15.12.2015 15:30
Dagsetningar Húnvetnsku liðakeppninnar 2016


11.12.2015 09:02
Kennslan í vetur
Góðan dag, kennsla hefst mánudaginn 18. Janúar
Á Þriðjudeginum 19. Janúar er Trec en þriðjudeginum 26.
Janúar er Sýningarhópur. Í vetur verður trec og sýningarhópur aðra hverja viku.
Ef það eru einhverjar ábendingar við tímasetningar endilega
verið í sambandi við okkur og við reynum að finna út úr því J
Tímaplan
Mánudagar.
16:30 - Keppnisþjálfun 1
17:15 - keppnisþjálfun 2
18:00 - Knapamerki
Þriðjudagar.
16:30 reiðþjálfun
17:15 Trec/sýningarhópur
Hópaskiptingar
Trec:
Ingvar Óli
Margrét Jóna
Rakel Gígja
Bryndís
Indriði Rökkvi
Keppnisþjálfun
1:
Ingvar Óli
Rakel Gígja
Dagbjört
Keppnisþjálfun
2:
Margrét
Ylfa
Margrét Jóna
Bryndís
Guðmar
Knapamerki
1 - (12 ára og eldri) :
Ingvar Óli
Margrét Jóna
Rakel Gígja
Eysteinn
Sýningarþjálfun
:
Dagbjört Jóna
Indriði Rökkvi
Rakel Gígja
Einar Örn
Hafþór Ingi
Ingvar Óli
Reiðþjálfun
: höllinni
verður skipt í 2 hluta þannig að kennt er á tveimur stöðum í einu.
Erla Dagmar
Einar Örn
Hanna Halldóra
Indriði Rökkvi
Ari Karl
Hafþór Ingi
Gabriela Dóra
Victoria Elma
Sverrir Franz
Tinna Kristín
19.11.2015 14:13
Reiðkennsla 2016
Nú erum við að skipuleggja vorönnina og þurfum við því að vita hvaða börn vilja fara á reiðnámskeið. Sumir hafa nú þegar skráð sig þegar uppskeruhátíðin var haldin en ekki eru kannski allir búnir að því og óskum við því eftir að skráning berist fyrir 5. desember nk. á netfangið thyturaeska@gmail.com. Nánari upplýsingar má fá þar eða hjá Helgu Rós í síma 848-7219.
Þau reiðnámskeið sem við viljum bjóða upp á eru;
- Yngsti hópurinn (kemur aðra hverja helgi og foreldrar eða einhver fullorðinn þarf að vera með hverju barni og hesti) Kennd eru grunnatriði með leikjum.
- Reiðþjálfun - reiðþálfun læra börnin að stjórna hesti sínum í gegnum æfingar og reiðleiðir, og læra um gangtegundir. Einnig farið yfir ásetu, stillingar á reiðtygum og heilbrigði hestsin. Kennsla er innan og utandyra.
- Keppnisþjálfun - undirbúningur knapa og hests fyrir keppnir og þjálfun til að gera hestana betri. Þar læra knapar ásetu og stjórnun og er leiðbeint að sitja rétt og vel. Farið verðru yfir reglur og allan undirbúning fyrir keppnisvöllinn.
- Knapamerki 1 (fyrir 12 ára og eldri) - Felur í sér bóklega og verklega kennslu. Þar má nefna grunnþættir atferlisfræði, líkamsbygging hestsins, öryggisatriði, gangtegundir,reyðtygi, ásetur, teyma, undirbúa hestinn fyrir reið og rétt taumhald. Þetta stig er grunnurinn fyrir því að geta tekið knapamerki 2.
- Sýningarhópur (mun búa til atriði m.a fyrir sýningu Þyts og er kennt aðrahverja viku) - Gert verður atriði sem sýnt verður á sýning Þyts og mögulega á Æskan og hesturinn. Þetta reynir á samvinnu og reiðmennssku.
- Trec - Trec er nokkuð nýtt hér á landi og vorum við með þetta námskeið í fyrra og var það mjög gaman. Það reynir mikið á sambands mans og hest ásamt reiðmennsku. Knaparnir leysa þrautir á hestinum og einnig við hendi þannig að knapinn lærir að þekkja merkjamál hestsins og leysa úr þrautnum sem krefjast oft mikillar næamni og léttleika. Kennaslan fer fram innandyra og utandyra. https://www.youtube.com/watch?v=pJMyL4fwdNs#t=29
Ef lítil skráning er í einhverja hópa gæti þurft að fella það námskeið niður.
Áætlað er að byrja kennsluna upp úr miðjum janúar.
