04.01.2013 11:02
Þrettándagleði
![]() |
Þrettándagleði
Verður haldin sunnudaginn 6. janúar nk. kl. 15:00
Farið verður frá Pakkhúsplani KVH á Hvammstanga kl: 15:00. Álfakóngur, álfadrottning, hirðmeyjar ásamt Grýlu, Leppalúða og jólasveinum leiða gönguna upp í reiðhöllina Þytsheima. Stoppað verður við sjúkrahúsið og sungnir áramótasöngvar.
Í Þytsheimum munu jólasveinar, Grýla og Leppalúði syngja og tralla með okkur og börnunum boðið á hestbak.
Foreldrar barna í æskulýðsstarfinu bjóða upp á kökur og brauðmeti og veitinganefnd Þyts býður upp á kaffi og kakó.
Vonumst til að sjá sem flesta á hestum og gangandi og eigum góða stund saman.
Kveðja Æskulýðsnefnd Þyts.
Ps: ef veðurútlit verður vont gæti dagskráin breyst, það verður þá auglýst á heimasíðu Þyts: thytur.123.is
Ágætu íbúar vinsamlegast skjótið EKKI upp flugeldum á meðan gangan fer fram, þar sem hross geta auðveldlega fælst og valdið slysum.
27.12.2012 21:45
Ísólfur íþróttamaður ársins í Vestur-Húnavatnssýslu
![]() |
|
Ísólfur og Freyðir á LM í Reykjavík í sumar. |
Ísólfur L Þórisson var í dag valinn íþróttamaður ársins hjá aðildafélögum USVH. Ísólfur hefur á undanförnum árum skipað sér í raðir bestu hestamanna landsins. Árið 2012 var honum farsælt á keppnisbrautinni og keppti hann á mörgum mótum með flottum árangri. Ísólfur var einnig knapi ársins hjá Þyt. Hér á eftir fer listi yfir árangur hans á árinu.
Ísólfur komst í A-úrslit á Landsmóti hestamanna í B-flokki og endaði í 6. Sæti.
Á Íslandsmóti í hestaíþróttum komst hann einnig í A-úrslit í fjórgangi og endaði þar í 5. Sæti, og í tölti lenti hann í 8. - 9. sæti.
Í Húnvetnsku liðakeppninni sigraði Ísólfur fjórgang og fimmgang, varð í 2. sæti í tölti og stigahæsti knapi mótaraðarinnar.
Í meistaradeild Norðurlands sigraði Ísólfur fjórgang, varð í 4. sæti í fimmgangi, 9. sæti í tölti, 6. sæti í slaktaumatölti og í 4. sæti samanlagt yfir mótaröðina.
Á Bautatölti á Akureyri varð Ísólfur í 3. sæti í tölti og á Þytsheimatölti á Hvammstanga endaði hann í 1. sæti.
Á Íþróttamóti Skugga í Borgarnesi sigraði Ísólfur bæði tölt og fjórgang.
Á vormóti Þyts sigraði Ísólfur bæði tölt og fjórgang og varð annar í fimmgangi.
Á gæðingamóti Þyts og úrtöku fyrir Landsmót sigraði Ísólfur tölt og B-flokk og endaði í 3. sæti í A-flokki.
INNILEGA TIL HAMINGJU ÍSÓLFUR MEÐ ÁRANGUR ÁRSINS !!!!
Í 2.sæti varð Helga Margrét Þorsteinsdóttir og í 3.sæti Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir.
Á heimasíðu USVH má svo sjá alla sem tilnefndir voru í ár.
24.12.2012 16:28
Gleðileg jól

Stjórn Þyts sendir Þytsfélögum sem og öllum Húnvetningum bestu óskir um gleðileg jól og farsældar á komandi ári með þökk fyrir samstarf, ánægjuleg samskipti og stuðning á árinu sem er að líða. Hér má sjá örfáar myndir frá frábæru ári.





