07.06.2024 12:51
Dagskrá úrtöku og gæðingamóts Þyts 2024
Mótanefnd áskilur sér þann rétt að breyta dagskrá eftir veðri!
Laugardagur
12:00
- Knapafundur
12:30
- Barnaflokkur
- A-flokkur
- Ungmennaflokkur
-Pollaflokkur
hlé
- B-flokkur
- C-flokkur
- Unglingaflokkur
- Gæðingatölt
hlé
- Skeið
Úrslit:
- Barnaflokkur
- Unglingaflokkur
- Ungmennaflokkur
Sunnudagur
10:00
Seinna rennsli forkeppni
- A flokkur
- B flokkur
Matarhlé
Úrslit:
- A úrslit B-flokkur
- A úrslit Gæðingatölt
-A úrslit C-flokkur
- A úrslit A – flokkur
03.06.2024 09:53
Gæðingamót 2024 og úrtaka fyrir Landsmót
Sameiginlegt Gæðingamót og úrtaka hestamannafélaganna Þyts, Snarfara og Neista fyrir Landsmót í Reykjavík 2024 verður haldin á Hvammstanga 8.- 9. júní.
Skráningar skuli berast fyrir miðnætti þriðjudaginn 4. júní inn á skráningakerfi Sportfengs www.sportfengur.com
Mótanefnd áskilur sér rétt til að fella niður eða sameina flokka ef ekki næst næg þátttaka.
Skráningargjöld í fullorðinsflokka og ungmennaflokk eru 4.500 kr. og fyrir börn og unglinga 3.500 kr. Í skeiði er skráningargjaldið 3.500 kr á hest.
Þeir sem eru með farandbikara mega koma þeim til mótanefndar áður en mótið hefst.
Í Gæðingatölti verður opinn flokkur
Skráningargjad skal greiða um leið og skráð er og senda kvittun fyrir greiðslu skráningargjalds á netfangið thytur1@gmail.com.
Kt: 550180-0499 Rnr: 0159 - 15 - 200343
![]() |
28.05.2024 19:09
Úrslit Íþróttamóts Þyts 2024
![]() |
||
|
Frábær helgi að baki hjá hestamannafélaginu, en Opna íþróttamót Þyts var haldið í blíðskaparveðri helgina 25. - 26 maí. Þátttaka ágæt og margir sjálfboðaliðar komu að mótinu og gerðu það auðvelt og skemmtilegt, mótanefnd vill þakka öllum sem komu aðstoðuðu okkur um helgina. Myndir frá Eydísi koma fljótlega inn á síðuna. Myndina hér að ofan tók Árborg Ragnarsdóttir á mótinu af Jóhanni Albertssyni og fleirum í úrslitum í tölti 2. flokki.
Fjórir pollar mættu til leiks en það voru þau Gígja Kristín Harðardóttir á Skutlu frá Efri-Þverá, Halldóra Friðriksdóttir Líndal á Ljúf frá Lækjamóti, Margrét Þóra Friðriksdóttir og Niður frá Lækjamóti og Viktoría Jóhannesdóttir Kragh á Prins frá Þorkelshóli 2.
Úrslit urðu eftirfarandi:
Samanlagðir sigurvegarar í fjórgangsgreinum voru Eysteinn Tjörvi Kristinsson, Halldór P Sigurðsson, Jólín Björk K Kristinsdóttir og Herdís Erla Elvarsdóttir. Samanlagður sigurvegari fimmgangsgreina var Fríða Marý Halldórsdóttir
Tölt T3 - 1. flokkur
A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1-2 Hörður Óli Sæmundarson Mói frá Gröf Brúnn/milli-einlitt Þytur 7,11 (sigraði eftir sætaröðun)
1-2 Eysteinn Tjörvi K. Kristinsson Fortíð frá Ketilsstöðum Brúnn/milli-stjörnótt Þytur 7,11
3 Kolbrún Grétarsdóttir Jaðrakan frá Hellnafelli Rauður/dökk/dr.einlitt Þytur 6,94
4 Elvar Logi Friðriksson Dýrfinna frá Víðivöllum fremri Grár/rauðureinlitt Þytur 6,28
5 Herdís Einarsdóttir Fleinn frá Grafarkoti Brúnn/milli-einlitt Þytur 6,17
Forkeppni
Sæti Knapi Hross LiturA ðildarfélag knapa Einkunn
1 Eysteinn Tjörvi K. Kristinsson Fortíð frá Ketilsstöðum Brúnn/milli-stjörnótt Þytur7,00
2 Hörður Óli Sæmundarson Mói frá Gröf Brúnn/milli-einlitt Þytur 6,77
3 Kolbrún Grétarsdóttir Jaðrakan frá Hellnafelli Rauður/dökk/dr.einlitt Þytur 6,53
4 Elvar Logi Friðriksson Dýrfinna frá Víðivöllum fremri Grár/rauðureinlitt Þytur 6,07
5-6 Jóhann MagnússonRauðhetta frá BessastöðumRauður/milli-skjótt Þytur 6,03
5-6 Herdís Einarsdóttir Fleinn frá Grafarkoti Brúnn/milli-einlitt Þytur 6,03
Fullorðinsflokkur - 2. flokkur
A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Rakel Gígja RagnarsdóttirGarún frá Grafarkoti Brúnn/milli-stjörnótt Þytur 6,50
2 Halldór P. Sigurðsson Muninn frá Hvammstanga Brúnn/milli-einlitt Þytur 6,44
3 Óskar Einar Hallgrímsson Frosti frá Höfðabakka Rauður/milli-blesótt Þytur 6,33
4 Ásta Guðný Unnsteinsdóttir Lukku-Láki frá Sauðá Brúnn/milli-einlitt Þytur 6,28
5 Jóhann Albertsson Vinur frá Eyri Bleikur/fífil-blesótt Þytur 6,17
Forkeppni
