11.02.2016 15:02
Kortasjá reiðleiða
Búið er að uppfæra kortasjá reiðleiða í nýjan gagnagrunn sem er hraðvirkari og einfaldari í notkun.
Farið er inn á kortasjá um heimasíðu LH, www.lhhestar.is og smellt á flipa hægra megin á síðunni. Einnig er hægt að fara inn á kortasjá um tengla sem er að finna á heimasíðum flestra hestamannafélaga eða fara beint inn á slóðina www.map.is/lh
Búið að setja inn í kortasjána 11.325 km - sjá ferla á upphafskorti kortasjár.
11.02.2016 15:00
Ískaldar töltdívur
Mikil stemning er fyrir Ísköldum töltdívum og sjáum við fram á frábært mót til styrktar Landsliði Íslands í hestaíþróttum.
Glæsilegir aukavinningar verða í boði ásamt því að sigurvegari opins flokks hlýtur þátttökurétt á Allra sterkustu 26. mars næstkomandi.
Einnig verður glæsilegasta parið valið.
Í ár verða keppnisgreinarnar eftirfarandi:
- T1 (Opinn flokkur)
- T3 (Meira vanar)
- T7 (Minna vanar)
- T3 (Ungmennaflokkur (18-21 árs))
Keppnin hefst með forkeppni, að henni lokinni verður skemmtiatriði í hléi og svo taka úrslitin við.
Úrslitin hefjast kl. 20:00
Skráning er á http://skraning.sportfengur.
Skráningargjaldið er kr. 6.000. Takmarkaður fjöldi skráninga!
Allur ágóði af mótinu fer til styrktar landsliði Íslands í hestaíþróttum sem keppir á Norðurlandamótinu í Biri í Noregi í sumar.
Landsliðsnefnd LH
10.02.2016 14:48
Er lífið ekki keppni?
08.02.2016 14:36
Tími í reiðhöll fyrir yngstu börnin okkar.
Ætlum að athuga með áhuga á tíma fyrir yngstu börnin, semsagt teymingarhóp. Þeir sem hafa áhuga á að koma með börn sín er bent á að skrá börnin með því að senda tölvupóst á thyturaeska@gmail.com.
08.02.2016 10:14
Firmakeppni Þyts 2016
Hestamannafélagið Þytur heldur sína árlegu firmakeppni á öskudaginn, næstkomandi miðvikudag, 10. febrúar kl 18:00. Keppt verður í 5 flokkum, pollar, börn, unglingar, karlar og konur og verða veitt verðlaun fyrir 3 efstu sætin í hverjum flokk nema pollaflokk þar sem allir fá viðurkenningu fyrir þáttöku, en einnig verða veitt verðlaun fyrir „par dagsins“ og bestu tilþrif. Við hvetjum alla til að mæta vel skreyttir því það verða líka búninga verðlaun í öllum 5 flokkunum.
Skráning á staðnum
Að keppni lokinni verður kaffihlaðborð á meðan nefndin undirbýr verðlaunaafhendingu sem verður að því loknu. Þytur leitar til sinna félagsmanna um að leggja til veitingar á hlaðborðið sem verður í umsjá veitinganefndar og er fólk beðið um að setja sig í samband við Laura Ann Howser í síma 848-0258 og netfang laura@hunathing.is
Verð á kaffihlaðborð:
fullorðnir: kr. 1.000kr
6-14 ára: kr. 500kr
yngri en 6: frítt
06.02.2016 08:35
Svínavatn 2016
![]() |
Laugardaginn 5. mars verður mótið haldið á Svínavatni í A-Hún.
Keppt verður í A og B flokki gæðinga og opnum flokki í tölti. Fyrirkomulag með svipuðu sniði og verið hefur undanfarin ár og verða nánari upplýsingar birtar þegar nær dregur á hestanetmiðlum og á heimasíðu mótsins. Vegleg peningaverðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sæti í hverjum flokki. Eins og venjulega verður gott hljóðkerfi á staðnum og dagskránni útvarpað.
05.02.2016 22:50
Úrslit eftir fyrsta kvöld liðakeppninnar.
Þá er fyrsta móti vetrarins lokið og var það mjög skemmtilegt. Mörg flott tilþrif sáust á vellinum og má með sanni segja að reiðmennska hafi verið til fyrirmyndar eins og Þytsfélögum er von og vísa.
