11.02.2019 10:13
Ráslisti í gæðingafimi
Fjölgað var um eitt lið frá árinu í fyrra og keppa því nú átta lið um sigur. Hvert lið sendir til leiks þrjá knapa hvert kvöld og eru keppendur því 24 talsins.
Fyrir þá sem ekki komast á áhorfendapallana í Svaðastaðahöllinni má horfa á útsendingu á netinu gegn vægu gjaldi. En útsendinguna má nálgast með því að klikka hér.
Ráslisti
1. Guðmar Freyr Magnússon og Sátt frá Kúskerpi (9v)
Brún F: Vafi frá Ysta-Mó, M: Sögn frá Kúskerpi - Íbishóll/Sunnuhvoll
2. Fanney Dögg Indriðadóttir og Trygglind frá Grafarkoti (7v)
Rauðskjótt F: Hvinur frá Blönduósi, M: Vakning frá Gröf - Team Skoies/Prestige
3. Sigrún Rós Helgadóttir og Halla frá Kverná (9v)
Bleik/fífil- blesótt F: Sveinn Hervar frá Þúfu, M: Dögg frá Kverná - Lið Kerckhaert
4. Elvar Einarsson og Gjöf frá Sjávarborg (12v)
Dökkjörp F: Samber frá Ásbrú, M: Glóð frá Sjávarborg - Hofstorfan
5. Þórarinn Eymundsson og Laukur frá Varmalæk (10v)
Móálóttur F: Hófur frá Varmalæk, M. Tilvera frá Varmalæk - Hrímnir
6. Barbara Wenzl og Kná frá Engihlíð (7v)
Brún F: Hvítserkur frá Sauðárkróki, M: Kvörn frá Varmalæk - Þúfur
7. Guðmundur Karl Tryggvason og Skriða frá Hlemmiskeiði (11v)
Grá F: Kjarni Þjóðólfshaga, M: Drífa Hlemmiskeiði - Team Byko
8. Snorri Dal og Sæþór frá Stafholti (9v)
Brúnskjóttur F: Hákon frá Ragnheiðarstöðum, M: Bending frá Kaldbak - Leiknisliðið/Hestakerrur
9. Ísólfur Líndal Þórisson og Krummi frá Höfðabakka (9v)
Brúnn F: Sveinn-Hervar frá Þúfu, M:Dagrún frá Höfðabakka - Team Skoies/Prestige
10. Pétur Örn Sveinsson og Hlekkur frá Saurbæ (10v)
Bleikur F: Þeyr frá Prestsbæ, M: Njóla frá Miðsitju - Lið Kerckhaert
11. Magnús Bragi Magnússon og Sóta frá Steinnesi (9v)
Sótrauð F: Óskasteinn frá Íbishóli, M: Hnota frá Steinnesi - Íbishóll/Sunnuhvoll
12. Líney María Hjálmarsdóttir og Nátthrafn frá Varmalæk (9v)
Brúnn F: Huginn frá Haga 1, M: Kolbrá frá Varmalæk - Hrímnir
-15 mínútna hlé-
13. Vignir Sigurðsson og Salka frá Litlu - Brekku (7v)
Rauð F: Eldur frá Torfunesi, M: Stilla frá Litlu- Brekku - Team Byko
14. Bjarni Jónasson og Viðja frá Hvolsvelli (8v)
Rauð F: Frakkur frá Langholti, M: Vordís frá Hvolsvelli - Hofstorfan
15. Anna Björk Ólafsdóttir og Gustur frá Stykkishólmi (17v)
Brúnn F: Skorri frá Gunnarsholti, M: Perla frá Stykkishólmi - Leiknisliðið/Hestakerrur
16. Artemisia Bertus og Herjann frá Nautabúi (7v)
Grár F: Korgur frá Ingólfshvoli, M: Hugsun frá Vatnsenda - Þúfur
17. Fanndís Viðarsdóttir og Vænting frá Hrafnagili (12v)
Jörp F:Forseti frá Vorsabæ, M: Blanda frá Hrafnagili - Team Byko
18. Konráð Valur Sveinsson og Losti frá Ekru (8v)
