29.12.2009 08:40

Helga Margrét íþróttamaður ársins 2009

Val á íþróttamanni U.S.V.H 2009 fór fram í gærkvöldi.

Í þriðja sæti urðu jafnar með 14. stig þær Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir fyrir körfubolta
og Helga Una Björnsdóttir fyrir hestaíþróttir.
Í öðru sæti með 29. stig varð Tryggvi Björnsson fyrir hestaíþróttir.
Og í fyrsta sæti með 72. stig varð svo Helga Margrét Þorsteinsdóttir fyrir frjálsar íþróttir.

Guðmundundur Haukur Sigurðsson formaður U.S.V.H afhenti sigurvegurum verðlaunabikar
og fór í stuttu máli yfir afrek hvers og eins á árinu. Helstu afrek okkar fólks má sjá hér
en helstu afrek Helgu Margrétar eru:

 Í byrjun júni varð Helga Norðurlandameistari í sjöþraut kvenna í flokki 18-19. ára á NM unglinga sem haldið var á Kópavogsvelli. Hún hlaut 5721 stig og bætti íslandsmet sitt um 197 stig. 
 Þann 24.júní, á alþjóðlegu fjölþrautarmóti í Tékklandi, náði Helga besta árangri ársins í sjöþraut 19. ára og yngri með alls 5878 stig. Hún er því efst á heimslistanum í þessum aldursflokki og aðeins 22. stigum frá lámarkinu fyrir HM fullorðinna.
 23-26. júlí keppti hún í sjöþraut á EM 19. ára og yngri í Novi Sad í Króatíu. Þar hafði hún forystu þegar hún meiddist í langstökkskeppninni og varð að hætta keppni þegar aðeins tvær greinar voru eftir.
 Helga Margrét er ein af 10 efstu sem tilnefndir eru til Íþróttamanns ársins í kjöri íþróttafréttamanna sem verður líst í upphafi næsta árs.


Tilnefnd voru til íþróttamanns USVH 2009:


Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir fyrir körfubolta

Helga Margrét Þorsteinsdóttir fyrir frjálsar íþróttir

Helga Una Björnsdóttir fyrir hestaíþróttir

Ísólfur Líndal Þórisson fyrir hestaíþróttir

Ólafur Einar Skúlason fyrir frjálsar íþróttir

Tryggvi Björnsson fyrir hestaíþróttir


Innilega til hamingju með þetta kæru félagar og einnig þið hin flotta íþróttafólk emoticon

myndir frá valinu og Staðarskálamótinu eru á Hvammstangablogginu eða hér.
Flettingar í dag: 1074
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 2561
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 938963
Samtals gestir: 49514
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 08:36:53