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Ásta Guðný Unnsteinsdóttir Lukku-Láki frá Sauðá Brúnn/milli-einlitt Þytur 6,07
2 Rakel Gígja Ragnarsdóttir Garún frá Grafarkoti Brúnn/milli-stjörnótt Þytur 5,90
3 Halldór P. Sigurðsson Muninn frá Hvammstanga Brúnn/milli-einlitt Þytur 5,77
4-5 Jóhann Albertsson Vinur frá Eyri Bleikur/fífil-blesótt Þytur 5,73
4-5 Óskar Einar Hallgrímsson Frosti frá Höfðabakka Rauður/milli-blesótt Þytur 5,73
6 Ásta Guðný Unnsteinsdóttir Meyja frá Hvammstanga Bleikur/álóttureinlitt Þytur 5,40
7 Fríða Marý Halldórsdóttir Marel frá Hvammstanga Brúnn/milli-skjótt Þytur 5,33
8 Þorgeir Jóhannesson Nóadís frá ÁslandiRauður/milli-blesótt Þytur5,10
Unglingaflokkur
A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Jólín Björk Kamp Kristinsdóttir Djásn frá Aðalbóli 1 Rauður/milli-stjörnótt Þytur 5,94
2 Svava Rán Björnsdóttir Gróp frá Grafarkoti Brúnn/milli-einlitt Þytur 5,11
Forkeppni
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Jólín Björk Kamp Kristinsdóttir Djásn frá Aðalbóli 1 Rauður/milli-stjörnótt Þytur 5,90
2 Svava Rán Björnsdóttir Gróp frá Grafarkoti Brúnn/milli-einlitt Þytur 4,77
Tölt T7
Barnaflokkur
A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Herdís Erla Elvarsdóttir Griffla frá Grafarkoti Brúnn/milli-einlitt Þytur 6,50
2 Kara Sigurlína Reynisdóttir Daggardropi frá Múla Rauður/milli-tvístjörnótt Þytur 5,17
Forkeppni
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Herdís Erla Elvarsdóttir Griffla frá Grafarkoti Brúnn/milli-einlitt Þytur 6,20
2 Kara Sigurlína Reynisdóttir Daggardropi frá Múla Rauður/milli-tvístjörnótt Þytur 3,77
Tölt T4
A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Fanney Dögg Indriðadóttir Svalur frá Grafarkoti Jarpur/milli-skjótt Þytur 6,25
2 Ásta Guðný Unnsteinsdóttir Glitri frá Grafarkoti Brúnn/milli-einlitt Þytur 6,08
3 Elvar Logi Friðriksson Garri frá Grafarkoti Rauður/milli-blesótt Þytur 3,12
Forkeppni
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Fanney Dögg Indriðadóttir Svalur frá Grafarkoti Jarpur/milli-skjótt Þytur 6,33
2 Elvar Logi Friðriksson Garri frá Grafarkoti Rauður/milli-blesótt Þytur 6,23
3 Ásta Guðný Unnsteinsdóttir Glitri frá Grafarkoti Brúnn/milli-einlitt Þytur 5,70
Fjórgangur V2 - 1. flokkur
A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Kolbrún Grétarsdóttir Jaðrakan frá Hellnafelli Rauður/dökk/dr.einlitt Þytur 6,80
2 Eysteinn Tjörvi K. Kristinsson Svarta Rún frá Kviku Brúnn/milli-einlitt Þytur 6,43
3 Jessie Huijbers Sigursæll frá Hellnafelli Brúnn/milli-einlitt Þytur 6,40
4 Herdís Einarsdóttir Fleinn frá Grafarkoti Brúnn/milli-einlitt Þytur 6,37
5 Elvar Logi Friðriksson Grein frá Sveinatungu Grár/rauðurblesótt Þytur 6,30
Forkeppni
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Eysteinn Tjörvi K. Kristinsson Fortíð frá Ketilsstöðum Brúnn/milli-stjörnótt Þytur 6,60
2-3 Eysteinn Tjörvi K. Kristinsson Svarta Rún frá Kviku Br únn/milli-einlitt Þytur 6,33
2-3 Hörður Óli Sæmundarson Brandur frá Gröf Rauður/milli-tvístjörnótt Þytur 6,33
4 Kolbrún GrétarsdóttirJaðrakan frá Hellnafelli Rauður/dökk/dr.einlitt Þytur 6,30
5-6 Herdís Einarsdóttir Fleinn frá Grafarkoti Brúnn/milli-einlitt Þytur 6,03
5-6 Elvar Logi Friðriksson Grein frá Sveinatungu Grár/rauðurblesótt Þytur 6,03
7 Jessie Huijbers Sigursæll frá Hellnafelli Brúnn/milli-einlitt Þytur 5,77
Fullorðinsflokkur - 2. flokkur
A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Halldór P. Sigurðsson Muninn frá Hvammstanga Brúnn/milli-einlitt Þytur 6,47
2 Rakel Gígja Ragnarsdóttir Garún frá Grafarkoti Brúnn/milli-stjörnótt Þytur 6,27
3 Ásta Guðný UnnsteinsdóttirRofi frá Sauðá Rauður/milli-einlitt Þytur 5,90
4-5 Jóhann Albertsson Glóðafeykir frá Staðarbakka II Rauður/milli-stjörnótt Þytur 5,73
4-5 Þorgeir Jóhannesson Nóadís frá Áslandi Rauður/milli-blesótt Þytur 5,73
Forkeppni
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Halldór P. Sigurðsson Muninn frá Hvammstanga Brúnn/milli-einlitt Þytur 6,13
2 Ásta Guðný Unnsteinsdóttir Rofi frá Sauðá Rauður/milli-einlitt Þytur 5,77
