14.02.2015 15:05

Úrslit smala í Húnvetnsku liðakeppninni


pollaflokkur, auðvitað flottustu knaparnir :) 

Fyrsta mótið í Húnvetnsku liðakeppninni var haldið í gærkvöldi í Þytsheimum. Mjög skemmtilegt mót og gaman hversu margir knapar sýndu hraðar en samt vel riðna spretti. 
Víðidalur sigraði kvöldið með 1 stigi, svo keppnin gæti ekki byrjað meira spennandi. Víðidalurinn er með 46,2 stig og Lið Lísu Sveins með 45,2 stig. 3 efstu hestar í hverju liði fá stig í forkeppni og 3 efstu í úrslitum. Ef reglurnar eru skoðaðar er hægt að sjá hvernig þetta er reiknað. Forkeppnin eru fyrri tölurnar og úrslitin seinni tölurnar.

Hér fyrir neðan má sjá úrslit kvöldsins:

Pollaflokkur

Pollarnir keppa ekki um sæti, allir fá viðurkenningu fyrir þátttöku.

Dagbjört Jóna Tryggvadóttir
Þokki frá Hvoli 

Indriði Rökkvi Ragnarsson 
Freyðir frá Grafarkoti rauður 13 vetra

Oddný Sigríður Eiríksdóttir
Djarfur frá Syðri Völlum.

Einar Örn Sigurðsson
Ljúfur frá Hvoli


sæti/knapi/hestur/lið/forkeppni/úrslit
Barnaflokkur:

1 Eysteinn Tjörvi Kristinsson Sandey frá Höfðabakka Víðidalur 232/300
2 Ingvar Óli Sigurðsson Þyrla frá Nípukoti LiðLísuSveins 236/252
3 Margrét Jóna Þrastardóttir Birtingur frá Stóru-Ásgeirsá LiðLísuSveins 184/232
4 Rakel Gígja Rargnarsdóttir Dögg frá Múla LiðLísuSveins 266/228

Unglingaflokkur:

1 Anna Herdís Sigurbjartsdóttir Auðna frá Sauðadalsá LiðLísuSveins 286/258
2 Ásta Guðný Unnsteinsdóttir Flótti frá Leysingjastöðum Víðidalur 190/256
3 Eva Dögg Pálsdóttir Brokey frá Grafarkoti LiðLísuSveins 250/246
4 Karítas Aradóttir Eskill frá Grafarkoti Víðidalur 270/222
5 Fríða Björg Jónsdóttir Össur frá Grafarkoti Víðidalur 266/210

3. flokkur

1 Óskar Hallgrímsson Glotti frá Grafarkoti LIðLísuSveins 272/272
2 Malin Persson Vorrós frá Syðra-Kolugili Víðidalur 260/256
3 Jóhanna Helga Sigtryggsdóttir Stelpa frá Helguhvammi II LiðLísuSveins 236/252
4 Irina Kamp Glóð frá Þórukoti Víðidalur 256/228
5 Stine Kragh Baltasar frá Litla-Ósi Víðidalur 266/206

2. flokkur

1 Magnús Ásgeir Elíasson Glenning frá Stóru-Ásgeirsá Víðidalur 252/280
2 Kristófer Smári Gunnarsson Kofri frá Efri Þverá LiðLísuSveins 272/272
3 Sveinn Brynjar Friðriksson Júlíus frá Borg LiðLísuSveins 242/260
4 Þorgeir Jóhannesson Stígur frá Reykjum LiðLísuSveins 232/256
5 Ragnar Smári Helgason Freyðir frá Grafarkoti LiðLísuSveins 236/250

1. flokkur

1 Hallfríður S Óladóttir Hrekkur frá Enni Víðidalur 280/280
2 Elvar Logi Friðriksson Vinátta frá Grafarkoti LiðLísuSveins 300/272
3 Herdís Einarsdóttir Drápa frá Grafarkoti LiðLísuSveins 260/260
4 Fanney Dögg Indriðadóttir Dana frá Hrísm 2 LiðLísuSveins 270/200

 Aðalstyrktaraðili Húnvetnsku liðakeppninnar

Mótanefnd vill þakka öllu því frábæra fólki sem starfar að mótinu fyrir góð störf.

13.02.2015 14:10

Firmakeppnin


Firmakeppnin verður haldin 18 febrúar á öskudaginn í Þytsheimum. Allir mega keppa ungir sem aldnir og  keppt er í pollaflokki, unglingaflokki, ungmennaflokki, karla og kvennaflokki.
Áætlað er að byrja kl 18:00 og skráning verður á staðnum.  Fyrstu þrjú sætin fá eitthvað fyrir sinn snúð, endilega mætum og höfum gaman saman.

