05.01.2025 18:30

Járninganámskeið

                                                               
 

Kristján Elvar Gíslason járningameistari mun koma á vegum hestamannafélagsins Þyts á Hvammstanga næstkomandi helgi, 11. og 12. janúar og halda járninganámskeið. Byrjað verður á sýnikennslu á laugardeginum og síðan verður nemendum skipt upp í tvo hópa, 3 tímar á hóp hvorn daginn. Námskeiðið verður haldið í Aðalbóli. 

Verð: 35.000 á mann

Skráning á email: jehu@mail.holar.is (Jessie)

03.01.2025 10:59

Jólarestarhittingur

Á morgunn laugardaginn 4. janúar kl. 12 á hádegi ætlar Nína okkar (Jónína Sigurðardóttir) að bjóða upp á grjónagraut og slátur í Félagshúsinu okkar. 

Verður gaman að sjá ykkur sem flest, kæru félagsmenn. Taka stöðuna á nýju ári, fara yfir gamla árið og venja magann af steikarmáltíðunum.

Um að gera að taka börnin með og leyfa þeim að leika sér í brekkunni og fá grjónagraut og slátur með okkur.

28.12.2024 17:38

Uppskeruhátíð æskulýðsstarfsins

 

                                                                                                  
      

Uppskeruhátíð barna og unglinga sem tóku þátt í keppnum og reiðnámi verður haldin sunnudaginn 12. janúar kl. 13.00 í salnum í reiðhöllinni.

18.12.2024 08:20

Korthafar Þytsheima

 

Nýr búnaður verður fljótlega tekinn í notkun í reiðhöllinni fyrir korthafa til að komast inn í höllina. Sækja þarf app sem heitir Ajax Security System og korthafa þurfa að senda Ragnari Smára tölvupóstfangið sitt til að fá boð inn í appið sem nýr notandi. Senda má netfangið til Ragga á ragnarhelgason@gmail.com eða á messenger.

Einnig voru pantaðir nokkrir lyklar fyrir þá sem treysta sér ekki til að nota appið en lykillinn kostar 5.000 á ári.

Stefnt er að því að byrja strax eftir áramót að nota búnaðinn og því tími núna fyrir korthafa að sækja appið og fá invite. 

09.12.2024 09:02

Íþróttamaður USVH 2024

                                                    
 

26.11.2024 13:36

Leiðin að gullinu - Menntahelgi A landsliðsins, U21 og hæfileikamótunar

 

Leiðin að gullinu verður líka í streymi

Nú styttist í menntahelgi Landsliðsins, U21 og Hæfileikamótunar. Þar sem okkar glæsilegustu knapar gefa innsýn inn í það mikla afrekasstarf sem unnið er innan LH. Á laugardeginum verða sjö A landsliðknapar með sýnikennslur og á sunnudeginum mun hluti þátttakenda úr Hæfileikamótun koma fram með hestana sína og gefa áhorfendum tækifæri til að sjá hvernig vinnuhelgar Hæfileikamótunar fara fram. Í Hæfileikamótun er lögð er áhersla á að höfða til metnaðarfullra afreksknapa á aldrinum 14- 17 ára sem m.a. stefna á að keppa fyrir Íslands hönd í framtíðinni.

U 21 Landsliðið mun svo mæta á staðinn og flestir á þeim hesti/hestum stefnt er með á HM í Sviss 2025. Þau munu bjóða uppá blöndu af sýnikennslu og skrautreið en einnig gefst áhorfendum tækifæri til þessa að sjá hvar pörin eru stödd í undirbúningi sínum fyrir heimsmeistaramótið.

Það er því ljóst að allir hestamenn ættu að finna eitthvað við sitt hæfi í reiðhöllinni í Víðidal um helgina. Þá verður einnig glæsileg veitingasala á svæðinu, þar sem verður m.a boðið uppá dýrindis jólamat.

