20.11.2014 08:15
Punktar úr fundargerð
Punktar úr fundargerð:
- Kolla kynnti hugmynd stjórnar um stækkun á hringvelli þeas bæta við hann þannig að það sé einnig 300 m völlur. Komu góðar umræður í kjölfarið, er þetta nauðsyn? hvað er hagkvæmast að gera? Komu fram hugmyndir um að gera frekar upphitunarvöll en að stækka hringvöllinn. Stjórn fundar um þetta, etv sniðugt að koma með tillögu á aðalfund.
- Einnig hugmynd stjórnar að laga svæðið austan við völlinn, taka dómhúsin og slétta svæðið svo auðveldara sé að slá.
- Fyrirhugaðar breytingar á dagssetningum móta næsta sumar þeas fyrst verður íþróttamót 13. og 14. júní og gæðingamót 15. og 16. ágúst.
- Kolla fór aðeins yfir Húnvetnsku liðakeppnina, farið yfir dagsetningar hennar. 14. febrúar verður Smali, 27. febrúar fjórgangur, 20. mars fimmgangur og tölt í 3. fl og yngri flokkunum, 17. apríl tölt og skeið. Breyting frá því sem verið hefur er að börn og pollar fá að koma inn í mótið. Tilkynnt að liðin verða lögð niður og skrá þarf öll lið til leiks fyrir lokaskráningardag fyrsta móts.
- Kolla sagði frá því að sýningin verður ekki í ár, ákveðið að hafa sýninguna annað hvert ár.
- Stefnt að ferð í Borgafjörðinn, tímasetningin ekki komin á hreint en verður auglýst mjög fljótlega. Tillaga var að fara á sýningu vestlendinga en kom fram athugasemd að þá hefði fólk etv ekki tíma til að taka á móti gestum vegna undirbúnings fyrir sýningu. Stjórn heyrir í Borgfirðingum með þetta og setur inn auglýsingu.
- Eva sagði frá námskeiðum vetrarins, frumtamningarnámskeið í janúar. Nefndin að skoða fræðslur og áframhaldandi námskeið af frumtamningarnámskeiði.
- Dagatal laust til umsóknar, ef einhver hefur áhuga á að vinna að því endilega hafið samband við Vigdísi í síma 8951146
- Firmakeppnin, spurning að breyta sniðinu á henni, kom hugmynd að sameina þorrablótið sem við höfum haldið seinnipartinn í janúar og firmakeppnina. Verður skoðað og auglýst.
- Kolla sagði frá dagssetningum Grunnskólamótanna. 15 feb á Blönduósi, 15. mars á Sauðárkróki og 12. apríl á Hvammstanga.
- Aðrar umræður á fundinum, kom upp sú umræða hvernig auka ætti nýliðun í greininni. Þetta er ekki nýtt vandamál né staðbundið og verðum við því að vera vakandi og opin fyrir öllum hugmyndum. Ein hugmyndin sem kom á þessum fundi er að félagsmenn myndu "ættleiða hestabarn" þ.e.a.s. að við myndum veita aðgang að hrossi og veita aðstöðu og aðstoð þeim börnum og unglingum sem hafa áhuga en vantar tækifærið til að ríða út. Stjórn Þyts er farin að skoða þessi mál og voru strax tveir á fundinum sem sögðust til í að skoða þetta fyrirkomulag. Þytur yrði þá etv einhversskonar milligönguaðili.
19.11.2014 21:05
Námskeið veturinn 2015
Nú erum við að skipuleggja vorönnina og þurfum við því að vita hvaða börn vilja fara á reiðnámskeið. Sumir hafa nú þegar skráð sig, þegar uppskeruhátíðin var haldin, en óskum við eftir að þeir sem ekki eru búnir að því skrái sig fyrir 5. desember nk. á netfangið thyturaeska@gmail.com. Nánari upplýsingar má fá þar eða hjá Helgu Rós í síma 848-7219.