3 Rakel Gígja Ragnarsdóttir Garún frá Grafarkoti Brúnn/milli-stjörnótt Þytur 5,60
4 Þorgeir Jóhannesson Nóadís frá Áslandi Rauður/milli-blesótt Þytur 5,20
5 Jóhann Albertsson Glóðafeykir frá Staðarbakka II Rauður/milli-stjörnótt Þytur 5,07
Unglingaflokkur
A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Jólín Björk Kamp Kristinsdóttir Kjarval frá Hjaltastaðahvammi Rauður/milli-stjörnótt Þytur 6,13
2 Svava Rán Björnsdóttir Kola frá Kolugili Brúnn/milli-einlitt Þytur 5,10
Forkeppni
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Jólín Björk Kamp Kristinsdóttir Kjarval frá Hjaltastaðahvammi Rauður/milli-stjörnótt Þytur 5,87
2 Jólín Björk Kam p Kristinsdóttir Djásn frá Aðalbóli 1 Rauður/milli-stjörnótt Þytur 5,73
3 Svava Rán Björnsdóttir Kola frá Kolugili Brúnn/milli-einlitt Þytur 4,10
Fjórgangur V5 - Barnaflokkur
A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Herdís Erla Elvarsdóttir Griffla frá Grafarkoti Brúnn/milli-einlitt Þytur 5,96
2 Kara Sigurlína Reynisdóttir Máni Freyr frá Keflavík Rauður/milli-tvístjörnótt Þytur 5,50
Forkeppni
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Herdís Erla Elvarsdóttir Griffla frá Grafarkoti Brúnn/milli-einlitt Þytur 5,70
2 Kara Sigurlína Reynisdóttir Máni Freyr frá Keflavík Rauður/milli-tvístjörnótt Þytur 5,13
Fimmgangur F2 - 1. flokkur
A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Lilja Maria SuskaUgla frá Fornalæk Jarpur/milli-einlitt Neisti 6,26 (sigraði eftir sætaröðun)
2 Sonja Líndal Þórisdóttir Ljúfur frá Lækjamóti II Bleikur/álóttureinlitt Þytur 6,26
3 Fanney Dögg Indriðadóttir Veigar frá Grafarkoti Rauður/milli-blesótt Þytur6,12
4 Herdís Einarsdóttir Trúboði frá Grafarkoti Brúnn/milli-einlitt Þytur 5,98
5 Inga Dís Víkingsdóttir Greifi frá Söðulsholti Bleikur/fífil-stjörnótt Snæfellingur 5,81
Forkeppni
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Inga Dís Víkingsdóttir Greifi frá Söðulsholti Bleikur/fífil-stjörnótt Snæfellingur 6,33
2 Lilja Maria Suska Ugla frá Fornalæk Jarpur/milli-einlitt Neisti 6,30
3 Sonja Líndal Þórisdóttir Ljúfur frá Lækjamóti II Bleikur/álóttureinlitt Þytur 5,97
4 Fanney Dögg Indriðadóttir Veigar frá Grafarkoti Rauður/milli-blesótt Þytur 5,80
5 Herdís Einarsdóttir Trúboði frá GrafarkotiBrúnn/milli-einlitt Þytur 5,70
6 Eysteinn Tjörvi K. Kristinsson Kvika frá Reykjavöllum Brúnn/mó-einlitt Þytur 5,60
7 Jóhann Magnússon Narfi frá Bessastöðum Móálóttur,mósóttur/ljós-skjótt Þytur 5,47
8 Fríða Marý Halldórsdóttir Marel frá Hvammstanga Brúnn/milli-skjótt Þytur 5,30
9 Kolbrún Grétarsdóttir Hátíð frá Hellnafelli Jarpur/milli-einlitt Þytur 5,10
10 Jóhann Albertsson Vinur frá Eyri Bleikur/fífil-blesótt Þytur 4,23
Gæðingaskeið PP1 - 1. flokkur
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Elvar Logi Friðriksson Sproti frá Sauðholti 2 Rauður/sót-einlitt Þytur 7,17
2 Jóhann Magnússon Píla frá Íbishóli Bleikur/álóttureinlitt Þytur 4,75
3 Kolbrún Grétarsdóttir Hátíð frá Hellnafelli Jarpur/milli-einlitt Þytur 3,54
Flugskeið 100m P2 | |||||
Sæti | Knapi | Hross | Litur | Aðildarfélag knapa | Tími |
1 | Elvar Logi Friðriksson | Sproti frá Sauðholti 2 | Rauður | Þytur | 8,38 |
2 | Jóhann Magnússon | Píla frá Íbishóli | Bleikálótt | Þytur | 8,68 |
3 | Hörður Óli Sæmundarson | Slæða frá Stóru-Borg syðri | Rauðskjótt | Þytur | 8,70 |
4 | Eysteinn Tjörvi K. Kristinsson | Gná frá Borgarnesi | Grá | Þytur | 9,88 |
5 | Fríða Marý Halldórsdóttir | Marel frá Hvammstanga | Brúnskjóttur | Þytur | 10,69 |
6 | Elvar Logi Friðriksson | Eldey frá Laugarhvammi | Rauð | Þytur | 0,00 |
24.05.2024 09:39
Gæðingamót Þyts og Neista / úrtaka fyrir LM 2024
Sameiginleg úrtaka og Gæðingamót hestamannafélaganna Þyts og Neista fyrir Landsmót í Reykjavík 2024 verður haldin á Hvammstanga 8-9 júní.
Nánari upplýsingar þegar nær dregur!
22.05.2024 02:44
Íþróttamót Þyts 2024
Opna íþróttamótið okkar verður haldið um næstu helgi 25. og 26. maí og hefst mótið klukkan 12.30 á laugardeginum. Ráslistar eru tilbúnir inn á Horseday appinu.