Brúnn F: Sólbjartur frá Flekkudal, M: Lína frá Bakkakoti - Leiknisliðið/Hestakerrur
19. Mette Mannseth og Kalsi frá Þúfum (8v)
Rauðglófextur F: Trymbill frá Stóra-Ási, M: Kylja frá Stangarholti - Þúfur
20. Freyja Amble Gísladóttir og Fannar frá Hafsteinsstöðum (11v)
Grár F: Kjarni frá Þjóðólfshaga 1, M: Dimmblá frá Hafsteinsstöðum - Hofstorfan
21. Árný Oddbjörg Oddsdóttir og Ísafold frá Efra-Langholti (7v)
Jörp F: Spuni frá Vesturkoti, M: Ísold frá Gunnarsholti - Íbishóll/Sunnuhvoll
22. Elvar Logi Friðriksson og Griffla frá Grafarkoti (9v)
Brún F: Grettir frá Grafarkoti, M:Græska frá Grafarkoti - Team Skoies/Prestige
23. Sina Sholz og Nói frá Saurbæ (10v)
Brúnn F: Vilmundur frá Feti, M: Naomi frá Saurbæ - Hrímnir
24. Þorsteinn Björnsson og Kveðja frá Hólum (8v)
Brún F: Gaumur frá Auðsholtshjáleigu, M: Þíða frá Hólum - Lið Kerckhaert
07.02.2019 18:55
Fyrsta mót í Norðlensku
Fyrsta mót Norðlensku mótaraðarinnar verður laugardaginn 16. Febrúar í Þytsheimum á Hvammstanga, og
verður að vera búið að skrá á miðnætti miðvikudaginn 13. febrúar.
Skráning verður í gegnum skráningakerfi Sportfengs.
Keppt verður í 1. flokki, 2. flokki, 3. flokki, ungmennaflokk, unglingaflokki og barnaflokki. Pollar skrá sig einnig til
leiks.
Í 1., 2., og unglingaflokki verður keppt í V3, forkeppnin riðin skv. stjórn þular: Hægt tölt -Hægt- til
milliferðar brokk - Meðalfet - Hægt til milliferðarstökk - Milliferðar til yfirferðartölt
Í 3.flokk og barnaflokk verður keppt í V5, forkeppnin er riðin skv. stjórn þular: Frjáls ferð á tölti - Hægt til milliferðar
brokk - Meðalfet - Hægt til milliferðar stökk
Hér fyrir neðan má sjá leiðbeiningar fyrir skráninguna, annars er slóðin þessi: http://skraning.sportfengur.com/ og
farið undir mót.
Skráningargjaldið er 2.500 fyrir fullorðna og 1.500 fyrir ungmenni og unglinga. Skráningargjöld verður að millifæra
svo skráning sé tekin gild. Skráning í Pollaflokk fer einnig fram í gegnum Sportfeng.
Ef einhver skráir sig eftir að skráningu er lokið er skráningargjaldið 4.000 kr.
Skráningargjald skal greiða um leið og skráð er.
kt: 550180-0499
Rnr: 0159-15-200343
Senda skal kvittun fyrir greiðslu skráningargjalds á netfangið thytur1@gmail.com
Knapar eru beðnir að yfirfara skráningar vel og skila breytingum inn fyrir klukkan 18:00 á fimmtudag á
netfangið thytur1@gmail.com.
Aðgangseyrir er 500 en frítt fyrir 12 ára og yngri.
Aðalstyrktaraðili fjórgangsins í Norlensku mótaröðinni er Kaupfélag Vestur Húnvetninga
07.02.2019 18:42
Firmakeppni Þyts 2019
Hestamannafélagið Þytur heldur sína árlegu firmakeppni laugardaginn 9. mars og áætlað er að keppnin hefjist klukkan 14:00 í Þytsheimum.
