24.03.2008 16:45

Stórsýning Húnvetnskra hestamanna


Föstudagskvöldið næstkomandi kl. 20:30 verður haldin Stórsýning Húnvetnskra hestamanna í Reiðhöllinni Arnargerði við Blönduós. Að þessari sýningu standa hestamenn úr báðum Húnavatnssýslum auk gesta úr öðrum héruðum. Að venju verður fjöldi kynbótahrossa og gæðinga sem koma fram.


Mikil gróska er í barna og unglingastarfi og munu börn og unglingar skipa veglegan sess í dagskrá sýningarinnar.  Glens og grín mun eiga sinn stað   en einn hápunktanna verður án efa sýning "Dívanna" úr Vestursýslunni en þær hafa heillað margan sveininni á liðnum misserum.


Fólki er bent á að mæta tímanlega en áhorfendaaðstaða hefur nú verið stórbætt í Reiðhöllinni og ætti því ekki að væsa um áhorfendur. Miðaverði er í hóf stillt að vanda, 1.500 kr. fyrir þrettán ára og eldri en 500 kr. fyrir 12 ára og yngri.


Undirbúningsnefndin.

Flettingar í dag: 287
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 2561
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 938176
Samtals gestir: 49508
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 02:06:06