Færslur: 2017 Mars

31.03.2017 22:52

Lokamót Húnvetnsku liðakeppninnar á morgun

Eftir síðasta mót var staðan í liðakeppninni mjög jöfn og því spennandi mót framundan.
Fjólubláa liðið: 147,63 stig
Gula liðið: 141,57 stig
Bleika liðið: 93,79 stig


Veitinganefndin ætlar að sjá til þess að allir verði saddir og sælir og verða þær kjarnakonur með grillmat til sölu á sanngjörnu verði.
Endilega fjölmennum á þetta síðasta mót vetrarins og skemmtun okkur saman. Aðgangseyrir eru litlar 500 kr og frítt fyrir 12 ára og yngri ;)
 
Við byrjum mótið kl 14 og í þetta sinn á skeiði upp á velli.


Nú þegar hafa 7 pollar skráð sig til leiks en það eru:
Indriði Rökkvi Ragnarsson - Ígull frá Grafarkoti - 18 vetra (Fjólubláa liðið)
Herdís Erla Elvarsdóttir - Heba frá Grafarkoti - 6 vetra (Bleika liðið)
Tinna Kristín Birgisdóttir - Freyja frá Geirmundastöðum - 17 vetra (Gula liðið)
Svava Rán Björnsdóttir - Eykt - 12 vetra (Fjólubláa liðið)
Benedikt Logi Björnsson - Piltur - 17 vetra (Gula liðið)
Jólin Björk Kristinsdóttir - Léttingur frá Laugarbakka - 24 vetra (Bleika liðið)
Jakob Friðriksson Líndal - Niður frá Lækjarmóti (Fjólubláa liðið)

Dagskráin verður sem hér segir:
14:00 - 100 m skeið (uppi á velli)
Börn – forkeppni
Börn - úrslit 
Unglingar – forkeppni
Unglingar- úrslit
Pollaflokkur
Hlé
2.flokkur – forkeppni
3.flokkur -forkeppni 
1. flokkur - forkeppni
2.flokkur – b-úrslit
Hlé 
3.flokkur – úrslit
1.flokkur – úrslit.
2.flokkur – A úrslit

Ráslistar eru sem hér segir:
100 m Skeið:
Halldór  Sigurðsson - Sía frá Hvammstanga (Gula liðið)
Kristófer Smári  - Kofri frá Eftri - Þverá (Bleika liðið)
Ísólfur Líndal - Viljar frá Skjólbrekkur (Gula liðið)
Vigdís Gunnarsd - Stygg frá Akureyri (Bleika liðið)
Fanney Dögg  - Heba frá Grafarkoti (Fjólubláa liðið)

Barnaflokkur T3:
1. Rakel Gígja  - Grágás frá Grafarkoti (Bleikur)
1. Dagbjört Jóna - Dropi frá Hvoli (Gulur)
2.Bryndís Jóhanna  - Kjarval frá Hjaltastaðahvammi (Bleikur)
2. Margrét Jóna  - Smári frá Forsæti (Fjólublár)
3. Guðmar Hólm - Daníel frá Vatnsleysu (Gulur)

Unglingaflokkur: T3
1. Ásta Guðný - Mylla frá Hvammstanga (gulur)
1. Eysteinn Tjörvi - Þokki frá Litla - Moshvoli (fjólublár)
2. Charlotte Hutter - Stjarna frá Selfossi (fjólublár)
2. Lara Margrét Jónsdóttir - Króna frá Hofi (bleikur)

3. flokkur: T3
1. Susanna Kataja - Funi frá Fremri - Fitjum bleikur)
1. Helena Halldórsdóttir - Gæi frá Garðsá  (fjólublár)
2. Fanndís Ósk - Sæfríður frá Syðra - Kolugili (gulur)
2. Eydís Anna  - Sjöfn frá Skefilsstöðum (bleikur)
3. Óskar Einar  - Frostrós frá Höfðabakka (gulur)
3. Hallfríður Ósk - Fróði frá Skeiðháholti (bleikur)
4. Sigrún Eva - Freisting frá Hvoli (gulur)
5. Susanna Kataja - Dofri frá Hvammstanga (bleikur)