Keppt verður í 5 flokkum; polla, barna, unglinga, karla og kvennaflokki. Veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu sætin í hverjum flokki nema í pollaflokki þar fá allir keppendur viðurkenningu fyrir þátttöku.
Við hvetjum alla til að mæta vel skreyttir og eiga skemmtilegan dag saman.
Búningaverðlaun verða veitt í barna, unglinga, karla og kvennaflokki.
Boðið verður upp á pylsur, bakkelsi, kaffi og djús á staðnum
Eins og fyrri ár verður skráning keppenda í firmakeppnina á staðnum og því gott að mæta stundvíslega.
Firmakeppnisnefnd
06.02.2019 20:51
Eysteinn og Guðmar að keppa á sunnudaginn
Fyrsta mótið í Meistaradeild Líflands og æskunnar 2019, Hrímnis fjórgangurinn, fer fram í TM reiðhöllinni í Fáki næstkomandi sunnudag, þann 10. febrúar.
44 knapar eru skráðir til leiks og verður afar spennandi að fylgjast með þeim etja kappi. Keppni hefst kl 13:00 og það verður veitingasala á staðnum.
Við hvetjum alla til þess að mæta og styðja við bakið á ungu knöpunum okkar en eins og áður þá er aðgangur ókeypis.
Hér er linkur á viðburðinn á Facebook https://www.facebook.com/events/256781528551433/ en þar munu nánari upplýsingar vera birtar.
Liðin sem keppa í Meistaradeild Líflands og æskunnar 2019.
Austurkot
Elín Þórdís Pálsdóttir
Jón Ársæll Bergmann
Sigurður Steingrímsson
Þórey Þula Helgadóttir
Cintamani
Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir
Hulda María Sveinbjörnsdóttir
Jóhanna Guðmundsdóttir
Signý Sól Snorradóttir
Equsana
Aníta Eik Kjartansdóttir
Diljá Sjöfn Aronsdóttir
Maríanna Ólafsdóttir
Natalía Rán Leonsdóttir
- Hauksson
Arnar máni Sigurjónsson
Haukur Ingi Hauksson
Kristján Árni Birgisson
Kristófer Darri Sigurðsson
Josera
Aron Ernir Ragnarsson
Kári Kristinsson
Sölvi Freyr Freydísarson
Þorvaldur Logi Einarsson
Leiknir
Glódís Líf Gunnarsdóttir
Heiður Karlsdóttir
Matthías Sigurðsson
Selma Leifsdóttir
Lið Stjörnublikks
Agnes Sjöfn Reynisdóttir
Kristrún Ragnhildur Bender
Rakel Ösp Gylfadóttir
Sara Bjarnadóttir
Margretarhof
Glódís Rún Sigurðardóttir
Katla Sif Snorradóttir
Sigrún Högna Tómasdóttir
Védís Huld Sigurðardóttir
Poulsen
Arndís Ólafsdóttir
Eygló Hildur Ásgeirsdóttir
Hrund Ásbjörnsdóttir
Kristín Hrönn Pálsdóttir
Team Hofsstaðir / Sindrastaðir
Eysteinn Tjörvi Kristinsson
Guðmar Hólm Líndal
Guðný Dís Jónsdóttir
Helga Stefánsdóttir
Traðarland
Ásdís Agla Brynjólfsdóttir
Benedikt Ólafsson
Hákon Dan Ólafsson
Sigurður Baldur Ríkharðsson
06.02.2019 12:53
Áhugamannadeild Spretts Equsanadeildin
27.01.2019 10:30
ÁFRAM ÞYTUR !!!! Meistaradeild KS í hestaíþróttum
Í liðinu Skoies Prestige í meistaradeild Norðurlands (KS deildinni) eru margir Þytsfélagar.