Einnig verður hægt að fylgjast með viðburðinum í gegnum streymi í samstarfi við Eiðfaxa TV. Verð fyrir streymi er 6900 kr og tryggir það aðgang að bæði laugardegi og sunnudegi. Hægt er að horfa á efnið fram til 13. desember.

15.11.2024 10:48

Uppskeruhátíð Þyts og HSVH

Uppskeruhátíð Hestamannafélagsins Þyts og Hrossaræktarsamtaka V-Hún fór fram með pompi og pragt laugardaginn 2.nóvember. Dásamlegur matur, góð skemmtiatriði, verðlaunaafhendingar venju samkvæmt og frábær félagsskapur var þetta vel heppnaða kvöld.

Þytur veitti verðlaun og viðurkenningar í eftirfarandi flokkum:

 

Knapi ársins í ungmennaflokki: Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal

 

 

Knapi ársins í 3. flokki: Eva-Lena Lohi

 

 

Knapi ársins í 2. flokki: Halldór P. Sigurðsson

 

 

Skeiðknapi ársins: Jóhann B. Magnússon

 

 

Knapi ársins í meistaraflokki: Elvar Logi Friðriksson

 

 

Sérstaka viðurkenningu hlaut Þorgeir Jóhannesson, sem verður 80 ára á næsta ári en gefur öðrum knöpum ekkert eftir í útreiðum og keppni.

 

 

Þytsfélagi ársins er Herdís Einarsdóttir 

 

 

Nýr heiðursfélagi hjá Þyti var valinn Halldór P. Sigurðsson.

 

 

Hrossaræktarbú ársins hjá HSVH er Lækjamót. Lækjamót komu fram með 13 hryssur til kynbótadóms á árinu og þar af voru 8 þeirra í verðlaunasæti á hátíðinni, ásamt því að ein þeirra stóð uppi sem hæst dæmda hryssa samtakanna. Meðalaldur þessarra hryssna var 5,4 ár og sex þeirra voru með yfir 8,40 í aðaleinkunn aldursleiðrétt.

Önnur tilnefnd bú voru: Bessastaðir, Efri-Fitjar, Grafarkot og Gröf

 

Hæst dæmdi stóðhestur HSVH er Hreggviður frá Efri-Fitjum 5 vetra aðaleinkunn 8,38. 

Hreggviður er myndar hestur afar fótahár og framhár með mjög öfluga fótagerð en hann hlaut 9 fyrir bæði samræmi og fótagerð og 8,5 fyrir háls, bak og lend og hófa. Þess utan er hann einstaklega prúður og hlaut hvorki meira né minna en 10 fyrir prúðleika. Hreggviður er takthreinn, rúmur og viljugur alhliðahestur með 8,5 fyrir tölt, skeið, greitt stökk og samstarfsvilja.

 

Hæst dæmda hryssa HSVH er Olga frá Lækjamóti 6 vetra. Aðaleinkunn 8,53. Olga er óvenjulega há fyrir sköpulag þar sem hún hlaut 9 fyrir höfuð, háls, bak, samræmi og prúðleika, hún er svipgóð, framhá og fótahá með afar góða yfirlínu. Svo er hún taktgóð, skrefmikil, hágeng og yfirveguð alhliðahryssa með 9 fyrir stökk og 8,5 fyrir tölt og hægt tölt, brokk, vilja og fegurð í reið. Olga var í 2.sæti í 6 vetra flokki hryssna á Landsmótinu í sumar

 

Hæst dæmda klárhrossið er Hátíð frá Efri-Fitjum 7 vetra. Aðaleinkunn 8,52. Aðaleinkunn án skeiðs 8,93. Hátíð er úrvals klárhryssa. Hún er vel sköpuð, framhá með afar góða baklínu og öfluga lend en hún hlaut 9 fyrir bæði bak og lend og samræmi og 8,5 fyrir háls/herðar/bóga, hófa og prúðleika. Hún er fótahá, með mikinn fótaburð, mikla þjálni og frábærar gangtegundir og hlaut hún hvorki meira né minna en þrjár 9,5ur í hæfileikum fyrir brokk, samstarfsvilja og fegurð í reið og þrjár 9ur fyrir tölt, hægt tölt og greitt stökk.

