Færslur: 2025 Janúar
05.01.2025 18:30
Járninganámskeið
Kristján Elvar Gíslason járningameistari mun koma á vegum hestamannafélagsins Þyts á Hvammstanga næstkomandi helgi, 11. og 12. janúar og halda járninganámskeið. Byrjað verður á sýnikennslu á laugardeginum og síðan verður nemendum skipt upp í tvo hópa, 3 tímar á hóp hvorn daginn. Námskeiðið verður haldið í Aðalbóli.
Verð: 35.000 á mann
Skráning á email: jehu@mail.holar.is (Jessie)
03.01.2025 10:59
Jólarestarhittingur
Á morgunn laugardaginn 4. janúar kl. 12 á hádegi ætlar Nína okkar (Jónína Sigurðardóttir) að bjóða upp á grjónagraut og slátur í Félagshúsinu okkar.
Verður gaman að sjá ykkur sem flest, kæru félagsmenn. Taka stöðuna á nýju ári, fara yfir gamla árið og venja magann af steikarmáltíðunum.
Um að gera að taka börnin með og leyfa þeim að leika sér í brekkunni og fá grjónagraut og slátur með okkur.
- 1