Við byrjum á að kynna til liðs nýju liðin en eftir drátt kvöldsins líta þau svona út:
Appelsínugulir:
Börn - Dagbjört Jóna, Bryndís Jóhanna
Unglingaflokkur - Anna Herdís, Ásdís Brynja
3.flokkur - Jóhanna Helga, Elín Sif, Aðalheiður Sveina
2.flokkur - Sverrir, Elías, Halldór Pálsson, Lýdía
1.flokkur - Fanney Dögg, Ísólfur
Fjólubláir:
Börn - Arnar Finnbogi, Guðmar Þór
Unglingar - Eysteinn, Lara Margrét
3.flokkur - Sigrún Eva, Stine, Sigurður Björn
2.flokkur - Birna, Eline, Magnús Ásgeir, Þóranna, Jóhann Albertsson
1.flokkur - Elvar Logi
Grænir:
Börn - Margrét Jóna, Rakel Gígja
Unglingar - Karítas, Ásta Guðný
3.flokkur - Agnar, Óskar
2.flokkur - Eva Dögg, Þorgeir, Unnsteinn, Eydís Anna, Dóri Sig.
1.flokkur - Vigdís, Kolbrún Gr.
Það er ljóst að margir eiga eftir að bætast við þegar líða tekur á. Eftir kvöldið er staðan í liðakeppninni þannig að efstir eru Appelsínugulir (65,8), þá næst Grænir (63,2) og svo Fjólubláir (58,2). Nóg af stigum í pottinum og allt getur gerst.
En úrslitin í smalanum í kvöld urðu sem hér segir:
Pollaflokkur
2 pollar tóku þátt og stóðu sig með prýði en það voru þau Indriði Rökkvi Ragnarsson og Erla Rán Hauksdóttir
Barnaflokkur
![]() |
1. Rakel Gígja Ragnarsdóttir - Æra frá Grafarkoti
2. Bryndís Jóhanna Kristinsdóttir- Raggi frá Bala 1
3. Guðmar Hólm Ísólfsson - Valdís frá Blesastöðum
4. Margrét Jóna Þrastardóttir - Melody frá Hafnarfirði
5. Dagbjört Jóna Tryggvadóttir - Þokki frá Hvoli
6. Arnar Finnbogi Hauksson - Fjölnir frá Stóru Ásgeirsá
Unglingaflokkur
![]() |
1. Ásta Guðný Unnsteinsdóttir - Flótti frá Leysingjastöðum II
2. Eysteinn Tjörvi Kristinsson - Sandey frá Höfðabakka
3. Karítas Aradóttir - Stygg frá Akureyri
4. Anna Herdís Sigurbjartsdóttir - Auðna frá Sauðadalsá
3.flokkur
1. Jóhanna Helga Sigtryggsdóttir - Stelpa frá Helguhvammi II
2. Elín Sif Holm Larsen - Bríet frá Hjaltastaðahvammi
3. Stine Kragh - Eik frá Þorkelshóli 2
4. Sigurður Björn Gunnlaugsson - Gletta frá Nípukoti
5. Óskar Hallgrímsson - Glotti frá Grafarkoti
2.flokkur
1. Halldór Pálssons - Fleygur frá Súluvöllum
2. Eydís Anna Kristófersdóttir - Hrekkur frá Enni
3. Sverrir Sigurðssons - Valey frá Höfðabakka
4. Birna Olivia Agnarsdóttir - Stæll frá Víðidalstungu
5. Þorgeir Jóhannesson - Stígur frá Reykjum 1
1.flokkur
1. Elvar Logi Friðriksson - Júlíus frá Borg
2. Fanney Dögg Indriðadóttir - Fríða frá Reykjum
3. Vigdís Gunnarsdóttir - Funi frá Fremri Fitjum
Nokkrar myndir frá skemmtilegur kvöldi.
Ástund hestavöruverslun gaf sigurvegurum kvöldsins písk og plaggat með hestalitunum.
Aðalstyrktaraðili Húnvetnsku liðakeppninnar
04.02.2016 22:43
Ráslistar fyrir smalann
Á morgun fer fram fyrsta mótið í liðakeppninni í Þytsheimum.
