Færslur: 2025 Apríl
23.04.2025 08:00
Nýr formaður Þyts
![]() |
Fyrir stuttu var haldinn auka-aðalfundur Þyts þar sem kosinn var nýr formaður félagsins. Er það Ingveldur Linda Gestsdóttir á Kolugili sem kjörin var með lófataki. Fráfarandi formaður eru Pálmi Geir Ríkharðsson, sem verið hefur formaður félagsins í allmörg ár. Vilja félagsmenn færa honum kærar þakkir fyrir gott og óeigingjarnt starf fyrir félagið og óska nýjum formanni velfarnaðar í starfi.
21.04.2025 06:38
Úrslit Smalans 2025
![]() |
Keppt var í smala laugardagskvöldið 19.04, þátttaka ágæt en mótið alltaf jafn skemmtilegt og gaman að sjá hvað margir komu að horfa á. Nokkrir pollar tóku þátt bæði sem riðu sjálf og sem var teymt undir, en það voru Helga Mist Magnúsdóttir og Birtingur frá Stóru-Ásgeirsá, Júlía Jökla Kristjánsdóttir og Herjann frá Hvammstanga, Sólon Helgi Ragnarsson og Vídalín frá Grafarkoti, Viktoría Jóhannesdóttir Kragh og Prins frá Þorkelshóli 2, Óliver Daði Daníelsson og Tía frá Höfðabakka og Reynir Darri Behrend og Djarfur frá Reykjum
Úrslit urðu eftirfarandi, en allir fengu að fara brautina tvisvar:
Barnaflokkur
Sæti Knapi Hestur Stig
1 Sigríður Emma Magnúsdóttir Birtingur frá Stóru-Ásgeirsá 266
Unglingaflokkur
Úrslit:
Sæti Knapi Hestur Stig
1 Ayanna Manúela Glanni frá Keldulandi 286
2 Kara Sigurlína Reynisdóttir Daggardropi frá Múla 238
3 Gabríela Dóra Vignisdóttir Djarfur frá Reykjum 228
Forkeppni:
1 Kara Sigurlína Reynisdóttir Daggardropi frá Múla 286
2 Gabríela Dóra Vignisdóttir Djarfur frá Reykjum 266
3 Ayanna Manúela Glanni frá Keldulandi 256
Fullorðinsflokkur
Úrslit:
Sæti Knapi Hestur Stig
1 Jóhannes Ingi Björnsson Baltasar frá Ytra-Ósi 270
2 Ásta Guðný Unnsteinsdóttir Meyja frá Hvammstanga 266
3 Valgeir Ívar Hannesson Djásn frá Þorkelshóli 258
4 Elvar Logi Friðriksson Lýdía frá Laugarhvammi 250
5 Fanney Dögg Indriðadóttir Skyggnir frá Grafarkoti 246
6 Fríða Marý Halldórsdóttir Marel frá Hvammstanga 230
7 Gréta B Karlsdóttir Brimdal frá Efri-Fitjum 226
8 Eva Lena Lohi Kolla frá Hellnafelli 220
9 Katarina Borg Geisli frá Breiðabólstað 196
10 Óskar Einar Hallgrímsson Glotti frá Grafarkoti 172
Forkeppni:
1 Ragnar Smári Haraldsson Vídalín frá Grafarkoti 300
2 Fanney Dögg Indriðadóttir Skyggnir frá Grafarkoti 280
3 Elvar Logi Friðriksson Lýdía frá Laugarhvammi 256
4 Óskar Einar Hallgrímsson Glotti frá Grafarkoti 246
5 Fríða Marý Halldórsdóttir Marel frá Hvammstanga 240
6 Valgeir Ívar Hannesson Illugi frá Þorkelshóli 2 236
7 Eva Lena Lohi Kolla frá Hellnafelli 216
8 Katarina Borg Geisli frá Breiðabólstað 210
9 Guðmundur Sigurðsson Sólfari frá Sólheimum 206
10 Ásta Guðný Unnsteinsdóttir Meyja frá Hvammstanga 190
11 Vigdís Guðmundsdóttir Kórall frá Kanastöðum 186
12 Kerstin Kette Hrefna frá Þorkelshóli 180
13 Jóhannes Ingi Björnsson Baltasar frá Ytra-Ósi 0
14 Gréta B. Karlsdóttir Brimdal frá Efri-Fitjum 0
Mótanefnd þakkar fyrir skemmtilega mótaröð í vetur.
18.04.2025 18:00
Smali - dagskrá og ráslistar
Dagskrá Smalans !!
![]() |
Mótið hefst klukkan 18.00 á pollaflokki.
Dagskrá:
Forkeppni börn og unglingar
Úrslit börn og unglingar
Forkeppni fullorðnir
10 mín hlé
úrslit fullorðnir
Ráslistar:
Börn:
1. Sigríður Emma Magnúsdóttir Birtingur frá Stóru Ásgeirsá
2. Herdís Erla Elvarsdóttir Austri frá Litlu-Brekku
Unglingar:
1. Ayanna Manúela Glanni frá Keldulandi
2. Gabríela Dóra Vignisdóttir Djarfur frá Reykjum
3. Kara Sigurlína Reynisdóttir Daggardropi frá Múla
Fullorðnir:
1. Óskar Hallgrímsson Glotti frá Grafarkoti
2. Eva-Lena Lohi Kolla frá Hellnafelli
3. Elvar Logi Friðriksson Lýdía frá Laugarhvammi
4. Ragnar Smári Helgason Vídalín frá Grafarkoti
5. Fríða Marý Halldórsdóttir Marel frá Hvammstanga
6. Vigdís Guðmundsdóttir Kórall frá Kanastöðum
7. Ásta Guðný Unnsteinsdóttir Meyja frá Hvammstanga
8. Gréta B Karlsdóttir Brimdal frá Efri-Fitjum
9. Valgeir Ívar Hannesson Illugi frá Þorkelshóli 2
10. Fanney Dögg Indriðadóttir Skyggnir frá Grafarkoti
11. Guðmundur Sigurðsson Sólfari frá Sólheimum 1
12. Kerstin Kette Hrefna frá Þorkelshóli
13. Jóhannes Ingi Björnsson Baltasar frá Ytra-Ósi
14. Katarina Borg Geisli frá Breiðabólstað
16.04.2025 09:54
Allra sterkustu - takið kvöldið frá!