 

Önnur verðlaunahross voru:

4 vetra hryssur:

1. Píla frá Lækjamóti

2. Lukka frá Lækjamóti

3. Vinátta frá Lækjamóti

 

5 vetra hryssur:

1. Ólga frá Lækjamóti

2. Óskastund frá Lækjamóti

3. Hetja frá Bessastöðum

 

5 vetra stóðhestar:

1. Hreggviður frá Efri-Fitjum

2. Frár frá Bessastöðum

3. Skjár frá Syðra-Kolugili

 

6 vetra hryssur

1. Olga frá Lækjamóti

2. Þrá frá Lækjamóti

3. Hekla frá Efri-Fitjum og Olía frá Lækjamóti

 

6 vetra stóðhestar

1. Dimmir frá Stóru-Ásgeirsá

2. Sjarmur frá Fagralundi

 

7 vetra og eldri hryssur

1. Hátíð frá Efri-Fitjum

2. Eind frá Grafarkoti

3. Rauðhetta frá Bessastöðum

 

7 vetra og eldri stóðhestar

1. Brandur frá Gröf

2. Saumur frá Efri-Fitjum

13.11.2024 23:30

Fyrirlestur

Fræðslunefnd auglýsir

 

27. nóvember nk mun Sonja Líndal koma og halda fyrirlestur um heilsu hestsins. Fyrirlesturinn verður haldinn í grunnskólanum og hefst kl. 20.00. 

Kaffi og kaka í boði.

Verð: 1.500

 

28.10.2024 08:18

Þytsheimar

                                                                                                                      
 

Búið er að opna reiðhöllina og því hægt að kaupa sér kort í hana. Frekari upplýsingar hjá Ragnari í síma 869-1727 eða á messenger. 

Um liðna helgi,  25. - 27. október, var Reiðmaðurinn í höllinni en þær helgar sem Reiðmaðurinn verður til viðbótar á þessu ári eru:

15. - 17. nóvember

13. - 15. desember

02.10.2024 09:52

Þytsfélagi ársins og keppnisárangur

Hestamannafélagið Þytur óskar eftir tilnefningum frá félagsmönnum um Þytsfélaga ársins, sendið nafn og stutta skýringu á tilnefningunni á palmiri@ismennt.is.

Einnig óskum við eftir því að knapar sendi inn keppnisárangur ársins vegna knapaverðlauna.

Stjórnin.

15.09.2024 16:13

Félagsfundur

Almennur félagsfundur verður haldinn þriðjudaginn 17.09 kl. 19.30 á kaffistofu reiðhallarinnar.

 

Stjórnin.

05.09.2024 23:02

Equitana 2025

Hrossaræktarfélag Þorkelshólshrepps ætlar að fara á Equitana 2025.

Siðast þegar farið var á Equitana var það í sameiningu með Þytsfélögum og langar félaginu að endurtaka leikinn. Búið er að fá tilboð og sirka verð fyrir hópinn. Hópurinn bókar svo sjálfur á sameigininlega miða inn á sýningar á svæðinu og á topshow. Áætlað að við reynum að ná einu kvöldi á sýningunni TOPSHOW.
Frábært væri að fá skráningu sem fyrst svo hægt sé að áætla fjölda. 
Flogið er út fimmtudaginn 6. mars, morgunflug og heim mánudaginn 10 mars.  (hægt að breyta dagsetningum örlitið ef meirihluti vill)


Áætlað verð á mann í tvíbýli 126.900.
Áætlað verð á mann í einbýli 169.900.


