Færslur: 2009 Nóvember
19.11.2009 14:44
KS-Deildin byrjar á þorra
Úrtakan fyrir laus sæti verður 27. janúar.
Keppniskvöld verða eftirfarandi:
17. febr. 3. mars 17. mars og 7. apríl
heimild: www.vb.is
18.11.2009 11:53
Vetrardagsskráin að skýrast...
Í gærkvöldi var fundur með Æskulýðsnefndunum úr Skagafirði og A-Húnavatnssýslu um Grunnskólamót Hestamannafélaganna, þ.e. hestamannafélögin standa að þessum mótum en krakkarnir safna stigum fyrir sinn skóla. Sama stigafyrirkomulag og í fyrra.
Ákveðið var að keppt yrði í einni grein, pollaflokki og skeiði á hverjum stað.
Grunnskólamót Hestamannafélaganna verða:
21. febrúar á Blönduósi. Keppt verður í smala, pollaflokki og skeiði.
7. mars á Hvammstanga. Keppt verður í þrígangi - fjórgangi, pollaflokki og skeiði.
18. apríl á Sauðárkróki. Keppt veður í tölti, pollaflokki og skeiði.
Mót Húnvetnsku liðakeppninnar verða:
5. febrúar - Fjórgangur (ef það verður þorrablót 5. feb, færist mótið til 4. feb)
19. febrúar - Smali
12. mars - Fimmgangur
9. apríl - Tölt
Ís-landsmótið á Svínavatni verður 6. mars
Fleiri dagssetningar á mótum og sýningum verða auglýstar fljótlega.
15.11.2009 16:36
Landsmót 2010 byrjar degi fyrr
Töluverð umræða hefur verið um að dagskrá Landsmóts undanfarin ár hafi verið of þéttskipuð. Á opnum fundi um Landsmót sem haldinn var í október 2008, stuttu eftir að síðasta Landsmóti lauk, voru fundarmenn almennt sammála að létta þyrfti á dagskránni og gera þyrfti ráð fyrir fleiri hléum og þá sérstaklega með helgardagskránna í huga.
Við mótun keppnis- og kynbótadagskrár á Vindheimamelum 2010 var sérstaklega litið til þessa þáttar. Eftir mikla yfirlegu og vangaveltur hefur stjórn og framkvæmdanefnd Landsmóts ehf. nú samþykkt dagskrá næsta Landsmóts þar sem bryddað er uppá þeirri nýbreytni að hefja Landsmót á sunnudegi í stað mánudags eins og reyndin verið hefur undanfarin mót. Með þessu telja mótshaldarar að létta megi helgardagskránna aðeins og lýkur mótinu t.a.m. nú klukkustund fyrr á sunnudegi miðað við dagskrá Landsmóts 2008.
Með því að gera sunnudag (27. júní) að upphafsdegi mótsins er ætlunin að byrja mótið á svo kölluðum æskulýðsdegi með forkeppni barna og unglinga ásamt skemmtilegheitum fyrir unga fólkið. Þá verði sérstakur knapafundur fyrir keppendur í þessum aldursflokki að morgni sunndags og að lokinni keppni þann dag er gert ráð fyrir léttri kvölddagskrá fyrir unga hestamenn.
Þess má jafnframt geta að við mótun dagskrár Landsmóts 2010 er ætlunin að kvölddagskráin verði meira hestatengd og að öll markaðssetning mótsins miði að því að koma þeim skilaboðum á framfæri að Landsmót er ekki almenn útihátíð heldur fjölskylduhátíð hestamanna!
Dagskráin
10:00-10:45
Knapafundur
08:00-12:00
Hryssur 7v. og eldri
10:00-11:30
Forkeppni ungmenni
11:45-13:00
Unglingaflokkur - forkeppni
12:00-13:00
Hlé
11:30-11:45
Hlé
13:00-13:10
Hlé
13:00-15:30
Hryssur 6 vetra
11:45-13:30
Forkeppni ungmenni
13:10-14:30
Unglingaflokkur - forkeppni
15:30-16:00
Hlé
13:30-14:30
Hlé
14:30-15:00
Hlé
16:00-17:30
Hryssur 6 v. framhald
14:30-16:00
Forkeppni B-flokkur
15:00-16:30
Barnaflokkur - forkeppni
17:30
Hryssur 5 v. (15stk.)