2. flokkur: T3
1. Halldór Sigurðsson - Skíma frá Hvammstanga (gulur)
1. Pálmi Geir - Laufi frá Syðri - Völlum (gulur)
2. Greta Brimrún - Bruni frá Efri - Fitjum (bleikur)
2. Þorgeir Jóhannesson - Stígur frá Reykjum (gulur)
3. Birna Olivia - Ármey frá Selfossi (bleikur)
3. Þóranna Másdóttir - Ganti frá Dalbæ (fjólublár)
4. Aðalheiður Einarsdóttir - Melrós frá Kolsholti 2 (fjólublár)
4. Eva Dögg - Griffla frá Grafarkoti (bleikur)
5. Sverrir Sigurðsson - Frosti frá Höfðabakka (fjólublár)
5. Ásdís Brynja - Keisari frá Hofi(fjólublár)
6. Elín Sif - Stjörnu- Blesi frá Hjaltastaðahvammi (gulur)
6. Pálmi Geir - Sigurrós frá Syðri - Völlum (gulur)
7. Þorgeir Jóhannesson - Sveipur frá Miðhópi (gulur)
7. Greta Brimrún - Kyrrð frá Efri - Fitjum (bleikur)
8. Herdís Einarsdóttir - Gróska frá Grafarkoti (gulur)

1. flokkur: T3
1. Friðrik Már - Vídd frá Lækjamóti (bleikur)
2. Ísólfur Líndal - Ósvör frá Lækjamóti (gulur)
2. Elvar Logi - Aur frá Grafarkoti (fjólublár)
3. Friðrik Már - Jafet frá Lækjarmóti (bleikur) 

Mótanefnd vill benda þeim bæjarliðum sem ætla að keppa á morgunn að koma liðskipan til Jóhönnu Helgu fyrir mótið ;)

Mótanefnd 

30.03.2017 22:21

Lokatími hjá krökkunum

 

Mánudaginn 3. apríl er seinasti tíminn í reiðþjálfuninni og keppnisþjálfuninni.

Langar okkur því að allir krakkarnir sem tekið hafa þátt í vetur í reiðþjálfun, keppnisþjálfun og knapamerkjum 1 og 2 að koma í reiðhöllina kl 16:30 án hesta og við ætlum að sprella eitthvað saman.


Kl 18:00 ætlum við samt sem áður að hafa reiðkennslu í knapamerki 1 og 2 en þar eru eftir 2-3 tímar fyrir próf.

24.03.2017 08:43

Aðalfundur Hrossaræktarsamtaka V-Hún

Verður haldinn mánudagskvöldið 27. mars í Þytsheimum kl. 20:30

Dagskrá fundar: 

Skýrsla stjórnar

Reikningar

Kosningar (Kosið er um nýjan formann) 

Önnur mál 

 

 

Vonumst til að sem flestir mæti 

                                                       Stjórnin. 

 

22.03.2017 21:37

Lokamót Húnvetnsku liðakeppninnar

Lokamót Húnvetnsku liðakeppninnar verður laugardaginn 1. apríl, og verður að vera búið að skrá á miðnætti þriðjudagsins 28 . mars. Skráning verður í gegnum skráningakerfi Sportfengs. Keppt verður í 1. flokki, 2. flokki, 3. flokki, unglingaflokki og barnaflokki. Pollar munu keppa í tvígangi. 

Í öllum flokkum verður keppt í T3 og er forkeppnin riðin:
Hægt tölt,hægt niður á fet og skipt um hönd.
Hægt tölt, greinilegur hraðamunur á langhliðum, hægt tölt á skammhliðum.
Yfirferðartölt

Við ætlum að reyna að keppa í skeiði nú í ár en mótanefnd áskilar sér rétt á að fella niður þá grein ef völlurinn verður ekki í standi en hann verður metinn á föstudeginum fyrir mót.
Keppendur verða látnir vita á föstudeginum hvernig málin standa.