Innifalið: Beint flug með Icelandair til Frankfurt, gisting á 4* hóteli með morgunverð, akstur frá flugvellinum í Frankfurt til Essen og til baka á brottfaradegi.

https://www.equitana.com/essen/en-gb.html?fbclid=IwY2xjawFHGYlleHRuA2FlbQIxMAABHVXnUDtgtgCNfVzRRvP-yLdg9gwYA8WxDDaLHa95RFmi9ZAfRdqR7cZ0oQ_aem_KaSGwxO6BV0T3RCNKGXo1g 

13.06.2024 10:48

Keppnisréttur á LM

                                                                                                                         
   

Stjórn vill biðja þá sem unnu sér rétt til þess að keppa á landsmótinu að senda Pálma upplýsingar um IS númer hests, kennitölu keppanda og upp á hvora hönd þeir ætla að keppa.

palmiri@ismennt.is eða í síma 849-0752

 

08.06.2024 17:34

Úrslit úrtöku og gæðingamóts Þyts, Neista og Snarfara

 

                                                                             
 
                                                                                 Þorgeir fékk bikarinn ,,elsti knapi mótsins í úrslitum" 

 

 

Eftir hrikalega viku veðurlega séð tókst að halda úrtöku og gæðingamót um helgina. Tvö rennsli í A og B flokki voru í boði en á laugardegi var keppt í fyrra rennsli og úrslit í barna, unglinga og ungmennaflokki kláruð. Mótið var sameiginlegt mót Þyts með Neista og Snarfara og tókst vel til. Sérstaklega gaman fyrir yngri flokkana að vera fleiri og fá meiri keppni. Aðeins einn polli mætti en það var hún Camilla Líndal á Garra frá Grafarkoti og stóð hún sig auðvitað ofsalega vel. 

Úrslit urðu eftirfarandi: 

 
 
 