Liðsstjóri þessa liðs er Skagfirski Húnvetningurinn Elvar Logi Friðriksson tamningamaður, með honum er Fanney Dögg Indriðadóttir reiðkennari, Lækjamótsvíkingurinn Ísólfur Líndal Þórisson, Jóhann B Magússon bóndi á Bessastöðum og þeim til halds og trausts skeiðmeistarinn Svavar Örn Hreiðarsson.
22.01.2019 17:40
Knapamerki komin á fullt
|
21.01.2019 10:44
Norðlenska mótaröðin 2019
Norðlenska mótaröðin 2019 er samstarfverkefni hestamannafélaga í Skagafirði, Austur Húnavatnssýslu og vestur Húnavatnssýslu (Skagfirðings, Neista og Þyts )og haldin verða fjögur reiðhallarmót.
Fyrsta mótið verður haldið 16. febrúar í Þytsheimum á Hvammstanga
Þar verður keppt í fjórgangi, gert er ráð fyrir að það verði keppt í 6.flokkum (börn,unglingar,ungmenni, 1.2.3. flokkur fullorðna)
Annað mótið verður 2.mars í reiðhöllinni Svaðastöðum
Keppt verður í fimmgangi 1.2.3.flokkur og ungmennaflokki
Fjórgangur eða tölt börn og unglingar
Þriðja mótið verður 16.mars Þytsheimum á Hvammstanga
Keppnisgrein tölt, allir flokkar
Fjórða mótið verður 30 mars reiðhöllinni á Svaðastöðum
Keppnisgreinar: Slaktaumatölt og skeið
Tölt eða fjórgangur börn og unglingar
Mótin verða á laugardögum í vetur og byrja þau kl 14:00 og verður stigakeppni milli hestamannafélaga.
15.01.2019 21:18
Þrif í höllinni !!!
15.01.2019 21:10
Þorrablót Þyts 2019
Sjáumst hress og kát !!!
Nefndin
14.01.2019 17:49
Járninganámskeið
Fyrirhugað er að halda járninganámskeið helgina 23.-24. Mars.
Kennari verður íslandsmeistarinn í járningum 2018, Kristján Elvar Gíslason járningameistari og kennari við Háskólann á Hólum.
Um er að ræða tveggja daga námskeið sem hentar bæði fyrir byrjendur í járningum og þá sem eitthvað hafa járnað en vilja auka við færni sína.
Skráningar hjá Hallfríði, s: 8655545 eða á netfangið hallfriduro@hotmail.com .
Mikilvægt að fólk skrái sig sem fyrst svo við sjáum hvort þátttaka sé nóg til að hægt sé að halda áfram með skipulagningu.
Einnig er kannski rétt að geta þess að það er hámarksfjöldi á námskeiðið og verða það þá þeir sem fyrstir panta sem komast að.
13.01.2019 03:40
Reiðnámskeið 2019
08.01.2019 23:18
Þytsferð í Borg Óttans
Liðsmynd síðan í fyrra
Fyrirhugað er að fara í skemmtiferð til Reykjavíkur á fyrsta mót Áhugamannadeildar Spretts
sem haldið verður fimmtudaginn 7.febrúar n.k. til þess að styðja við bakið á Þytsfélögum okkar sem eru að keppa þar.
Áhugasömum er bent á að hafa samband við Nínu Sig. í síma: 895-2564 til að skrá sig ekki seinna en 31.janúar
Hugmyndin er að fara saman í rútu suður, borða saman og hvetja okkar fólk til dáða og heim aftur um kvöldið.
08.01.2019 23:04
Góður félagsfundur var haldinn í kvöld
8. Janúar 2019 - Almennur félagsfundur
Mættir fyrir hönd stjórnar: Pálmi Ríkharðsson formaður, Friðrik Már Sigurðsson ritari, Fanney
Dögg Indriðadóttir aðalmaður, Sofia Krantz aðalmaður.