Það verða svakalegir dómarar og því mælum við með að mæta í búningum og á skreyttum hestum emoticon

Firmakeppninsnefndin

12.02.2015 23:19

Ísólfur sigrar gæðingafimina í meistaradeildinni


mynd af facebook síðu Vigdísar, sáttir eftir gott mót !!!

Ísólfur og Kristófer sigruðu gæðingafimina í Meistaradeild VÍS með 8,05 í einkunn, héldu forystunni eftir forkeppni. Ísólfur var með frábærlega vel útfærða sýningu, var jafn á öllum stöðum, með vel útfærðar æfingar og frábærar gangtegundir.
Innilega til hamingju með frábært kvöld !!!
Helga Una og Vág frá Höfðabakka stóðu sig einnig mjög vel, en þær enduðu sjöundu með 6,93 í einkunn. Vág sýndi hversu ofsalega góð tölthryssa hún er dansandi um völlinn.

Gæðingafimi - Úrslit
1. Ísólfur Líndal Þórisson - Kristófer frá Hjaltastaðahvammi - 8,05

2. Árni Björn Pálsson - Skíma frá Kvistum - 7,95
3. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir - Spretta frá Gunnarsstöðum - 7,77
4. Sylvía Sigurbjörnsdóttir - Héðinn Skúli frá Oddhóli - 7,61
5. Eyrún Ýr Pálsdóttir - Kjarval frá Blönduósi - 7,45

Gæðingafimi - Forkeppni
1. Ísólfur Líndal Þórisson - Kristófer frá Hjaltastaðahvammi 7,45

2. Sylvía Sigurbjörnsdóttir - Héðinn Skúli frá Oddhóli 7,43
2. Árni Björn Pálsson - Skíma frá Kvistum 7,43
4. Eyrún Ýr Pálsdóttir - Kjarval frá Blönduósi 7,12
5. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir - Spretta frá Gunnarsstöðum 7,05
6. Jakob S Sigurðsson - Gloría frá Skúfslæk 7,02
7. Helga Una Björnsdóttir - Vág frá Höfðabakka 6,93
8. John Kristinn Sigurjónsson - Sigríður frá Feti 6,85
9. Lena Zielenski - Melkorka frá Hárlaugsstöðum 6,65
9. Sigurður Sigurðarson - Dreyri frá Hjaltastöðum 6,65
11. Ragnar Tómasson - Sleipnir frá Árnanesi 6,57
12. Bergur Jónsson - Katla frá Ketilsstöðum 6,55
13. Olil Amble - Frami frá Ketilsstöðum 6,28
13. Þórdís Erla Gunnarsdóttir - Sproti frá Enni 6,28
15. Hulda Gústafsdóttir - Kiljan frá Holtsmúla 6,27
16. Hinrik Bragason - Geisli frá Svanavatni 6,18
17. Sigurbjörn Bárðarson - Jarl frá Mið-Fossum 6,15
18. Sigurður Vignir Matthíasson - Roði frá Margrétarhofi 6,12
19. Reynir Örn Pálmasson - Röst frá Lækjamóti 6,10
20. Þórarinn Ragnarsson - Hrísey frá Langholtsparti 6,08
21. Viðar Ingólfsson - Dáð frá Jaðri 6,07
22. Guðmar Þór Pétursson - Katla frá Kommu 5,92
23. Daníel Jónsson - Arion frá Eystra-Fróðholti 5,83
24. Guðmundur Björgvinsson - Kilja frá Grindavík 5,58

12.02.2015 15:32

Dagskrá og ráslistar Smalans í Húnvetnsku liðakeppninni

Mótið hefst klukkan 19.00 í Þytsheimum. 

Dagskrá mótsins:
Pollaflokkur
Barnaflokkur
Unglingaflokkur
3. flokkur
hlé
2.flokkur
1.flokkur

Úrslit eru riðin strax á eftir hverjum flokki.