A flokkur - A úrslit

Sæti Hross Knapi Litur Aðildarfélag eiganda Einkunn

1. Rauðhetta frá Bessastöðum Jóhann Magnússon Rauður/milli-skjótt Þytur 8,66

2. Valíant frá Vatnshömrum Katharina Teresa Kujawa Rauður/milli-stjörnótt Neisti 8,33

3. Stjörnuglóð frá Hvammstanga Halldór P. Sigurðsson Rauður/milli-tvístjörnótt Þytur 8,24

4. Viðar frá Hvammi 2 Lilja Maria Suska Brúnn/milli-skjótt Neisti 8,13

5. Marel frá Hvammstanga Fríða Marý Halldórsdóttir Brúnn/milli-skjótt Þytur 8,10

6. Edith frá Oddhóli Ásdís Freyja Grímsdóttir Grár/vindóttureinlitt Neisti 7,95

7. Mói frá Gröf Hörður Óli Sæmundarson Brúnn/milli-einlitt Þytur 4,96 (hætti keppni)

Forkeppni, fyrra rennsli

Sæti Hross Knapi Litur Aðildarfélag eiganda Einkunn

1 Viðar frá Hvammi 2 Lilja Maria Suska Brúnn/milli-skjótt Neisti 8,30

2 Hátíð frá Söðulsholti Ásdís Brynja Jónsdóttir Jarpur/milli-einlitt Neisti 8,27

3 Eldrós frá Þóreyjarnúpi Hörður Óli Sæmundarson Rauður/milli-stjörnótt Þytur 8,07

4 Valíant frá Vatnshömrum Katharina Teresa Kujawa Rauður/milli-stjörnótt Neisti 7,98

5 Edith frá Oddhóli Ásdís Freyja Grímsdóttir Grár/vindóttureinlitt Neisti 7,80

6 Marel frá Hvammstanga Fríða Marý HalldórsdóttirBrúnn/milli-skjótt Þytur 7,76

7 Mói frá Gröf Hörður Óli Sæmundarson Brúnn/milli-einlitt Þytur 7,62

8 Rauðhetta frá Bessastöðum Jóhann Magnússon Rauður/milli-skjótt Þytur 7,61

9 Stjörnuglóð frá Hvammstanga Halldór P. Sigurðsson Rauður/milli-tvístjörnótt Þytur 6,78

10 Vænting frá Ytri-Skógum Sigríður Vaka Víkingsdóttir Brúnn/milli-einlitt Neisti 0,00

Forkeppni, seinna rennsli

SætiHrossKnapiLiturAðildarfélag eigandaEinkunn

1 Rauðhetta frá Bessastöðum Jóhann MagnússonRauður/milli-skjótt Þytur 8,44

2 Eldrós frá Þóreyjarnúpi Hörður Óli SæmundarsonRauður/milli-stjörnótt Þytur 8,36

3 Mói frá Gröf Hörður Óli Sæmundarson Brúnn/milli-einlitt Þytur 8,34

4 Hátíð frá Söðulsholti Ásdís Brynja Jónsdóttir Jarpur/milli-einlitt Neisti 8,31

5 Moldríkur frá Hofi á Skaga Egill Þórir Bjarnason Leirljós/Hvítur/ljós-einlitt Snarfari 8,07

6 Valíant frá Vatnshömrum Katharina Teresa Kujawa Rauður/milli-stjörnótt Neisti 8,05

                                                                                                                                                                                         
                                                                                                                                         
 
      

 

 

B flokkur - A úrslit

 

 

 

Sæti Hross Knapi Litur Aðildarfélag eiganda Einkunn

1. Eldur frá Bjarghúsum Hörður Óli Sæmundarson Rauður/dökk/dr.stjörnótt Þytur 8,76

2. Narfi frá Bessastöðum Jóhann Magnússon Móálóttur,mósóttur/ljós-skjótt Þytur 8,56

3. Muninn frá Hvammstanga Halldór P. Sigurðsson Brúnn/milli-einlitt Þytur 8,39

4. Koli frá Efri-Fitjum Ásdís Brynja Jónsdóttir Brúnn/milli-einlitt Neisti 8,30

5. Gjöf frá Steinnesi Aron Ingi Halldórsson Rauður/milli-stjörnótt Neisti 8,25

6. Hlekkur frá Reykjum Ásdís Freyja Grímsdóttir Brúnn/milli-einlitt Neisti 8,13

 

Forkeppni, fyrra rennsli

Sæti Hross Knapi Litur Aðildarfélag eiganda Einkunn

1. Brynjar frá Syðri-Völlum Helga Una Björnsdóttir Brúnn/dökk/sv.einlitt Þytur 8,62

2. Eldur frá Bjarghúsum Hörður Óli Sæmundarson Rauður/dökk/dr.stjörnótt Þytur 8,46

3. Narfi frá Bessastöðum Jóhann Magnússon Móálóttur,mósóttur/ljós-skjótt Þytur 8,33

4. Húna frá Kagaðarhóli Helga Una Björnsdóttir Brúnn/dökk/sv.einlitt Neisti 8,32

5. Koli frá Efri-Fitjum Ásdís Brynja Jónsdóttir Brúnn/milli-einlitt Neisti 8,27

6. Kara frá Steinnesi Þorsteinn Björn Einarsson Bleikur/fífil-stjörnótt Neisti 8,22

7. Muninn frá Hvammstanga Halldór P. Sigurðsson Brúnn/milli-einlitt Þytur 8,21

8. Brandur frá Gröf Hörður Óli Sæmundarson Rauður/milli-tvístjörnótt Þytur 8,19

9. Gjöf frá Steinnesi Aron Ingi Halldórsson Rauður/milli-stjörnótt Neisti 8,13

10. Hlekkur frá Reykjum Ásdís Freyja GrímsdóttirBrúnn/milli-einlitt Neisti 8,06

11. Megas frá Hvammstanga Halldór P. Sigurðsson Jarpur/rauð-einlitt Þytur 7,94

12. Aragon frá Fremri-Gufudal Aron Ingi Halldórsson Leirljós/Hvítur/milli-blesótt Neisti 7,78

Forkeppni, seinna rennsli

Sæti Hross Knapi Litur Aðildarfélag eiganda  Einkunn

1. Hrókur frá Hafragili Pernilla Therese Göransson Brúnn/milli-einlitt Snarfari 8,43

2. Mídas frá Köldukinn 2 Egill Þórir Bjarnason Rauður/milli-einlitt Neisti 8,35

3. Kara frá Steinnesi Þorsteinn Björn Einarsson Bleikur/fífil-stjörnótt Neisti 8,26

4. Gjöf frá Steinnesi Aron Ingi Halldórsson Rauður/milli-stjörnótt Neisti 8,19

                                                                                                                     