Einnig munum við bjóða upp á helgarnámskeið sem verða auglýst síðar. Humyndir um námskeið
Þjálfun gangtegnunda
Gangskiptinganámskeið
Kv, nefndin.
Hestar fyrir börn.
Hestamannafélaginu langar að athuga með áhuga hjá foreldrum á því að fá hest fyrir barnið sitt sem það getur verið með á námskeiðum vetrarins.
Það eru nokkrir góðir barnahestar í boði gegn vægu gjaldi/húsplássi. Tvö börn geta verið saman með einn hest til þess að lækka gjaldið.
Í vetur verða námskeið fyrir minna vön börn og meira vön börn, þar sem þeim er kennt ýmislegt um ásetu og reiðmennsku, gangtegundir og keppni.
Foreldrar barna sem langar að stunda hestamennsku en hafa ekki aðgang að hesti mega endilega hafa samband í síma 848-7219 Helga eða í síma 8637786 Kolla. Eins og í fyrra að þá er Þytur aðeins milligönguaðili á milli eigenda hrossa og foreldra.
18.11.2015 10:19
Frá Öryggisnefnd LH
![]() |
Öryggisnefnd LH beinir því til allra hestamanna að nota endurskin þegar skyggja tekur. Hér er um að ræða ódýrt öryggistæki sem getur bjargað bæði knapa og hesti.
Á facebook síðu endurskinsátaks hestamanna má sjá muninn á því hvað bílstjórinn sér, annars vegar þegar notað er endurskin og hins vegar þegar það er ekki notað.
11.11.2015 12:10
Fundur
Almennur félagsfundur verður haldinn í félagshúsi Þyts, þriðjudagainn 17. nóvember og hefst kl. 20.30
Dagskrá fundarins er:
1. vetrarstarfið
2. önnur mál
Stjórn Þyts
03.11.2015 11:35
Uppskeruhátíð Þyts og hrossaræktarsamtakanna
Laugardaginn sl. var Uppskeruhátíð Þyts og Hrossaræktarsamtaka vestur-Húnavatnssýslu. Skemmtunin tókst afar vel og skemmtinefndin fór á kostum.
![]() |
|
Lækjamót er ræktunarbú ársins 2015
Ísólfur Líndal Þórisson knapi ársins 2015 í 1. flokki, Þorgeir Jóhannesson knapi ársins í 2. flokki og Birna Olivia Agnarsdóttir knapi ársins í ungmennaflokki. |
30.10.2015 23:32
Uppskeruhátíð Æskulýðsnefndar Þyts
Stigahæstu knapar í barnaflokki:
1. sæti Eysteinn Tjörvi Kristinsson
2. sæti Rakel Gígja Ragnarsdóttir
3. sæti Ingvar Óli Sigurðsson
Stigahæstu knapar í unglingaflokki:
1. sæti Karitas Aradóttir
2. sæti Eva Dögg Pálsdóttir
3. sæti Anna Herdís Sigurbjartsdóttir
23.10.2015 14:36
Uppskeruhátíð Hrossaræktarsamtaka V-Hún og Hestamannafélagsins Þyts 2015
Uppskeruhátíð Hrossaræktarsamtaka V-Hún og Hestamannafélagsins Þyts 2015
Verður haldin laugardagskvöldið 31.október í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Matur, gleði og gaman.
Þessi frábæra skemmtun hefst stundvíslega kl 20:00 en húsið opnar kl 19:30 og það verður sko stemming.
Kjartan Óli sér um matinn og á boðstólnum verður:
Lamb að hætti Lemmy frænda með kartöflustöppu, bourbonsósu & salati.
BBQ kjúklingur með hrísgrjónum, bökuðu rótargrænmeti
& kaldri piparrótarsósu.
Brownie með kaffinu.
Veislustjórn verður í höndum sauðfjárbónda úr austursýslunni.
.
Forsala miða og pantanir fara fram í Söluskálanum á Hvammstanga, sími 451-2465, hefst mánudag 26.október og þarf að vera lokið að kvöldi miðvikudagsins 28.október, athugið ekki posi. Miðaverð á uppskeruhátíðina er kr 6.900 matur, skemmtun og ball, en ef þú vilt hins vegar bara skella þér á dansleik með Trukkunum, sem hefst kl 23:00, þá kostar það litlar 3000 kr. Enginn posi á staðnum og ekki selt gos!
Mikilvægt er að panta miða í tíma. Hægt er að nálgast pantaða miða fram á föstudag í Söluskálanum.
Eftirfarandi bú eru tilnefnd ræktunarbú ársins af Hrossaræktarsamtökum V-Hún.