Laugardagur
Forkeppni og skeiðgreinar:
kl. 12:30
Slaktaumatölt T4
Fimmgangur
Fjórgangur V5 barna
Fjórgangur V2 unglinga
Fjórgangur V2 2.flokkur
Fjórgangur V2 1.flokkur
Kaffihlé
Gæðingaskeið
Tölt T7 barna
Tölt T3 unglinga
Tölt T3 2.flokkur
Tölt T3 1.flokkur
Hlé
100 m skeið
Sunnudagur
Úrslit:
kl. 10:00
Tölt T4
Fjórgangur V5 barnaflokkur
Fjórgangur V2 unglingaflokkur
Fjórgangur 1. flokkur
Fjórgangur 2. flokkur
Pollaflokkur
Hádegishlé
Fimmgangur F2 1. flokkur
Tölt T7 barnaflokkur
Tölt T3 unglingaflokkur
Tölt T7 2. flokkur
Tölt T3 1. flokkur
![]() |
30.04.2024 18:08
Reiðmaðurinn I
Frá því í september hafa 14 félagar í Þyti verið á námskeiðinu Reiðmaðurinn I, sem Landbúnaðarháskóli Íslands stendur fyrir. Reiðkennarinn þeirra var Þorsteinn Björnsson. Kennt var eina helgi í mánuði, alls 8 helgar og endað með útskriftarhelgi í hestamiðstöðinni á Miðfossum, rétt hjá Hvanneyri. Um 200 manns voru í Reiðmannsnámi I og II og keppnisreiðmanni víða á landinu í vetur. Síðastliðna helgi komu þessir nemendur saman á útskriftarhelginni þar sem á laugardeginum fengu tveir efstu frá hverjum námskeiðsstað að keppa um efsta sæti í stöðuprófsverkefninu, annars vegar í Reiðmanni I og Reiðmanni II. Á sunnudeginum var svo Reiðmannsmótið þar sem allir nemendur í Keppnisreiðmanninum áttu að keppa og svo máttu allir í Reiðmanni I og II einnig keppa.
![]() |
Að lokinni keppni á laugardeginum hlutu allir nemendur viðurkenningarskjal og efstu keppendur fengu verðlaun. Þytsfélagar stóðu sig mjög vel. Keppnina í Reiðmanni I sigraði Gréta Brimrún Karlsdóttir með hestinn sinn Brimdal frá Efri-Fitjum og Ingveldur Ása Konráðsdóttir varð í sjöunda sæti með hestinn sinn Tígul frá Böðvarshólum. Ingveldur Ása fékk einnig verðlaun fyrir hæstu meðaleinkunn úr náminu öllu í Reiðmanni I.
![]() |
Á sunnudeginum var íþróttamót á útivellinum við Miðfossa. Þar tóku þátt 5 af Þytsfélögunum og stóðu sig með mikilli prýði. Fjórir af keppendunum komust í úrslit og sá fimmti var næstur við úrslit í sinni grein. Tveir af keppendunum sigruðu sína flokka þær Eva-Lena Lohi með Draum frá Hvammstanga sigraði V5 og Gréta Brimrún Karlsdóttir sigraði F2 á hesti sínum Brimdal frá Efri-Fitjum. Aðrir sem komust í úrslit voru Halldór P. Sigurðsson, sem varð 6. í F2 á Muninn frá Hvammstanga og 13. eftir B-úrslit í V2 á Megasi frá Hvammstanga og Guðný Helga Björnsdóttir varð 8. eftir B úrslit í T3 á Boga frá Bessastöðum.
![]() |
Mikil ánægja ríkir hjá þátttakendunum í þessu námi á Hvammstanga, bæði með námið sjálft, skipulagið og ekki síst kennsluna hjá Þorsteini Björnssyni. Boðið verður upp á Reiðmanninn II á Hvammstanga næsta vetur og er mikill spenningur fyrir því.
26.04.2024 09:50
Styrkur frá Ársól
![]() |
Kvenfélagið Ársól veitti æskulýðsstarfi Þyts styrk á reiðhallarsýningunni sem haldin var sumardaginn fyrsta.
Þóra Kristín Loftsdóttir afhenti styrkinn fyrir hönd kvenfélagsins Ársólar til Ingu Lindar sem tók við styrknum fyrir hönd æskulýðsnefndar.
Hestamannafélagið Þytur er ákaflega þakklátt fyrir styrkinn og að okkar góða æskulýðsstarf vekji athygli.
26.04.2024 09:48
Aðalfundur 2024
Aðalfundur Hestamannafélagsins Þyts haldinn í Þytsheimum þriðjudaginn 12. mars 2024 kl. 19:30.
Mættir 18 félagar
Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
-
Kosning fundarstjóra og fundarritara
Formaður Pálmi Geir Ríkharðsson, stakk upp á Steinbirni Tryggvasyni sem fundarstjóra og Guðnýju Helgu Björnsdóttur sem fundarritara, var það samþykkt.
-
Skýrsla stjórnar
Formaður flutti skýrslu stjórnar, haldnir 6 stjórnarfundir á árinu, auk þess að vera í miklum samskiptum í gegnum Messenger. Auk þess haldinn félagsfundur og fundur með foreldrum barna í félagshesthúsi. Engin útimót haldin í sumar vegna dræmrar þátttöku sem er mjög leiðinlegt og þarf að finna út hvað veldur dræmri skráningu yfir sumarið. Æskulýðsstarfið var mjög mikið og gott og á æskulýðsnefndin og reiðkennarar hrós skilið. Vísað til góðrar skýrslu æskulýðsnefndar. Eftir fund með Randi Holaker var farið af stað með námskeiðið Reiðmaðurinn, sem mælist mjög vel fyrir. Fóru fulltrúar Þyts á formannafund LH. Ákveðið að vera með tilraunaverkefni um félagshesthús fyrir börn og unglinga sem ekki hafa aðgang að hestum. Er þetta viðamikið verkefni, þátttökugjald er hófstillt og fengust tveir styrkir til þessa. Þeir sem að þessu verkefni koma eiga mikið hrós skilið. Uppskeruhátíðin var haldin að venju og tókst vel. Úrtaka fyrir Landsmót verður líklega sameiginlega með Neista. Íþróttamótið verður haldið í lok maí, í þeirri von að þátttakan verði meiri þar sem fólk verði ekki búið að sleppa hestunum sínum þá. Stjórnin hefur ákveðið að bæta við flokk í knapaverðlaunum sem er skeiðknapi ársins. Auk þess þarf sá sem hlýtur tilnefningu í alla flokka að hafa keppt á þremur mótum yfir árið, að lágmarki einu úti móti og tveimur inni mótum. Fyrir liggur ýmislegt viðhald í reiðhöllinni, taka félagshúsið í gegn og breikka skeiðbrautina. Að lokum þakkaði hann félagsmönnum fyrir samstarfið og Húnaþingi vestra, ÍSÍ, íþróttasjóði, USVH, Landsbankanum og Líflandi fyrir stuðninginn.