Hér fyrir neðan má sjá leiðbeiningar fyrir skráninguna, annars er slóðin þessi: http://skraning.sportfengur.com/ og farið undir mót. ATH, þeir sem ætla að skrá sig í 3. flokk velja ungmennaflokk. Sportfengur býður ekki upp á 3. flokk. 
Skráningargjaldið er 2.500 fyrir fullorðna og 1.500 fyrir unglinga 17 ára og yngri. Skráningargjöld verður að millifæra svo skráning sé tekin gild. Foreldrar polla sem ætla að skrá sig sendi upplýsingar á thytur1@gmail.com Ef einhver skráir sig eftir að skráningu er lokið er skráningargjaldið 4.000 kr.
Knapar eru beðnir að yfirfara skráningar vel og skila breytingum inn fyrir klukkan 18 á fimmtudag á netfangið thytur1@gmail.com.


Bæjarliðin sem kepptu síðast eru beðin um að tilkynna hverjir keppa fyrir þeirra hönd á þessu móti fyrir kl 18 fimmtudaginn 30 mars á netfangið thytur1@gmail.com og einnig eru þau bæjarlið sem enn eiga eftir að borga skráningagjald beðin um að greiða þau fyrir mót.
Kidka gefur verðlaunin fyrir bæjarkeppnina í ár !!!


Þeir sem kjósa að keppa utan liðakeppninnar geta ekki unnið til stiga í einstaklingskeppninni. 

 

Aðgangseyrir er 500 en frítt fyrir 12 ára og yngri


Mótanefnd
 
SKVH Sláturhús er aðalstyrktaraðili Húnvetnsku Liðakeppninnar.

21.03.2017 22:21

Úrslit í tölti í KS deildinni

Helga Una og Þoka frá Hamarsey og Ísólfur og Ósvör frá Lækjamóti voru í b úrslitum í kvöld í töltinu í KS deildinni. Helga og Þoka hlutu 6,78 í einkunn og Ísólfur og Ósvör hlutu 6,67.

 
(myndir af facebook síðu KS deildarinnar)

A úrslit:
1. Bjarni Jónasson - Randalín frá Efri-Rauðalæk - 8,17
2. Mette Mannseth - Trymbill frá Stóra-Ási - 8,0
3. Þórarinn Eymundsson - Laukur frá Varmalæk - 7,61
4. Sigurður Rúnar Pálsson - Reynir frá Flugumýri - 7,33
5. Gústaf Ásgeir Hinriksson - Draupnir frá Brautarholti - 7,22

B úrslit:
6. Fríða Hansen - Kvika frá Leirubakka - 7,28
7.Jóhanna Margrét Snorradóttir - Kári frá Ásbrú - 7,0
8. Guðmundur Karl Tryggvason - Brá frá Akureyri - 6,83
9. Helga Una Björnsdóttir - Þoka frá Hamarsey - 6,78
10. Ísólfur Líndal - Ósvör frá Lækjamóti - 6,67

20.03.2017 20:41

KS deildin - tölt


Annaðkvöld kl 19.00 í Svaðastaðahöllinni mun keppni í tölti í KS höllinni fara fram. Hér fyrir neðan má sjá ráslistann. Fjórir Þytsfélagar skráðir til leiks, Fanney Dögg á Grósku frá Grafarkoti, Hallfríður á Kvisti frá Reykjavöllum, Helga Una á Þoku frá Hamarsey og Ísólfur Líndal á Ósvör frá Lækjamóti.

1. Fanndís Viðarsdóttir - Dúkkulísa frá Þjóðólfshaga - Team Jötunn
2. Helga Una Björnsdóttir - Þoka frá Hamarsey - Hrímnir
3. Bjarney Jóna Unnsteinsdóttir - Sara frá Lækjarbrekku - Mustad
4. Gísli Gíslason - Flygill frá Stóra-Ási - Draupnir/Þúfur
5. Lilja Pálmadóttir - Mói frá Hjaltastöðum - Hofstorfan/66°norður
6. Fríða Hansen - Kvika frá Leirubakka - Íbess/Top Reiter
7. Fanney Dögg Indriðadóttir - Gróska frá Grafarkoti - Lífland
8. Flosi Ólafsson - Vöndur frá Hofi - Mustad
9. Jóhanna Margrét Snorradóttir - Kári frá Ásbrú - Hrímnir
10. Magnús Bragi Magnússon - Hrafnfaxi frá Skeggstöðum - Íbess/Top Reiter
11. Mette Mannseth - Trymbill frá Stóra-Ási - Draupnir/Þúfur
12. Guðmundur Karl Tryggvason - Brá frá Akureyri - Team Jötunn
13. Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir - Kvistur frá Reykjavöllum - Lífland
14. Gústaf Ásgeir Hinriksson - Draupnir frá Brautarholti - Hofstorfan/66°norður
15. Þórarinn Eymundsson - Laukur frá Varmalæk - Hrímnir
16. Barbara Wenzl - Hryðja frá Þúfum - Draupnir/Þúfur
17. Finnbogi Bjarnason - Dynur frá Dalsmynni - Lífland
18. Ísólfur Líndal - Ósvör frá Lækjamóti - Íbess/Top Reiter
19. Viðar Bragason - Þytur frá Narfastöðum - Team Jötunn
20. Bjarni Jónasson - Randalín frá Efri-Rauðalæk - Hofstorfan/66°norður
21. Sigurður Rúnar Pálsson - Reynir frá Flugumýri - Mustad

