30.10.2015 23:32

Uppskeruhátíð Æskulýðsnefndar Þyts



Í dag var á Gauksmýri haldin uppskeruhátíð æskulýðsstarfsins hjá Þyti. Mörg af börnunum og unglingunum sem tóku þátt í starfinu síðastliðið starfsár mættu til að taka á móti viðurkenningum fyrir þátttökuna og eiga skemmtilega stund saman. Um 60 börn og unglingar tóku þátt í starfinu síðasta starfsár sem var mjög fjölbreytt; hestafimleikar, reiðnámskeið, Trec, Knapamerki 2 og 4 og ýmis mót sem þau tóku þátt í. Allir krakkarnir fengu viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna og húfu merkta Þyti. Kolbrún Stella formaður Þyts veitti verðlaun fyrir stigahæstu þrjá knapa barna- og unglingaflokks.


Stigahæstu knapar í barnaflokki:

1. sæti Eysteinn Tjörvi Kristinsson

2. sæti Rakel Gígja Ragnarsdóttir

3. sæti Ingvar Óli Sigurðsson


Stigahæstu knapar í unglingaflokki:

1. sæti Karitas Aradóttir 

2. sæti Eva Dögg Pálsdóttir

3. sæti Anna Herdís Sigurbjartsdóttir 

23.10.2015 14:36

Uppskeruhátíð Hrossaræktarsamtaka V-Hún og Hestamannafélagsins Þyts 2015

Uppskeruhátíð Hrossaræktarsamtaka V-Hún og Hestamannafélagsins Þyts 2015
 
Verður haldin laugardagskvöldið 31.október í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Matur, gleði og gaman.
Þessi frábæra skemmtun hefst stundvíslega kl 20:00 en húsið opnar kl 19:30 og það verður sko stemming.
Kjartan Óli sér um matinn og á boðstólnum verður:

Lamb að hætti Lemmy frænda með kartöflustöppu, bourbonsósu & salati.
BBQ kjúklingur með hrísgrjónum, bökuðu rótargrænmeti 
& kaldri piparrótarsósu.
Brownie með kaffinu.

Veislustjórn verður í höndum sauðfjárbónda úr austursýslunni.
.
Forsala miða og pantanir fara fram í Söluskálanum á Hvammstanga, sími 451-2465, hefst mánudag 26.október og þarf að vera lokið að kvöldi miðvikudagsins 28.október, athugið ekki posi. Miðaverð á uppskeruhátíðina er kr 6.900 matur, skemmtun og ball, en ef þú vilt hins vegar bara skella þér á dansleik með Trukkunum, sem hefst kl 23:00, þá kostar það litlar 3000 kr. Enginn posi á staðnum og ekki selt gos!
Mikilvægt er að panta miða í tíma.  Hægt er að nálgast pantaða miða fram á föstudag í Söluskálanum.

Eftirfarandi bú eru tilnefnd ræktunarbú ársins af Hrossaræktarsamtökum V-Hún.
Bessastaðir – Gauksmýri – Lækjamót – Syðri-Vellir

Athugið að það eru allir velkomnir á þessa frábæru skemmtun. Þetta er einstakt tækifæri til að bjóða frúnni eða bóndanum út á lífið.
Pússum dansskóna og setjum rúllur í hárið – Þetta verður stórfenglegt.

Sjáumst nefndin

19.10.2015 13:13

Uppskeruhátið æskulýðsstarfs Þyts



Föstudaginn 30. október kl. 17:00 verður Æskulýðsnefndin með uppskeruhátíð fyrir börn og unglinga sem tóku þátt í starfinu hjá Þyti síðastliðinn vetur og sumar. Hátíðin verður í Sveitasetrinu Gauksmýri.

Veittar verðar viðurkenningar fyrir þátttökuna í starfinu, greint frá því hvað verður framundan og tekið við skráningum í námskeið vetrarins.

Vonumst til að sjá sem flesta sem tóku þátt í hestafimleikunum, reiðþjálfun, Knapamerkjum, sýningum, keppnum og öðru skemmtilegu sem við gerðum á árinu, bæði börnin, unglingana og aðstandendur þeirra.

Æskulýðsnefndin

15.10.2015 18:10

Framtìð landsmóta, hver er þín skoðun?

Landssamband Hestamannafélaga og Bændasamtök Íslands standa fyrir vinnufundi um framtíð landsmóta hestamanna 17. okt nk. Markmið vinnufundarins er að félagsmenn komi saman til að móta stefnu varðandi Landsmót. 

Tveir Þytsfélagar fara à fundinn fyrir hönd félagsins, við ì stjórninni höfum rætt okkar skoðanir á framtíð landsmóta og erum komin með okkar niðurstöðu en okkur langar til að fà fleiri sjónarhorn og taka saman helstu niðurstöður fyrir okkar fulltrúa. Því biðjum við um skoðanir félaga à neðangreindum punktum. Megið senda tölvupóst á Guðrúnu à gudrunstei@hunathing.is sem mun taka niðurstöðurnar saman fyrir fulltrùana à föstudaginn 16.10 nk.
 