Mættir: Jónína Sigurðardóttir, Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir, Jóhann Albertsson, Þóranna
Másdóttir, Jónína Lilja Pálmadóttir, Guðmundur Sigurðsson, Tryggvi Rúnar Haukson, Þorgeir
Jóhannesson, Irena Kamp, Eva-Lena Lohli, Steinbjörn Tryggvason, Aðalheiður Einarsdóttir,
Jóhann Birgir Magnússon, Kolbrún Stella Indriðadóttir, Rakel Gígja Ragnarsdóttir, Malin Person
og Herdís Einarsdóttir.
Fundur settur kl. 20:30
Dagskrá:
1. Sameiginleg mótaröð hestamannafélaganna Þyts, Neista og Skagfirðings
2. Kyning á starfi fræðslunefndar
3. Námskeið með Ísólfi Líndal
4. Karlatölt Norðurlands
5. Firmakeppni Þyts
6. Ljósleiðaratenging í reiðhöll
7. Önnur mál
Umræður:
1. Pálmi fer yfir aðdraganda þessarar mótaraðar. Fundur fulltrúa stjórnar félaganna fór fram
nýlega og var rætt um að hafa 4 eða 5 mót sem öll færu fram á laugardögum eftir
hádegi. Keppt yrði í fjórgangi þann 16. febrúar, fimmgangi 2. mars , tölti 16. mars ,
skeiði og slaktaumatölti 30. mars og svo yrði mögulega haldið ísmót, þó eftir veðurfari
og aðstæðum. Fjórgangur og tölt yrði haldið á vegum Þyts á Hvammstanga.
Fimmgangur og skeið og slaktaumatölt yrðu haldin á Sauðárkróki. Mögulegt ísmót yrði
haldið á vegum Neista. Almenn ánægja hjá fundarmönnum með þessa tilhögun en
sérstök mótanefnd félaganna sjái um nánari útfærslu mótaraðarinnar. Jónína Lilja
Pálmadóttir, Jóhann Birgir Magnússon, Elvar Logi Friðriksson sjái um skipulag ásamt
fleirum.
2. Sofia Krantz kynnir starf fræðslunefndar. Á döfinni eru tvenn námskeið, skeiðnámskeið
með Þorsteini Björnssyni reiðkennara á Hólum og járninganámskeið með Kristjáni Elvari
Gíslasyni líklega 23.-24. mars. Einnig voru reifaðar hugmyndir varðandi frekara
námskeiðahald á svæðinu, s.s. þjálfun í upphafi vetrar, uppstilling í byggingadómi,
tannheilbrigði og undirbúningur fyrir hestaferðir.
3. Pálmi kynnir fyrirhugað námskeið með Ísólfi Líndal. Reiðtímarnir yrðu með reglulegu
millibili yfir vesturinn. Allt eftir þörfum hvers og eins nemanda. Nú þegar eru 6 búnir að
skrá sig, svo að það eru því allar líkur að af þessu verði.
4. Rætt um Karlatölt Norðurlands í Þytsheimum. Herdís Einarsdóttir hefur séð um
skipulagningu. Möguleg dagsetning er síðasta vetrardag, þann 24. apríl.
5. Aðalheiður Einarsdóttir fór yfir fyrirkomulag firmakeppni Þyts. Þátttaka hefur verið góð og
rætt um að halda hana með svipuðu sniði og áður. Líkleg dagsetning er 9. mars.
6. Pálmi ræðir um að það þurfi að koma nettenginunni í reiðhöllinni í gagnið.Tryggvi Rúnar
bendir á að það eigi eftir að teikna lögnina og málið strandi hjá Mílu. Nauðsynlegt er að
koma einhverri nettenginu á fyrir vetrarmótin.
7. Rætt um að verða með ferð og fjölmenna á Áhugamannadeildina og styðja okkar fólk
sem keppir í henni. Mögulega einnigað skoða sameiginlega ferð á Fáka og fjör í Eyjafirði
í vor. Þá var rætt um að funda fljótlega varðandi málefni reiðhallarinnar. Ljóst er að þörf
er á að koma skipulagi á eftirlit og þrif hallarinnar til framtíðar.
Fundi slitið: 22:05