Pollaflokkur

Dagbjört Jóna Tryggvadóttir
Þokki frá Hvoli
20. vetra

Indriði Rökkvi Ragnarsson kt. 270208-3040
Freyðir frá Grafarkoti rauður 13 vetra

Oddný Sigríður Eiríksdóttir
Djarfur frá Syðri Völlum.
Brún stjörnóttur 19 vetra

Einar Örn Sigurðsson
Ljúfur frá Hvoli
grár

Barnaflokkur
1 Eysteinn Tjörvi Kristinsson Sandey Höfðabakka 3
2 Rakel Gígja Rargnarsdóttir Dögg frá Múla 2
3 Ingvar Óli Sigurðsson Þyrla frá Nípukoti 2
4 Margrét Jóna Þrastardóttir Birtingur frá Stóru-Ásgeirsá 2 
5 Eysteinn Tjörvi Kristinsson Raggi frá Bala 3
6 Rakel Gígja Ragnarsdóttir Hlynur frá Blönduósi 2

Unglingaflokkur
1 Fríða Björg Jónsdóttir Össur frá Grafarkoti 3
2 Anna Herdís Sigurbjartsdóttir Auðna frá Sauðadalsá 2
3 Karítas Aradóttir Eskill frá Grafarkoti 3
4 Ásta Guðný Unnsteinsdóttir Flótti frá Leysingjastöðum 3
5 Eva Dögg Pálsdóttir Brokey frá Grafarkoti 2

3. flokkur
1 Sigrún Eva Þórisdóttir Hrafn frá Hvoli 3
2 Sigurður Björn Gunnlaugsson Tíbrá frá Fremri-Fitjum 2
3 Stine Kragh Baltasar frá Litla-Ósi 3
4 Elísa Ýr Sverrisdóttir Arfur frá Höfðabakka 2
5 Rannveig Aðalbjörg Hjartardóttir Eyri frá Stóru-Ásgeirsá 3
6 Óskar Hallgrímsson Glotti frá Grafarkoti 2
7 Ronja Wustefeld Hekla frá Neðstabæ 2
8 Konráð P Jónsson Fjöður frá Snorrastöðum 2
9 Jóhanna Helga Sigtryggsdóttir Stelpa frá Helguhvammi II 2
10 Irina Kamp Glóð frá Þórukoti 3
11 Malin Persson Vorrós frá Syðra-Kolugili 3
12 Eydís Anna Kristófersdóttir Flosi frá Litlu-Brekku 3

2. flokkur
1 Sverrir Sigurðsson Valey frá Höfðabakka 2
2 Magnús Ásgeir Elíasson Glenning frá Stóru-Ásgeirsá 3
3 Sveinn Brynjar Friðriksson Júlíus frá Borg 2
4 Helga Rós Níelsdóttir Frægur frá Fremri-Fitjum 2
5 Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir Óvissa frá Galtanesi 2
6 Þorgeir Jóhannesson Stígur frá Reykjum 2
7 Unnsteinn Óskar Andrésson Kolbrá frá Kolbeinsá 2 3
8 Ragnar Smári Helgason Freyðir frá Grafarkoti 2
9 Marie Louise Grettla frá Grafarkoti 2
10 Kristófer Smári Gunnarsson Kofri frá Efri-Þverá 2

1. flokkur

1 Hallfríður S Óladóttir Hrekkur frá Enni 3
2 Fanney Dögg Indriðadóttir Dana frá Hrísum 2 2
3 Elvar Logi Friðriksson Vinátta frá Grafarkoti 2
4 Herdís Einarsdóttir Drápa frá Grafarkoti 2

Aðgangseyrir 500 kr

 Aðalstyrktaraðili Húnvetnsku liðakeppninnar



12.02.2015 14:00

Úrslit í fyrsta móti í KS deildinni

Hrímnisliðið efst eftir fyrsta mót. Hugleikur og Valdimar sigruðu í mjög sterkri fjórgangskeppni. Þytsfélagarnir Jói Magg og Fanney komust ekki í úrslit en Fanney og Brúney voru næstar inn með einkunnina 6,57.
Hér fyrir neðan má sjá úrslit kvöldsins:

A - úrslit
Valdimar Bergsstað Hugleikur frá Galtanesi 7,87
Lilja Pálmadóttir Mói frá Hjaltastöðum 7,70
Hanna Rún Ingibergsdóttir Nótt frá Sörlatungu 7,47 hlutkesti
Bjarni Jónasson Roði frá Garði 7,47
Þórarinn Eymundsson Taktur frá Varmalæk 7,33

B - úrslit
Lilja Pálmadóttir Mói frá Hjaltastöðum 7,33
Anna Kristín Friðriksdóttir Glaður frá Grund 7,0
Líney María Hjálmarsdóttir Völsungur frá Húsavík 6,90
Elvar Einarsson Gjöf frá Sjávarborg 6,67
Baldvin Ari Guðlaugsson Lipurtá frá Hóli 6,03