Punktar;
Hver er tilgangur Landsmóta?
Fyrir hverja er LM?
Hverju viljum við ná fram? viljum við fjölga gestum - erlendum og innlendum? 
Keppendur á Landsmótum, hverjir hafa þátttökurétt? à að breyta úrtökum? à að skipta upp kynbóta og gæðingakeppninni
Dagskrá og afþreying á Landsmótum? à að hafa aðra afþreyingu en hestamennsku á LM? à að stytta/lengja dagskrá? à að breyta timasetningunni? 
Umgjörð Landsmóta? eigum við að hafa einn þjóðarleikvang íslenska hestsins eða hafa landsmótið til skiptis à nokkrum stöðum eins og núverandi fyrirkomulag er?
Þurfa öll LM að vera eins?
 
Þið þurfið ekki að senda inn skoðanir à öllum punktunum nema auðvitað ef þið hafið skoðanir à þeim öllum. emoticon
 
Hlökkum til að fà ykkar skoðanir.
Stjórnin
 

14.10.2015 08:59

Haustskýrslur búfjár 2015

Ágætu hestamenn í Norðvesturumdæmi.
Nú hefur verið opnað fyrir skil á haustskýrslum búfjár 2015.
Samkvæmt lögum eiga allir eigendur/umráðamenn búfjár að skila árlegri haustskýrslu fyrir 20. nóvember um búfjáreign, fóður og landstærðir eftir því sem við á.
Skil fara fram með rafrænum hætti á www.bustofn.is.
Þetta er annað árið sem búfjáreigendur sem einungis eiga hesta þurfa að skila inn haustskýrslu og eru þeir eindregið hvattir til að skila á tilsettum tíma

Rétt er líka að geta þess að áskilið er í lögum að þeir sem ekki skila skýrslu skulu heimsóttir og upplýsinga aflað á þeirra kostnað.

Ef einhverjar spurningar vakna er velkomið að hafa samband við undirritaðann:

einar.magnusson@mast.is
8580855

Einar Kári Magnússon
 

05.10.2015 15:03

Uppskeruhátíð Hestamannafélagsins Þyts og Hrossaræktarsamtaka V-Hún.

Uppskeruhátíðin okkar verður haldin hátíðleg 31. október.  
Takið daginn frá - nánar auglýst síðar.

05.10.2015 12:23

Árleg fundarferð um landið

 

Árleg fundarferð um landiðAlmennir fundir í fundarröð Félags hrossabænda og Fagráðs í hrossarækt um málefni hestamanna hefjast fljótlega. Helstu málefni sem tekin verða fyrir á fundunum eru eftirfarandi:

• Markaðsátak í hestamennsku – kynning.

• Sýningarárið 2015 í kynbótadómum. 

• Vinna við nýjan dómskala í kynbótadómum verður kynnt.

• Val kynbótahrossa á Landsmót 2016 – hugmyndir kynntar.

• Framkvæmd Landsmóts 2016.

Eins og sjá má verður margt áhugavert á döfunni og mikilvægt að hestafólk fjölmenni á fundina.

Með fulltrúum Félags hrossabænda og fagráðs, þeim Sveini Steinarssyni formanni Félags hrossabænda og fagráðs og Þorvaldi Kristjánssyni, ábyrgðarmanni í hrossarækt verður fulltrúi Landssambands Hestamannafélaga og munu þau verða frummælendur fundanna.

 

Fundirnir verða haldnir á eftirtöldum stöðum:

5. okt. Höfuðborgarsvæðið kl. 20:00. Í Samskipahöllinni í Spretti.

6. okt. Eyjafjörður kl. 20:00. Í Ljósvetningabúð í Þingeyjarsveit. 

7. okt. Skagafirði kl. 20:00. Í Tjarnarbæ á Sauðárkróki.

8. okt. Húnavatnssýslur kl. 20:30 – Gauksmýri.

 

 Næstu fundir í fundarröðinni verða kynntir fljótlega.

 

Hvetjum hestamenn og hrossaræktendur til að fjölmenna á fundina og nýta tækifærið til að kynna sér verkefnin og leggja sitt til málanna.

29.09.2015 09:14

Hestar fyrir börn

 

 

 

Hestamannafélaginu langar að athuga með áhuga hjá foreldrum á því að fá hest fyrir barnið sitt sem það getur verið með á námskeiðum vetrarins.

Það eru nokkrir góðir barnahestar í boði gegn vægu gjaldi/húsplássi. Tvö börn geta verið saman með einn hest til þess að lækka gjaldið.

Í vetur verða námskeið fyrir minna vön börn og meira vön börn, þar sem þeim er kennt ýmislegt um ásetu og reiðmennsku, gangtegundir og keppni.