-
Lagðir fram reikningar félagsins
Hagnaður ársins var 2.517.927, eignir í árslok 21.843.288, þar af handbært fé 10.989.007.
-
Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga
Litlar umræður urðu, helst um það sem þarf að gera í reiðhöll og við reiðvöllinn
-
Árgjald
Samþykkt að hafa árgjaldið óbreytt kr. 4.500 fyrir fullorðna og 1.000 kr. fyrir 17 ára og yngri.
-
Kosningar
-
Þrír meðstjórnendur í stjórn félagsins til tveggja ára
Katarina Borg, Fríða Marý Halldórsdóttir og Gréta Brimrún Karlsdóttir voru kosnar með lófataki.
-
Tveir varamenn stjórnar til eins árs
Anna Herdís Sigurbjartsdóttir og Valgeir Ívar Hannesson voru kjörin með lófataki.
-
Tveir skoðunarmenn til eins árs
Matthildur Hjálmarsdóttir og Júlíus Guðni Antonsson voru kjörin með lófataki.
-
Tveir varamenn skoðunarmanna til eins árs
Halldór Sigfússon og Rangar Smári Helgason voru kjörnir með lófataki.
-
Fulltrúar á héraðsþing USVH
Samþykkt að stjórn finni fulltrúa til að fara þegar að þinginu kemur.
-
Önnur mál
Formaður þakkaði fráfarandi stjórnarmönnum fyrir samstarfið og bauð nýja stjórnarmeðlimi velkomna. Jafnframt fór hann yfir skýrslu reiðveganefndar. Framkvæmdir voru samtals fyrir 2.234.000 kr. fór megnið í ofaníburð og endurbætur á Hvammstangaleið, en rúm hálf milljón fór í girðingaframkvæmdir í Víðidalnum. Halldór Sigfússon fór yfir starf reiðveganefndar og sagðist vonast til að framlag til reiðvega verði aukið.
Formaður fór yfir málefni reiðhallarinnar. Ragnar Smári Helgason, Jóhann Albertsson, Óskar Hallgrímsson, Steinbjörn Tryggvason og Halldór Sigurðsson eru tilbúnir að vinna að málefnum reiðhallarinnar og fengu þeir dynjandi lófatak. Ragnar Smári kynnti ársreikning reiðhallarinnar. Ragnari var þakkað fyrir hans vinnu.
Svo voru ýmsar umræður, t.d. vantar meira fræðslustarf fyrir hinn almenna félagsmann. Spurning hvort völlurinn sé nógu góður til að vera með mót þar í sumar, hann er eitthvað siginn að sunnan og blautur. Gera þarf plan yfir það sem þarf að gera og forgangsraða. Rætt um mótahald og kostnað við mót
Fundargerð upp lesin og fundi slitið kl. 20:45
Guðný Helga Björnsdóttir, fundarritari
31.03.2024 02:07
Úrslit Smalans
![]() |
Lokamótið í Vetrarmótaröð Þyts var haldið laugardagskvöldið 30. mars. Keppt var í polla, barna, unglinga og fullorðinsflokki.
Tveir pollar mættu til leiks og stóðu sig auðvitað vel, en það voru þau Margrét Þóra Friðriksdóttir Líndal og Draumur frá Hvammstanga og
Sólon Helgi Ragnarsson á Vídalín frá Grafarkoti.
![]() |
Tvenn aukaverðlaun voru veitt en Guðmundur Sigurðsson fyrir fagmannslegustu smalataktana og Ásta Guðný Unnsteinsdóttir fyrir fallega reiðmennsku.
