14.11.2011 23:00
Enn frekar rólegt á Bessastöðum.
Á Bessastöðum er allt með rólegasta móti í hesthúsinu þessa dagana. Það er verið að tæma haughúsið og dytta að innréttingum og girðingum. Frumtamningum
lauk fyrir um þrem vikum með útskrift á 7 tryppum á fjórða vetur. Þau
voru öll orðin reiðfær og eru öll álitleg. Nú eru inni 5 hross,
heimasæturnar þjálfa sitt hvort hrossið og hinir þrír voru í fríi í
sumar þar á meðal stóðhesturinn okkar hann Sjóður. Eftir 10 daga eða
svo tökum við inn 10-12 hross þar á meðal hryssur sem stóðu sig vel á
þessu ári. Þegar þau verða komin í gang tökum við hryssurnar á fjórða
vetur. Þá eiga að vera komin á járn rúmlega 20 hross.
Magnús Björn fær að taka þátt í hrossaræktinni þó hann vilji ekki á bak. Hér er hann að gera við girðingu útigangshrossanna.Hugsun og Mjölnir frá Bessastöðum gefa góð ráð.
Fríða Rós er að temja Tönju sem við fengum lánaða handa henni frá Gauksmýri.
Það ríkir mikil hamingja á þeim vígstöðvum.
Magnús Björn fær að taka þátt í hrossaræktinni þó hann vilji ekki á bak. Hér er hann að gera við girðingu útigangshrossanna.Hugsun og Mjölnir frá Bessastöðum gefa góð ráð.
Fríða Rós er að temja Tönju sem við fengum lánaða handa henni frá Gauksmýri.
Það ríkir mikil hamingja á þeim vígstöðvum.
Skrifað af Kolla
Flettingar í dag: 2061
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 351
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 1577118
Samtals gestir: 79773
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 12:34:20