 

 

C flokkur

A úrslit

Sæti Hross Knapi Litur Aðildarfélag eiganda Einkunn

1. Draumur frá Hvammstanga Eva-Lena Lohi Brúnn/milli-skjótt Þytur 8,33

2. Nóadís frá Áslandi Þorgeir Jóhannesson Rauður/milli-blesótt Þytur 8,17

Forkeppni

Sæti Hross Knapi Litur Aðildarfélag eiganda Einkunn

1. Draumur frá HvammstangaEva-Lena Lohi Brúnn/milli-skjótt Þytur 8,11

2. Nóadís frá Áslandi Þorgeir Jóhannesson Rauður/milli-blesótt Þytur 7,97


Barnaflokkur 

 

 

 

A úrslit

Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn

1 Herdís Erla Elvarsdóttir Griffla frá Grafarkoti Brúnn/milli-einlitt Þytur 8,56

2 Halldóra Líndal Magnúsdóttir Henrý frá Kjalarlandi Rauður/milli-skjótt Snarfari 8,29

3 Kara Sigurlína Reynisdóttir Máni Freyr frá Keflavík Rauður/milli-tvístjörnótt Þytur 8,06

4 Katrín Sara Reynisdóttir Kólfur frá Reykjum Rauður/dökk/dr.tvístjörnótt Snarfari 8,03

5 Sigríður Emma Magnúsdóttir Birtingur frá Stóru-Ásgeirsá Móálóttur,mósóttur/ljós-einlitt Þytur 7,87

Forkeppni

Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn

1 Herdís Erla Elvarsdóttir Griffla frá Grafarkoti Brúnn/milli-einlitt Þytur 8,55

2 Katrín Sara Reynisdóttir Kólfur frá Reykjum Rauður/dökk/dr.tvístjörnótt14Snarfari 7,98

3 Kara Sigurlína Reynisdóttir Máni Freyr frá Keflavík Rauður/milli-tvístjörnótt Þytur 7,91

4 Sigríður Emma Magnúsdóttir Birtingur frá Stóru-Ásgeirsá Móálóttur,mósóttur/ljós-einlitt Þytur 7,78

5 Halldóra Líndal Magnúsdóttir Henrý frá Kjalarlandi Rauður/milli-skjótt Snarfari 7,54

                                                                                                                                 
 

 

Unglingaflokkur gæðinga

 

A úrslit

Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn

1 Sunna Margrét Ólafsdóttir Toppur frá Litlu-Reykjum Bleikur/fífil-skjótt Neisti 8,50

2 Salka Kristín Ólafsdóttir Gleði frá Skagaströnd Rauður/milli-einlitt Neisti 8,24

3 Jólín Björk Kamp Kristinsdótti Kjarval frá Hjaltastaðahvammi Rauður/milli-stjörnótt Þytur 8,23

4 Ágústa Sóley Brynjarsdóttir Glóðafeykir frá Staðarbakka II Rauður/milli-stjörnótt Þytur 8,12

5 Indriði Rökkvi Ragnarsson Vídalín frá Grafarkoti Jarpur/milli-einlitt Þytur 8,09

6 Kristín Erla Sævarsdóttir Karmur frá Byggðarhorni Brúnn/milli-einlitt Neisti 7,31

Forkeppni

Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn

1 Sunna Margrét Ólafsdóttir Toppur frá Litlu-Reykjum Bleikur/fífil-skjótt Neisti 8,25

2 Jólín Björk Kamp Kristinsdótti Kjarval frá Hjaltastaðahvammi Rauður/milli-stjörnótt Þytur 8,22

3 Indriði Rökkvi Ragnarsson Vídalín frá Grafarkoti Jarpur/milli-einlitt Þytur 8,05

4 Salka Kristín Ólafsdóttir Gleði frá Skagaströnd Rauður/milli-einlitt Neisti 8,03

5 Ágústa Sóley Brynjarsdóttir Glóðafeykir frá Staðarbakka II Rauður/milli-stjörnótt Þytur 7,75