Foreldrar barna sem langar að stunda hestamennsku en hafa ekki aðgang að hesti mega endilega hafa samband í síma 848-7219 Helga eða í síma 8637786 Kolla. Eins og í fyrra að þá er Þytur aðeins milligönguaðili á milli eigenda hrossa og foreldra.

                                                                                                                                                   

 

16.08.2015 22:31

Úrslit Gæðingamóts Þyts 2015

Gæðingamót Þyts var haldið laugardaginn 15.08 sl. Veðrið var frábært fram eftir degi en þá fór að rigna af og til eins og hellt væri úr fötu. Kappi var aðeins að stríða mótanefnd en Þórdís Ben reiknimeistari reddaði hlutunum bara upp á gamla mátann.

Knapi mótsins valinn af dómurum var Rakel Gígja Ragnarsdóttir og glæsilegasti hestur mótsins einnig valinn af dómurum var Grágás frá Grafarkoti. Hæst dæmda hryssa mótsins var Brúney frá Grafarkoti, knapi Elvar Logi Friðriksson, en þau verðlaun gefa Hrossaræktarsamtökin þeirri hryssu sem er með hæstu einkunn úr forkeppni í fullorðinsflokkunum. Fjórðu aukaverðlaunin sem veitt eru á Gæðingamóti Þyts eru til elsta keppenda í áhugamannaflokki en það er Eva-Lena Lohi sem hlýtur þann titil.

Rakel Gígja og Grágás frá Grafarkoti
 
4 pollar tóku þátt í mótinu en það voru þau Dagbjört Jóna Tryggvadóttir 9 ára á Sparibrún frá Hvoli 20 vetra, Guðmar Hólm Ísólfsson 9 ára á Valdísi frá Blesastöðum 1a, rauðstjörnótt 19 vetra, Herdís Erla Elvarsdóttir 2 ára á Flakkara frá Æsustöðum 28 vetra, og Indriði Rökkvi Ragnarsson 7 ára á Glóey frá Gröf 13 vetra. Þessir krakkar stálu auðvitað athygli allra á svæðinu á meðan þau voru í braut.

 
Úrslit urðu eftirfarandi:
 
Barnaflokkur:

Nafn/hestur/eink(fork/úrslit)
1. Rakel Gígja Ragnarsdóttir og Grágás frá Grafarkoti, 8,48/8,49
2. Eysteinn Tjörvi Kristinsson og Kjarval frá Hjaltastaðahvammi, 8,25/8,38
 
Unglingaflokkur:

Nafn/hestur/eink(fork/úrslit)
1. Eva Dögg Pálsdóttir og Stuðull frá Grafarkoti, 8,18/8,33
2. Karítas Aradóttir og Vala frá Lækjamóti, 8,16/8,17
3. Ásdís Brynja Jónsdóttir og Keisari frá Hofi, 7,98/8,13
4. Lara Margrét Jónsdóttir og Króna frá Hofi, 8,00/8,03
5. Sara Lind Sigurðardóttir og Maí frá Syðri-Völlum, 7,92/7,74
 
Ungmennaflokkur:

Nafn/hestur/eink(fork/úrslit)
1. Ragnheiður Petra Óladóttir og Daníel frá Vatnsleysu, 8,37/8,45
2. Fanndís Ósk Pálsdóttir og Biskup frá Sauðárkróki, 8,08/8,27
 
C - flokkur:

Nafn/hestur/eink(fork/úrslit)
1. Eva Lena Lohi og Bliki frá Stóru-Ásgeirsá, 8,04/8,05
2. Ruth Bakles og Helga frá Hrafnsstöðum, 7,98/7,99
3. Eyjólfur Sigurðsson og Lukka frá Akranesi, 7,91/7,90
4. Sigrún Eva Þórisdóttir og Dropi frá Hvoli, 7,88/7,89

B - flokkur
A úrslit Nafn/hestur/eink(fork/úrslit)

1. Ísólfur Líndal Þórisson og Flans frá Víðivöllum fremri, 8,35/8,57
2-3. Elvar Logi Friðriksson og Brúney frá Grafarkoti, 8,40/8,51
2-3. Jóhann Magnússon og Mynd frá Bessastöðum, 8,33/8,51
4. Þorgeir Jóhannesson og Stígur frá Reykjum 1, 8,16/8,25
5. Jónína Lilja Pálmadóttir og Svipur frá Syðri-Völlum, 8,14/8,24

B úrslit Nafn/hestur/eink(fork/úrslit)

6. Hörður Óli Sæmundsson og Dáð frá Ási, 8,09/8,45
7. Karítas Aradóttir og Björk frá Lækjamóti, 8,10/8,25
8. Marina Schregelmann og Sálmur frá Gauksmýri, 8,09/8,20
9. Birna Olivia Agnarsdóttir og Diddi frá Þorkelshóli 2, 8,08/8,15 (Marina reið forkeppni)
10. Sverrir Sigurðsson og Valey frá Höfðabakka, 8,13/8,12