Vegna veður var ekki hægt að hittast í kvöld og draga í lið eins og stóð til. Við látum það ekki á okkur fá og hittumst hress og kát á morgun kl 18:00. Þá verður opið fyrir knapa til að æfa sig á brautinni. Í kjölfarið, eða um kl 19:00 munum við draga í liðin.
500 kr aðgangseyrir og sjoppan vitaskuld opin.
Við hefjum svo keppni rétt upp úr klukkan 19:00. Úrslit eru riðin strax á eftir forkeppni og eru það 5 stigahæstu sem fá að fara brautina aftur. Dagskráin verður sem hér segir:
1.flokkur
Börn
Unglingar
3.flokkur
2.flokkur
Ráslistar:
Barnaflokkur
1. Rakel Gígja Ragnarsdóttir - Æra frá Grafarkoti
2. Margrét Jóna Þrastardóttir – Melody frá Hafnarfirði.
3. Guðmar Hólm Ísólfsson - Valdís frá Blesastöðum
4. Bryndís Jóhanna Kristinsdóttir - Raggi frá Bala 1
5. Dagbjört Jóna Tryggvadóttir - Þokki frá Hvoli
Unglingaflokkur
1. Ásdís Brynja Jónsdóttir - Birta frá Kaldbak
2. Lara Margrét Jónsdóttir - Öfund frá Eystra Fróðholti
3. Eysteinn Tjörvi Kristinsson - Sandey frá Höfðabakka
4. Karítas Aradóttir - Stygg frá Akureyri
5. Ásta Guðný Unnsteinsdóttir - Flótti frá Leysingjastöðum 1A
6. Anna Herdís Sigurbjartsdottir - Auðna frá Sauðadalsá
7. Eysteinn Tjörvi Kristinsson - Glóð frá Þórukoti
3.flokkur
1. Jóhanna Helga Sigtryggsdóttir - Stelpa frá Helguhvammi
2. Elín Sif Holm Larsen - Bríet frá Hjaltastaðahvammi
3. Stine Kragh - Eik frá Þorkelshóli 2
4. Sigrún Eva - Hrafn frá Hvoli
5. Aðalheiður Sveina Einarsdóttir - Össur frá Grafarkoti
6. Sigurður Björn Gunnlaugsson - Gletta Frá Nípukoti
7. Agnar Sigurðsson - Merkúr frá Kolugili
8. Óskar Hallgrimsson - Glotti frá Grafarkoti
2.flokkur
1. Halldór Pálsson - Sæla frá Súluvöllum
2. Eline Manon Schrijver - Króna frá Hofi
3. Birna Olivia Agnarsdóttir - Stæll frá Víðidalstungu II
4. Eva Dögg Pálsdóttir - Kastanía frá Grafarkoti
5. Eydís Anna Kristófersdòttir - Hrekkur frá Enni
6. Þorgeir Jóhannesson – Stígur frá Reykjum 1
7. Elías Guðmundsson - Hylling frá Stóru-Ásgeirsá
8. Sverrir Sigurðsson - Valey frá Höfðabakka
9. Halldór Pálsson - Fleygur frá Súluvöllum
1.flokkur
1. Elvar Logi Friðriksson - Júlíus frá Borg
2. Fanney Dögg Indriðadóttir - Fríða
Aðalstyrktaraðili liðakeppninnar er Sláturhúsið SKVH.
Ástund hestavöruverslun gefur verðlaun fyrir 1.sæti í öllum flokkum.
04.02.2016 15:29
Æfingu FRESTAÐ
Æfingu vegna smalans sem átti að vera í kvöld verður frestað vegna veðurs þangað til á morgun, föstudaginn 5. febrúar.
Æfing kl. 18:00 og dregið í lið kl. 19:00.
Keppni hefst að því loknu.
Látið berast.
Hlökkum til að sjá ykkur :)
Nefndin
01.02.2016 12:11
Æfingar fyrir smalann og dregið í lið.
Á morgun, þriðjudag 02.02, verður æfing fyrir smalann. Æfingin byrjar kl 20:00 og hvetjum við sem flesta til að mæta og renna sér í gegnum brautina.
Á fimmtudag, 04.02, verður aftur æfing kl 20:00 og ætlum við þá einnig að draga í lið fyrir Liðakeppnina. Endilega fjölmennum og keyrum keppnistímabilið í gang saman.