16:00-16:30
Hlé
16:30-16:40
Hlé
16:30
Forkeppni B-flokkur
16:40-18:00
Barnaflokkur - forkeppni
18:00-20:00
Hlé
20:00
Knapafundur
08:00-12:00
Hryssur 5 v. framh.
08:30-10:30
Forkeppni A-flokkur
08:00
Stóðhestar 4 v og 5 v
08:30-11:30
Milliriðlar unglingar
12:00-13:00
Hlé
10:30-10:45
Hlé
12:00
Hlé
11:30-12:30
Hlé
13:00-15:30
Hryssur 4 v
10:45-11:45
Forkeppni A-flokkur
13:00
Stóðhestar 5 v (framh)
12:30-13:45
Milliriðlar ungmenni
15:30-16:00
Hlé
11:45-13:00
Hlé
15:30
Hlé
13:45-14:00
Hlé
16:00
Hryssur 4 v. framh.
13:00-14:00
Milliriðlar B-flokkur
16:00
Stóðhestar 6 v
14:00-15:15
Milliriðlar ungmenni
14:00-14:15
Hlé
18:00
Stóðhestar 7 v og eldri
15:15-15:30
Hlé
14:15-15:30
Milliriðlar B-flokkur
15:30-18:15
Milliriðlar A flokkur
15:30-16:00
Hlé
20:00-21:00
Skeið 150,250
16:00-18:00
Milliriðlar börn
Bls. 1 af 2
Kynbótavöllur
Miðvikudagur 30. júní
Sunnudagur 27. júní
Gæðingavöllur
Þriðjudagur 29. júní
Kynbótavöllur
Gæðingavöllur
Gæðingavöllur
Mánudagur 28. júní
Kynbótavöllur
Gæðingavöllur
Landsmót hestamanna 2010
Dagskrá keppnis- og kynbótagreina
Birt með fyrirvara um breytingar
27. júní - 4. júlí
12.11.2009 13:40
Árskort í Hvammstangahöllina
Tveir umsjónarmenn verða til staðar þetta árið, annar sem sér um pantanir á tímum í höllina og að hafa yfirumsjón með korthöfum. Þessi umsjónaraðili er Halldór Sigfússon s. 891-6930. Hinn umsjónaraðilinn mun sjá um almennt viðhald og að fylgjast með að hlutirnir séu í standi á höllinni sjálfri. Ekki er kominn umsjónaraðili í þetta starf og mega áhugasamir hafa samband við Ragnar í síma 869-1727.
Þar sem enginn húsvörður er í húsinu, þurfa notendur að kveikja og slökkva ljós, hreinsa eftir sig í skemmunni og ganga rosalega vel um. Einnig þegar stúkurnar verða komnar, þurfa umsjónaraðilar hverrar viku að sjá um að þær séu í góðu standi. Korthafar þurfa að sjá um að opna húsið og loka því einhvern tímann á tímabilinu. Tímabilinu verður skipt á milli korthafa og kemur í ljós hvað það kaupa margir kort hversu marga daga hver korthafi þarf að sjá um höllina.
Ef skipulögð dagskrá eins og mót eða sýningar eru í reiðhöllinni þá getur þessi tími minnkað sem korthafar hafa fyrir sig.
Reykingar eru bannaðar og lausir hundar eru ekki leyfðir í Reiðhöllinni - vinsamlega takið tillit til þess.
Komin er heimasíða fyrir höllina þar sem stundartaflan mun verða sýnileg ásamt öðrum upplýsingum sem korthafar geta nálgast.
Stjórnin
10.11.2009 09:36
Námskeið
Minnum á fortamninga námskeiðið sem verður um næstu helgi ( 14-15 nóv. ) Fjallað verður um kerfisbundna og árangursríka nálgun við ungviðið, þar sem markmiðið er að auðvelda meðhöndlun tryppana í uppvexti og til að fá ódýrari og betri frumtamningu ásamt því að þekkja betur til atferlisfræði og hegðunar hrossa.
Áhugavert og skemmtilegt námskeið, síðasti skráningardagur er þriðjudagurinn 10 nóv. hjá Ingvari í síma: 8480003
09.11.2009 08:46
Uppskeruhátíð Þyts 2009
Þá er Uppskeruhátíðinni lokið þetta árið og var hún auðvitað mjög skemmtileg eins og alltaf. Verðlaun voru veitt fyrir stigahæstu knapa ársins, efstu ræktunarhross í hverjum flokki og ræktunarbú ársins.
