24.11.2010 21:52

Kort í Þytsheima

Frá og með 1. desember nk þurfa notendur að eiga kort í höllina sem gildir frá 1. desember 2010 til 10. september 2011. Stjórn reiðhallarinnar hefur ákveðið að halda gjaldskrá óbreyttri. Gjald Þytsfélaga er 20.000.- og má greiða inn á 1105-05-403351 kt. 550180-0499. Frekari upplýsingar hjá Ragnari í síma 869-1727.

Þar sem enginn húsvörður er í húsinu, þurfa notendur að kveikja og slökkva ljós, hreinsa eftir sig í skemmunni og ganga rosalega vel um. Einnig þurfa umsjónaraðilar hverrar viku að sjá um að stúkurnar séu í góðu standi. Korthafar þurfa að sjá um að opna húsið og loka því einhvern tímann á tímabilinu. Tímabilinu verður skipt á milli korthafa og kemur í ljós hvað það kaupa margir kort hversu marga daga hver korthafi þarf að sjá um höllina.

Ef skipulögð dagskrá eins og mót eða sýningar eru í reiðhöllinni þá getur þessi tími minnkað sem korthafar hafa fyrir sig.

Reykingar eru bannaðar og hundar eru ekki leyfðir í Reiðhöllinni - vinsamlega takið tillit til þess.

Heimasíða Þytsheima er: http://hvammstangahollin.bloggar.is/blogg/ þar sem stundartaflan mun verða sýnileg ásamt öðrum upplýsingum sem korthafar geta nálgast.

Verðskrá vegna notkunar á Hvammstangahöllinni er eftirfarandi:

Árskort fyrir meðlimi Þyts                                     20.000 kr
Árskort fyrir aðra                                                  25.000 kr
Dagpassi                                                              2.000 kr
Einkatími-klukkutími milli 14-16:30 og 20-24:00        5.000 kr
Einkatími-klukkutími milli 9-14 virka daga                 3.000 kr
Einkatími-klukkutími um helgar                                5.000 kr

Ekki er opið fyrir einkatíma á milli klukkan 16:30-20:00 á virkum dögum.
Einnig er hægt að leigja, sal, eldhús og kaffiaðstöðu og hljóðkerfi.
Stéttarfélagið Samstaða endurgreiðir 50% af árskorti í reiðhöll þó að hámarki 8.000 kr á hvern félagsmann á hverju 12 mánaða tímibili. Einnig eru mörg önnur stéttarfélög að bjóða félagsmönnum sínum einhvers konar endurgreiðslu og því um að gera fyrir alla að kanna sinn rétt.



Stjórnin

Flettingar í dag: 2169
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 2561
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 940058
Samtals gestir: 49515
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 14:24:22