Færslur: 2022 Apríl
29.04.2022 12:19
Viðburður til minningar um Sigrúnu Þórðardóttur
Sunnudaginn 1. maí kl. 11:00 stendur til að setja upp skilti á reiðhöllina, þ.e.a.s. merkja hana með nafninu Þytsheimar. Að viðburðinum stendur hópur kvenna sem tengjast Sigrúnu heitinni Þórðardóttur fyrrum formanni. Hestamannafélagið hvetur félagsmenn til þess að mæta á viðburðinn til þess að heiðra minningu Sigrúnar.
Eftir afhendingu á skiltinu býður Þytur upp á drykki í kaffistofu reiðhallarinnar og grillaðar verða pylsur. Eftir pylsuát og drykkju væri svo tilvalið að skella sér í sameiginlegan reiðtúr. Allir velkomnir.
27.04.2022 10:07
Kvennatölt Norðurlands 2022
Kvennatölt Norðurlands var haldið á skírdag 14 apríl sl og fóru 7 Þytskonur á mótið og stóðu sig allar mjög vel. Þemað í ár var 80' sérstaklega tileinkað Verbúðinni. Keppt var í T1, T3, T7 og T8. Þetta mót er alltaf mjög skemmtilegt og vonandi náum við Þytskonur að fara fleiri saman á næsta ári.
Í tölti T1 keppti Fanney Dögg á Grifflu frá Grafarkoti, þær voru efstar fyrir úrslit með eink 6,93 en engu mátti muna í úrslitunum og á 2 aukastaf enduðu þær í 3ja sæti með eink 7,11.
Í tölti T3 kepptu 4 Þytskonur, Anna Herdís, Herdís Einarsd, Kolbrún Stella og Rakel Gígja.
Anna Herdís fór í B - úrslit og endaði í 6.- 7. sæti með eink 6,17. Í A - úrslitum voru 3 ættliðir saman eða tvenn pör af mæðgum og skemmtilega vildi til að þær náðu 3 efstu sætunum. Rakel Gígja sigraði á Trygglind frá Grafarkoti með eink 7,06, Herdís Einarsdóttir var í 2. sæti á Flein frá Grafarkoti með eink 6,61 og í 3. sæti varð Kolbrún Stella á Trúboða frá Grafarkoti með eink 6,50.
Í tölti T8 kepptu Theódóra Dröfn og Sigrún Eva.
Sigrún Eva sigraði B - úrslitin á Freyju frá Brú með eink 5,83 og tóku þær þátt í A - úrslitunum og enduðu í 5. sæti með eink 5,75. En A - úrslitin sigraði Theódóra Dröfn á hryssunni Sædísi frá Kanastöðum með eink 6,42.
Flottur árangur hjá öllum Þytskonum á þessu móti, innilegar hamingjuóskir
Hér fyrir neðan má sjá úrslit kvöldsins.
Tölt T1
Fullorðinsflokkur - Meistaraflokkur
A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1-2 Pernilla Therese Göransson Dís frá Hvalnesi Rauður/milli-einlitt Skagfirðingur 7,17
1-2 Bergrún Ingólfsdóttir Saga frá Blönduósi Rauður/milli-einlitt Neisti 7,17
3 Fanney Dögg Indriðadóttir Griffla frá Grafarkoti Brúnn/milli-einlitt Þytur 7,11
4 Unnur Sigurpálsdóttir Þruma frá Narfastöðum Rauður/milli-stjörnótt Skagfirðingur 6,72
5 Lea Christine Busch Kaktus frá Þúfum Jarpur/milli-stjörnótt Skagfirðingur 6,56
6 Birna Hólmgeirsdóttir Vinur frá Torfunesi Rauður/milli-einlitt Þjálfi 6,11
Forkeppni
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Fanney Dögg Indriðadóttir Griffla frá Grafarkoti Brúnn/milli-einlitt Þytur 6,93
2 Unnur Sigurpálsdóttir Þruma frá Narfastöðum Rauður/milli-stjörnótt Skagfirðingur 6,73
3 Bergrún Ingólfsdóttir Saga frá Blönduósi Rauður/milli-einlitt Neisti 6,60
4 Pernilla Therese Göransson Dís frá Hvalnesi Rauður/milli-einlitt Skagfirðingur 6,37
5 Lea Christine Busch Kaktus frá Þúfum Jarpur/milli-stjörnótt Skagfirðingur 6,23
6 Birna Hólmgeirsdóttir Vinur frá Torfunesi Rauður/milli-einlitt Þjálfi 5,50
Tölt T3 - fullorðinsflokkur
A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Rakel Gígja Ragnarsdóttir Trygglind frá Grafarkoti Rauður/milli-skjótt Þytur 7,06
2 Herdís Einarsdóttir Fleinn frá Grafarkoti Brúnn/milli-einlitt Þytur 6,61
3 Kolbrún Stella Indriðadóttir Trúboði frá Grafarkoti Brúnn/milli-einlitt Þytur 6,50
4-5 Hjördís Halla Þórarinsdóttir Flipi frá Bergsstöðum Vatnsnesi Bleikur/fífil-blesa auk leista eða sokka Skagfirðingur 6,33
4-5 Þórgunnur Þórarinsdóttir Taktur frá Varmalæk Brúnn/milli-einlitt Skagfirðingur 6,33
B úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
5 Þórgunnur Þórarinsdóttir Taktur frá Varmalæk Brúnn/milli-einlitt Skagfirðingur 6,22
6-7 Anna Herdís Sigurbjartsdóttir Sátt frá Sveinatungu Leirljós/Hvítur/milli-stjörnótt Þytur 6,17
6-7 Gracina Fiske Demantur frá Vindheimum Jarpur/milli-stjörnótt Skagfirðingur 6,17
8 Heiðrún Ósk Eymundsdóttir Hnjúkur frá Saurbæ Rauður/dökk/dr.einlitt Skagfirðingur 6,06
9 Hrefna Hafsteinsdóttir Lótus frá Hóli Rauður/milli-blesótt Skagfirðingur 5,89
Tölt T8 - fullorðinsflokkur
A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Theódóra Dröfn Skarphéðinsdóttir Sædís frá Kanastöðum Rauður/milli-blesótt Þytur 6,42
2 Tora Katinka Bergeng Askur frá Hraunkoti Grár/brúnneinlitt Þjálfi 6,25
3 Malin Maria Ingvarsson Aðmíráll frá Syðra-Garðshorni Brúnn/milli-einlitt Léttir 6,17
4 Sigríður Gunnarsdóttir Eindís frá Vindheimum Bleikur/álóttureinlitt Skagfirðingur 5,83
5 Sigrún Eva Þórisdóttir Freyja frá Brú Brúnn/milli-einlitt Þytur 5,75
B úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
5 Sigrún Eva Þórisdóttir Freyja frá Brú Brúnn/milli-einlitt Þytur 5,83
6 Ragnhildur S. Guttormsdóttir Elding frá Dæli Rauður/milli-einlitt Skagfirðingur 5,50
7 Kristín Gyða Einarsdóttir Kliður frá Efstu-Grund Rauður/milli-einlitt Sindri 5,42
8 Karen Inga Viggósdóttir Kosning frá Engihlíð Brúnn/gló-skjótt Skagfirðingur 5,17
9 Krista Sól Nielsen Þeyr frá Bæ 2 Rauður/milli-tvístjörnóttglófext Skagfirðingur 4,50
|
||||
- 1