Stigahæstu knapar ársins 2009 eru:
Ungmennaflokkur;
Helga Una Björnsdóttir. Í ungmennaflokki á Fjórðungsmóti sigraði hún á Karitas frá Kommu með einkunnina 8,57. Á mótinu hlaut Helga einnig reiðmenntunarverðlaun Félags tamningamanna fyrir glæsilegan árangur. Helga er eins og allir vita afar efnilegur knapi sem á bjarta framtíð fyrir sér. Á Íslandsmóti barna, unglinga og ungmenna, keppti Helga í 4-gangi og 5-gangi. Helga keppti á Hljómi frá Höfðabakka í 4-gangi og enduðu þau í 7. sæti og í 5-gangi keppti hún á Abbadís frá Feti og enduðu þær í 6. sæti svo eitthvað sé nefnt af hennar árangri á árinu.
Helga Una var líka tilnefnd sem efnilegasti knapi landsins 2009.
2. flokkur;
Hjördís Ósk Óskarsdóttir. Hjördís stóð sig vel á árinu. Í Húnvetnsku liðakeppninni, varð þarð hún önnur í tölti og fjórgangi á Þrótti frá Húsavík. Á Gæðingamóti Þyts varð Hjördís í fjórða sæti í B-flokki á Hvin frá Sólheimum og á Íþróttamóti Þyts varð hún í 2. sæti í tölti og vann fjórgang á Þrótti frá Húsavík.
1. flokkur
Tryggvi Björnsson. Tryggvi er búinn að standa sig frábærlega á árinu. Hér kemur upptalning á því helsta. Í Húnvetnsku liðakeppninni sigraði hann töltið á Braga frá Kópavogi, vann fimmganginn á Herði frá Reykjavík og endaði annar í fjórgang á Hrannari frá Íbislhóli. Á ístölti Austurlands vann hann tölt á Júpiter frá Egilsstaðabæ, endaði annar í A-fl. á Herði frá Reykjavík og 5. í B-flokki á Glampa frá Stóra Sandfelli. Á ísmóti Riddaranna varð hann í þriðja sæti í B-flokki á Glampa frá Stóra Sandfelli og í öðru sæti í A-flokki á Herði frá Reykjavík.
Á íþróttamóti UMSS, varð Tryggvi annar í tölti og fjórgangi á Braga frá Kópavogi og því samanlagður sigurvegari fjórgangsgreina. Á Bautamótinu endaði hann í 5. sæti á Braga.
Á Félagsmóti Þyts vann Tryggvi B-flokkinn á Akki frá Brautarholti og varð annar á Braga frá Kópavogi. Hann vann A-flokkinn á Grásteini frá Brekku. Á Fjórðungsmótinu enduðu þeir Akkur svo fjórðu í B-flokki.
Á Íþróttamóti Þyts vann Tryggvi 100 m skeið á Herði frá Reykjavík og 150 m skeið á Funa frá Hofi. Á Fákaflugi endaði Tryggvi í 2. sæti á Braga og vann 100 m skeið á Herði. Á stórmóti á Melgerðismelum vann hann B-flokkinn á Braga frá Kópavogi og endaði í 5 sæti á Hraða frá Úlfsstöðum. Á Metamóti Andvara endaði hann í 7 sæti í B-flokki á Braga frá Kópavogi.
Fyrir utan þetta er Tryggvi búinn að sýna fjöldann allan af kynbótahrossum á árinu sem kemur ekki með til útreiknings á knapa ársins hjá Þyt.
Grafarkot var valið hrossaræktarbú ársins 2009, það hefur um árabil verið í fylkingarbrjósti þeirra sem stunda hrossarækt í Húnaþingi. Þrátt fyrir gott gengi flest undanfarin ár er þetta trúlega það uppskerumesta. Í ár voru sýnd frá búinu 13 hross sem hlutu að meðaltali 7,91 í einkunn af þessum 13 hrossum voru 5 með yfir 8 í aðaleinkunn sem er 38,5%
Hedda og Grettir
Viðurkenningar kynbótahrossa: Þessum viðurkenningum má skipta í þrennt, í fyrsta lagi fyrir hæst dæmdu kynbótahrossin í hverjum aldurshópi. Í öðru lagi fyrir hæst dæmdu hryssuna og hæst dæmda stóðhestinn óháð aldri. Og í þriðja lagi hrossaræktarbú ársins í Húnaþingi vestra. Þau hross sem fá viðurkenningu þurfa að vera í eigu félagsmanna. Við val á hrossaræktarbúi ársins eru talin saman öll hross fædd á viðkomandi búi - sem til dóms hafa komið á árinu - og þeim gefin stig eftir árangri þeirra og aldri við dóm.