FORKEPPNI

Valdimar Bergsstað/Hrímnir Hugleikur frá Galtanesi - 7,43
Hanna Rún Ingibergsdóttir/ Íbess-Gæðingur Nótt frá Sörlatungu - 7,20
Þórarinn Eymundsson/ Hrímnir Taktur frá Varmalæk - 7,17
Bjarni Jónasson/ Hofstorfan-66°norður Roði frá Garði - 7,13
Lilja Pálmadóttir/ Hofstorfan-66°norður Mói frá Hjaltastöðum - 7,03
Anna Kristín Friðriksdóttir/ Íbess-Gæðingur Glaður frá Grund - 6,97
Elvar E Einarsson/ Hofstorfan-66°norður Gjöf frá Sjávarborg - 6,67
Baldvin Ari Guðlaugsson/ Efri-Rauðalækur-Lífland Lipurtá frá Hóli - 6,63
Líney M. Hjálmarsdóttir/Hrímnir Völsungur frá Húsavík - 6,60
Fanney Dögg Indriðadóttir/ Top Reiter Brúney frá Grafarkoti - 6,57
Mette Mannseth /Draupnir-Þúfur Verdí frá Torfunesi - 6,47
Teitur Árnason/ Top Reiter Kúnst frá Ytri-Skógum - 6,43
Guðmundur K Tryggvason/ Efri-Rauðalækur-Lífland Rósalín frá E-Rauðalæk - 6,33
Barbara Wenzl/Draupnir-Þúfur Hrafnfinnur frá Sörlatungu - 6,30
Þorsteinn Björnsson /Draupnir-Þúfur Króna frá Hólum - 6,03
Agnar Þór Magnússon/ Efri-Rauðalækur-Lífland Saga frá Skriðu - 5,83
Jóhann B. Magnússon/ Íbess-Gæðingur Mynd frá Bessastöðum - 5,10
Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir/ Top Reiter Óði-Blesi frá Lundi - 0


11.02.2015 13:07

KS deildin - fjórgangur

Þá er komið að fyrsta keppniskvöldi KS-Deildarinnar. Eins og áður fer keppnin fram í Svaðastaðahöllinni og hefst kl.20.00. Keppt verður í fjórgangi. Keppnin er bæði einstaklings og liðakeppni. Í kvöld keppa frá Þyt Fanney Dögg og Jóhann Magnússon. 

Ráslistann má sjá hér fyrir neðan:

 

Ráslisti:

1. Hanna Rún Ingibergsdóttir/ Íbess-Gæðingur-- Nótt frá Sörlatungu
2. Teitur Árnason/ Top Reiter-- Kúnst frá Ytri-Skógum
3. Barbara Wenzl/Draupnir-Þúfur-- Hrafnfinnur frá Sörlatungu
4. Valdimar Bergsstað/ Hrímnir-- Hugleikur frá Galtanesi
5. Guðmundur K Tryggvason/ Efri-Rauðalækur-Lífland-- Rósalín frá E-Rauðalæk
6. Bjarni Jónasson/ Hofstorfan-66°norður-- Roði frá Garði
7. Þorsteinn Björnsson/ Draupnir-Þúfur-- Króna frá Hólum
8. Agnar Þór Magnússon/ Efri-Rauðalækur-Lífland-- Saga frá Skriðu
9. Þórarinn Eymundsson/ Hrímnir-- Taktur frá Varmalæk
10. Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir/ Top Reiter-- Óði-Blesi frá Lundi
11. Jóhann B. Magnússon/ Íbess-Gæðingur-- Mynd frá Bessastöðum
12. Lilja Pálmadóttir/ Hofstorfan-66°norður-- Mói frá Hjaltastöðum
13. Fanney Dögg Indriðadóttir/ Top Reiter-- Brúney frá Grafarkoti
14. Baldvin Ari Guðlaugsson/ Efri-Rauðalækur-Lífland-- Öngull frá E-Rauðalæk
15. Líney M. Hjálmarsdóttir/ Hrímnir-- Völsungur frá Húsavík
16. Elvar E Einarsson/ Hofstorfan-66°norður-- Gjöf frá Sjávarborg
17. Anna Kristín Friðriksdóttir/ Íbess-Gæðingur-- Glaður frá Grund
18. Mette Mannseth/ Draupnir-Þúfur-- Verdí frá Torfunesi

 

09.02.2015 15:30

Sameiginleg æfing allra liða

 
 
Sameiginleg æfing allra liða verður á fimmtudagskvöldið nk frá kl. 17:30 
 
 
Mótanefnd

08.02.2015 11:32

Vinamót hestamannafélaganna á Norðurlandi vestra

Þrautabraut, smali og skeið verða í Reiðhöllinni Arnargerði á Blönduósi 15. febrúar kl. 14.00

Mótið hét áður fyrr "Grunnskólamót hestamannafélaga á Norðurlandi vestra". Er um liðakeppni að ræða og í ár verður keppt á milli hestamannafélaga en ekki grunnskóla.