17.03.2017 15:13

Firmakeppni Þyts 2017

Firmakeppni Þyts var haldin laugardaginn 4. mars og var þátttakan frábær og skemmtilegur dagur.
Firmakeppnisnefnd þakkar öllum sem tóku þátt, hjálpuðu til og sérstakar þakkir til þeirra fyrirtækja, stofnanna, einstaklinga og hrossaræktunarbúa sem styrktu okkur !

Keppt var í 5 flokkum og veitt verðlaun fyrir 3 efstu sætin og búninga í öllum flokkum nema pollaflokki en þar fengu öll börnin verðlaun fyrir þátttöku!

 
Þátttakendur í Pollaflokki voru: 
Tinna Kristín Birgisdóttir og Freyja
Erla Rán Hauksdóttir og Freyja
Sigríður Emma Magnúsdóttir og Birtingur
Jólín Björk Kristinsdóttir og Léttingur
Róbert Sindri Valdimarsson og Skuggi
Hafþór Ingi Sigurðsson og Ljúfur
Herdís Erla Elvarsdóttir og Auðna
Valdís Freyja Magnúsdóttir og Funi
Indriði Rökkvi Ragnarsson og Ígull
Linda Fanney Sigurbjartsdóttir og Fjöður

Úrslit í hinum flokkunum voru sem hér segir

Barnaflokkur:
   
1. Verðlaun: Hótel Laugabakki Keppandi: Rakel Gígja Ragnarsdóttir og Trygglind
2. Verðlaun: Stóra-Ásgeirsá. Keppandi: Arnar Finnbogi Hauksson og Birtingur
3. Verðlaun: Sveitasetrið Gauksmýri. Keppandi: Margrét Jóna Þrastardóttir og Smári
Búningaverðlaun hlaut Bryndís Jóhanna Kristinsdóttir og Glóð keppti fyrir Íslandspóst

Unglingaflokkur:

1. Verðlaun og búningaverðlaun: Sláturhús KVH. Keppandi: Ásta Guðný Unnsteinsdóttir og Kragi

Kvennaflokkur:
  

1. Verðlaun: Söluskálann Harpa. Keppandi Ingunn Reynisdóttir og Snilld
2. Verðlaun: Tveir smiðir ehf. Keppandi: Fanney Dögg Indriðadóttir og Gljá
3. Verðlaun: Þvottahúsið Perlan. Keppandi: Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir og Hrannar
Búningaverðlaun í kvennaflokki hlaut Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir

Karlaflokkur:
  
1. Verðlaun: Leirhús Grétu ehf. Keppandi: Sverrir Sigurðsson og Krummi
2. Verðlaun: Húnaþing vestra. Keppandi: Sigfús Ívarsson og Blær
3. Verðlaun: Stefánsson ehf. Keppandi: Þorgeir Jóhannesson og Birta
Búningaverðlaun í karlaflokki hlaut Sigfús Ívarsson