![]() |
|
|
16.12.2012 16:17
Járninganámskeið
Fyrirhugað er að halda járninganámskeið dagana 11.-13.janúar nk. ef næg þáttaka fæst. Kennari verður Kristján Elvar Gíslason járningameistari. Þetta námskeið er jafnt fyrir byrjendur og lengra komna. Takið þessa daga frá ef þið hafið hug á að skrá ykkur, þetta verður svo auglýst nánar þegar nær dregur. ![]()
Fræðslunefnd Þyts
08.12.2012 13:15
Sirkus
![]() |
|
Í gær voru krakkarnir í hestafimleikunum með Sirkus sýningu í íþróttahúsinu á Laugarbakka. Í myndaalbúminu eru skemmtilegar myndir af sýningunni. Irina Kamp og Kathrin Scmitt hafa verið með vikulegar æfingar í haust fyrir um 30 krakka, sem sýndu ýmsar listir í sirkusnum. Það hafa verið vikulegar æfingar í haust í íþróttahúsinu og eftir áramót hefjast æfingar í reiðhöllinni á Hvammstanga þar sem krakkarnir munum æfa fimleika á hestum.
Námskeið á vegum Æskulýðsstarf Þyts í vetur: Eins og áður hefur verið auglýst verða nokkur námskeið fyrir krakkana í vetur. Námskeiðin hefjast í byrjun febrúar. Enn eru nokkur laus pláss í námskeiðin, en þau eru: Keppnisþjálfun, Reiðþjálfun fyrir minna vana, Reiðþjálfun fyrir meira vana, Byrjendahópur 9 ára og yngri og Fimleikar á hesti. Auk þess verður verklegi hluti í Knapamerki 2. Þið sem viljið fá nánari upplýsingar um námskeiðin eða skrá á þau, endilega sendið okkur tölvupóst í netfangi thyturaeska@gmail.com.
|
01.12.2012 21:34
Aðventan byrjar vel hjá hestamönnum
Í dag 1.desember var margt um að vera á Hvammstanga. Jólamarkaðir voru bæði í félagsheimilinu og í reiðhöllinni þar sem margt fallegt mátti sjá og versla. Auk þessa voru þrjár áhugaverðar sýnikennslur í Þytsheimum og voru margir fróðleiksþyrstir hestamenn mættir til að sjá og heyra. Við Þytsmenn megum vera stolt af okkar félagsmönnum sem vinna frábært starf í sjálfboðavinnu fyrir félagið. Allir eru duglegir að mæta og að baki hverjum viðburði eru fjölmörg störf félagsmanna unnin í sjálfboðavinnu, það ber að þakka.
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá deginum í dag sem er góð byrjun á spennandi vetrarstarfi í Þytsheimum.
![]() |
||||
|
fjölmargir komu á markaðinn í Þytsheimum
|
28.11.2012 13:22
Fyrsta námskeið vetrarins!
Þá er komið að því, nú drífum við af stað fyrsta námskeið vetrarins en það er frumtamningarnámskeið.
Kennsla verður í höndum Þóris Ísólfssonar reiðkennara. Námskeiðið skiptist í 2 bóklega tíma + 12 verklega, og mun það ná yfir 4-6 vikna tímabil. Þáttakendur koma með sitt eigið trippi. Byrjað verður á bóklega hlutanum fimmtudaginn 6.desember kl. 20:00 í Þytsheimum. Þá verður einnig nánari tilhögun námskeiðsins rædd og skipulögð.
Verðið á námskeiðinu verður +/- 30.000kr.
Skráning fer fram hjá Öldu í síma:847 8842 eða Maríönnu í síma: 896 3130 eða á netfangið mareva@simnet.is .
Skráningu þarf að vera lokið fyrir þriðjudagskvöldið 4. desember. Þið sem höfðuð sýnt þessu námskeiði áhuga: Vinsamlegast staðfestið þáttöku.![]()
Nýtið ykkur nú þetta frábæra tækifæri, höfum gagn og umfram allt gaman af!
Fræðslunefnd Þyts
26.11.2012 21:52
Vöru- og sölukynning!
Þann 1. desember nk. verður vöru- og sölukynning í Þytsheimum frá kl. 13-18. Í boði verða vörur frá Prjónastofunni Kidka, Knapanum Borgarnesi og Mýranauti, svo verður dagatal hestamannafélagsins að sjálfsögðu til sölu. Einnig verður kynning á spæni frá Skógarvinnslunni ehf.




23.11.2012 08:32
Þrír Þytsfélagar eiga rétt á sæti í Meistaradeild Norðurlands
|
|
Búið er að ákveða keppnisdaga í Meistaradeild Norðurlands sem fer fram eins og áður í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki. Veislan hefst á úrtöku um sex laus sæti í deildinni 30 janúar.
30. jan. úrtaka um 6 laus sæti í deildinni.
20. feb. 4. gangur
6. mars. 5. gangur
20. mars. tölt
10. apríl. skeið og slaktaumatölt.
![]() |
Þeir knapar sem nú þegar eiga sæti í Meistaradeildinni eru:
1. Bjarni Jónasson
2. Sölvi Sigurðarson
3. Mette Mannseth
4. Ísólfur Líndal
5. Þórarinn Eymundsson
6. Ólafur Magnússon
7. Tryggvi Björnsson
8. Baldvin Ari Guðlaugsson
9. Þorbjörn H Matthíasson
10. Fanney D Indriðadóttir
11. Elvar Einarsson
12. Viðar Bragason
22.11.2012 08:57
Viðburðadagatal 2013
![]() |
Viðburðadagatalið fyrir 2013 er komið hérna inn á síðuna, svo núna er hægt að skipuleggja veturinn :) |