|
||
Mikilvægasti fjáröflunarviðburður landsliðsins, Allra sterkustu fer fram laugardaginn 19. apríl næstkomandi. Ekki missa af frábæru kvöldi með okkar allra sterkustu knöpum í frábærri stemningu í Samskipahöllinni.
Dagskráin verður feyki skemmtileg en meðal annars munu landsliðsknapar keppa til úrslita í tölti, fjórgangi ogfimmgangi. Þjóðþekktir knapar keppa í mjólkurtölti, stóðhestar og hryssur verða sýndar og U21 verður með glæsilegt sýningaratriði.
Þá má ekki gleyma hinu geysi vinsæla happadrætti þar sem til mikils er að vinna og rúsínunni í pylsuendanum – STÓÐHESTAVELTAN, en hver veit nema úr henni verði til framtíðar heimsmeistari?
Ekki láta þitt eftir liggja, komdu og njóttu gleðinnar og hjálpaðu liðinu að komast einu skrefi nær Gullinu á HM í Sviss!
Húsið opnar kl 17 - tryggðu þér miða í forsölu:
10.04.2025 20:21
Framhaldsaðalfundur Þyts
Framhalds aðalfundur Þyts verður haldinn mánudaginn 14. apríl kl. 20:00 í kaffistofu Þytsheima.
06.04.2025 14:49
Smalinn !!!
Lokamót í Vetrarmótaröð Þyts er Smali og verður laugardaginn 19. apríl nk og hefst kl. 18.00, keppt verður í barnaflokki, unglingaflokki og fullorðinsflokki. Pollar auðvitað velkomnir að koma og keppa í smala.
Skráning í smala fer í gegnum netfangið thytur1@gmail.com og fram þarf að koma nafn knapa, nafn hests (IS númer) og í hvaða flokki knapi keppir í. Skráningargjald er 2.000 í öllum flokkum nema pollaflokki er það 0. Millifæra má inn á reikning 0159 15 200343 kt 550180-0499. Lokaskráningardagur er fimmtudagurinn 17.04
Í barnaflokki þarf ekki að sækja veifuna á tunnunni eins og í hinum flokkunum og breyting miðað við myndina er að í síðustu ferðinni er farið undir 3 limbóstangir.
Reglur smalans:
Smalinn dregur nafn sitt af einu mikilvægasta hlutverki íslenska hestsins frá örófi alda. Eiginleikar sem prýða góðan smala og smalahest eru nauðsynlegir ef árangur á að nást, þetta eru þættir eins og hraði, kjarkur, fimi og snerpa.
Riðin er braut sem mörkuð er keilum sem ná upp á síður hests. Keilurnar skulu vera þannig útbúnar að þær falli við litla snertingu. Árangurinn ræðst af brautartíma og felldum keilum. Reiknireglur eru þær sömu og í tímabraut torfærunnar. Smalinn er hrein grein í þeirri merkingu að árangurinn er mælanlegur án frávika, þ.e. hann ræðst eingöngu af tíma og felldum keilum en ekki mati dómara. Dómarar eru engu að síður til staðar og meta hvort knapinn fari gegnum öll hlið, telja felldar keilur og hafa eftirlit með reiðmennsku knapa líkt og í öðrum keppnisgreinum.
Stigin telja þannig að knapar raðast í sæti eftir besta tímanum, sá sem er fyrstur fær 300 stig, sá næsti 280, 270 o.s.frv. Við hverja fellda keilu dragast frá 14 stig. Fyrir sleppt hlið eru 28 refsistig. Yfir brúnna er ekki leyft að fara á stökki þ.e.a.s allur annar gangur er í lagi. Ef brúnni er sleppt þá er það 4x28 refsistig Gult spjald= gróf reiðmennska 30 refsistig Rautt spjald= MJÖG gróf reiðmennska ÚR LEIK!
ATH. Við síðustu tunnu sem er í horninu fyrir lokaferðina, þar verður veifa ofan á tunnunni sem knapar þurfa að ná og taka með sér í mark.
Upprifjun:
01.04.2025 13:30
Knapaþjálfun
![]() |
Um helgina var haldið námskeið í knapaþjálfun. Með knapaþjálfun er lög áhersla á líkamsbeitingu knapans með og án hests. Námskeiðið hófst á fyrirlestri en síðan var um verklega kennslu að ræða. Mikil ánægja var með námskeiðið og vonandi fáum við Bergrúnu hingað aftur!
![]() |
Fleiri myndir í myndaalbúmi: https://thytur.123.is/photoalbums/298231/
01.04.2025 13:26
Heilsufar hestsins - myndir
![]() |
Fróðlegt námskeið hjá Sonju um heilsufar hestsins var haldið fyrr í vetur, farið yfir mikilvæg atriði heilsufars hestsins. Kennslan var verkleg og til gagns fyrir hinn almenna hestamann. Nauðsynlegt námskeið að mati þeirra sem sóttu námskeiðið.
![]() |
Fleiri myndir hér: https://thytur.123.is/photoalbums/298232/ |
- 1