A flokkur

Nafn/hestur/eink(fork/úrslit)
1. Ísólfur Líndal Þórisson og Muninn frá Auðsholtshjáleigu, 8,30/8,44
2. Jóhann Magnússon og Sjönd frá Bessastöðum, 8,27/8,40
3. Anna Funni Jonason og Gosi frá Staðartungu, 8,19/8,30
4. Eline Schriver og Laufi frá Syðra-Skörðugili, 7,84/7,96
5. Jónína Lilja Pálmadóttir og Orka frá Syðri-Völlum, 8,10/7,33

100 m skeið

1. Ísólfur Líndal Þórisson og Viljar frá Skjólbrekku, tími 7,97
2. Vigdís Gunnarsdóttir og Stygg frá Akureyri, tími 8,75
3. Einar Reynisson og Lykill frá Syðri-Völlum, tími 10,02

Komnar myndir inn í myndaalbúm á síðunni, Irina tók flottar myndir fyrir félagið.

Mótanefnd Þyts

Landsbankinn er aðalstyrktaraðili Þyts

14.08.2015 21:16

Gæðingamót Þyts 2015 - Dagskrá og ráslistar

Dagskrá

8:45  Knapafundur
9:00   B - flokkur   
Ungmennaflokkur  
Unglingaflokkur   
A - flokkur   
Pollar   
MATUR  
Barnaflokkur
C - flokkur   
Skeið   
B úrslit B flokkur
Úrslit ungmennaflokkur/unglingaflokkur  
Úrslit A flokkur  
Úrslit barnaflokkur  
Úrslit C flokkur
A úrslit í B flokk  
 Mótslok

 

 

Ráslistar

Pollaflokkur

Dagbjört Jóna Tryggvadóttir

Sparibrúnn  frá Hvoli 20 vetra

Indriði Rökkvi Ragnarsson

Glóey frá Gröf   13 vetra

Guðmar Hólm Ísólfsson

Valdís frá Blesastöðum 1a, rauðstjörnótt 19 vetra

Herdís Erla Elvarsdóttir

Flakkari frá Æsustöðum 28 vetra

 

A-flokkur


1     Orka frá Syðri-Völlum  - Jónína Lilja Pálmadóttir
2     Laufi frá Syðra-Skörðugili -  Eline Schriver
3     Gosi frá Staðartungu -  Anna Funni Jonasson
4     Muninn frá Auðsholtshjáleigu -  Ísólfur Líndal Þórisson
5     Sjöund frá Bessastöðum -  Jóhann Magnússon

 

B-flokkur

1     Tyrfingur frá Miðhjáleigu Anna Funni
2     Diddi frá Þorkelshóli 2 Marina Gertrud Schregelmann
3     Birta frá Áslandi Þorgeir Jóhannesson
4     Byr frá Grafarkoti Elvar Logi Friðriksson
5     Muni frá Syðri-Völlum Einar Reynisson
6     Valey frá Höfðabakka Sverrir Sigurðsson
7     Flans frá Víðivöllum fremri Ísólfur Líndal Þórisson
8     Aragon frá Álfhólahjáleigu Lýdía Þorgeirsdóttir
9     Dáð frá Ási I Hörður Óli Sæmundarson
10     Svipur frá Syðri-Völlum Jónína Lilja Pálmadóttir
11     Vigur frá Hofi Ásdís Brynja Jónsdóttir
12     Sálmur frá Gauksmýri Marina Gertrud Schregelmann
13     Stígur frá Reykjum 1 Þorgeir Jóhannesson
14     Brúney frá Grafarkoti Elvar Logi Friðriksson
15     Björk frá Lækjamóti Karítas Aradóttir
16     Mynd frá Bessastöðum

Jóhann Magnússon


 

Barnaflokkur

1     Eysteinn Tjörvi K. Kristinsson Glóð frá Þórukoti
2     Rakel Gígja Ragnarsdóttir Grágás frá Grafarkoti
3     Eysteinn Tjörvi K. Kristinsson

Kjarval frá Hjaltastaðahvammi

 

 

Unglingaflokkur

 

1     Eva Dögg Pálsdóttir Glitri frá Grafarkoti
2     Lara Margrét Jónsdóttir Króna frá Hofi
3     Ásdís Brynja Jónsdóttir Keisari frá Hofi
4     Karítas Aradóttir Vala frá Lækjamóti
5     Sara Lind Sigurðardóttir Maí frá Syðri-Völlum
6     Anna Herdís Sigurbjartsdóttir Brokey frá Grafarkoti
7     Eva Dögg Pálsdóttir Stuðull frá Grafarkoti

 

 

Ungmennaflokkur

 

1     Fanndís Ósk Pálsdóttir Biskup frá Sauðárkróki
2     Ragnheiður Petra Óladóttir

Daníel frá Vatnsleysu

 

 

