04.01.2013 11:02
Þrettándagleði
![]() |
Þrettándagleði
Verður haldin sunnudaginn 6. janúar nk. kl. 15:00
Farið verður frá Pakkhúsplani KVH á Hvammstanga kl: 15:00. Álfakóngur, álfadrottning, hirðmeyjar ásamt Grýlu, Leppalúða og jólasveinum leiða gönguna upp í reiðhöllina Þytsheima. Stoppað verður við sjúkrahúsið og sungnir áramótasöngvar.
Í Þytsheimum munu jólasveinar, Grýla og Leppalúði syngja og tralla með okkur og börnunum boðið á hestbak.
Foreldrar barna í æskulýðsstarfinu bjóða upp á kökur og brauðmeti og veitinganefnd Þyts býður upp á kaffi og kakó.
Vonumst til að sjá sem flesta á hestum og gangandi og eigum góða stund saman.
Kveðja Æskulýðsnefnd Þyts.
Ps: ef veðurútlit verður vont gæti dagskráin breyst, það verður þá auglýst á heimasíðu Þyts: thytur.123.is
Ágætu íbúar vinsamlegast skjótið EKKI upp flugeldum á meðan gangan fer fram, þar sem hross geta auðveldlega fælst og valdið slysum.
27.12.2012 21:45
Ísólfur íþróttamaður ársins í Vestur-Húnavatnssýslu
![]() |
Ísólfur og Freyðir á LM í Reykjavík í sumar. |
Ísólfur L Þórisson var í dag valinn íþróttamaður ársins hjá aðildafélögum USVH. Ísólfur hefur á undanförnum árum skipað sér í raðir bestu hestamanna landsins. Árið 2012 var honum farsælt á keppnisbrautinni og keppti hann á mörgum mótum með flottum árangri. Ísólfur var einnig knapi ársins hjá Þyt. Hér á eftir fer listi yfir árangur hans á árinu.
Ísólfur komst í A-úrslit á Landsmóti hestamanna í B-flokki og endaði í 6. Sæti.
Á Íslandsmóti í hestaíþróttum komst hann einnig í A-úrslit í fjórgangi og endaði þar í 5. Sæti, og í tölti lenti hann í 8. - 9. sæti.
Í Húnvetnsku liðakeppninni sigraði Ísólfur fjórgang og fimmgang, varð í 2. sæti í tölti og stigahæsti knapi mótaraðarinnar.
Í meistaradeild Norðurlands sigraði Ísólfur fjórgang, varð í 4. sæti í fimmgangi, 9. sæti í tölti, 6. sæti í slaktaumatölti og í 4. sæti samanlagt yfir mótaröðina.
Á Bautatölti á Akureyri varð Ísólfur í 3. sæti í tölti og á Þytsheimatölti á Hvammstanga endaði hann í 1. sæti.
Á Íþróttamóti Skugga í Borgarnesi sigraði Ísólfur bæði tölt og fjórgang.
Á vormóti Þyts sigraði Ísólfur bæði tölt og fjórgang og varð annar í fimmgangi.
Á gæðingamóti Þyts og úrtöku fyrir Landsmót sigraði Ísólfur tölt og B-flokk og endaði í 3. sæti í A-flokki.
INNILEGA TIL HAMINGJU ÍSÓLFUR MEÐ ÁRANGUR ÁRSINS !!!!
Í 2.sæti varð Helga Margrét Þorsteinsdóttir og í 3.sæti Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir.
Á heimasíðu USVH má svo sjá alla sem tilnefndir voru í ár.
24.12.2012 16:28
Gleðileg jól
Stjórn Þyts sendir Þytsfélögum sem og öllum Húnvetningum bestu óskir um gleðileg jól og farsældar á komandi ári með þökk fyrir samstarf, ánægjuleg samskipti og stuðning á árinu sem er að líða. Hér má sjá örfáar myndir frá frábæru ári.
![]() ![]() ![]() |
|
16.12.2012 16:17
Járninganámskeið
Fyrirhugað er að halda járninganámskeið dagana 11.-13.janúar nk. ef næg þáttaka fæst. Kennari verður Kristján Elvar Gíslason járningameistari. Þetta námskeið er jafnt fyrir byrjendur og lengra komna. Takið þessa daga frá ef þið hafið hug á að skrá ykkur, þetta verður svo auglýst nánar þegar nær dregur.