Hestamannafélagið Þytur þakkar eftirtöldum fyrirtækjum, stofnunum, hrossaræktunarbúum og einstaklingum sem styrktu okkur í ár kærlega fyrir stuðninginn:
1. Bessastaðir
2. Dýrin mín stór og smá
3. Elías Guðmundsson málari
4. Ferðaþjónustan Dæli
5. Fæðingarorlofssjóður
6. Gauksmýri
7. Grafarkotsbúið
8. Hagsæld
9. Hársnyrting Sveinu
10. Hótel Hvammstangi ehf
11. Hótel Laugarbakki
12. Húnaþing vestra
13. Heilbrigðisstofnun Vesturlands Hvt.
14. Höfðabakkabúið
15. Íslandspóstur
16. Jón Böðvarsson rafvirki
17. Jörfabúið
18. KIDKA
19. Kaupfélag V-Hún.
20. Landsbankinn
21. Leirhús-Grétu
22. Selasetur Íslands
23. Sjávarborg
24. Sindrastaðir/Lækjarmót
25. Sláturhús SKVH
26. Stefánsson ehf
27. Stóra-Ásgeirsá hrossarækt
28. Söluskálinn Harpa
29. Tryggingamiðstöðin
30. Tveir smiðir ehf
31. Unnval ehf.
32. Vélaverkst. Hjartar Eiríkssonar
33. Vilko Blönduósi
34. Villi Valli ehf
35. Þvottahúsið Perlan


09.03.2017 09:42

Úrslit í KS deildinni í gærkvöldi

Tveir Þytsfélagar komust í úrslit í gærkvöldi í fimmgangi í KS deildinni, Helga Una Björnsdóttir og Örvar frá Gljúfri enduðu í 2. sæti með einkunnina 6,62 og Ísólfur Líndal og Ganti frá Dalbæ voru í b úrslitum og enduðu í 7 sæti með einkunnina 6,64.

Til hamingju með árangurinn knapar. 



Helga Una og Örvar frá Gjúfri (mynd af facebook síðu KS deildarinnar)


Úrslit kvöldsins

A-úrslit
1.Þórarinn Eymundsson - Narri frá Vestri Leirárgörðum - 7,17
2.Helga Una Björnsdóttir - Örvar frá Gljúfri - 6,62
3.Mette Mannseth - Karl frá Torfunesi - 6,57
4.Finnbogi Bjarnason - Dynur frá Dalsmynni - 5,74
5.Flosi Ólafsson - Grámann frá Hofi - 4,60

B-úrslit
6. Bjarni Jónasson - Harpa Sjöfn frá Hvolsvelli - 6,67
7.Ísólfur Líndal - Ganti frá Dalbæ - 6,64
8.Magnús Bragi Magnússon - Snillingur frá Íbishóli - 6,52
9.Elvar Einarsson - Roði frá Syðra-Skörðugili - 6,12
10.Líney María Hjálmarsdóttir - Léttir frá Þjóðólfshaga 3 - 6,10

09.03.2017 09:36

Minnum á !!!

Aðalfundur Þyts verður haldinn mánudaginn 13. mars nk í Þytsheimum og hefst kl. 20.30.

Formaður gefur ekki kost á sér áfram.


Dagskrá:


1. Kosning fundarstjóra og fundarritara

2. Skýrsla stjórnar 

3. Lagðir fram reikningar félagsins

4. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga

5. Árgjald

6. Kosningar

a. Kosning stjórnar

- Formaður til tveggja ára

- Einn meðstjórnandi til tveggja ára

b. Tveir varamenn stjórnar til eins árs.

c. Tveir skoðunarmenn til eins árs

d. Tveir varamenn skoðunarmanna til eins árs

e. Sex fulltrúar á Héraðsþing USVH og sex til vara

7. Önnur mál.

07.03.2017 22:30

FEIF Youth Camp 2017



FEIF Youth Camp sumarbúðirnar verða haldnar dagana 11. - 18. júlí 2017 í St-Truiden í Belgíu. Þetta eru sumarbúðir fyrir hestakrakka á aldrinum 14-17 ára á árinu og markmið þeirra er að kynna krakka frá aðildarlöndum FEIF fyrir (hesta)menningu annara þjóða og að hitta ungt fólk með sama áhugamál.
Þema FEIF Youth Camp í ár er "hestur og vagn".
Belgíska Íslandshestasambandið er það minnsta innan FEIF og það eru sjálfboðaliðar í æskulýðsstarfinu þar sem skipuleggja viðburðinn.