C-flokkur

1     Sigrún Eva Þórisdóttir Dropi frá Hvoli
2     Eva Lena Lohi Bliki frá Stóra-Ásgeirsá
3     Eyjólfur Sigurðsson

Lukka frá Akranesi

4                       Ruth Bakles                    Helga frá Hrafnsstöðum

 

 

100 m flugskeið

 

1     Jóhann Magnússon Hellen frá Bessastöðum
2     Einar Reynisson Lykill frá Syðri-Völlum
3     Jónína Lilja Pálmadóttir Nn frá Syðri-Völlum
4     Ísólfur Líndal Þórisson Viljar frá Skjólbrekku
5     Vigdís Gunnarsdóttir Stygg frá Akureyri
6     Eydís Anna Kristófersdóttir Bergþóra frá Kirkjubæ
7     Anna Funni Jonasson

Gosi frá Staðartung

 

08.08.2015 10:05

Gæðingamót Þyts 2015

Gæðingamót Þyts verður haldið á Kirkjuhvammsvelli 15. ágúst 2015. Ákveðið var að hafa mótið opið mót. Boðið verður upp á eftirfarandi flokka: A-flokk gæðinga B-flokk gæðinga C- flokk gæðinga Ungmenni (18-21 árs á keppnisárinu) Unglingar (14-17 ára á keppnisárinu) Börn (10-13 ára á keppnisárinu) Skeið 100m Pollar (9 ára og yngri á árinu) C - Flokkur: Flokkur þessi er ætlaður byrjendum og lítið keppnisvönu fólki til þess að byrja að spreyta sig í gæðingakeppninni. Knapi og hestur sem keppir í C- flokki , getur ekki keppt líka í A og B flokk á sama móti. Meira um c flokk hér: http://www.lhhestar.is/static/files/frett_tengt/c-flokkur.pdf 

Skráning er í gegnum mótasíðu Sportfengs. http://skraning.sportfengur.com/ Lokaskráningardagur er miðnætti þriðjudaginn 11.ágúst. Skráning polla sendist á email: thytur1@gmail.com 
Skráningargjöld í fullorðinsflokka og ungmennaflokk eru 3.000 kr. fyrir börn og unglinga 2.000 kr. Í skeiðgreinum er skráningargjaldið 1500 kr á hest. Skráningargjöld greiðast inn á reikning 0159-15-200343 kt. 550180-0499 um leið og fólk skráir í gegnum skráningakerfið og viðkomandi keppandi fer þannig inn á ráslista. C flokkur heitir þrígangur í Sportfeng þar sem hann er ekki kominn inn í Kappa.
Þeir sem eru með farandbikara mega koma þeim til mótanefndar áður en mótið hefst. Mótanefnd auglýsir eftir aðstoð við ýmis störf á mótinu, en framkvæmd mótsins veltur alfarið á góðum stuðningi félagsmanna.

Hlökkum til að sjá sem flesta.

Mótanefnd 

Landsbankinn er aðalstyrktaraðili Þyts

30.06.2015 10:44

Aukapöntun á jökkum



Mánudaginn 06.07 verður send inn aukapöntun á Þytsjökkum, ef það eru einhverjir sem vilja kaupa endilega hafið samband við Elísu í síma 847-8397 fyrir mánudaginn nk. 

Viljum einnig minna alla sem eiga eftir að borga jakkana að millifæra inn á 0159-26-001081 kt. 550180-0499. Kröfur verða sendar út á föstudaginn fyrir ógreidda jakka. 

26.06.2015 08:31

Eysteinn Tjörvi á FEIF Youth Camp


Eysteinn Tjörvi Kristinsson frá Hestamannafélaginu Þyt er á leið á FEIF Youth Camp sem haldið verður í Þýskalandi dagana 28. júní. - 5. júlí 2015. Þetta eru sumarbúðir fyrir hestakrakka á aldrinum 13 - 17 ára og markmið þeirra er að kynnast krökkum frá aðildarlöndum FEIF fyrir (hesta)menningu annarra þjóða og að hitta ungt fólk með sama áhugamál.

Búðirnar eru haldnar í Reitschule Berger í Bestwig-Berlar sem er 150 km fyrir austan Dusseldorf. Búðirnar eru á vegum FEIF sem er Alþjóðasamtöku um íslenska hestinn um allan heim og fer Eysteinn fyrir hönd Íslands.

15.06.2015 15:29

Úrslit frá opnu Íþróttamóti Þyts

Þá kemur þetta loksins...

Opna íþróttamót Þyts var haldið á Hvammstanga 13. júní sl. Sterkir hestar mættir til leiks í flestum greinum, veðrið var flott (loksins) og allir skemmtu sér vel.
 