![]() |
Gúndi að fá sín verðlaun
![]() |
Ásta og Meyja
Úrslit urðu eftirfarandi:
Barnaflokkur - úrslit
![]() |
Sæti Knapi Hestur Stig
1 Fíus Franz Ásgeirsson Möskvi frá Gröf á Vatnsnesi 272
2 Kara Sigurlína Reynisdóttir Daggardropi frá Múla 266
3 Vigdís Alfa Gunnarsdóttir Stjarna frá Dalsbúi 260
4 Aldís Antonía Júlíusdóttir Pyttla frá Breiðabólstað 200
Forkeppni
Knapi Hestur Stig
1. Kara Sigurlína Reynisdóttir Daggardropi frá Múla 300
2. Vigdís Alfa Gunnarsdóttir Stjarna frá Dalsbúi 260
3. Aldís Antonía Júlíusdóttir Pyttla frá Breiðabólstað 238
4. Fíus Franz Ásgeirsson Möskvi frá Gröf á Vatnsnesi 228
Unglingaflokkur - úrslit
![]() |
Sæti Knapi Hestur Stig
1 Indriði Rökkvi Ragnarsson Vídalín frá Grafarkoti 300
2 Ágústa Sóley Brynjarsdóttir Örn frá Holtsmúla 266
3 María Theódórsdóttir Vinda frá Gröf 186
Forkeppni
Knapi Hestur Stig
1. Ágústa Sóley Brynjarsdóttir Örn frá Holtsmúla 300
2. Indriði Rökkvi Ragnarsson Vídalín frá Grafarkoti 280
3. María Theódórsdóttir Vinda frá Gröf 1
Fullorðinsflokkur - úrslit
![]() |
Sæti Knapi Hestur Stig
1 Ásta Guðný Unnsteinsdóttir Meyja frá Hvammstanga 266
2 Óskar Einar Hallgrímsson Glotti frá Grafarkoti 258
3 Kristján Ársælsson Stella frá Efri-Þverá 242
4 Fríða Marý Halldórsdóttir Marel frá Hvammstanga 240
5 Valgeir Ívar Hannesson Djásn frá Þorkelshóli 236
6 Jósef Christian Jónsson Nös frá Breiðabólstað 232
7 Eva Lena Lohi Kolla frá Hellnafelli 230
8 Rakel Gígja Ragnarsdóttir Stuðull frá Grafarkoti 220
9 Guðmundur Sigurðsson Sólfari frá Sólheimum 196
10 Eysteinn Tjörvi Kristinsson Kjarval frá Hjaltastaðahvammi 0
Forkeppni
Knapi Hestur Stig
1. Ásta Guðný Unnsteinsdóttir Meyja frá Hvammstanga 280
2. Valgeir Ívar Hannesson Djásn frá Þorkelshóli 242
3. Eysteinn Tjörvi Kristinsson Kjarval frá Hjaltastaðahvammi 236
4. Rakel Gígja Ragnarsdóttir Stuðull frá Grafarkoti 230
5. Fríða Marý Halldórsdóttir Marel frá Hvammstanga 226
6. Eva Lena Lohi Kolla frá Hellnafelli 220
7. Kristján Ársælsson Stella frá Efri-Þverá 218
8. Óskar Einar Hallgrímsson Glotti frá Grafarkoti 216
9. Guðmundur Sigurðsson Sólfari frá Sólheimum 1 190
10. Jósef Christian Jónsson Nös frá Breiðabólstað 182
11. Andrea Coulthard Geisli frá Breiðabólstað 144
12. Kathrin Schmitt Keilir frá Galtanesi 142
13. Sigríður Margrét Gísladóttir Sædögg frá Múla 138
14. - 16. Jóhanna Maj Júlíusdóttir Riddari frá Þorkelshóli 0
14. -16. Haraldur Friðrik Arason Röst frá Hvammstanga 0
14 - 16. Elvar Logi Friðriksson Eldey frá Laugarhvammi 0
Myndir frá mótinu sem Eydís tók komnar inn á heimasíðu Þyts.
|
|
||||
|
|
||||
|
|
|
|
||||
|
|
||||
|
|
|
|
||||
|
|
||||
|
|
Aðalstyrktaraðili mótsins var Kolugil sem gaf veglega vinninga í efstu sæti í öllum flokkum.
Aðrir styrktaraðilar voru SKVH, Sjávarborg, Fríða og Kristján og Píparar Húnaþings.
Mótanefnd vill þakka öllum styrktaraðilum vetrarins innilega fyrir veglega vinninga sem gerði mótaröðina skemmtilegri.
29.03.2024 21:20
Ráslisti Smalans
Ráslistinn er tilbúinn fyrir SMALANN !!! Mótið hefst kl. 18.00 í Þytsheimum og lofum við miklu fjöri ef veðrið verður til friðs. Planið er að grilla eftir mót, en samkvæmt spánni eru líkurnar að verða minni og minni á að það gangi upp. Lokaákvörðun tekin í fyrramálið.
Fullorðinsflokkur
1 Sigríður Margrét Gísladóttir Sædögg frá Múla
2 Kathrin Schmitt Keilir frá Galtanesi
3 Elvar Logi Friðriksson Eldey frá Laugarhvammi
4 Valgeir Ívar Hannesson Djásn frá Þorkelshóli 2
5 Eysteinn Tjörvi Kristinsson Kjarval frá Hjaltastaðahvammi
6 Jósef Christian Jónsson Nös frá Breiðabólstað
7 Magnús Ásgeir Elíasson Gordon frá Stóru Ásgeirsá
8 Jóhanna Maj Júlíusdóttir Riddari frá Þorkelshóli 2
9 Guðmundur Sigurðsson Sólfari frá Sólheimum 1
10 Rakel Gígja Ragnarsdóttir Stuðull frá Grafarkoti
11 Fríða Marý Halldórsdóttir Marel frá Hvammstanga
12 Kristján Ársælsson Stella frá Efri-Þverá
13 Eva-Lena Lohi Kolla frá Hellnafelli
14 Haraldur Friðrik Arason Röst frá Hvammstanga
15 Andrea Coulthard Geisli frá Breiðabólstað
16 Ásta Guðný Unnsteinsdóttir Meyja frá Hvammstanga
17 Óskar Hallgrímsson Glotti frá Grafarkoti´
Unglingaflokkur
1 Ágústa Sóley Brynjarsdóttir Örn frá Holtsmúla
2 Indriði Rökkvi Ragnarsson Vídalín frá Grafarkoti
3 María Theódórsdóttir Vinda frá Gröf 1
Barnaflokkur
1 Sigríður Emma Magnúsdóttir Birtingur frá Stóru Ásgeirsá
2 Herdís Erla Elvarsdóttir Griffla frá Grafarkoti
3 Vigdís Alfa Gunnarsdóttir Stjarna frá Dalsbúi
4 Fíus Franz Ásgeirsson Möskva frá Gröf á Vatnsnesi
5 Kara Sigurlína Reynisdóttir Daggardropi frá Múla
6 Aldís Antonía Júlíusdóttir Pyttla frá Breiðabólstað
Pollaflokkur
1 Margrét Þóra Friðriksdóttir Líndal Niður frá Lækjarmóti
26.03.2024 09:20
Úrslit Tölt og fimmgangsmótsins
Loksins tókst að halda mót, veðrið var allskonar og hefði nú mátt vera betra en allt gekk þetta nú þrátt fyrir mikinn snjó og kulda. Fullt af pollum tóku þátt og voru þau æði. En börnin okkar voru á námskeiði á Skáney svo enginn barna eða unglingaflokkur voru þetta mótið.
