07.07.2016 15:04

Að loknu landsmóti


mynd: Sonja Líndal

Flottu landsmóti á Hólum lokið, Þytsfélagar stóðu sig auðvitað vel að vanda,frábær reynsla fyrir menn og hesta að taka þátt á landsmóti og óskar stjórn Þyts ykkur öllum til hamingju með árangurinn. 
Sú sem stóð sig best í gæðingakeppninni var Birna Olivia Ödqvist en hún keppti á hestinum Kristófer frá Hjaltastaðahvammi og  komust þau í b úrslit í ungmennaflokki. Enduðu í 12 til 13. sæti með eink 8.50. Innilega til hamingju Birna !!!

8. Þóra Höskuldsdóttir / Hulda 8,62
9. Finnur Jóhannesson / Óðinn 8,60
10. Glódís Helgadóttir / Hektor 8,58
11. Nína María Hauksdóttir / Sproti 8,54
12. Rósanna Valdimarsdóttir / Sprækur 8,50
12. Birna Olivia Ödquist / Kristófer 8,50
14. Elín Árnadóttir / Blær 8,47
14. Brynjar Nói Sighvatsson / Framsýn 8,47
16. Snorri Egholm Þórsson / Sæmd 8,41



Einnig stóð Helga Una Björnsdóttir sig frábærlega en hún og Vág frá Höfðabakka komust í b úrslit í tölti og enduðu í 7. sæti með einkunina 7,94. Einnig keppti hún á Besta frá Upphafi í skeiði og enduðu þau í 2. sæti á tímanum 7,45

B-úrslit
Sæti Keppandi
6 Bylgja Gauksdóttir / Straumur frá Feti 8,00
7 Helga Una Björnsdóttir / Vág frá Höfðabakka 7,94
8 Bjarni Jónasson / Randalín frá Efri-Rauðalæk 7,94
9 Teitur Árnason / Stjarna frá Stóra-Hofi 7,78
10 Elin Holst / Frami frá Ketilsstöðum 7,44



Flettingar í dag: 2028
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 4666
Gestir í gær: 49
Samtals flettingar: 937356
Samtals gestir: 49496
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 19:14:58