Úrslit urðu eftirfarandi: 
 
Tölt T1 - 1.flokkur
 
1. Elvar Logi Friðriksson - Byr frá Grafarkoti 7,06
2. Vigdís Gunnarsdóttir - Flans frá Víðivöllum fremri 6,72
3 Einar Reynisson - Muni frá Syðri-Völlum 6,56
4. Jóhann B. Magnússon - Mynd frá Bessastöðum  6,56
5. Kolbrún Grétarsdóttir - Stapi frá Feti 6.50
 
Tölt T3 - 2.flokkur
 
                     1. Þorgeir Jóhannesson - Stígur frá Reykjum 1     6.17
 2. Ruth Bakels (keppti sem gestur) - Rán frá Skefilsstöðum    5,83
           3. Marina Schregelmann - Stúdent frá Gauksmýri     5,50
               4. Eydís Ósk Indriðadóttir - Vídalín frá Grafarkoti 5,22
5. Sigrún Eva Þórisdóttir - Dropi frá Hvoli    5,06
 
 
Tölt T3 - Ungmennaflokkur
 
1. Finnbogi Bjarnason - Roði frá Garði     7,00
2. Birna Olivia Agnarsdóttir - Jafet frá Lækjamóti    6.06
3. Fanndís Ósk Pálsdóttir - Biskup frá Sauðárkróki    5,89
 
 
Tölt T3 - Unglingaflokkur
 
1. Karítas Aradóttir - Björk frá Lækjamóti    6,50
2. Eva Dögg Pálsdóttir - Glufa frá Grafarkoti    6,44
3. Anna Herdís Sigurbjartsdóttir - Stuðull frá Grafarkoti   5,72
4. Ásdís Brynja Jónsdóttir - Vigur frá Hofi   5,61
5. Birgitta Sól Helgadóttir - Valdís frá Blesastöðum 1A   4,61
 
 
Tölt T3 - Barnaflokkur
 
1. Ingvar Óli Sigurðsson - Vænting frá Fremri-Fitjum    5,83
2. Rakel Gígja Ragnarsdóttir - Kátur frá Grafarkoti   5,28
3. Eysteinn Tjörvi Kristinsson - Kjarval frá Hjaltastaðahvammi   5,17
 
 
Tölt T2 
 
1. Fanney Dögg Indriðadóttir - Brúney frá Grafarkoti    7,50
2. Finnbogi Bjarnason - Blíða frá Narfastöðum   7,13
3. Vigdís Gunnarsdóttir - Gulltoppur frá Þjóðólfshaga 1    6,96
 
 
Fjórgangur V1 - 1.flokkur
 
1. Bjarni Jónasson - Hafrún frá Ytra-Vallholti   6,60
2. Vigdís Gunnarsdóttir - Sögn frá Lækjamóti    6,47
3. Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir - Ræll frá Varmalæk   6,27
4. Jónína Lilja Pálmadóttir - Svipur frá Syðri-Völlum   6,20
5. Jessie Huijbers - Hátíð frá Kommu     5,87
 
 
Fjórgangur V2 - 2.flokkur
1. Marina Schregelmann - Diddi frá Þorkelshóli 2     6,17
2. Þorgeir Jóhannesson - Stígur frá Reykjum 1     6,03
3. Sigrún Eva Þórisdóttir - Dropi frá Hvoli     5,23
4. Eydís Ósk Indriðadóttir - Vídalín frá Grafarkoti 5,17
 
 
Fjórgangur V2 - Ungmennaflokkur
1. Ragnheiður Petra Óladóttir - Daníel frá Vatnsleysu     6,40
2. Birna Olivia Agnarsdóttir - Jafet frá Lækjamóti    5,97
3. Fríða Marý Halldórsdóttir - Sóley frá Brekku í Þingi     5,90
4. Kristófer Smári Gunnarsson - Feykja frá Höfðabakka    5,77
5. Fanndís Ósk Pálsdóttir - Biskup frá Sauðárkróki    5,60
 
 
Fjórgangur V2 - Unglingaflokkur
1. Eva Dögg Pálsdóttir - Glufa frá Grafarkoti     6,50
2. Karítas Aradóttir - Vala frá Lækjamóti     6,00
3. Ásdís Brynja Jónsdóttir - Vigur frá Hofi     5,80
4. Birgitta Sól Helgadóttir - Valdís frá Blesastöðum 1A    4,00
5. Anna Herdís Sigurbjartsdóttir - Stuðull frá Grafarkoti    2,07
 
 
Fjórgangur V5 - Barnaflokkur
1. Eysteinn Tjörvi Kristinsson - Orrusta frá Lækjamóti     5,33
2. Rakel Gígja Ragnarsdóttir - Æringi frá Grafarkoti     5,04
3. Ingvar Óli Sigurðsson - Vænting frá Fremri-Fitjum   2,63
 
 
Fjórgangur V5
1. Elvar Logi Friðriksson - Auðlegð frá Grafarkoti   5,87
2. Herdis Einarsdóttir - Átta frá Grafarkoti   5,50
 