Bessastaðir – Gauksmýri – Lækjamót – Syðri-Vellir
Athugið að það eru allir velkomnir á þessa frábæru skemmtun. Þetta er einstakt tækifæri til að bjóða frúnni eða bóndanum út á lífið.
Pússum dansskóna og setjum rúllur í hárið – Þetta verður stórfenglegt.
Sjáumst nefndin
19.10.2015 13:13
Uppskeruhátið æskulýðsstarfs Þyts
Veittar verðar viðurkenningar fyrir þátttökuna í starfinu, greint frá því hvað verður framundan og tekið við skráningum í námskeið vetrarins.
Vonumst til að sjá sem flesta sem tóku þátt í hestafimleikunum, reiðþjálfun, Knapamerkjum, sýningum, keppnum og öðru skemmtilegu sem við gerðum á árinu, bæði börnin, unglingana og aðstandendur þeirra.
Æskulýðsnefndin
15.10.2015 18:10
Framtìð landsmóta, hver er þín skoðun?
Landssamband Hestamannafélaga og Bændasamtök Íslands standa fyrir vinnufundi um framtíð landsmóta hestamanna 17. okt nk. Markmið vinnufundarins er að félagsmenn komi saman til að móta stefnu varðandi Landsmót.

14.10.2015 08:59
Haustskýrslur búfjár 2015
Ágætu hestamenn í Norðvesturumdæmi.
Nú hefur verið opnað fyrir skil á haustskýrslum búfjár 2015.
Samkvæmt lögum eiga allir eigendur/umráðamenn búfjár að skila árlegri haustskýrslu fyrir 20. nóvember um búfjáreign, fóður og landstærðir eftir því sem við á.
Skil fara fram með rafrænum hætti á www.bustofn.is.
Þetta er annað árið sem búfjáreigendur sem einungis eiga hesta þurfa að skila inn haustskýrslu og eru þeir eindregið hvattir til að skila á tilsettum tíma
Rétt er líka að geta þess að áskilið er í lögum að þeir sem ekki skila skýrslu skulu heimsóttir og upplýsinga aflað á þeirra kostnað.
Ef einhverjar spurningar vakna er velkomið að hafa samband við undirritaðann:
einar.magnusson@mast.is
8580855
Einar Kári Magnússon
05.10.2015 15:03
Uppskeruhátíð Hestamannafélagsins Þyts og Hrossaræktarsamtaka V-Hún.
05.10.2015 12:23
Árleg fundarferð um landið
![]() |
Árleg fundarferð um landiðAlmennir fundir í fundarröð Félags hrossabænda og Fagráðs í hrossarækt um málefni hestamanna hefjast fljótlega. Helstu málefni sem tekin verða fyrir á fundunum eru eftirfarandi:
• Markaðsátak í hestamennsku – kynning.
• Sýningarárið 2015 í kynbótadómum.
• Vinna við nýjan dómskala í kynbótadómum verður kynnt.
• Val kynbótahrossa á Landsmót 2016 – hugmyndir kynntar.
• Framkvæmd Landsmóts 2016.
Eins og sjá má verður margt áhugavert á döfunni og mikilvægt að hestafólk fjölmenni á fundina.
Með fulltrúum Félags hrossabænda og fagráðs, þeim Sveini Steinarssyni formanni Félags hrossabænda og fagráðs og Þorvaldi Kristjánssyni, ábyrgðarmanni í hrossarækt verður fulltrúi Landssambands Hestamannafélaga og munu þau verða frummælendur fundanna.
Fundirnir verða haldnir á eftirtöldum stöðum:
5. okt. Höfuðborgarsvæðið kl. 20:00. Í Samskipahöllinni í Spretti.
6. okt. Eyjafjörður kl. 20:00. Í Ljósvetningabúð í Þingeyjarsveit.
7. okt. Skagafirði kl. 20:00. Í Tjarnarbæ á Sauðárkróki.
8. okt. Húnavatnssýslur kl. 20:30 – Gauksmýri.
Næstu fundir í fundarröðinni verða kynntir fljótlega.
Hvetjum hestamenn og hrossaræktendur til að fjölmenna á fundina og nýta tækifærið til að kynna sér verkefnin og leggja sitt til málanna.
29.09.2015 09:14
Hestar fyrir börn
Hestamannafélaginu langar að athuga með áhuga hjá foreldrum á því að fá hest fyrir barnið sitt sem það getur verið með á námskeiðum vetrarins.
Það eru nokkrir góðir barnahestar í boði gegn vægu gjaldi/húsplássi. Tvö börn geta verið saman með einn hest til þess að lækka gjaldið.