4. vetra hryssur:
1. sæti: Kara frá Grafarkoti
Bygg: 8,33 Hæfil. 7,80. Aðaleink. 8,01
Eigendur: Indriði Karlsson og Herdís Einarsdóttir
Sýnandi: Tryggvi Björnsson
2. sæti: Bylting frá Bessastöðum
Bygg: 7,98 Hæfil: 7,85 Aðaleink: 7,91
Eigandi og sýnandi: Jóhann B Magnússon
3. sæti: Eik frá Grund
Bygg . 7,98 Hæfil: 7,49 Aðaleink: 7,69
Sýnandi: Ísólfur Líndal Þórisson
5. vetra hryssur:
1. sæti: Brimkló frá Efri-Fitjum
Bygg: 8,07 Hæfil 8,23 Aðaleink. 8,17
Eigendur: Gunnar Þorgeirsson og Gréta B Karlsdóttir
Sýnandi: Tryggvi Björnsson
2. sæti: Fregn frá Vatnshömrum
Bygg: 7,94 Hæfil. 8,17 Aðaleink. 8,08
Eigandi og sýnandi: Jóhann B Magnússon
3. sæti: Hrönn frá Leysingjastöðum
Bygg: 7,91 Hæfil: 8,06 Aðaleink: 8,0
Eigendur: Ísólfur L Þórisson og Vigdís Gunnarsdóttir
Sýnandi: Ísólfur L Þórisson
6. vetra hryssur:
1. sæti: Líf frá Syðri Völlum
Bygg: 8,14 Hæfileik: 8,29 Aðaleinkunn 8,23
Líf frá Syðri Völlum er jafnframt hæst dæmda hryssan á félagssvæðinu.
Sýnandi: Einar Reynisson
2. sæti: Skinna frá Grafarkoti
Bygg: 7,99 Hæfil: 8,03 Aðaleink: 8,02
Eigendur: Indriði Karlsson og Herdís Einarsdóttir
Sýnandi: Herdís Einarsdóttir
Bygg: 7,61 Hæfil: 8,28 Aðaleink: 8,01
Eigandi: Jón Júlíusson
Sýnandi: Guðröður Ágústsson
7. vetra hryssu og eldri:
1. sæti: Snælda frá Bjargshóli
Bygg: 7,94 Hæfil: 8,33 Aðaleink: 8,18
Eigandi: Eggert Pálsson
Sýnandi: Sigurður Vignir Matthíasson
2. sæti: Dís frá Stóru Ásgeirsá
Bygg: 8,08 Hæfil: 8,12 Aðaleink: 8,14
Eigandi: Ingolf Nordal
Sýnandi: Tryggvi Björnsson
3. sæti: Þruma frá Stóru Ásgeirsá
Bygg: 7,90 Hæfil: 8,10 Aðaleink: 8,02
Eigandi: Ingolf Nordal
Sýnandi: Þórður Þorgeirsson
Enginn 4. vetra stóðhestur í eigu félagsmanna var sýndur á árinu.
5. vetra stóðhestar:
1. sæti: Kufl frá Grafarkoti
Bygg 7,98 Hæfil. 7,89 Aðaleink. 7,93
Eigendur: Indriði Karlsson og Herdís Einarsdóttir
Sýnandi: Tryggvi Björnsson
2. sæti Kaleikur frá Grafarkoti
Bygg 8,02, Hæfil. 7,72 Aðaleink. 7,84
Eigendur Indriði Karlsson og Herdís Einarsdóttir
Sýnandi: Elvar Logi Friðriksson
6. vetra stóðhestar
1. sæti: Ræll frá Gauksmýri
Bygg: 7,93 Hæfil: 8,50 Aðaleink: 8,27
Sýnandi: Tryggvi Björnsson
7. vetra og eldri stóðhestar:
1. sæti: Kraftur frá Efri-Þverá
Bygg; 8,22 Hæfil. 8,36 Aðaleink. 8,31
Eigandi: Sigurður Halldórsson
Sýnandi: Ísólfur Líndal Þórisson
2. sæti: Grettir frá Grafarkoti
Bygg: 8,18 Hæfil. 8,26 Aðaleink. 8,23
Eigandi og sýnandi: Herdís Einarsdóttir
3. sæti: Sikill frá Sigmundarstöðum
Bygg: 8,04 Hæfil. 8,34 Aðaleink. 8,22
Eigendur: Gunnar Reynisson og Soffía Reynisdóttir
Sýnandi: Reynir Aðalsteinsson
07.11.2009 10:17
Knapar ársins í barna- og unglingaflokki 2009
Í gær var uppskeruhátíð Æskulýðsnefndarinnar og mun koma skýrsla frá þeim hér inn á síðuna fljótlega.