Það sem verður meðal annars á dagskrá:
Heimsókn á bú þar sem ræktaðir eru Brabant hestar
Sýnikennsla/kynning á vinnu með dráttarhesta
Sýnikennsla/kennsla á jafnvægi knapa og ásetu (centered riding)
Fræðsla um tannheilsu hesta
Vinna með hest í tvítaum
Sögufræg borg heimsótt
Skemmtigarður heimsóttur - Bobbejaanland
Ferð í hestvagni
Og margt fleira....!

Umsóknarfrestur um að fara út fyrir Íslands hönd er til 3. apríl 2017 og skulu umsóknirnar berast á netfangið hilda@lhhestar.is fyrir þann tíma.
Umsóknareyðublað er að finna á vef LH, www.lhhestar.is undir "Æskan". Þar er að finna bæði pdf og Excel skrá. Einnig hægt að nálgast umsóknina með því að smella hér. 
Kostnaður við búðirnar er ?680 (ca. 78.000 í dag), en inní því er fæði, uppihald og allar ferðir og afþreying í Belgíu. Flug út til Brussel, vasapeningur og annað er ekki innifalið.
Skrifstofa LH veitir allar nánari upplýsingar í síma 514 4030 eða í gegnum netfangið hilda@lhhestar.is.

06.03.2017 22:07

KS deildin - fimmgangur

Ráslistinn fyrir fimmganginn í KS-Deildinni er tilbúinn ! Fjórir Þytsfélagar skráðir til leiks, Elvar Logi á Glitra frá Grafarkoti, Helga Una á Örvari frá Gljúfri, Ísólfur Líndal á Ganta frá Dalbæ og Jóhann Magnússon á Mjölni frá Bessastöðum.

Það má segja að það verði sannkölluð stóðhestaveisla í KS-Deildinni en fimmtán stóðhestar eru skráðir til leiks í fimmgangskeppni KS-Deildarinnar sem haldin verður í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki næstkomandi miðvikudag.
Mótið hefst kl 19:00.

1. Ísólfur Líndal - Ganti frá Dalbæ - Íbess-Top Reiter

2. Guðmundur Karl Tryggvason - Díva frá Steinnesi - Team-Jötunn
3. Sina Scholz - Nói frá Saurbæ - Mustad
4. Helga Una Björnsdóttir - Örvar frá Gljúfri - Hrímnir
5. Artemisia Bertus - Kiljan frá Þúfum - Draupnir/Þúfur
6. Bjarni Jónasson - Harpa Sjöfn frá Hvolsvelli - Hofstorfan-66°norður
7. Svavar Örn Hreiðarsson - Flugar frá Akureyri - Lífland
8. Elvar Logi Friðriksson - Glitri frá Grafarkoti - Lífland
9. Jóhann B. Magnússon - Mjölnir frá Bessastöðum - Íbess-Top Reiter
10. Barbara Wenzl - Mjöður frá Hofi - Draupnir/Þúfur
11. Þórarinn Eymundsson - Narri frá Vestri Leirárgörðum - Hrímnir
12. Fanndís Viðarsdóttir - Vænting frá Hrafnagili - Team-Jötunn
13. Elvar Einarsson - Roði frá Syðra-Skörðugili - Hofstorfan-66°norður
14. Flosi Ólafsson - Grámann frá Hofi - Mustad
15. Gústaf Ásgeir Hinriksson - Glóey frá Flagbjarnarholti - Hofstorfan-66°norður
16. Finnbogi Bjarnason - Dynur frá Dalsmynni - Lífland
17. Pétur Örn Sveinsson - Hlekkur frá Saurbæ - Mustad
18. Magnús Bragi Magnússon - Snillingur frá Íbishóli - Íbess-Top Reiter
19. Líney María Hjálmarsdóttir - Léttir frá Þjóðólfshaga 3 - Hrímnir
20. Viðar Bragason - Bergsteinn frá Akureyri - Team-Jötunn
21. Mette Mannseth - Karl frá Torfunesi - Draupnir/Þúfur

06.03.2017 11:39

Karlatölt Norðurlands 2017



Karlatölt Norðurlands 2017 verður haldið á föstudaginn langa, 14. apríl nk.

