Færslur: 2025 Desember
22.12.2025 23:11
Reiðkennsla
Veturinn 2026 ætlum við að bjóða upp á reiðkennslu fyrir börn að 16 ára aldri.
Stefnan er að hafa 4 hópa og skiptast þeir ca svona;
Hópur 1 eru krakkar sem er teymt undir
Hópur 2 eru krakkar sem eru að byrja að æfa sig að ríða sjálf
Hópur 3 eru krakkar sem eru farnir að æfa gangtegundir
Hópur 4 eru mikið vanir krakkar.
Stefnt er á að kenna á þriðjudögum/miðvikudögum og sunnudögum, og ætlum við að reyna að ná 10 skiptum á allavegana hópa 2,3, og 4. Tímasetningar koma nánar síðar, en stefna reiðhallar er að æskulýðsstarfi sé lokið kl 17.
Kennarar verða Sonja Líndal, Jessie Huijbers og Fanney Dögg.
Frekari upplýsingar og skráning er hjá Sonju Líndal á messenger eða netfanginu sonjalindal@gmail.com
Foreldrar skrái börnin í þann hóp sem það metur henta sínu barni.
Eins er ennþá pláss í félagshesthúsi, þannig að ef einhverjum vantar hesta eða langar að geta tekið þátt í starfinu þá endilega hafið samband við Ingu á kolugil@gmail.com eða á messenger.
10.12.2025 10:43
Þytsheimar - ný hurð
![]() |
Taka 2, það er komin ný hurð á Þytsheima svo vonandi mun búnaðurinn okkar virka í vetur. Þessi búnaður er fyrir korthafa til að komast inn í reiðhöllina. Sækja þarf app sem heitir Ajax Security System og korthafar þurfa að senda Ragnari Smára tölvupóstfangið sitt til að fá boð inn í appið sem nýr notandi. Senda má netfangið til Ragga á ragnarhelgason@gmail.com eða á messenger. Frekari upplýsingar hjá Dóra í síma 894-7440.
Einnig voru pantaðir nokkrir lyklar fyrir þá sem treysta sér ekki til að nota appið en lykillinn kostar 5.000 á ári.
Stefnt er að því að byrja strax að nota búnaðinn og því tími núna fyrir korthafa að sækja appið og fá invite. Þeir sem voru búnir að senda netfangið sitt þurfa þess ekki aftur en bara láta Ragga vita ef þeir ætla að kaupa kort og hann virkjar aðganginn.
- 1