Keppnisgreinar eru:

1. - 3. bekkur þrautabraut

4. - 7. bekkur smali

8. - 10. bekkur smali

8. - 10. bekkur skeið

Skáningar Þytskrakka þurfa að hafa borist fyrir kl. 22.00 miðvikudaginn 11.02. á netfangið:thyturaeska@gmail.com

Fram þarf að koma: Nafn knapa og bekkur, nafn hests og uppruni, aldur, litur og keppnisgrein.

Skráningargjald er 1000 kr. fyrir fyrstu skráningu, 500 kr fyrir næstu skráningar og skal greiða á staðnum áður en mót hefst (ekki tekið við greiðslukortum).

Reglur:

Þrautabraut :

1. - 3. bekkur. Áseta, stjórnun og færni dæmd. Engin tímataka. Hringurinn 3 metrar í ummál, þar skal stöðva hestinn og halda svo áfram.

Smali:

4. - 7. og 8 .- 10. bekkur.  Smalabrautin skal vera skýr og hættulaus og forðast skal allan óþarfa glannaskap. Keppt skal eftir tíma og skal bæta 4 sekúndum við tíma fyrir hverja keilu sem felld er eða sleppt. Ef sleppt er hliði bætast 2x4 sekúndur við. Ef tunna dettur er bætt við 4 sekúndum og ef tunnu er sleppt bætast við 4x4 sekúndur. Gult spjald er jafnt og 10 sekúndur og má sýna ef knapi sýnir grófa reiðmennsku og jafnvel víkja keppanda úr sýningu. Bannað er að fara á stökki yfir pallinn. Ef hleypt er yfir pallinn bætast við 4x4 sekúndur.

Skeið

8. - 10. bekkur mega keppa í skeiði og skal tímataka vera samkvæmt venju á hverjum stað. Fara skal 2 spretti og betri tíminn gildir. Gult spjald má sýna ef knapi sýnir grófa reiðmennsku og jafnvel víkja keppanda úr sýningu.

Þrautabrautin:

Smalabrautin:


06.02.2015 11:03

Fyrsta mót í Húnvetnsku liðakeppninni verður föstudaginn 13.02 ATH!!! Breytt dagssetning


Fyrsta mótið í Húnvetnsku liðakeppninni verður haldið föstudagskvöldið 13.02. og hefst kl. 19.00 í Þytsheimum, keppt verður í smala. Skráning er á netfang thytur1@gmail.com fyrir miðnætti miðvikudagskvöldsins 11.02. Fram þarf að koma nafn og kennitala knapa, flokkur, hestur, IS númer og í hvaða liði keppandinn er. Skráningargjöld eru 1.500 kr í smala fyrir fullorðna en 1.000 fyrir börn og unglinga. Greiða þarf skráningargjöld áður en mót hefst inn á reikning Þyts 0159-15-200343 kt. 550180-0499.

Keppt verður í barnaflokki (börn fædd 2002 - 2005 ), unglingaflokki (börn fædd 1998 - 2001), 3 flokki, flokkur sem er ætlaður þeim sem eru að byrja að keppa eða hafa litla keppnisreynslu. 2 flokki, fyrir þá sem hafa nokkra keppnisreynslu en eru ekki að stunda keppni að neinu ráði og 1. flokki sem er ætlaður þeim sem eru mikið í keppni. Það fara 9 hestar brautina aftur ef 15 eða fleiri keppendur eru í flokki, annars fara 5 í úrslit.
Einnig verður í boði pollaflokkur þar sem pollarnir okkar fá að spreyta sig í brautinni.