Fræðslunefnd Þyts
08.12.2012 13:15
Sirkus
![]() |
Í gær voru krakkarnir í hestafimleikunum með Sirkus sýningu í íþróttahúsinu á Laugarbakka. Í myndaalbúminu eru skemmtilegar myndir af sýningunni. Irina Kamp og Kathrin Scmitt hafa verið með vikulegar æfingar í haust fyrir um 30 krakka, sem sýndu ýmsar listir í sirkusnum. Það hafa verið vikulegar æfingar í haust í íþróttahúsinu og eftir áramót hefjast æfingar í reiðhöllinni á Hvammstanga þar sem krakkarnir munum æfa fimleika á hestum.
Námskeið á vegum Æskulýðsstarf Þyts í vetur: Eins og áður hefur verið auglýst verða nokkur námskeið fyrir krakkana í vetur. Námskeiðin hefjast í byrjun febrúar. Enn eru nokkur laus pláss í námskeiðin, en þau eru: Keppnisþjálfun, Reiðþjálfun fyrir minna vana, Reiðþjálfun fyrir meira vana, Byrjendahópur 9 ára og yngri og Fimleikar á hesti. Auk þess verður verklegi hluti í Knapamerki 2. Þið sem viljið fá nánari upplýsingar um námskeiðin eða skrá á þau, endilega sendið okkur tölvupóst í netfangi thyturaeska@gmail.com.
|
01.12.2012 21:34
Aðventan byrjar vel hjá hestamönnum
Í dag 1.desember var margt um að vera á Hvammstanga. Jólamarkaðir voru bæði í félagsheimilinu og í reiðhöllinni þar sem margt fallegt mátti sjá og versla. Auk þessa voru þrjár áhugaverðar sýnikennslur í Þytsheimum og voru margir fróðleiksþyrstir hestamenn mættir til að sjá og heyra. Við Þytsmenn megum vera stolt af okkar félagsmönnum sem vinna frábært starf í sjálfboðavinnu fyrir félagið. Allir eru duglegir að mæta og að baki hverjum viðburði eru fjölmörg störf félagsmanna unnin í sjálfboðavinnu, það ber að þakka.
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá deginum í dag sem er góð byrjun á spennandi vetrarstarfi í Þytsheimum.
![]() |
||||
fjölmargir komu á markaðinn í Þytsheimum
|
28.11.2012 13:22
Fyrsta námskeið vetrarins!
Þá er komið að því, nú drífum við af stað fyrsta námskeið vetrarins en það er frumtamningarnámskeið.
Kennsla verður í höndum Þóris Ísólfssonar reiðkennara. Námskeiðið skiptist í 2 bóklega tíma + 12 verklega, og mun það ná yfir 4-6 vikna tímabil. Þáttakendur koma með sitt eigið trippi. Byrjað verður á bóklega hlutanum fimmtudaginn 6.desember kl. 20:00 í Þytsheimum. Þá verður einnig nánari tilhögun námskeiðsins rædd og skipulögð.
Verðið á námskeiðinu verður +/- 30.000kr.
Skráning fer fram hjá Öldu í síma:847 8842 eða Maríönnu í síma: 896 3130 eða á netfangið mareva@simnet.is .
Skráningu þarf að vera lokið fyrir þriðjudagskvöldið 4. desember. Þið sem höfðuð sýnt þessu námskeiði áhuga: Vinsamlegast staðfestið þáttöku.
Nýtið ykkur nú þetta frábæra tækifæri, höfum gagn og umfram allt gaman af!
Fræðslunefnd Þyts
26.11.2012 21:52
Vöru- og sölukynning!
Þann 1. desember nk. verður vöru- og sölukynning í Þytsheimum frá kl. 13-18. Í boði verða vörur frá Prjónastofunni Kidka, Knapanum Borgarnesi og Mýranauti, svo verður dagatal hestamannafélagsins að sjálfsögðu til sölu. Einnig verður kynning á spæni frá Skógarvinnslunni ehf.





23.11.2012 08:32
Þrír Þytsfélagar eiga rétt á sæti í Meistaradeild Norðurlands
|
Búið er að ákveða keppnisdaga í Meistaradeild Norðurlands sem fer fram eins og áður í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki. Veislan hefst á úrtöku um sex laus sæti í deildinni 30 janúar.
30. jan. úrtaka um 6 laus sæti í deildinni.
20. feb. 4. gangur
6. mars. 5. gangur
20. mars. tölt
10. apríl. skeið og slaktaumatölt.
