Færslur: 2017 Desember

24.12.2017 15:41

Gleðilega jólahátíð

Stjórn Þyts sendir Þytsfélögum sem og öllum Húnvetningum bestu óskir um gleðileg jól og farsældar á komandi ári með þökk fyrir samstarf, ánægjuleg samskipti og stuðning á árinu sem er að líða.

 

 
 

 

20.12.2017 14:44

Hesthúsapláss til leigu


Við erum með nokkrar lausar stíur til leigu frá áramótum. Mjög rúmgóðar og fínar safnstíur.
Bæði getum tekið bæði reiðhross og folöld.

Verðið er 25 þús kr á mánuði  með vsk. fyrir hrossið.  Innifalið í því er, hey, sag og umsjón.
Erum staðsett á Höfðabraut 48

Rósa 849-5396 , gerdur_rosa@yahoo.com
Krissi 866-7377

11.12.2017 08:47

Húnvetnska liðakeppnin 2018

Mót Húnvetnsku liðakeppninnar 2018



Mótin verða fjögur 2018 og að auki sameiginlegt lokamót með Skagfirðingum og Eyfirðingum.

·         Fyrsta mót laugardaginn 17. febrúar, keppt verður í Trec. 

·        
Annað mótið verður haldið laugardaginn 10. mars og þá verður keppt í fjórgangi V3 í 1., 2. og unglingaflokki, V5 í barnaflokki og 3. flokki. 

·        
Þriðja mótið verður haldið sunnudaginn 25. mars og þá verður keppt í fimmgangi F2 í 1., 2., og unglingaflokki. Tölti T2 opið öllum flokkum. Börn og 3. flokkur keppa i þrígangi.

·        
Fjórða mótið verður haldið laugardaginn 7. apríl og þá verður keppt í tölti T3 í 1., 2. og unglingaflokki og T7 í barna og 3. flokki.


Ekki er komin dagsetning á sameiginlegt lokamót.

Fyrirhugað er að liðin verði kvenna og karlalið.


Fyrirkomulag keppninnar og sameiginlegt lokamót verður útskýrt nánar á opnum félagsfundi Þyts sem verður auglýstur síðar.

 

07.12.2017 09:12

Hestar í fókus !!!


Minnum á námskeiðið ,,Hestar í fókus" 19 - 21 janúar 2018 í reiðhöllinni Þytsheimum. Skráningarfrestur er til 31.12.2017 á netfangið thyturfraedsla@gmail.com 

Námskeiðið er þjálfun í samskiptum manns og hests. Hér er linkur inn á video sem farið er yfir hvað er í boði á námskeiðinu.
  • 1
Flettingar í dag: 448
Gestir í dag: 58
Flettingar í gær: 2796
Gestir í gær: 107
Samtals flettingar: 1417634
Samtals gestir: 74847
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:21:02