Í vetur verða námskeið fyrir minna vön börn og meira vön börn, þar sem þeim er kennt ýmislegt um ásetu og reiðmennsku, gangtegundir og keppni.
Foreldrar barna sem langar að stunda hestamennsku en hafa ekki aðgang að hesti mega endilega hafa samband í síma 848-7219 Helga eða í síma 8637786 Kolla. Eins og í fyrra að þá er Þytur aðeins milligönguaðili á milli eigenda hrossa og foreldra.
16.08.2015 22:31
Úrslit Gæðingamóts Þyts 2015
Gæðingamót Þyts var haldið laugardaginn 15.08 sl. Veðrið var frábært fram eftir degi en þá fór að rigna af og til eins og hellt væri úr fötu. Kappi var aðeins að stríða mótanefnd en Þórdís Ben reiknimeistari reddaði hlutunum bara upp á gamla mátann.
Nafn/hestur/eink(fork/úrslit)
1. Rakel Gígja Ragnarsdóttir og Grágás frá Grafarkoti, 8,48/8,49
2. Eysteinn Tjörvi Kristinsson og Kjarval frá Hjaltastaðahvammi, 8,25/8,38
Nafn/hestur/eink(fork/úrslit)
1. Eva Dögg Pálsdóttir og Stuðull frá Grafarkoti, 8,18/8,33
2. Karítas Aradóttir og Vala frá Lækjamóti, 8,16/8,17
3. Ásdís Brynja Jónsdóttir og Keisari frá Hofi, 7,98/8,13
4. Lara Margrét Jónsdóttir og Króna frá Hofi, 8,00/8,03
5. Sara Lind Sigurðardóttir og Maí frá Syðri-Völlum, 7,92/7,74
Nafn/hestur/eink(fork/úrslit)
1. Ragnheiður Petra Óladóttir og Daníel frá Vatnsleysu, 8,37/8,45
2. Fanndís Ósk Pálsdóttir og Biskup frá Sauðárkróki, 8,08/8,27
)
Nafn/hestur/eink(fork/úrslit)
1. Eva Lena Lohi og Bliki frá Stóru-Ásgeirsá, 8,04/8,05
2. Ruth Bakles og Helga frá Hrafnsstöðum, 7,98/7,99
3. Eyjólfur Sigurðsson og Lukka frá Akranesi, 7,91/7,90
4. Sigrún Eva Þórisdóttir og Dropi frá Hvoli, 7,88/7,89
B - flokkur
)
1. Ísólfur Líndal Þórisson og Flans frá Víðivöllum fremri, 8,35/8,57
2-3. Elvar Logi Friðriksson og Brúney frá Grafarkoti, 8,40/8,51
2-3. Jóhann Magnússon og Mynd frá Bessastöðum, 8,33/8,51
4. Þorgeir Jóhannesson og Stígur frá Reykjum 1, 8,16/8,25
5. Jónína Lilja Pálmadóttir og Svipur frá Syðri-Völlum, 8,14/8,24
B úrslit Nafn/hestur/eink(fork/úrslit)
)
6. Hörður Óli Sæmundsson og Dáð frá Ási, 8,09/8,45
7. Karítas Aradóttir og Björk frá Lækjamóti, 8,10/8,25
8. Marina Schregelmann og Sálmur frá Gauksmýri, 8,09/8,20
9. Birna Olivia Agnarsdóttir og Diddi frá Þorkelshóli 2, 8,08/8,15 (Marina reið forkeppni)
10. Sverrir Sigurðsson og Valey frá Höfðabakka, 8,13/8,12
A flokkur
)
Nafn/hestur/eink(fork/úrslit)
1. Ísólfur Líndal Þórisson og Muninn frá Auðsholtshjáleigu, 8,30/8,44
2. Jóhann Magnússon og Sjönd frá Bessastöðum, 8,27/8,40
3. Anna Funni Jonason og Gosi frá Staðartungu, 8,19/8,30
4. Eline Schriver og Laufi frá Syðra-Skörðugili, 7,84/7,96
5. Jónína Lilja Pálmadóttir og Orka frá Syðri-Völlum, 8,10/7,33
100 m skeið
)
1. Ísólfur Líndal Þórisson og Viljar frá Skjólbrekku, tími 7,97
2. Vigdís Gunnarsdóttir og Stygg frá Akureyri, tími 8,75
3. Einar Reynisson og Lykill frá Syðri-Völlum, tími 10,02
Komnar myndir inn í myndaalbúm á síðunni, Irina tók flottar myndir fyrir félagið.
Mótanefnd Þyts
Landsbankinn er aðalstyrktaraðili Þyts