Þau reiðnámskeið sem við viljum bjóða upp á eru;
-yngsti hópurinn (kennt aðra hverja helgi og foreldrar eða einhver fullorðinn þarf að vera með hverju barni og hesti)
-reiðnámskeið
-keppnisþjálfun
-knapamerki
-TREC
Ef lítil skráning er í einhverja hópana gæti þurft að fella það námskeið niður.
TREC:
TREC er vaxandi grein hér á landi enda fellur hún vel að okkar hestamennsku og íslenska hestinum. Greinin er hestvæn og styrkir samspil hests og knapa en er allt í senn spennandi, skemmtileg, fjölbreytt og fræðandi. Áherslan verður á ásetu og stjórnun þar sem markmiðið er að komast í gegnum TREC braut eða keppa í greininni og er reiknað með að kennt verði á hálfsmánaðar fresti. Hér meðfylgjandi er myndband frá Hestamannafélaginu Funa, https://www.youtube.com/watch?v=pJMyL4fwdNs#t=29
Þeir sem hafa áhuga á að fara á Æskan og hesturinn sem halda á í byrjun maí 2015 á Sauðárkróki endilega skráið sig og ef þið eruð með hugmyndir að atriði þá koma þeim á framfæri.
Komnar eru dagsetningar fyrir Vinamót hestamannafélaganna Norðurlandi vestra (sem áður hét Grunnskólamót), birt með fyrirvara um breytingar;
15. febrúar - Blönduós
15. mars - Sauðárkrókur
12. apríl - Hvammstangi
Mótin verða haldin með sama sniði á áður.
--
Kveðja
Æskulýðsnefnd Þyts
17.11.2014 13:15
Almennur félagsfundur
Almennur félagsfundur
verður haldinn í félagshúsi Þyts, miðvikudaginn 19. nóvember og hefst kl. 20.30
Dagskrá fundarins er:
1. vetrarstarfið
2. önnur mál
Stjórn Þyts
02.11.2014 18:21
Uppskeruhátíð hrossaræktarsamtakanna í V-Hún og hestamannafélagsins Þyts
Karmen frá Grafarkoti er undan Álfi frá Selfossi og Klassík frá Grafarkoti. Ræktendur eru Herdís Einarsdóttir og Indriði Karlsson og eigandi er Sigurður Örn Ágústsson. Kostir: 8,32 Sköpulag: 8,09 Aðaleinkunn: 8,23
Askur frá Syðri-Reykjum er undan Akk frá Brautarholti og Nös frá Syðri-Reykjum. Ræktandi er Helga Una Björnsdóttir og eigandi er Haukur Baldvinsson
Kostir: 8,59 Sköpulag: 8,13 Aðaleinkunn: 8,41
|
||
Verðlaunuð voru 3 efstu hross í hverjum flokk:
4 vetra hryssur
Vík frá Lækjamóti a.e. 8,08
Ósvör frá Lækjamóti a.e. 7,92
Sóldögg frá Áslandi a.e. 7,81
5 vetra hryssur
Vitrun frá Grafarkoti a.e. 7,95
Hellen frá Bessastöðum a.e. 7,90
Áróra frá Grafarkoti a.e. 7,85
5 vetra stóðhestar
Brimnir frá Efri-Fitjum a.e. 8,35
Karri frá Gauksmýri a.e. 8,15
6 vetra hryssur
Vinátta frá Grafarkoti a.e. 8,02
Birta frá Áslandi a.e. 7,97
Snælda frá Miðhópi a.e. 7,89
Stóðhestar 6 vetra
Askur frá Syðri-Reykjum a.e. 8,41
7 og eldri vetra hryssur
Karmen frá Grafarkoti a.e. 8,23
Sigurrós frá Lækjamóti a.e. 8,17
Ára frá Syðri-Reykjum a.e. 8,14
Stóðhestar 7 vetra og eldri
Safír frá Efri-Þverá a.e. 8,17
Hrammur frá Efra-Núpi a.e. 8,12
Skemmtinefndin fór á kostum eins og vanalega og Þórhallur Sverrisson sá um matinn þetta árið.
