13.06.2007 08:36

Íslandsmót barna, unglinga og ungmenna

Íslandsmót í hestaíþróttum fyrir börn, unglinga og ungmenni fer fram í Glaðheimum dagana 21. -24. júní nk. Skráning fer fram hjá hestamannafélögunum sem sjá um að skila inn skráningargjöldum og skrá keppendur til leiks í gegnum Mótafeng. Keppendum er bent á að leita til sinna aðildarfélaga og kynna sér hvenær skráning fer fram þar fram.


Öll keppnishross þurfa að vera skráð í Worldfeng. Heimilt er að skrá fleiri en einn hest í hverja grein, en komi knapi fleiri en einum hesti í úrslit skal hann/hún velja einn hest til úrslitakeppni.


Boðið verður upp á keppni í öllum hefðbundnum greinum:

Barnaflokkur (13 ára á keppnisárinu og yngri): Tölt T1, fjórgangur V1 og fimi A.

Unglingaflokkur (14-17 ára á keppnisárinu): Tölt T1, fjórgangur V1, fimmgangur F1, gæðingaskeið PP1 og fimi A.

Ungmennaflokkur (18-21 árs á keppnisárinu): Tölt T1, slaktaumatölt T2, fjórgangur V1, fimmgangur F1, gæðingaskeið PP1, 100 m skeið PP2 og fimi A2.


Mótshaldarar áskilja sér rétt til að fella niður keppnisgreinar ef þátttaka er ekki næg.


Hestamannafélögin þurfa að skila skráningum inn fyrir 15. júní nk. Skráning vegna mótsins má skila til Kollu í síma 863-7786.


Gustarar stefna að góðu móti, en þeir hafa reynsluna af því að halda Íslandsmót fullorðinna á síðasta ári. Glæsileg verðlaun eru í boði, en líkt og á síðasta ári munu verðlaunahafar hljóta einstaka verðlaunagripi sem hannaðir voru af listamönnunum og Gustsfélögunum Baltasar og Kristjönu Samper. Gustarar vonast til að sem flestir ungir knapar skrái sig til leiks og gera ráð fyrir spennandi og skemmtilegri keppni.

Flettingar í dag: 280
Gestir í dag: 40
Flettingar í gær: 969
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 956365
Samtals gestir: 50094
Tölur uppfærðar: 18.4.2024 05:46:03