07.01.2013 10:52
Þrettándagleðin
![]() |
Í gær fór fram Þrettándagleði sem æskulýðsnefnd Hestamannafélagsins Þyts stóð fyrir. Farið var í hópgöngu/reið frá Pakkhúsi KVH upp í reiðhöllina Þytsheima. Huldufólk fór fyrir göngunni og fylgdu nokkrir mennskir á hestum í kjölfar þeirra. Svo voru býsna margir sem tóku þátt á tveimur jafnfljótum eða hjólhestum, sumir voru með hundana sína með í bandi og voru þeir auðvitað hinir prúðustu líkt og eigendur þeirra. Í hópnum mátti einnig sjá jólasveina, Grýlu og Leppalúða, sem að venju voru nú svolítið rugluð. Stoppað var við sjúkrahúsið og nokkrir jólasöngvar sungnir. Í Þytsheimum var fólki boðið upp á hlaðborð kræsinga og kakó, sem veitinganefnd Þyts og foreldrar í æskulýðsstarfinu stóðu fyrir, börnum var boðið á hestbak og Elinborg Sigurgeirsdóttir og Helga Rún Jóhannsdóttir spiluðu nokkur lög á harmonikkur og gestir sungu með.
![]() |
Myndir eru komnar af hátíðinni í myndaalbúm heimasíðunnar.
Viljum við í nefndinni þakka öllum kærlega fyrir komuna og aðstoðina við að gera gleðina sem mesta. Einnig þökkum við sveitarfélaginu Húnaþingi vestra fyrir veittan styrk til að geta staðið fyrir hátíðinni og gert hana skemmtilega.
06.01.2013 12:46
Frumtamninganámskeiði lokið
Það voru kampakátir þáttakendur sem luku frumtamninganámskeiðinu í dag.
![]() |
Þau sem tóku þátt voru sammála um að mjög vel hefði tekist til og er það ekki síst frábærum kennara að þakka. Við erum aldeilis heppin að hafa svona reynslubolta eins og Þóri Ísólfsson á svæðinu til að leiðbeina okkur og þetta námskeið verður vonandi árviss viðburður héðan í frá. Nokkrar myndir eru komnar inn frá námskeiðinu, þær má sjá hér.
04.01.2013 19:38
Járninganámskeið!
Járninganámskeið fyrir jafnt byrjendur sem lengra komna verður haldið helgina 11.-13.janúar 2013, ef næg þáttaka fæst.
Kennari: Kristján E. Gíslason járningameistari.
Námskeiðið hefst með fyrirlestri á föstudagskvöldinu, kl.20 í kaffistofu Þytsheima. Verkleg kennsla fer svo fram á laugardegi og sunnudegi, gert er ráð fyrir 2.klst á mann í verklegu. Einnig mun hann vera með sýnikennslu/kynningu á heitjárningum.
Þáttakendur mæta með sinn hest, en einnig verða lappir í boði fyrir byrjendur og þá sem það vilja.
Skeifur og fjaðrir eru innifaldar.
Verð: 22.000kr.
Skráning og/eða nánari upplýsingar hjá Öldu í síma: 847 8842 og hjá Maríönnu í síma: 896 3130 eða á netfangið mareva@simnet.is fyrir miðvikudaginn 9.janúar.
Fræðslunefnd Þyts
04.01.2013 11:02
Þrettándagleði
![]() |
Þrettándagleði
Verður haldin sunnudaginn 6. janúar nk. kl. 15:00
Farið verður frá Pakkhúsplani KVH á Hvammstanga kl: 15:00. Álfakóngur, álfadrottning, hirðmeyjar ásamt Grýlu, Leppalúða og jólasveinum leiða gönguna upp í reiðhöllina Þytsheima. Stoppað verður við sjúkrahúsið og sungnir áramótasöngvar.
Í Þytsheimum munu jólasveinar, Grýla og Leppalúði syngja og tralla með okkur og börnunum boðið á hestbak.
Foreldrar barna í æskulýðsstarfinu bjóða upp á kökur og brauðmeti og veitinganefnd Þyts býður upp á kaffi og kakó.
Vonumst til að sjá sem flesta á hestum og gangandi og eigum góða stund saman.
Kveðja Æskulýðsnefnd Þyts.
Ps: ef veðurútlit verður vont gæti dagskráin breyst, það verður þá auglýst á heimasíðu Þyts: thytur.123.is
Ágætu íbúar vinsamlegast skjótið EKKI upp flugeldum á meðan gangan fer fram, þar sem hross geta auðveldlega fælst og valdið slysum.
27.12.2012 21:45
Ísólfur íþróttamaður ársins í Vestur-Húnavatnssýslu
![]() |
|
Ísólfur og Freyðir á LM í Reykjavík í sumar. |
Ísólfur L Þórisson var í dag valinn íþróttamaður ársins hjá aðildafélögum USVH. Ísólfur hefur á undanförnum árum skipað sér í raðir bestu hestamanna landsins. Árið 2012 var honum farsælt á keppnisbrautinni og keppti hann á mörgum mótum með flottum árangri. Ísólfur var einnig knapi ársins hjá Þyt. Hér á eftir fer listi yfir árangur hans á árinu.
Ísólfur komst í A-úrslit á Landsmóti hestamanna í B-flokki og endaði í 6. Sæti.
Á Íslandsmóti í hestaíþróttum komst hann einnig í A-úrslit í fjórgangi og endaði þar í 5. Sæti, og í tölti lenti hann í 8. - 9. sæti.
Í Húnvetnsku liðakeppninni sigraði Ísólfur fjórgang og fimmgang, varð í 2. sæti í tölti og stigahæsti knapi mótaraðarinnar.