En stjórn Þyts afhenti verðlaun fyrir knapa ársins í barna- og unglingaflokki. Knapi ársins í barnaflokki er Kristófer Smári Gunnarsson og knapi ársins í unglingaflokki er Fríða Marý Halldórsdóttir.
Kristófer Smári Gunnarsson var duglegur á keppnisvellinum á árinu, hann vann tölt í barnaflokki á Blönduósi í Húnvetnsku liðakeppninni, varð annar í tölti á Grunnskólamótinu, vann Fjórgang barna í Húnvetnsku liðakeppninni, var í 3. sæti í barnaflokki á Gæðingamóti Þyts og keppti á Fjórðungsmótinu. Kristófer vann Fjórgang barna og varð annar í tölti á Íþróttamóti Þyts.
Fríða Marý Halldórsdóttir stóð sig mjög vel á árinu, á Fjórðungsmótinu endaði hún önnur í tölti 17 ára og yngri eftir keppni í bráðabana um sigurinn. Í Húnvetnsku liðakeppninni var Fríða fimmta í tölti. Í Grunnskólamótaröðinni vann Fríða 4 - gang á tveimur mótum og lenti í 3. sæti í skeiði. Á Gæingamóti Þyts varð hún önnur í Unglingaflokki og vann tölt 17 ára og yngri. Á íþróttamóti Þyts varð hún fjórða í 4-gangi og á Unglingalandsmótinu í fimmta sæti í 4- gangi.
Þytskrakkarnir stóðu sig annars frábærlega mörg á árinu og hér er að neðan má sjá árangur þeirra á stærri mótum ársins.
Á Fjórðungsmótinu komst í barnaflokki Helga Rún Jóhannsdóttir í úrslit á Herði frá Varmalæk og enduðu þau í 7. sæti. Í tölti 17. ára og yngri stóð Fríða Marý Halldórsdóttir sig frábærlega en hún keppti í bráðabana um sigurinn. Endaði svo önnur á honum Sóma frá Breiðabólsstað. Eydís Anna Kristófersdóttir og Þokki frá Blönduósi komust einnig í A-úrslit í töltinu og enduðu í 4. sæti. Þrjár dömur úr Þyti komust svo í B-úrslit í töltinu en það voru Jónína Lilja Pálmadóttir og Hvönn frá Syðri Völlum og enduðu þær í 7. sæti, Theódóra Dröfn Skarphéðinsdóttir endaði í 8. sæti og Rakel Rún Garðarsdóttir og Hrókur frá Stangarholti enduðu í 10. sæti. Í ungmennaflokki kom sá og sigraði hún Helga Una okkar á Karitas frá Kommu með einkunnina 8,57. Á mótinu hlaut Helga einnig reiðmenntunarverðlaun Félags tamningamanna fyrir glæsilegan árangur. Helga Una er eins og allir vita afar efnilegur knapi sem á bjarta framtíð fyrir sér.
Á Unglingalandsmótinu á Sauðárkróki endaði Jónína Lilja Pálmadóttir í 2. sæti í tölti unglinga, Fríða Marý Halldórsdóttir í 5. sæti í 4-gangi unglinga, Lilja Karen Kjartansdóttir í 3. sæti í tölti og 5. sæti í 4-gangi barna.
Á Íslandsmóti barna, unglinga og ungmenna, keppti Helga Una Björnsdóttir í 4-gangi og 5-gangi. Helga keppti á Hljómi frá Höfðabakka í 4-gangi og enduðu þau í 7. sæti og í 5-gangi keppti Helga á Abbadís frá Feti og enduðu þær í 6. sæti.
