30.01.2010 22:36

Fundur og æfing hjá Draumaliðinu, þar sem þínir villtustu rætast....


Næst komandi þriðjudag verður æfing fyrir liðsfélaga liðs 1 í reiðhöllinni á Hvammstanga kl 20-22.

Þar verður fundað og skeggrætt komandi tímabil. 

Inntökupróf fyrir nýja meðlimi og piparkökubakstur í hléi.
 
Nýju sérsaumuðu liðsjakkarnir verða komnir svo það er mjög mikilvægt að allir geri sér ferð á fundinn. 

Jónsi í Svörtum fötum og Hreimur úr Landi og sonum koma og frumflytja fyrir okkur nýja lagið sem þeir hafa verið að semja fyrir okkur og hljóðrita.  Bubbi spilar akkurat undir.

Kyrrðarstund þar sem við minnumst félaga sem hafa gengið til liðs við önnur lið.

Partýstund í framhaldi, þar sem við fögnum nýjum félögum okkar.


Nú er um að gera að dusta rykið af hnakknum, tannbursta sig og koma á æfingu.  Auðvitað eru ALLIR velkomnir, sem eru búnir að tannbursta sig vel, á hesti eður ei!  Nú er að duga eða drepast...

Baráttukveðjur
Guðrún Ósk Liðstjóri! 
Flettingar í dag: 245
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 548
Gestir í gær: 101
Samtals flettingar: 965031
Samtals gestir: 50513
Tölur uppfærðar: 23.4.2024 10:14:49