13.02.2020 12:33

Skeiðnámskeiði frestað vegna veðurs

SKEIÐNÁMSKEIÐI FRESTAÐ VEGNA VEÐURS. Fyrra kvöld námskeiðsins átti að vera annaðkvöld, því frestað út af slæmri veðurspá.

Eldri frétt:
Verklegir tímar föstudagskvöldið 14. febrúar kl 20.00 - 22.00. Þátttakendum er skipt niður í hópa, með 2-3 þátttakendur í hverjum hóp, hver hópur verður í kennslu hjá Þorsteini í 40 mín. Tíminn kostar 6.000 kr og enn eru laus pláss. Ef einhver vill bætast við þá tekur Fia á móti skráningum á sofia.b.krantz@gmail.com."

11.02.2020 09:13

Skeiðnámskeið

Skeiðnámskeið með Þorsteini Björnssyni 


Verklegir tímar föstudagskvöldið 14. febrúar kl 20.00 - 22.00. Þátttakendum er skipt niður í hópa, með 2-3 þátttakendur í hverjum hóp, hver hópur verður í kennslu hjá Þorsteini í 40 mín. Tíminn kostar 6.000 kr og enn eru laus pláss. Ef einhver vill bætast við þá tekur Fia á móti skráningum á sofia.b.krantz@gmail.com."

21.01.2020 21:55

Þorrablót Þyts 2020


"Þorrablótið okkar" verður haldið uppi í Þytsheimum föstudagskvöldið 24. janúar næstkomandi frá kl. 19.00 - 23.00. Hver og einn kemur með þorramat og drykki að eigin vali og svo munum við eiga skemmtilegt kvöld í leik, bingói og spjalli, ungir sem aldnir. 


Sjáumst hress og kát !!!


Nefndin

13.01.2020 16:41

Byrjum barnastarfið í næstu viku !!!


Þar sem veðurspáin er afarslæm næsta sólarhringinn að þá frestum við um viku að hefja barnastarfið, byrjum þriðjudaginn 21. janúar.

13.01.2020 08:07

Barna og unglingastarf að hefjast !!!

Reiðþjálfun og keppnisþjálfun hefst 14. janúar.

Þriðjudagar 16.30 -17.10 og keppnisþjálfun 17.10 til 18.00 

Reiðþjálfun
Valdís
Hafþór
Kara
Ayjana ?
Maria ?

Keppnisþjálfun:
Jólín
Linda
Svava
Rökkvi

Trec og sýningarhópur verður auglýst síðar

11.01.2020 14:41

Vetrarmótaröð Þyts 2020

Kæru Þytsfélagar.

Þar sem að veðrið er ekki alveg að standa með okkur hestamönnunum höfum við í nefndinni ákveðið að færa til Vetramótaröðina okkar. 
 
22.febrúar: fjórgangur
8. mars: fimmgangur
21. mars: tölt.
Annað verður verður auglýst síðar.
Með von um batnandi veður og færi á að ríða meira út.

Mótanefnd

30.12.2019 23:08

Skeiðnámskeið


Fræðslunefnd Þyts auglýsir skeiðnámskeið með Þorsteini Björnssyni, reiðkennara á Hólum.
Námskeiðið verður haldið á þremur kvöldum, föstudagskvöldin 17. janúar, 31. janúar og 14. febrúar 2020 kl. 20:00 í Þytsheimum. 
Fyrsti tíminn (17. janúar) er bóklegur en hinir tveir tímarnir (31. janúar og 14. febrúar) eru verklegir inni í reiðhöll eða úti á velli ef veður leyfir (gert er ráð fyrir að búið verður að laga gólfið í reiðhöllinni fyrir 31. janúar). 
Verklegir tímar eru 40 mínútur, áætlaður fjöldi er 2-3 í einu í tímunum, en mun sá fjöldi ráðast að einhverju leyti af þátttöku. 

Verðið er 6.000 kr fyrir tímann á mann en einnig stendur til boða að mæta einungis í bóklega tímann.
 
Fía tekur á móti skráningum á sofia.b.krantz@gmail.com.