01.02.2016 09:49
Námskeiðið ,,aftur á bak"
30.01.2016 22:48
Fyrsta mót - Smali
Fyrsta mótið í Húnvetnsku liðakeppninni verður haldið föstudagskvöldið 05.02. og hefst kl. 19.00 í Þytsheimum, keppt verður í smala. Skráning er á netfang thytur1@gmail.com fyrir miðnætti miðvikudagskvöldsins 03.02. Fram þarf að koma nafn og kennitala knapa, flokkur, hestur og IS númer. Skráningargjöld eru 1.500 kr í smala fyrir fullorðna en 1.000 fyrir börn og unglinga. Greiða þarf skráningargjöld áður en mót hefst inn á reikning Þyts 0159-15-200343 kt. 550180-0499.
Keppt verður í barnaflokki (börn fædd 2003 - 2006 ), unglingaflokki (börn fædd 1999 - 2002), 3 flokki, flokkur sem er ætlaður þeim sem eru að byrja að keppa eða hafa litla keppnisreynslu. 2 flokki, fyrir þá sem hafa nokkra keppnisreynslu en eru ekki að stunda keppni að neinu ráði og 1. flokki sem er ætlaður þeim sem eru mikið í keppni. Það fara 9 hestar brautina aftur ef 15 eða fleiri keppendur eru í flokki, annars fara 5 í úrslit.
Einnig verður í boði pollaflokkur þar sem pollarnir okkar fá að spreyta sig í brautinni.
Stigin í smala inn í liðakeppnina í forkeppni eru þannig að 300 stig gefa 6 stig, 290 - 299 stig gefa 5,8 stig, 280 - 289 stig gefa 5,6 stig, 270 - 279 stig gefa 5,4 stig osfrv.
Úrslitin eru eins á öllum mótunum þeas 1 sæti = 10 stig, 2 sæti = 8 stig, 3 sæti = 6 stig, 4 sæti = 4 stig, 5 sæti = 2 stig, 6 sæti = 2 stig (ef B-úrslit), 7-10 = 1 stig
Einstaklingskeppni:
1.sæti - 10 stig
2.sæti - 8 stig
3.sæti - 7 stig
4.sæti - 6 stig
5.sæti - 5 stig
6.sæti - 4 stig
7.sæti - 3 stig
8.sæti - 2 stig
9.sæti - 1 stig
Mynd af brautinni (sem er sú sama og í fyrra) og æfingatími fyrir keppendur kemur inn hvað úr hverju.
Smalinn:
Reglur smalans:
Smalinn dregur nafn sitt af einu mikilvægasta hlutverki íslenska hestsins frá örófi alda. Eiginleikar sem prýða góðan smala og smalahest eru nauðsynlegir ef árangur á að nást, þetta eru þættir eins og hraði, kjarkur, fimi og snerpa.
Riðin er braut sem mörkuð er keilum sem ná upp á síður hests. Keilurnar skulu vera þannig útbúnar að þær falli við litla snertingu. Árangurinn ræðst af brautartíma og felldum keilum. Reiknireglur eru þær sömu og í tímabraut torfærunnar. Smalinn er hrein grein í þeirri merkingu að árangurinn er mælanlegur án frávika, þ.e. hann ræðst eingöngu af tíma og felldum keilum en ekki mati dómara. Dómarar eru engu að síður til staðar og meta hvort knapinn fari gegnum öll hlið, telja felldar keilur og hafa eftirlit með reiðmennsku knapa líkt og í öðrum keppnisgreinum.
Stigin telja þannig að knapar raðast í sæti eftir besta tímanum, sá sem er fyrstur fær 300 stig, sá næsti 280, 270 o.s.frv. Við hverja fellda keilu dragast frá 14 stig. Fyrir sleppt hlið eru 28 refsistig. Yfir brúnna er ekki leyft að fara á stökki þ.e.a.s allur annar gangur er í lagi. Ef brúnni er sleppt þá er það 4x28 refsistig. Gult spjald= gróf reiðmennska 30 refsistig Rautt spjald= MJÖG gróf reiðmennska ÚR LEIK!