Í meistaradeild Norðurlands sigraði Ísólfur fjórgang, varð í 4. sæti í fimmgangi, 9. sæti í tölti, 6. sæti í slaktaumatölti og í 4. sæti samanlagt yfir mótaröðina.
Á Bautatölti á Akureyri varð Ísólfur í 3. sæti í tölti og á Þytsheimatölti á Hvammstanga endaði hann í 1. sæti.
Á Íþróttamóti Skugga í Borgarnesi sigraði Ísólfur bæði tölt og fjórgang.
Á vormóti Þyts sigraði Ísólfur bæði tölt og fjórgang og varð annar í fimmgangi.
Á gæðingamóti Þyts og úrtöku fyrir Landsmót sigraði Ísólfur tölt og B-flokk og endaði í 3. sæti í A-flokki.
INNILEGA TIL HAMINGJU ÍSÓLFUR MEÐ ÁRANGUR ÁRSINS !!!!
Í 2.sæti varð Helga Margrét Þorsteinsdóttir og í 3.sæti Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir.
Á heimasíðu USVH má svo sjá alla sem tilnefndir voru í ár.
24.12.2012 16:28
Gleðileg jól

Stjórn Þyts sendir Þytsfélögum sem og öllum Húnvetningum bestu óskir um gleðileg jól og farsældar á komandi ári með þökk fyrir samstarf, ánægjuleg samskipti og stuðning á árinu sem er að líða. Hér má sjá örfáar myndir frá frábæru ári.





![]() |
|
|
16.12.2012 16:17
Járninganámskeið
Fyrirhugað er að halda járninganámskeið dagana 11.-13.janúar nk. ef næg þáttaka fæst. Kennari verður Kristján Elvar Gíslason járningameistari. Þetta námskeið er jafnt fyrir byrjendur og lengra komna. Takið þessa daga frá ef þið hafið hug á að skrá ykkur, þetta verður svo auglýst nánar þegar nær dregur. ![]()
Fræðslunefnd Þyts
08.12.2012 13:15
Sirkus
![]() |
|
Í gær voru krakkarnir í hestafimleikunum með Sirkus sýningu í íþróttahúsinu á Laugarbakka. Í myndaalbúminu eru skemmtilegar myndir af sýningunni. Irina Kamp og Kathrin Scmitt hafa verið með vikulegar æfingar í haust fyrir um 30 krakka, sem sýndu ýmsar listir í sirkusnum. Það hafa verið vikulegar æfingar í haust í íþróttahúsinu og eftir áramót hefjast æfingar í reiðhöllinni á Hvammstanga þar sem krakkarnir munum æfa fimleika á hestum.
Námskeið á vegum Æskulýðsstarf Þyts í vetur: Eins og áður hefur verið auglýst verða nokkur námskeið fyrir krakkana í vetur. Námskeiðin hefjast í byrjun febrúar. Enn eru nokkur laus pláss í námskeiðin, en þau eru: Keppnisþjálfun, Reiðþjálfun fyrir minna vana, Reiðþjálfun fyrir meira vana, Byrjendahópur 9 ára og yngri og Fimleikar á hesti. Auk þess verður verklegi hluti í Knapamerki 2. Þið sem viljið fá nánari upplýsingar um námskeiðin eða skrá á þau, endilega sendið okkur tölvupóst í netfangi thyturaeska@gmail.com.
|
01.12.2012 21:34
Aðventan byrjar vel hjá hestamönnum
Í dag 1.desember var margt um að vera á Hvammstanga. Jólamarkaðir voru bæði í félagsheimilinu og í reiðhöllinni þar sem margt fallegt mátti sjá og versla. Auk þessa voru þrjár áhugaverðar sýnikennslur í Þytsheimum og voru margir fróðleiksþyrstir hestamenn mættir til að sjá og heyra. Við Þytsmenn megum vera stolt af okkar félagsmönnum sem vinna frábært starf í sjálfboðavinnu fyrir félagið. Allir eru duglegir að mæta og að baki hverjum viðburði eru fjölmörg störf félagsmanna unnin í sjálfboðavinnu, það ber að þakka.
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá deginum í dag sem er góð byrjun á spennandi vetrarstarfi í Þytsheimum.
![]() |
||||
|
fjölmargir komu á markaðinn í Þytsheimum
|
28.11.2012 13:22
Fyrsta námskeið vetrarins!
Þá er komið að því, nú drífum við af stað fyrsta námskeið vetrarins en það er frumtamningarnámskeið.
Kennsla verður í höndum Þóris Ísólfssonar reiðkennara. Námskeiðið skiptist í 2 bóklega tíma + 12 verklega, og mun það ná yfir 4-6 vikna tímabil. Þáttakendur koma með sitt eigið trippi. Byrjað verður á bóklega hlutanum fimmtudaginn 6.desember kl. 20:00 í Þytsheimum. Þá verður einnig nánari tilhögun námskeiðsins rædd og skipulögð.
Verðið á námskeiðinu verður +/- 30.000kr.
Skráning fer fram hjá Öldu í síma:847 8842 eða Maríönnu í síma: 896 3130 eða á netfangið mareva@simnet.is .
Skráningu þarf að vera lokið fyrir þriðjudagskvöldið 4. desember. Þið sem höfðuð sýnt þessu námskeiði áhuga: Vinsamlegast staðfestið þáttöku.![]()
Nýtið ykkur nú þetta frábæra tækifæri, höfum gagn og umfram allt gaman af!
Fræðslunefnd Þyts