Stigin í smala inn í liðakeppnina í forkeppni eru þannig að 300 stig gefa 6 stig, 290 - 299 stig gefa 5,8 stig, 280 - 289 stig gefa 5,6 stig, 270 - 279 stig gefa 5,4 stig osfrv.
Úrslitin eru eins á öllum mótunum þeas 1 sæti = 10 stig, 2 sæti = 8 stig, 3 sæti = 6 stig, 4 sæti = 4 stig, 5 sæti = 2 stig, 6 sæti = 2 stig (ef B-úrslit), 7-10 = 1 stig

Einstaklingskeppni: 
1.sæti - 10 stig
2.sæti - 8 stig
3.sæti - 7 stig
4.sæti - 6 stig
5.sæti - 5 stig
6.sæti - 4 stig
7.sæti - 3 stig
8.sæti - 2 stig
9.sæti - 1 stig


Smalinn:

Reglur smalans:

Smalinn dregur nafn sitt af einu mikilvægasta hlutverki íslenska hestsins frá örófi alda. Eiginleikar sem prýða góðan smala og smalahest eru nauðsynlegir ef árangur á að nást, þetta eru þættir eins og hraði, kjarkur, fimi og snerpa.

Riðin er braut sem mörkuð er keilum sem ná upp á síður hests. Keilurnar skulu vera þannig útbúnar að þær falli við litla snertingu. Árangurinn ræðst af brautartíma og felldum keilum. Reiknireglur eru þær sömu og í tímabraut torfærunnar. Smalinn er hrein grein í þeirri merkingu að árangurinn er mælanlegur án frávika, þ.e. hann ræðst eingöngu af tíma og felldum keilum en ekki mati dómara. Dómarar eru engu að síður til staðar og meta hvort knapinn fari gegnum öll hlið, telja felldar keilur og hafa eftirlit með reiðmennsku knapa líkt og í öðrum keppnisgreinum.

Stigin telja þannig að knapar raðast í sæti eftir besta tímanum, sá sem er fyrstur fær 300 stig, sá næsti 280, 270 o.s.frv. Við hverja fellda keilu dragast frá 14 stig. Fyrir sleppt hlið eru 28 refsistig. Yfir brúnna er ekki leyft að fara á stökki þ.e.a.s allur annar gangur er í lagi. Ef brúnni er sleppt þá er það 4x28 refsistig. Gult spjald= gróf reiðmennska 30 refsistig Rautt spjald= MJÖG gróf reiðmennska ÚR LEIK!

Brautin verður svipuð og undanfarin ár, gamla brautin er spegluð eins og hún var í fyrra, í staðin fyrir U-ið eru komnar 3 stangir sem þarf að ríða undir, þessar stangir koma úr nýju keppnisgreininni TREC. 2 m eru á milli stanganna og eru 14 refsistig við hverja stöng ef hún er felld. Fyrir að sleppa því að ríða undir stangirnar þá er það 3 x 28 refsistig. 
Síðan verða 2 hindranir (brokkspírur) sem þarf að fara yfir, við hverja fellda hindrun eru 14 refsistig. Hér fyrir neðan má sjá brautina 2015.
Í ár verður ekki hlið eða veifa sem þarf að taka upp og með sér í mark.


Viljum minna á að skrá þarf öll lið inn í mótaröðina, tilkynna þarf liðin til mótanefndar í síðasta lagi fyrir lokaskráningardag fyrsta móts á netfangið thytur1@gmail.com ásamt liðsstjóra liðsins.



Aðgangseyrir 500 kr

 Aðalstyrktaraðili Húnvetnsku liðakeppninnar




06.02.2015 10:08

Svínavatn 2015


Laugardaginn 28. febrúar verður mótið haldið á Svínavatni í A-Hún. Keppt verður í A og B flokki gæðinga og opnum flokki í tölti. Fyrirkomulag með svipuðu sniði og verið hefur undanfarin ár og verða nánari upplýsingar birtar þegar nær dregur á hestanetmiðlum og á heimasíðu mótsins, http://www.is-landsmot.is/.


Vegleg peningaverðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sæti í hverjum flokki, fyrir tilstuðlan helstu styrktar aðila mótsins sem eru; Hrossaræktarbúið Geitaskarði, G. Hjálmarsson, Margrétarhof og KS. 
Eins og venjulega verður gott hljóðkerfi á staðnum og dagskránni útvarpað.

06.02.2015 09:00

Húnvetnska liðakeppnin 2015

Reglur Húnvetnsku liðakeppninnar 2015

 

Sjöunda mótaröðin að hefjast í Húnvetnsku liðakeppninni. Sömu reglur og í fyrra en nú bætist barnaflokkur við eins og rætt var um á félagsfundi í haust. Engin fyrirfram ákveðin lið eru skráð til leiks, skrá þarf öll lið inn í mótaröðina, tilkynna þarf liðin til mótanefndar í síðasta lagi fyrir lokaskráningardag fyrsta móts á netfangið thytur1@gmail.com ásamt liðsstjóra liðsins.