12.12.2019 22:21

Hrossaeigendur í Húnaþingi vestra athugið!

 

 

Vinsamlegast skoðið útigangshross ykkar á morgun, föstudaginn 13. desember. Dæmi eru um að hross hafi fennt í kaf í sveitarfélaginu. Ráðlagt er að útigangur hafi aðgang að heyi þegar frosthörku er að vænta í kjölfar svona norðanáhlaups. Björgunarsveitirnar eru reiðubúnar að hjálpa þurfi að bjarga hrossum úr fönn.

12.12.2019 22:04

Félagsfundur og sýnikennsla

 

Mánudagskvöldið 16. des. n.k. ætlar Fanney Dögg Indriðadóttir að koma og vera með stutta sýnikennslu kl. 20 í Þytsheimum.

Eftir hana verður almennur félagsfundur þar sem farið verður yfir það sem er efst á baugi, vetrarstarfið og fleira.

Forsvarsmenn nefnda mæta og segja frá sínum störfum. Vonumst til að sjá sem flesta, þeir sem eru með hugmyndir geta komið þeim á framfæri. Þjöppum félagsmönnum saman fyrir komandi tímabil.  

Jólaglögg og piparkökur í boði félagsins. 

Sjáumst nefndin. 

06.12.2019 10:24

Þytsheimar


Reiðhöllin er tilbúin til notkunar aftur, síðustu daga er búið að vera að skipta um gólfefnið í henni.
 
Gjaldskráin verður áfram eins nema að tímabilskortið fyrir þá sem ekki eru í Þyt hækkar í 30.000. http://www.thytur.123.is/page/9905/ 

Hitablásararnir í höllinni eru bilaðir og því verður fólk bara að klæða sig vel þar til að þeir verða komnir í lag. 

Tímataflan fyrir  Þytsheima verður klár í næstu viku. 

Stjórn reiðhallarinnar. 

05.12.2019 10:46

Reiðkennsla hjá Ísólfi !!!




Fyrirhugað er að Ísólfur haldi áfram með svipað form á reiðkennslu eins og var í fyrra, Ekki er reiknað með að um fastan ákveðinn dag verði að ræða eins og í fyrra, heldur gæti verið breytilegt eftir vikum. Ef þú hefur áhuga þá skráir þú þig hjá Pálma á netfangið palmiri@ismennt.is eða í messenger.

Frekari upplýsingar hjá Pálma.

02.12.2019 12:50

Fræðsluerindi fyrir hestamenn !!!



Er ekki upplagt að líta aðeins upp úr jólaundirbúningnum og undirbúa sig aðeins fyrir komandi þjálfunartímabil??
Okkur í fræðslunefndinni finnst það og höfum fengið Sonju Líndal til að koma og fræða okkur um munn- og tannheilsu hesta sem og mismunandi mél og beislabúnað
Erindið verður haldið í Þytsheimum mánudagskvöldið 9. desember kl 20:00, aðgangseyrir 1.000 kr. 

Fræðslunefnd

28.11.2019 10:40

Uppskeruhátíð æskunnar

Uppskeruhátíð æskunnar var haldin í gær, í Dæli. Veittar voru viðurkenningar fyrir þátttöku í æskulýðsstarfi Þyts og keppnisárangur á árinu. Einnig fengu þeir sem höfðu lokið knapamerkjaáfanga sín skírteini. 

Stjórn Þyts vill þakka Haffí fyrir að halda utan um æskulýðsstarfið en hún hefur verið formaður Æskulýðsnefndarinnar undanfarin ár og einnig bjóða Irinu velkomna í hennar stað. 

Knapar ársins í barnaflokki
1. sæti Guðmar Hólm Ísólfsson
2. sæti Dagbjört Jóna Tryggvadóttir
3. sæti Indriði Rökkvi Ragnarsson

Knapar ársins í unglingaflokki:
1. Eysteinn Tjörvi Kristinsson
2. Rakel Gígja Ragnarsdóttir
3. Margrét Jóna Þrastardóttir



Flettingar í dag: 202
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 643
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 1905056
Samtals gestir: 87554
Tölur uppfærðar: 18.5.2025 01:26:06