Færslur: 2016 Júlí
20.07.2016 09:08
Gæðingamót Þyts og Neista
Sameiginlegt gæðingamót Þyts og Neista verður haldið á Blönduósi 13. ágúst nk. Boðið verður upp á eftirfarandi flokka: A-flokk gæðinga, B-flokk gæðinga, B-flokk áhugamanna, Ungmenni (18-21 árs á keppnisárinu), Unglingar (14-17 ára á keppnisárinu), Börn (10-13 ára á keppnisárinu), 100m skeið, 250 m brokk og Pollaflokk (9 ára og yngri á árinu).
Skráning er í gegnum mótasíðu Sportfengs. http://skraning.sportfengur.com/ Lokaskráningardagur er miðnætti þriðjudaginn 9.ágúst. Skráning polla sendist á email: thytur1@gmail.com Skráning í B flokk áhugamanna verður þannig að knapar skrá sig í B flokk gæðinga og senda email á thytur1@gmail.com til að láta vita að þeir ætli að skrá sig í áhugamannaflokkinn.
Skráningargjöld í fullorðinsflokka og ungmennaflokk eru 3.500 kr. fyrir börn og unglinga 2.500 kr. Í kappreiðunum er skráningargjaldið 2.000 kr á hest. Skráningargjöld greiðast inn á reikning 0159-15-200343 kt. 550180-0499 um leið og fólk skráir í gegnum skráningakerfið og viðkomandi keppandi fer þannig inn á ráslista.
Þeir sem eru með farandbikara mega koma þeim til mótanefndar áður en mótið hefst. Mótanefnd auglýsir eftir aðstoð við ýmis störf á mótinu, en framkvæmd mótsins veltur alfarið á góðum stuðningi félagsmanna.
Hlökkum til að sjá sem flesta.
Minnum einnig á Opna Íþróttamót Þyts sem haldið verður 19. og 20. ágúst nk á Hvammstanga.
Mótanefnd
07.07.2016 15:04
Að loknu landsmóti
9. Finnur Jóhannesson / Óðinn 8,60
10. Glódís Helgadóttir / Hektor 8,58
11. Nína María Hauksdóttir / Sproti 8,54
12. Rósanna Valdimarsdóttir / Sprækur 8,50
12. Birna Olivia Ödquist / Kristófer 8,50
14. Elín Árnadóttir / Blær 8,47
14. Brynjar Nói Sighvatsson / Framsýn 8,47
16. Snorri Egholm Þórsson / Sæmd 8,41
Sæti Keppandi
6 Bylgja Gauksdóttir / Straumur frá Feti 8,00
7 Helga Una Björnsdóttir / Vág frá Höfðabakka 7,94
8 Bjarni Jónasson / Randalín frá Efri-Rauðalæk 7,94
9 Teitur Árnason / Stjarna frá Stóra-Hofi 7,78
10 Elin Holst / Frami frá Ketilsstöðum 7,44
- 1