01.11.2014 15:55
Uppskeruhátíð Æskulýðsnefndar Þyts
Í dag var á Sveitasetrinu Gauksmýri haldin uppskeruhátíð æskulýðsstarfsins hjá Þyti. Mörg af börnunum og unglingunum sem tóku þátt í starfinu síðastliðið starfsár mættu til að taka á móti viðurkenningum fyrir þátttökuna og fá veitingar að hætti Gauksmýrarverta.
Um 60 börn og unglingar tóku þátt í starfinu síðasta starfsár. Starfið var mjög fjölbreytt: hestafimleikar, reiðnámskeið, Knapamerki 1 og 3, reiðhallarsýning og ýmis mót sem þau tóku þátt í.
Allir krakkarnir fengu viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna og grænan bol með merki félagsins. Kolbrún Stella formaður Þyts veitti verðlaun fyrir stigahæstu þrjá knapa barnaflokks og unglingaflokks.
Stigahæstu knapar í barnaflokki: 1. sæti Eysteinn Tjörvi Kristinsson 2. sæti Rakel Gígja Ragnarsdóttir 3. sæti Ingvar Óli Sigurðsson
|
||
28.10.2014 22:50
Það styttist !!!
Fleiri video hér af þessum snillingum í skemmtinefndinni: http://thytur.123.is/video/
26.10.2014 20:39
Uppskeruhátíð
Uppskeruhátíð Hrossaræktarsamtaka V-Hún og Hestamannafélagsins Þyts 2014
Verður haldin laugardagskvöldið 1.nóvember í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Matur, gleði og gaman.
Þessi frábæra skemmtun hefst stundvíslega kl 20:00 en húsið opnar kl 19:30 og það verður sko stemming.
Þórhallur Sverrisson sér um matinn og á boðstólnum verður:
Smáréttahlaðborð:
Naut-tariki-sesam, fígja-hráskinka-Salvía, rifin heil önd í pönnuköku, pullpork í kleinuhring, mini hamborgarar, laxatartar með mango avakado, birkireyktur lax á blákartöflu, rækjur í rugli, foie gras með koniaks döðlum, bacon-döðlur, fannel og koriander grafinn lax, bláskel í humarsoði, piri piri kjúklingur með chilli, creola kjúklingur með jalapeno, ostar, blini og caviar, alvöru pepperoni og ítalskt smábrauð
Sushi Maki:
Krabbi, Lax, Rækja
Heitur matur:
Súrsætur kjúklingur, djúpsteiktur laukur í chilli, buffalo kjúklingur, rækjubollur í mangó og kjúklingur í satay
Veislustjórn verður í höndum Andreu.
Forsala miða og pantanir fara fram í Söluskálanum á Hvammstanga, sími 451-2465 og þarf að vera lokið að kvöldi miðvikudagsins 29.október, athugið ekki posi. Miðaverð á uppskeruhátíðina er kr 6.800 matur, skemmtun og ball, en ef þú vilt hins vegar bara skella þér á dansleik með Trukkunum, sem hefst kl 00:00, þá kostar það litlar 3000 kr. Enginn posi á staðnum og ekki selt gos!
Eftirfarandi bú eru tilnefnd ræktunarbú ársins af Hrossaræktarsamtökum V-Hún.
Grafarkot– Lækjamót – Syðri-Reykir
Athugið að það eru allir velkomnir á þessa frábæru skemmtun. Þetta er einstakt tækifæri til að hlæja, gráta og hafa gaman.
Athugið ?
Svo framarlega sem þú átt lausan dag, gaufastu til að láta sjá þig
Sjáumst nefndin.
24.10.2014 09:47
Uppskeruhátíð Æskulýðsnefndar Þyts
Laugardaginn 1. nóvember kl. 14:00 verður Æskulýðsnefndin með uppskeruhátíð fyrir börn og unglinga sem tóku þátt í starfinu hjá Þyti síðastliðinn vetur og sumar. Hátíðin verður í Sveitasetrinu Gauksmýri.
Veittar verðar viðurkenningar fyrir þátttökuna í starfinu, greint frá því hvað verður framundan og tekið við skráningum í námskeið vetrarins.