 

Í tölti T7 í barna, unglinga og 3. flokki á fimmgangsmótinu, þá mega knapar keppa í þessum töltgreinum á hesti sem annar knapi keppir síðan á, á lokamótinu. Þetta var samþykkt á fundi um liðakeppnina sem haldinn var fyrir keppnina í fyrra. Því er það þessi regla og fótaskoðun sem ekki er farið eftir reglum LH vegna mótahalds. 

Dagssetningar fyrir mót vetrarins eru: 

13. feb smali. ATH BREYTT DAGSSETNING !!!

6. mars fjórgangur. 1. flokkur V1, aðrir flokkar V3. Prógrammið í forkeppni í V3: hægt til milliferðar tölt - milliferðar til yfirferðatölt - hægt til milliferðar brokk - hægt til milliferðar stökk - fet. Úrslit í V1 og V3: Riðin eins og alltaf - hægt tölt - brokk - fet - stökk - yfirferðartölt

20. mars fimmgangur og tölt. 1. flokkur F1, 2. flokkur F2. Barna- og unglingafl og 3. flokkur T7

17. apríl tölt og skeið Keppt í T3 í öllum flokkum
 

Reglur:

Liðakeppni:


1) Liðin þurfa að hafa nafn og sérkenni, þannig að liðsmenn þekkist.

2) Lágmark 3 í liði, ótakmarkaður fjöldi.

3) Knapar verða að vera í sama liðinu allt tímabilið, þ.e. bannað að skipta um lið á miðju tímabili. Einnig verður hver og einn knapi að velja sér hvort hann ætlar að keppa í 1. 2. eða 3. flokki í upphafi tímabils.

4) 3 efstu knapar úr forkeppni telja til stiga fyrir hvert lið, stigin eru einkunnir hvers knapa. Hver knapi getur aðeins skilað stigum fyrir sitt lið fyrir 1 hest.

5) 3 efstu knapar sem komast í úrslit í hverju liði telja til stiga.

6) 1 sæti = 10 stig, 2 sæti = 8 stig, 3 sæti = 6 stig, 4 sæti = 4 stig, 5 sæti = 2 stig, 6 sæti = 2 stig (ef B-úrslit), 7-10 = 1 stig

7) Ekki er nauðsynlegt að vera í liði til að taka þátt í mótaröðinni.

8) Flokkar; Barnaflokkur (börn fædd 2002 - 2005 ), unglingaflokkur (börn fædd 1998 - 2001), 3 flokkur, flokkur sem er ætlaður þeim sem eru að byrja að keppa eða hafa litla keppnisreynslu. 2 flokkur, fyrir þá sem hafa nokkra keppnisreynslu en eru ekki að stunda keppni að neinu ráði. 1. flokkur er ætlaður þeim sem eru mikið í keppni.

9) Hver keppandi má keppa á fleiri en einum hesti í hverri grein, en ef keppandi kemst með tvo hesta í úrslit verður hann að velja á milli þeirra og aðeins keppa á öðrum í úrslitum. Ekki hægt að fá aukaknapa til að ríða úrslit fyrir sig.

10) Í skeiði má hver knapi keppa á eins mörgum hrossum og hann vill en getur aðeins fengið stig fyrir einn hest eins og í öðrum greinum.

11) Smalinn: Riðin er braut sem mörkuð er keilum sem ná upp á síður hests. Keilurnar skulu vera þannig útbúnar að þær falli við litla snertingu. Árangurinn ræðst af brautartíma og felldum keilum. Reiknireglur eru þær sömu og í tímabraut torfærunnar. Smalinn er hrein grein í þeirri merkingu að árangurinn er mælanlegur án frávika, þ.e. hann ræðst eingöngu af tíma og felldum keilum en ekki mati dómara. Dómarar eru engu að síður til staðar og meta hvort knapinn fari gegnum öll hlið, telja felldar keilur og hafa eftirlit með reiðmennsku knapa líkt og í öðrum keppnisgreinum.

