25.03.2010 09:19

Ræktun Norðurlands 2010


Meðal þessi sem í boði verður er sýning para undan gæðings hryssunum Kommu frá Flugumýri, Báru frá Flugumýri, Kolskör frá Gunnarsholti og Hendingu frá Flugumýri.  Af stóðhestum sem fram koma má nefna Möttul og Emil frá Torfunesi, Hamar frá Hafsteinsstöðum, Laufa frá Syðra-Skörðugili, Flygil frá Horni, Baug frá Tunguhálsi II, Gautrek frá Torfustöðum, Ræl frá Gauksmýri, Þrist frá Þorlákshöfn, Ódeseyf frá Möðrufelli og Vafa frá Ysta-Mói fyrir utan þá stóðhesta sem farm kunna að koma með búunum Garði, Grafarkoti, Íbishóli, Steinnesi, Vatnsleysu og ræktun Stefáns Reynissonar. Meira verður kynnt síðar.

Sölusýning er fyrirhuguð fyrr um daginn í Reiðhöllinni Svaðastöðum í samstarfi við Hrímnishöllina og er skráning á varmilaekur@varmilaekur.is.   Sölusýningin er kl:13 en kvöldsýningin hefst kl: 20, laugardaginn 27. mars.

Flettingar í dag: 2233
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 4666
Gestir í gær: 49
Samtals flettingar: 937561
Samtals gestir: 49496
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 21:07:53