6 Kristín Erla Sævarsdóttir Karmur frá Byggðarhorni Brúnn/milli-einlitt Neisti 7,59

 

B flokkur ungmenna

A úrslit

Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn

1. Rakel Gígja Ragnarsdóttir Garún frá Grafarkoti Brúnn/milli-stjörnótt Þytur 8,55

2. Inga Rós Suska Hauksdóttir Freisting frá Miðsitju Brúnn/milli-stjörnótt Neisti 8,21

3. Margrét Jóna Þrastardóttir Grámann frá Grafarkoti Grár/rauðureinlitt Þytur 8,05

Forkeppni

Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn

1. Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal Jökull frá Rauðalæk Grár/brúnneinlitt Þytur 8,50

2. Rakel Gígja Ragnarsdóttir Garún frá Grafarkoti Brúnn/milli-stjörnótt Þytur 8,29

3. Margrét Jóna Þrastardóttir Grámann frá Grafarkoti Grár/rauðureinlitt Þytur 8,09

4. Inga Rós Suska Hauksdóttir Freisting frá Miðsitju Brúnn/milli-stjörnótt Neisti 7,88

5. Rakel Gígja Ragnarsdóttir Kilja frá Grafarkoti Rauður/milli-blesótt Þytur 7,82

6. Margrét Jóna Þrastardóttir Lyfting frá Höfðabakka Brúnn/milli-stjörnótt Þytur 7,61

                                                                                                                                                    

                                                                                                                      
 

 

 

Gæðingatölt-fullorðinsflokkur

 

A úrslit

Sæti Hross Knapi Litur Aðildarfélag eiganda Einkunn

1 Grámann frá Grafarkoti Margrét Jóna Þrastardóttir Grár/rauðureinlitt Þytur 8,54

2 Vinur frá Eyri Jóhann Albertsson Bleikur/fífil-blesótt Þytur 8,37

3 Nóadís frá Áslandi Þorgeir Jóhannesson Rauður/milli-blesótt Þytur 8,28

4 Kleópatra frá Hofi Eline Schriver *Bleikur/álóttureinlitt Neisti 8,12

5 Draumstjarna frá Vængsstöðum Alexander Uekötter Brúnn/milli-stjörnótt Þytur 7,54

Forkeppni

Sæti Hross Knapi Litur Aðildarfélag eiganda Einkunn

1 Grámann frá Grafarkoti Margrét Jóna Þrastardóttir Grár/rauðureinlitt Þytur  8,34

2 Nóadís frá Áslandi Þorgeir Jóhannesson Rauður/milli-blesótt Þytur 8,22

3 Vinur frá Eyri Jóhann Albertsson Bleikur/fífil-blesótt Þytur 8,17

4 Kleópatra frá Hofi Ásdís Brynja Jónsdóttir Bleikur/álóttureinlitt Neisti 8,10

5 Draumstjarna frá Vængsstöðum Alexander Uekötter Brúnn/milli-stjörnótt Þytur 7,53

 

Flugskeið 100m  

Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Tími

1 Jóhann Magnússon Píla frá Íbishóli Bleikur/álóttureinlitt Þytur 8,53

2 Eysteinn Tjörvi K. Kristinsson Gná frá Borgarnesi Grár/rauðureinlitt Þytur 8,79

3 Lilja Maria Suska Viðar frá Hvammi 2 Brúnn/milli-skjótt Neisti 8,86

 

 

Flettingar í dag: 136
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 643
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 1904990
Samtals gestir: 87554
Tölur uppfærðar: 18.5.2025 01:04:41