Stigin telja þannig að knapar raðast í sæti eftir besta tímanum, sá sem er fyrstur fær 300 stig, sá næsti 280, 270 o.s.frv. Við hverja fellda keilu dragast frá 14 stig. Fyrir sleppt hlið eru 28 refsistig. Yfir brúnna er ekki leyft að fara á stökki þ.e.a.s allur annar gangur er í lagi. Ef brúnni er sleppt þá er það 4x28 refsistig Gult spjald= gróf reiðmennska 30 refsistig Rautt spjald= MJÖG gróf reiðmennska ÚR LEIK!
Stigin í smala inn í liðakeppnina í forkeppni eru þannig að 300 stig gefa 6 stig, 290 - 299 stig gefa 5,8 stig, 280 - 289 stig gefa 5,6 stig, 270 - 279 stig gefa 5,4 stig osfrv.

12) Einstaklingskeppni:
1.sæti - 10 stig
2.sæti - 8 stig
3.sæti - 7 stig
4.sæti - 6 stig
5.sæti - 5 stig
6.sæti - 4 stig
7.sæti - 3 stig
8.sæti - 2 stig
9.sæti - 1 stig

13) Skráningargjöld verður að greiða inn á reikning 0159-15-200343 kt. 550180-0499 áður en mót hefst.

Einnig ætlum við að leyfa pollum að taka þátt í mótaröðinni en þeir munu ekki keppa til stiga en spreyta sig í að koma inn á völlinn og fá því að öðlast smá reynslu.

Mótanefndin

Aðalstyrktaraðili Húnvetnsku liðakeppninnar

24.01.2015 19:22

Skemmtilegt námskeið um helgina

Um helgina hefur verið námskeið hjá Fanney fyrir knapa með reiðfær hross sem þurfa hugmyndir og hjálp með áframhaldandi þjálfun og til að bæta gangtegundir og þjálni reiðhestsins. Skemmtilegt námskeið sem hefur gefið knöpum meira sjálfstraust í framhaldið frá frumtamningu og upp í gangsetningu. Sex manns sóttu þetta námskeið.




fleiri myndir inn á myndasíðunni.




23.01.2015 11:52

Fyrirlestur hjá Susi

Sl miðvikudag var fyrirlestur og sýnikennsla hjá Susi ( Susanne Braun ) þar sem hún fjallaði um hnykkingar. Susi hefur vakið athygli manna með óhefðbundnum lækningaaðferðum en meðfram hefðbundnum dýralækningum stundar hún hnykkingar á hestum. Susi segir að hnykkingar reyni frekar á tækni en krafta. Til að losa læsta liði þurfi snöggt átak. Það er því ekki eins mikið mál og það virðist vera fyrir fínlega konu að hnykkja hest. Tilgangurinn með hnykkingum er sá að jafna hreyfigetuna í hryggjarliðum. 
20 manns mættu á fyrirlesturinn og fannst hann fróðlegur og skemmtilegur. Hér má sjá þrjár myndir frá kvöldinu.





20.01.2015 00:58

Viðburðir í janúar - febrúar 2015



Þá fer að styttast í fyrsta mót og framundan er fín dagskrá, námskeiðin eru öll hafin bæði barna og fullorðna. Næstu helgi er reyndar helgarnámskeið hjá Fanney fyrir knapa með reiðfær hross sem þurfa hugmyndir og hjálp með áframhaldandi þjálfun og til að bæta gangtegundir og þjálni reiðhestsins. Haffý og Fanney byrjuðu í dag með barnanámskeiðin, trec hefst á morgun hjá þeim og knapamerkin að byrja. Þórir eins og sést á fréttinni hér að neðan byrjaður með frumtamningarnámskeiðið sitt góða.

Hér á síðunni má sjá viðburðadagatal fyrir veturinn 2015: http://thytur.123.is/page/32926/ 

Næstu viðburðir hjá Þyt og á Norðurlandi vestra eru:

21. janúar - Fyrirlestur með Susi.
24. janúar - Þorrablót í Þytsheimum
4. febrúar - Skagfirska mótaröðin - fjórgangur
11.febrúar - KS deildin fjórgangur
14. febrúar - Húnvetnska liðakeppnin - smali
15. febrúar - Vinamót hestamannafélaganna á Norðurlandi f. börn á grunnskólaaldri, smali Blönduós 
18. febrúar - Firmakeppni Þyts (öskudagur)
18. febrúar - Skagfirska mótaröðin - fimmgangur
21. febrúar - Ísmót á Gauksmýrartjörn.
25. febrúar - KS deildin fimmgangur
28. febrúar - Ísmótið á Svínavatni.

Flettingar í dag: 448
Gestir í dag: 58
Flettingar í gær: 2796
Gestir í gær: 107
Samtals flettingar: 1417634
Samtals gestir: 74847
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:21:02