Myndir á heimasíðu Hvammstangabloggsins má sjá hér.
05.11.2009 14:12
Leiðrétting ræktunarbú ársins 2009
Eftirfarandi bú eru tilnefnd ræktunarbú ársins 2009
Stóra Ásgeirsá ~ Síða ~ Syðri Vellir ~ Lækjamót ~
Efri-Fitjar ~ Gauksmýri ~ Grafarkot
Hrossaræktarsamtök Vestur - Húnavatnssýslu
05.11.2009 12:18
Uppskeruhátíð Æskulýðsnefndarinnar er á morgun
Uppskeruhátíð Æskulýðsnefndar Þyts er á morgun 6.nóvember á Cafe Sirop og hefst hún klukkan 17.00
Börnunum verður boðið upp á pizzur og drykki, en foreldrum er sjálfsagt að gæða sér líka á pizzahlaðborðinu fyrir hóflegt verð að sjálfsögðu.
Við hvetjum alla til að mæta sem hafa verið með okkur á árinu í æskulýðsstarfinu og eiga með okkur skemmtilega stund.
Kv. Æskulýðsnefnd
04.11.2009 14:26
Heyrst hefur að Guðrún Ósk sé komin í meiraprófið og ætli að fara að keyra fjárbílinn fyrir Sigga í Kolugili !!!!
Meira um það á Uppskeruhátíðinni
03.11.2009 17:41
Uppskeruhátíðin
Álagið á skemmtinefndina er bara þvílíkt að þau vita ekki lengur hvað snýr fram né aftur
02.11.2009 13:46
Fundur vegna stúkuuppsestningar í reiðhöllinni
Einnig er hægt að kaupa kort í höllina, hægt að greiða beint inn reikning 1105-05-403351 kt. 550180-0499, gjaldið er 20.000.- Ef þið hafið einhverjar spurningar getið þið haft samband við Ragnar í síma 869-1727.
Ekki er kominn ákveðinn umsjónaraðili, allt í vinnslu, en svipað fyrirkomulag verður á þessu og í fyrra þar sem korthafar fá sína umsjónarviku.
Stjórn Hvammstangahallarinnar
01.11.2009 00:41
Uppskeruhátíð Hrossaræktarsamtaka V-Hún
og Hestamannafélagsins Þyts 2009
Hátíð í heimabyggð
Verður haldin laugardagskvöldið 7.nóvember
í Félagsheimilinu á Hvammstanga.
Matur, gleði og gaman.
Þessi frábæra skemmtun hefst stundvíslega kl 20:30
en húsið opnar kl 20:00 og það verður sko stemming.
Matseldin verður að hætti Kalla kokks Örvarssonar.
Matseðill
Forréttur
Hvítvínsbætt villisveppa súpa með nýbökuðu brauði
Aðalréttur
Svínahamborgarhryggur
Lambasteik
Kartöflugratín, salöt og sósur
Veislustjóri, já það er nú það.
Einhver sagði að Steinbjörn Tryggvason myndi slá um sig á flyvende svenska.
Forsala miða og pantanir fara fram í Söluskálanum á Hvammstanga, sími 451-2465 og þarf að vera lokið að kvöldi miðvikudagsins 4. nóvember.
Miðaverð á uppskeruhátíðina er kr 5.900 matur, skemmtun og ball, en ef þú vilt hins vegar bara skella þér á dansleik í syngjandi sveiflu með Geirmundi, sem hefst kl 00:00, þá kostar það litlar 3000 kr.
Enginn posi á staðnum!
Eftirfarandi bú eru tilnefnd ræktunarbú ársins 2009 af Hrossaræktarsamtökum V-Hún.
Stóra Ásgeirsá ~ Síða ~ Syðri Vellir ~Gauksmýri ~ Grafarkot
Athugið að það eru allir velkomnir á þessa frábæru skemmtun .
Þetta er einstakt tækifæri til að hlæja, gráta og hafa gaman.
Athugið
Einstakt tækifæri til að sjá þessa frábæru skemmtinefnd að störfum.
Svo framarlega sem þú átt lausan dag, gaufastu til að láta sjá þig
Sjáumst nefndin.
Tryggvi Björnsson, við hlökkum sérstaklega til að sjá þig!
- 1