![]() |
![]() |
![]() |
Úrslit mótsins urðu:
Tölt T3
Fullorðinsflokkur - 1. flokkur
![]() |
A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Kolbrún Grétarsdóttir Jaðrakan frá Hellnafelli Rauður/dökk/dr.einlitt Þytur 6,94
2 Herdís Einarsdóttir Griffla frá Grafarkoti Brúnn/milli-einlitt Þytur 6,83
3 Elvar Logi Friðriksson Grein frá Sveinatungu Grár/rauðurblesótt Þytur 6,56
4 Pálmi Geir Ríkharðsson Brynjar frá Syðri-Völlum Brúnn/dökk/sv.einlitt Þytur 6,50
5 Fanney Dögg Indriðadóttir Svalur frá GrafarkotiJarpur/milli-skjótt Þytur 6,17
Forkeppni
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Kolbrún GrétarsdóttirJaðrakan frá HellnafelliRauður/dökk/dr.einlitt14Þytur6,70
2 Herdís EinarsdóttirGriffla frá GrafarkotiBrúnn/milli-einlitt14Þytur6,57
3 Elvar Logi FriðrikssonGrein frá SveinatunguGrár/rauðurblesótt14Þytur6,33
4 Herdís Einarsdóttir Fleinn frá Grafarkoti Brúnn/milli-einlitt14Þytur6,27
5-6 Pálmi Geir Ríkharðsson Brynjar frá Syðri-Völlum Brúnn/dökk/sv.einlitt Þytur 6,13
5-6 Fanney Dögg Indriðadóttir Svalur frá Grafarkoti Jarpur/milli-skjótt Þytur 6,13
7 Jón Kristófer Sigmarsson Engey frá Hæli Brúnn/milli-einlitt Neisti 5,93
8 Dagbjört Jóna Tryggvadóttir Sending frá Hvoli Brúnn/milli-einlitt Léttir 5,43
Fullorðinsflokkur - 2. flokkur
![]() |
A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Rakel Gígja Ragnarsdóttir Garún frá Grafarkoti Brúnn/milli-stjörnótt Þytur 6,67
2 Margrét Jóna Þrastardóttir Grámann frá Grafarkoti Grár/rauðureinlitt Þytur 6,28
3 Óskar Einar Hallgrímsson Frosti frá Höfðabakka Rauður/milli-blesótt Þytur 6,06
4 Halldór P. Sigurðsson Megas frá Hvammstanga Jarpur/rauð-einlitt Þytur 5,94
5 Kolbrún Stella Indriðadóttir Garri frá Grafarkoti Rauður/milli-blesótt Þytur 5,72
Forkeppni
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Margrét Jóna Þrastardóttir Grámann frá Grafarkoti Grár/rauðureinlitt Þytur 6,37
2 Rakel Gígja Ragnarsdóttir Garún frá Grafarkoti Brúnn/milli-stjörnótt Þytur 6,33
3-4 Kolbrún Stella Indriðadóttir Garri frá Grafarkoti Rauður/milli-blesótt Þytur 5,77
3-4 Halldór P. Sigurðsson Megas frá Hvammstanga Jarpur/rauð-einlitt Þytur 5,77
5 Óskar Einar Hallgrímsson Frosti frá Höfðabakka Rauður/milli-blesótt Þytur 5,73
6 Jóhann Albertsson Frumburður frá Gauksmýri Brúnn/milli-skjótt Þytur 5,67
7-8 Þorgeir Jóhannesson Nóadís frá Áslandi Rauður/milli-blesótt Þytur 5,57
7-8 Ásta Guðný Unnsteinsdóttir Lukku-Láki frá Sauðá Brúnn/milli-einlitt Þytur 5,57
9 Margrét Jóna Þrastardóttir Lyfting frá Höfðabakka Brúnn/milli-stjörnótt Þytur 5,50
10 Hörður RíkharðssonÞrá frá Þingeyrum Rauður/milli-stjörnótt Neisti 5,27
11 Magnús Ásgeir ElíassonKormákur frá Stóru-ÁsgeirsáRauður/milli-einlitt Þytur 4,17
Tölt T7
Fullorðinsflokkur - 3. flokkur
![]() |
A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Indriði Rökkvi Ragnarsson Vídalín frá Grafarkoti Jarpur/milli-einlitt Þytur 6,58
2 Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir Mynta frá Dvergasteinum Brúnn/milli-einlitt Þytur 6,17
3 Dagbjört Diljá Einþórsdóttir Kolka frá Hjarðarholti Brúnn/milli-einlitt Þytur 6,08
4 Karen Ósk Guðmundsdóttir Ólga frá Blönduósi Brúnn/milli-einlitt Þytur 5,92
5 Jóhannes Ingi Björnsson Tinni frá Akureyri Brúnn/milli-einlitt Þytur 5,50
Forkeppni
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Indriði Rökkvi Ragnarsson Vídalín frá GrafarkotiJarpur/milli-einlitt Þytur 6,47
2 Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir Mynta frá DvergasteinumBrúnn/milli-einlitt Þytur 5,83
3 Jóhannes Ingi Björnsson Tinni frá AkureyriBrúnn/milli-einlitt Þytur 5,43
4 Karen Ósk Guðmundsdóttir Ólga frá BlönduósiBrúnn/milli-einlitt Þytur 5,37
5 Dagbjört Diljá Einþórsdóttir Kolka frá HjarðarholtiBrúnn/milli-einlitt Þytur 5,20
6 Sara Bønlykke Aría frá Syðri-Úlfsstöðum Brúnn/milli-einlitt Aðrir 4,87
7 Jula Sarah Heil Sturla frá Herubóli Brúnn/mó-einlitt Aðrir 0,00
Fimmgangur F2
Fullorðinsflokkur - 1. flokkur
![]() |
A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Elvar Logi Friðriksson Teningur frá Víðivöllum fremri Rauður/sót-einlitt Þytur 6,48