Brautin verður svipuð og undanfarin ár, gamla brautin er spegluð eins og hún var í fyrra, í staðin fyrir U-ið eru komnar 3 stangir sem þarf að ríða undir, þessar stangir koma úr nýju keppnisgreininni TREC. 2 m eru á milli stanganna og eru 14 refsistig við hverja stöng ef hún er felld. Fyrir að sleppa því að ríða undir stangirnar þá er það 3 x 28 refsistig.
Síðan verða 2 hindranir (brokkspírur) sem þarf að fara yfir, við hverja fellda hindrun eru 14 refsistig. Hér fyrir neðan má sjá brautina 2015.
Í ár verður ekki hlið eða veifa sem þarf að taka upp og með sér í mark.
28.01.2016 14:19
Námskeið hjá Sigga Sig
26.01.2016 13:30
Sýningahópur
26.01.2016 12:28
Nýjar reglur fyrir Húnvetnsku liðakeppnina 2016
Farið verður yfir nýjar reglur á opnum fundi í félagshúsi Þyts kl 20:30 í kvöld. Endilega fjölmennum og keyrum keppnistímabilið í gang saman.
Liðakeppni 2016 - Reglur
1) Dregið er í lið fyrir hvern flokk. Þannig að hvert lið hefur jafn marga (+/-1) keppendur í hverjum flokki.
2) Liðin sem keppa í ár eru 3 talsins. Appelsínugulaliðið, Grænaliðið og Fjólubláaliðið!
3) Hægt er að draga sig í lið þótt maður keppi ekki á fyrsta móti., þó er það ekki skilda. Skráðir keppendur eru dregnir á undan.
4) Þeir sem ætla ekki að taka þátt í keppni vetrarins velja sér lið til þess að styðja. Leyfilegt er að breyta um stuðningslið á miðju keppnistímabili.
5) Knapar verða að vera í sama liðinu allt tímabilið, þ.e. bannað að skipta um lið á miðju tímabili. Einnig verður hver og einn knapi að velja sér hvort hann ætlar að keppa í 1. 2. eða 3. flokki við fyrstu skráningu eða þegar fólk dregur sig í lið ef fólk ákveður að draga sig í lið áður en það skráir sig til keppni.
6) 5 efstu knapar úr forkeppni telja til stiga fyrir hvert lið, stigin eru einkunnir hvers knapa.
7) Hver knapi getur aðeins skilað stigum fyrir sitt lið fyrir 1 hest á hverjum móti.
8) Efsti knapi í úrslitum í hverri grein og hverju liði telur til stiga. Ef riðin eru B-úrslit telja tveir knapar í hverri grein og hverju liði til stiga.
1. sæti = 10 stig, 2.sæti = 8 stig, 3. sæti = 6 stig, 4.sæti = 4 stig, 5. sæti = 2 stig, 6. sæti = 2 stig (ef B-úrslit) 7.-10. sæti 1 stig.
9) Flokkar: Barnaflokkur (börn fædd 2003-2006), unglingaflokkur (börn fædd 1999-2002), 3. flokkur er ætlaður þeim sem eru að byrja að keppa eða hafa litla keppnisreynslu, 2. flokkur er fyrir þá sem hafa nokkra keppnisreynslu er eru ekki að stunda keppni að neinu ráði, 1. flokkur er ætlaður þeim sem eru mikið í keppni og hafa mikla keppnisreynslu.
10) Hver keppandi má keppa á fleiri en einum hesti í hverri grein, en ef keppandi kemst með tvo hesta í úrslit verður hann að velja á milli þeirra og aðeins keppa á öðrum í úrslitum. Ekki er leyfilegt að fá aukaknapa til að ríða úrslit fyrir sig.
11) Í skeiði má hver knapi keppa á eins mörgum hrossum og hann vill en getur aðeins fengið stig fyrir einn hest eins og í öðrum greinum.
12) Pollaflokkur telur ekki til stiga.
13) Í vetur verður boðið upp á keppni í slaktaumatölti. Er sú grein viðbót vegna úrtöku fyrir "Meistarar meistaranna". Greinin er í raun aukalega og telur því ekki til stiga , hvorki í liðakeppni né einstaklingskeppni. Keppt verður í einum flokk og mega því allir taka þátt sem vilja. Sá keppandi sem nær bestum árangri og hefur náð tilsettum aldri vinnur sér inn þátttöku rétt í þessari grein á "Meistarar meistaranna".