 
Fimmgangur F1 - 1.flokkur
1. Bjarni Jónasson - Dynur frá Dalsmynni    6,76
2. Jóhann Magnússon - Sjöund frá Bessastöðum    6,40
3. Elvar Logi Friðriksson - Eldfari frá Stóru-Ásgeirsá    6,10
4. Þóranna Másdóttir - Ganti frá Dalbæ    5,67
5. Herdís Einarsdóttir - Göslari frá Grafarkoti     4,90

 
Gæðingaskeið 
1. Jóhann Magnússon - Sjöund frá Bessastöðum 6,21
2. Kolbrún Grétarsdóttir - Ræll frá Gauksmýri   3,42
 
100 metra Flugskeið
1. Kristófer Smári Gunnarsson - Kofri frá Efri-Þverá    8,63
2. Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir - Hrókur frá Kópavogi    8,92

 
Fullt af myndum komnar inn í myndaalbúmið á síðunni sem Eydís tók fyrir okkur.
 
Mótanefnd Þyts
   
 
 
 

11.06.2015 22:51

Ráslistar - Opið íþróttamót Þyts

Pollaflokkur

 

Hafþór Ingi Sigurðsson og Ljúfur frá Hvoli

Jakob Friðriksson Líndal og Dagur frá Hjaltastaðahvammi

Dagbjört Jóna og Þokki frá Hvoli

Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal og Rökkvi frá Dalsmynni

Þórólfur Hugi Tómasson og Kremi frá Galtanesi

 

 

Fimmgangur F1 1.flokkur

1    H    Elvar Logi Friðriksson        Eldfari frá Stóru-Ásgeirsá
2    V    Jóhann Magnússon        Sjöund frá Bessastöðum
3    V    Herdís Einarsdóttir        Göslari frá Grafarkoti
4    V    Ísólfur Líndal Þórisson        Segull frá Akureyri
5    H    Bjarni Jónasson        Dynur frá Dalsmynni
6    V    Þóranna Másdóttir        Ganti frá Dalbæ
7    V    Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir        Óskar frá Litla-Hvammi I
8    V    Eline Schriver        Laufi frá Syðra-Skörðugili
9    V    Kolbrún Grétarsdóttir        Ræll frá Gauksmýri
10    H    Elvar Logi Friðriksson        Gróska frá Grafarkoti

 

Fjórgangur V1 1.flokkur

1    V    Eline Schriver        Króna frá Hofi
2    V    Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir        Ræll frá Varmalæk
3    V    Kolbrún Grétarsdóttir        Stapi frá Feti
4    V    Einar Reynisson        Muni frá Syðri-Völlum
5    V    Bjarni Jónasson        Hafrún frá Ytra-Vallholti
6    H    Ísólfur Líndal Þórisson        Kristófer frá Hjaltastaðahvammi
7    V    Jessie Huijbers        Hátíð frá Kommu
8    H    Fanney Dögg Indriðadóttir        Brúney frá Grafarkoti
9    V    Vigdís Gunnarsdóttir        Sögn frá Lækjamóti
10    V    Jónína Lilja Pálmadóttir        Svipur frá Syðri-Völlum
11    V    Greta Brimrún Karlsdóttir        Sveipur frá Miðhópi
12    V    Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir        Flipi frá Bergsstöðum Vatnsnesi

 

 

Fjórgangur V2 - 2.flokkur

 

1    V    Marina Gertrud Schregelmann        Diddi frá Þorkelshóli 2
1    V    Þorgeir Jóhannesson        Stígur frá Reykjum 1
2    V    Eydís Ósk Indriðadóttir        Vídalín frá Grafarkoti
2    V    Helga Rós Níelsdóttir        Frægur frá Fremri-Fitjum
3    V    Sigrún Eva Þórisdóttir        Dropi frá Hvoli
3    V    Marina Gertrud Schregelmann        Stúdent frá Gauksmýri
4    V    Þorgeir Jóhannesson        Birta frá Áslandi
4    V    Ruth Bakels        Rán frá Skefilsstöðum

 

 

Fjórgangur V2 - Ungmennaflokkur

Hópur    Hönd    Knapi        Hestur
1    V    Birna Olivia Ödqvist        Jafet frá Lækjamóti
1    V    Finnbogi Bjarnason        Roði frá Garði
2    V    Fríða Marý Halldórsdóttir        Sóley frá Brekku í Þingi
2    V    Ragnheiður Petra Óladóttir        Daníel frá Vatnsleysu
3    H    Tatjana Gerken        Hökull frá Þorkellshóli 2
3    H    Fanndís Ósk Pálsdóttir        Biskup frá Sauðárkróki

 

 

Fjórgangur V2 - Unglingaflokkur

1    V    Birgitta Sól Helgadóttir        Valdís frá Blesastöðum 1A
1    V    Eva Dögg Pálsdóttir        Glufa frá Grafarkoti
2    V    Ásdís Brynja Jónsdóttir        Vigur frá Hofi
2    V    Lara Margrét Jónsdóttir        Öfund frá Eystra-Fróðholti
3    H    Anna Herdís Sigurbjartsdóttir        Stuðull frá Grafarkoti
3    H    Karítas Aradóttir        Vala frá Lækjamóti