Mótanefnd hvetur alla karlmenn Norðurlands til að taka daginn frá.

Nánar auglýst þegar nær dregur !!!


04.03.2017 12:54

Úrslit liðakeppninnar - Fimmgangur/T2/T7

Frábært kvöld og allir kátir smiley 

Fjólubláa liðið sigraði kvöldið með en fast á hæla þeirra kom gula liðið. Staðan í liðakeppninni eftir kvöldið er svona:

Fjólubláa liðið: 147,63 stig

Gula liðið: 141,57 stig

Bleika liðið: 93,79 stig

 

Bæjarkeppnin var á sínum stað í gærkvöldi og sigrði lið Sindrastaða kvöldið með 29 stig og fengu þau fallega undirdýnu frá Kidka sem er aðalstyrktaraðili bæjarkeppninnar.


Staðan í einstaklingskeppninni eftir þessi tvö mót er og mjótt á mununum:

 

Barnaflokkur.

Dagbjört Jóna - 20 stig

Bryndís Jóhanna - 14 stig

Rakel Gígja - 13 stig


 

Unglingaflokkur

Eysteinn Tjörvi - 18 stig

Ásta Guðný - 15 stig

Karitas Arad.- 10 stig


 

3.flokkur

Fanndís Ósk - 17 stig

Helena Halldórs - 12 stig

Berglind Bjarnad- 10 stig

 

2.flokkur

Þóranna Másdóttir -18 stig

Pálmi Geir - 15 stig

Ásdís Brynja - 10 stig

 

1. flokkur 

Fanney Dögg - 18 stig

Elvar Logi - 14 stig

Jessie Huijers - 8 stig

Friðrik Már - 8 stig

 

9 flottir krakkar mættu í pollaflokk og stóðu sig frábærlega ;)

Jólin Björk og Léttingur frá Laugarbakka

Tinna Kristín og Freyja frá Geirmundarstöðum

Herdís Erla og Ásjóna frá Grafarkoti 

Svava Rán og Piltur

Erla Rán og Freyja frá Stóru Ásgeirsá

Sigríður Emma og Birtingur frá Stóru Ásgeirsá

Indriði Rökkvi og Ígull frá Grafarkoti

Linda Fanney Sigurbjarsdóttir og Fjöður frá Grund

Arnheiður Kristín Guðmundsdóttir og Rauðka frá Tóftum


 

Úrslit kvöldsins urðu eftirfarandi:

Barnaflokkur: Tölt T7


1. sæti Dagbjört Jóna Tryggvadóttir  og Dropi frá Hvoli 5,75 (gulur)

2 - 4. sæti Rakel Gígja Ragnarsdóttir og Vídalín frá Grafarkoti 5,33 (bleikur)

2 - 4 . sæti Bryndís Jóhanna Kristinsdóttir og Kjarval frá Hjaltastaðahvammi 5,33 (bleikur)

2 - 4. sæti Margrét Jóna Þrastardóttir og Smári frá Forsæti 5,33 (fjólublár)

5.sæti Guðmar Hólm Ísólfsson og Stjarna frá Selfossi 5,25 (gulur)

 

Unglingaflokkur: Tölt T7


1. sæti Karitas Aradóttir og Sómi frá Kálfsstöðum 6,75 (gulur)

2. sæti Eysteinn Tjörvi Kristinsson og Þokki frá Litla -  Moshvoli 6,08 (fjólublár)

3.sæti Ásta Guðný Unnsteinsdóttir og Mylla frá Hvammstanga 5,50 (gulur)

 

3. flokkur: Tölt T7

Sigurvegari 3. flokks fékk gjafabréf hamborgar fyrir 2 á Sjávarborg og gistingu fyrir 2 ásamt morgunverði á Gauksmýri


1. sæti Berglind Bjarnadóttir og Mirra frá Ytri - Löngumýri 5,83 (gulur)

2. sæti Sigrún Eva Þórisdóttir og Freisting frá Hvoli 5,75 (gulur)

3. sæti Fanndís Ósk Pálsdóttir og Sæfríður frá Syðra - Kolugii 5,50 (gulur)

4. sæti Helena Halldórsdóttir og Blær frá Hvoli 5,33 (fjólublár)

