í vetur
Góðan dag, kennsla hefst mánudaginn 18. Janúar
Á Þriðjudeginum 19. Janúar er Trec en þriðjudeginum 26.
Janúar er Sýningarhópur. Í vetur verður trec og sýningarhópur aðra hverja viku.
Ef það eru einhverjar ábendingar við tímasetningar endilega
verið í sambandi við okkur og við reynum að finna út úr því J
Tímaplan
Mánudagar.
16:30 - Keppnisþjálfun 1
17:15 - keppnisþjálfun 2
18:00 - Knapamerki
Þriðjudagar.
16:30 reiðþjálfun
17:15 Trec/sýningarhópur
Hópaskiptingar
Trec:
Ingvar Óli
Margrét Jóna
Rakel Gígja
Bryndís
Indriði Rökkvi
Keppnisþjálfun
1:
Ingvar Óli
Rakel Gígja
Dagbjört
Keppnisþjálfun
2:
Margrét
Ylfa
Margrét Jóna
Bryndís
Guðmar
Knapamerki
1 - (12 ára og eldri) :
Ingvar Óli
Margrét Jóna
Rakel Gígja
Eysteinn
Sýningarþjálfun
:
Dagbjört Jóna
Indriði Rökkvi
Rakel Gígja
Einar Örn
Hafþór Ingi
Ingvar Óli
Reiðþjálfun
: höllinni
verður skipt í 2 hluta þannig að kennt er á tveimur stöðum í einu.
Erla Dagmar
Einar Örn
Hanna Halldóra
Indriði Rökkvi
Ari Karl
Hafþór Ingi
Gabriela Dóra
Victoria Elma
Sverrir Franz
Tinna Kristín
- 1