 

 

Fjórgangur V5 - Barnaflokkur

1    V    Rakel Gígja Ragnarsdóttir        Æringi frá Grafarkoti
1    V    Eysteinn Tjörvi K. Kristinsson        Orrusta frá Lækjamóti
2    V    Ingvar Óli Sigurðsson        Vænting frá Fremri-Fitjum

 

 

Fjórgangur V5 - Opinn flokkur

1    V    Herdís Einarsdóttir        Átta frá Grafarkoti
1    H    Elvar Logi Friðriksson        Auðlegð frá Grafarkoti

 

 

Gæðingaskeið

1        Jóhann Magnússon        Sjöund frá Bessastöðum
2        Kolbrún Grétarsdóttir        Ræll frá Gauksmýri
3        Finnbogi Bjarnason        Nótt frá Garði
4        Ísólfur Líndal Þórisson        Muninn frá Auðsholtshjáleigu
5        Vigdís Gunnarsdóttir        Stygg frá Akureyri
6        Elvar Logi Friðriksson        Eldfari frá Stóru-Ásgeirsá

 

 

100 m. flugskeið

1        Jóhann Magnússon        Hellen frá Bessastöðum
2        Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir        Hrókur frá Kópavogi
3        Finnbogi Bjarnason        Nótt frá Garði
4        Ísólfur Líndal Þórisson        Viljar frá Skjólbrekku
5        Vigdís Gunnarsdóttir        Stygg frá Akureyri

 

Tölt T1 - 1.flokkur

1    V    Jóhann Magnússon        Mynd frá Bessastöðum
2    V    Vigdís Gunnarsdóttir        Flans frá Víðivöllum fremri
3    H    Einar Reynisson        Muni frá Syðri-Völlum
4    H    Þóranna Másdóttir        Ganti frá Dalbæ
5    H    Elvar Logi Friðriksson        Byr frá Grafarkoti
6    H    Magnús Ásgeir Elíasson        Elding frá Stóru-Ásgeirsá
7    V    Herdís Einarsdóttir        Glitri frá Grafarkoti
8    H    Kolbrún Grétarsdóttir        Stapi frá Feti

 

 

Tölt T2 - 1.flokkur

1    V    Finnbogi Bjarnason        Blíða frá Narfastöðum
2    H    Ísólfur Líndal Þórisson        Freyðir frá Leysingjastöðum II
3    H    Vigdís Gunnarsdóttir        Gulltoppur frá Þjóðólfshaga 1
4    V    Fanney Dögg Indriðadóttir        Brúney frá Grafarkoti

 

 

Tölt T3 - 2.flokkur

1    H    Eydís Ósk Indriðadóttir        Vídalín frá Grafarkoti
1    H    Marina Gertrud Schregelmann        Stúdent frá Gauksmýri
2    H    Sigrún Eva Þórisdóttir        Dropi frá Hvoli
2    H    Þorgeir Jóhannesson        Stígur frá Reykjum 1
3    H    Ruth Bakels        Rán frá Skefilsstöðum
4    V    Helga Rós Níelsdóttir        Frægur frá Fremri-Fitjum

 

 

Tölt T3 - Ungmennaflokkur

1    H    Birna Olivia Ödqvist        Jafet frá Lækjamóti
1    H    Ragnheiður Petra Óladóttir        Daníel frá Vatnsleysu
2    V    Fanndís Ósk Pálsdóttir        Biskup frá Sauðárkróki
2    V    Finnbogi Bjarnason        Roði frá Garði
3    H    Fríða Marý Halldórsdóttir        Sóley frá Brekku í Þingi

 

 

Tölt T3 - Unglingaflokkur

1    H    Karítas Aradóttir        Björk frá Lækjamóti
1    H    Anna Herdís Sigurbjartsdóttir        Stuðull frá Grafarkoti
2    V    Lara Margrét Jónsdóttir        Öfund frá Eystra-Fróðholti
2    V    Ásdís Brynja Jónsdóttir        Vigur frá Hofi
3    V    Birgitta Sól Helgadóttir        Valdís frá Blesastöðum 1A
4    H    Eva Dögg Pálsdóttir        Glufa frá Grafarkoti

 

 

Tölt T3 - Barnaflokkur

1    V    Eysteinn Tjörvi K. Kristinsson        Kjarval frá Hjaltastaðahvammi
2    H    Rakel Gígja Ragnarsdóttir        Kátur frá Grafarkoti
2    H    Ingvar Óli Sigurðsson        Vænting frá Fremri-Fitjum

 

 

 

 

 

 

Flettingar í dag: 448
Gestir í dag: 58
Flettingar í gær: 2796
Gestir í gær: 107
Samtals flettingar: 1417634
Samtals gestir: 74847
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:21:02