30.04.2012 20:41

Reiðmaðurinn

Reiðmaðurinn, spennandi valkostur fyrir þá hafa áhuga á því að auka við þekkingu sína.  Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri er tilbúinn að koma með námið hingað norður ef næg þáttaka fæst (12-14 manns). Námið fer þannig fram að það er verkleg kennsla eina helgi í mánuði + bóklegt nám,  um er að ræða nám sem spannar yfir tvö ár (fjórar annir).Námið er mjög fjölbreytt og hentar mjög breiðum hópi hestamanna og þeir sem hafa stundað námið láta vel af því. Nánari upplýsingar um námið má sjá á vefsíðu landbúnaðarháskólans www.lbhi.is


Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast hafið samband við Pálmi á netfangið palmiri@ismennt.is eða

í síma 8490752 sem fyrst.


Námskeiðsröð fyrir áhugafólk um reiðmennsku

Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands, í samvinnu við Landssamband hestamannafélaga og Félag hrossabænda, opna nú fyrir nýja námshópa í áfangaskipt tveggja ára nám í  reiðmennsku, hrossarækt og almennu hestahaldi. Námið sem kallast Reiðmaðurinn má taka með vinnu og er hugsað fyrir áhugafólk eldra en 16 ára sem hefur áhuga á að bæta sína reiðmennsku og þekkingu á hrossarækt. Verkleg kennsla fer fram ca. eina helgi í mánuði frá september og fram í apríl. Bóklegt nám er tekið samhlið í gegnum námsvef skólans. 

Námið er byggt upp sem röð af helgarnámskeiðum þar sem nemendur koma einu sinni í mánuði með sinn hest og taka fyrir ákveðinn hluta af reiðmennskunni. Einnig er farið yfir bóklegt efni í fyrirlestrum og með fjarnámi. Hér er því um sambland af staðarnámi og fjarnámi að ræða þar sem ætlast er til að nemendur undirbúi sig bæði í verklegum og bóklegum atriðum heima. 

Námið er metið til samtals 33 ECVET-eininga á framhaldsskólastigi og lýkur námskeiðsröðinni með sérstakri viðurkenningu frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Námið er unnið í samvinnu við Landssamband hestamannafélaga og Félag hrossabænda. 

Verkefnisstjóri námsins fyrir hönd Endurmenntunar LbhÍ er Ásdís Helga Bjarnadóttir, en að faglegri uppbyggingu námsins kemur Gunnar Reynisson, Þorvaldur Kristjánsson ásamt stundakennurum Reiðmannsins.

Flettingar í dag: 1419
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 4666
Gestir í gær: 49
Samtals flettingar: 936747
Samtals gestir: 49494
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 13:29:22