![]() |
Þeir knapar sem nú þegar eiga sæti í Meistaradeildinni eru:
1. Bjarni Jónasson
2. Sölvi Sigurðarson
3. Mette Mannseth
4. Ísólfur Líndal
5. Þórarinn Eymundsson
6. Ólafur Magnússon
7. Tryggvi Björnsson
8. Baldvin Ari Guðlaugsson
9. Þorbjörn H Matthíasson
10. Fanney D Indriðadóttir
11. Elvar Einarsson
12. Viðar Bragason
22.11.2012 08:57
Viðburðadagatal 2013
![]() |
Viðburðadagatalið fyrir 2013 er komið hérna inn á síðuna, svo núna er hægt að skipuleggja veturinn :) |
21.11.2012 19:39
Uppgötvun "Gangráðsins" í hrossum
Erindi
Uppgötvun „Gangráðsins“ í hrossum
Opinn fundur
Þýðing „Gangráðsins“ fyrir íslenskra hrossarækt
Uppgötvun „Gangráðsins“ í hrossum
Dr. Lisa S. Andersson flytur erindi á Hvanneyri um tímamótauppgötvun sína og félaga sinna um tilvist skeiðgensins „Pace maker gene“ sem ef til vill mætti kalla „Gangráðinn“ í hrossum. Niðurstöður rannsóknarinnar voru nýverið kynntar í hinu virta vísindariti Nature.
Lisa varði doktorsritegerð sína í sameindaerfðafræði “Equine Trait Mapping. From Disease Loci to the Discovery of a Major Gene Controlling Vertebrate Locomotion” nú í haust frá erfða- og kynbótafræðideild Sænska landbúnaðarháskólans í Uppsölum. Lisa og félagar eru afar áhugasöm um frekari rannsóknir á Íslenska hestinum og samstarf og mikill fengur að fá hana til landsins.
Erindi Lisu fer fram í Borg í Ásgarði á Hvanneyri, miðvikudaginn 28. nóvember n.k. og hefst kl. 14:30. Allir velkomnir.
Þýðing „Gangráðsins“ fyrir íslenska hrossarækt
Í tengslum við erindi sem Dr. Lisa S. Andersson flytur við LbhÍ um tímamótauppgötvun sína og félaga sinna um tilvist skeiðgensins „Pace maker gene“ mun Prófessor Þorvaldur Árnason, sem einnig tók þátt í rannsókninni, halda opinn fund með íslensku hrossaræktarfólki og öðrum áhugasömum um þýðingu þessarar uppgötvunar. Þorvaldur mun sérstaklega velta upp þeim möguleikum sem þetta skapar fyrir Íslenska hrossarækt.
Fundurinn með Þorvaldi fer fram þriðjudaginn 27. nóvember í Ársal, Ásgarði á Hvanneyri og hefst kl. 15:00. Fundurinn er öllum opinn og verður einnig sendur út á netinu fyrir þá sem ekki eiga heimangengt, sjá www.lbhi.is undir Útgáfa/Málstofa. Fundurinn er haldinn í samvinnu við Fagráð í hrossarækt.
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
20.11.2012 08:48
Vinna aftur í dag !!!
Í dag, þriðjudaginn 20.11 verður haldið áfram að þrífa höllina, búið er að þrífa alla veggina inn á reiðsvæðinu og kaffisalinn, en í dag þarf að halda áfram, pússa glerin, þrífa áhorfendapallana, klósettin og fl. Áætlað er að byrja um kl. 17.00, allir þeir sem geta og hafa tíma til að aðstoða eru beðnir að hafa samband við Ella í síma 894-9019.
Með fyrirfram þökk
Stjórn Þytsheima
19.11.2012 21:47
Sýnikennslur 1.des í Þytsheimum
![]() |
||
|
|
||
17.11.2012 23:01
Vinna upp í höll
![]() |
mynd úr safni, Gunnar flottur í atriðinu um opnun liðakeppninnar 2012 |
Mánudaginn 19.11. verður byrjað að þrífa höllina, áætlað er að byrja um kl. 17.00, allir þeir sem geta og hafa tíma til að aðstoða eru beðnir að hafa samband við Ella í síma 894-9019.
Með fyrirfram þökk
Stjórn Þytsheima
13.11.2012 12:02
Fundur annaðkvöld upp í félagshúsi Þyts
Minnum á fundinn annaðkvöld upp í félagshúsi...
Almennur félagsfundur verður haldinn í félagshúsi Þyts, miðvikudaginn 14. nóvember og hefst kl. 20.30
Dagskrá fundarins er:
1. Húnvetnska liðakeppnin
2. vetrardagskráin
3. Þytsheimar
4. önnur mál.
Stjórn Þyts