2 Fanney Dögg Indriðadóttir Veigar frá Grafarkoti Rauður/milli-blesótt Þytur 6,31
3 Herdís Einarsdóttir Trúboði frá Grafarkoti Brúnn/milli-einlitt Þytur 6,05
4 Halldór P. Sigurðsson Muninn frá Hvammstanga Brúnn/milli-einlitt Þytur5,43
5 Kolbrún Grétarsdóttir Hátíð frá Hellnafelli Jarpur/milli-einlitt Þytur 5,29
Forkeppni
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Elvar Logi Friðriksson Teningur frá Víðivöllum fremri Rauður/sót-einlitt Þytur 6,67
2 Fanney Dögg Indriðadóttir Veigar frá Grafarkoti Rauður/milli-blesótt Þytur 6,30
3-4 Halldór P. Sigurðsson Muninn frá Hvammstanga Brúnn/milli-einlitt Þytur5,97
3-4 Herdís Einarsdóttir Trúboði frá GrafarkotiBrúnn/milli-einlitt Þytur 5,97
5 Kolbrún Grétarsdóttir Hátíð frá HellnafelliJarpur/milli-einlitt Þytur 5,87
6 Greta Brimrún Karlsdóttir Brimdal frá Efri-FitjumBrúnn/milli-skjótt Þytur 5,73
7 Pálmi Geir Ríkharðsson Káinn frá Syðri-VöllumRauður/milli-stjörnótt Þytur 5,50
8 Fríða Marý Halldórsdóttir Marel frá HvammstangaBrúnn/milli-skjótt Þytur 5,37
9 Jóhann Albertsson Vinur frá EyriBleikur/fífil-blesótt Þytur 5,20
10 Katharina Teresa Kujawa Valíant frá Vatnshömrum Rauður/milli-stjörnótt Þytur 5,17
11 Kolbrún Stella Indriðadóttir Sproti frá Sauðholti 2 Rauður/sót-einlitt Þytur 4,97
12 Magnús Ásgeir ElíassonGordon frá Stóru-ÁsgeirsáRauður/milli-einlitt Þytur 3,30
Þytsfélagi ársins 2023 búin að setja inn myndir af mótinu sem er mjög gaman að skoða hérna inn í myndaalbúminu.
![]() |
![]() |
||
|
![]() |
|
||
23.03.2024 09:02
Smali
Lokamót í Vetrarmótaröð Þyts er Smali og verður laugardaginn 30. mars nk og hefst kl. 18.00, keppt verður í barnaflokki, unglingaflokki og fullorðinsflokki. Pollar auðvitað velkomnir að koma og keppa í smala.
Skráning í smala fer í gegnum netfangið thytur1@gmail.com og fram þarf að koma nafn knapa, nafn hests (IS númer) og í hvaða flokki knapi keppir í. Skráningargjald er 2.000 í öllum flokkum nema pollaflokki er það 0. Millifæra má inn á reikning 0159 15 200343 kt 550180-0499. Lokaskráningardagur er fimmtudagurinn 28.03
Í barnaflokki þarf ekki að sækja veifuna á tunnunni eins og í hinum flokkunum og breyting miðað við myndina er að í síðustu ferðinni er farið undir 3 limbóstangir.
Reglur smalans:
Smalinn dregur nafn sitt af einu mikilvægasta hlutverki íslenska hestsins frá örófi alda. Eiginleikar sem prýða góðan smala og smalahest eru nauðsynlegir ef árangur á að nást, þetta eru þættir eins og hraði, kjarkur, fimi og snerpa.
Riðin er braut sem mörkuð er keilum sem ná upp á síður hests. Keilurnar skulu vera þannig útbúnar að þær falli við litla snertingu. Árangurinn ræðst af brautartíma og felldum keilum. Reiknireglur eru þær sömu og í tímabraut torfærunnar. Smalinn er hrein grein í þeirri merkingu að árangurinn er mælanlegur án frávika, þ.e. hann ræðst eingöngu af tíma og felldum keilum en ekki mati dómara. Dómarar eru engu að síður til staðar og meta hvort knapinn fari gegnum öll hlið, telja felldar keilur og hafa eftirlit með reiðmennsku knapa líkt og í öðrum keppnisgreinum.
Stigin telja þannig að knapar raðast í sæti eftir besta tímanum, sá sem er fyrstur fær 300 stig, sá næsti 280, 270 o.s.frv. Við hverja fellda keilu dragast frá 14 stig. Fyrir sleppt hlið eru 28 refsistig. Yfir brúnna er ekki leyft að fara á stökki þ.e.a.s allur annar gangur er í lagi. Ef brúnni er sleppt þá er það 4x28 refsistig Gult spjald= gróf reiðmennska 30 refsistig Rautt spjald= MJÖG gróf reiðmennska ÚR LEIK!
ATH. Við síðustu tunnu sem er í horninu fyrir lokaferðina, þar verður veifa ofan á tunnunni sem knapar þurfa að ná og taka með sér í mark.
21.03.2024 08:39
Dagskrá 3ja mótsins í Vetrarmótaröð Þyts
![]() |
Breyting, mótið hefst kl. 17.30 mánudaginn 25.03 og er dagskrá eftirfarandi:
Forkeppni:
Pollaflokkur
Fimmgangur - 1. flokkur
Tölt T7 - 3. flokkur
Tölt T3 - 2. flokkur
Tölt T3 - 1. flokkur
Hlé
Úrslit:
Fimmgangur
Tölt T7 - 3. flokkur
Tölt T3 - 2. flokkur
Tölt T3 - 1. flokkur