5.sæti Elísabet Eir Steinbjörnsdóttir og Hrannar frá Galtanesi 5,25 (fjólublár)

 

2.flokkur: Fimmgangur F2
Sigurvegari 2. flokks fékk gjafabréf hamborgar fyrir 2 á Sjávarborg og gistingu fyrir 2 ásamt morgunverði á Gauksmýri


1. sæti Þóranna Másdóttir og Ganti frá Dalbæ 5,76 (fjólublár)

2. sæti Pálmi Geir Ríkharðsson og Laufi frá Syðri - Völlum 5,19 (gulur)

3. sæti Sveinn Brynjar Friðriksson og Karamella frá Varmalæk 4,48 (bleikur)

4. sæti Elías Guðmundsson og Iðunn frá Stóru - Ásgeirsá 4,26 (fjólublár)

5. sæti Eva Dögg Pálsdóttir og Gípa frá Grafarkoti 4,19 (bleikur)

 

1. flokkur:  Fimmgangur F2

Sigurvegari 2. flokks fékk gjafabréf hamborgar fyrir 2 á Sjávarborg og gistingu fyrir 2 ásamt morgunverði á Gauksmýri


1. sæti Elvar Logi Friðriksson og Glitri frá Grafarkoti 6,52 (fjólublár)

2. sæti Fanney Dögg Indriðadóttir og Heba fá Grafarkoti 5,98 (fjólublár)

3. sæti Guðmar Þór Pétursson og Róm frá Heimahaga 5,88 (fjólublár)

4.sæti Jóhanna Friðriksdóttir og Frenja frá Vatni 5,74 (bleikur)

5. sæti Friðrik Már Sigurðsson og Von frá Lækjamóti 5,10 (bleikur)

 

 

Opinn flokkur: Tölt T2

Sigurvegarinn í T2 fékk gjafabréf í gistingu fyrir 2 á Stóru - Ásgeirsá með morgungmat.


1.sæti Vigdís Gunnarsdóttir og Daníel frá Vatnsleysu 6,83 '

2. sæti Kolbrún Grétarsdóttir og Stapi frá Feti 6,75

3. sæti Elvar Logi Friðriksson og Máni frá Melstað 6,50

4. sæti Eva Dögg Pálsdóttir og Stuðull frá Grafarkoti 6,25

5. sæti Guðmar Þór Pétursson og Ársæl frá Álftárósi 6,17

 

 

Eydís Ósk tók fullt af myndum og eru þær inn í myndaalbúmi á heimasíðunni.

 

Mótanefnd

 

SKVH Sláturhús er aðalstyrktaraðili Húnvetnsku Liðakeppninnar.

 

03.03.2017 14:57

Fyrirtæki sem styrkja Firmakeppni Þyts 2017

Þytur þakkar öllum þessum fyrirtækjum og hrossaræktarbúum innilega fyrir styrkinn í Firmakeppni Þyts árið 2017.


Bessastaðir
Dýrin mín stór og smá
Ferðaþjónustan Dæli
Fæðingarorlofssjóður
Gauksmýri
Grafarkotsbúið
Hagsæld
Hársnyrting Sveinu
Hótel Hvammstangi ehf
Hótel Laugarbakki
Húnaþing vestra
Heilbrigðisstofnun Vesturlands Hvt.
Höfðabakkabúið
Íslandspóstur
Jón Böðvarsson rafvirki
Jörfabúið
KIDKA
Kaupfélag V-Hún.
Landsbankinn
Leirhús-Grétu
Selasetur Íslands
Sjávarborg
Sindrastaðir/Lækjarmót
Sláturhús SKVH
Stefánsson ehf
Stóra-Ásgeirsá hrossarækt
Söluskálinn Harpa
Tryggingamiðstöðin
Tveir smiðir ehf
Unnval ehf.
Vélaverkst. Hjartar Eiríkssonar
Vilko Blönduósi
Villi Valli ehf
Þvottahúsið Perlan

Flettingar í dag: 1564
Gestir í dag: 111
Flettingar í gær: 1432
Gestir í gær: 147
Samtals flettingar: 1445395
Samtals gestir: 75968
Tölur uppfærðar: 3.12.2024 17:59:26