Vonumst til að sjá sem flesta sem tóku þátt í hestafimleikunum, reiðþjálfun, Knapamerkjum, sýningum, keppnum og öðru skemmtilegu sem við gerðum á árinu, bæði börnin, unglingana og aðstandendur þeirra.
Æskulýðsnefndin
22.10.2014 10:22
Það styttist í Uppskeruhátíðina !!!
Ég var beðin um að semja auglýsingu um uppskeruhátíð Hestamannafélagsins Þyts og Hrossaræktarsamtakanna sem verður haldin þann 1. nóvember í Félagsheimilinu á Hvammstanga.
Það er talið að þarna verði gaman.
Enn eru ekki komin nein skemmtiatriði vegna andleysis nefndarinnar sem hugsanlega má rekja til mengunarinnar frá Holuhrauni, enginn veislustjóri kominn á blað, sennilega af sömu ástæðu, en það er talið líklegt að það verði hljómsveit, en af því að það er ekki Geirmundur þá man enginn hvað hún heitir.
Það verður matur . Þórhallur Sverrisson er búinn að lofa að sjá um hann.
Þeir sem lifa á brúninni og halda að hugsanlega, kannski gæti orðið gaman eru vinsamlega beðnir að taka daginn frá
Vonandi koma betri upplýsingar fljótlega
Bestu kveðjur Haddý
01.10.2014 14:34
Húnvetnska liðakeppnin - dagssetningar móta 2015
Komin er tillaga að dagssetningum móta 2015 í Húnvetnsku liðakeppninni, ef gerð verður breyting verður það tilkynnt á almennum félagsfundi í byrjun nóvember.
14. feb smali
6. mars fjórgangur (ath breytt dagssetning)
20. mars fimmgangur
17. apríl tölt (og skeið)
01.10.2014 11:08
Frumtamningarnámskeið.
Fyrirhugað er að halda frumtamningarnámskeið á vegum fræðslunefndar Þyts, í nóvember eða janúar. Kennari verður Þórir Ísólfsson. Áhugasamir hafi samband við Evu í síma 868 2740 eða Esther í síma 661 6170 fyrir 20. október.
Inn í myndaalbúmi má sjá myndir frá námskeiðunum sem haldin voru 2012 og 2013.
Fræðslunefnd
16.09.2014 21:16
Uppskeruhátíð Hestamannafélagsins Þyts og Hrossaræktunarsamtaka V-Hún 2014
Uppskeruhátíðin verður haldin hátíðleg 1.nóvember. Takið daginn frá. Nánar auglýst síðar:)
16.08.2014 22:27
Úrslit Opna Íþróttamóts Þyts 2014
2 Vigdís Gunnarsdóttir / Flans frá Víðivöllum fremri 6,89
3 Einar Reynisson / Muni frá Syðri-Völlum 6,39
(afskráningar í úrslitum)
2 Fanney Dögg Indriðadóttir / Brúney frá Grafarkoti 6,50
3 Sonja Líndal Þórisdóttir / Kvaran frá Lækjamóti 6,37
4 Anna Jonasson / Tyrfingur frá Miðhjáleigu 6,10
5 Pálmi Geir Ríkharðsson / Svipur frá Syðri-Völlum 5,30
2 Guðmundur Þór Elíasson / Frigg frá Laugarmýri 6,26
3 Fanney Dögg Indriðadóttir / Stuðull frá Grafarkoti 5,64
4 Anna Jonasson / Júlía frá Hvítholti 5,50
5 Jóhanna Friðriksdóttir / Daði frá Stóru Ásgeirsá 4,48
Umferð 1 6,00 7,00 6,50 9,00 4,00
Umferð 2 5,50 6,50 6,00 9,32 3,00
2 Finnur Bessi Svavarsson, Gosi frá Staðartungu 3,83
Umferð 1 7,00 7,50 7,00 9,57 6,00
Umferð 2 6,00 7,00 0,00 0,00 0,00
3 Jónína Lilja Pálmadóttir, Nn frá Syðri-Völlum 3,60
Umferð 1 5,00 6,00 4,50 11,96 3,50
Umferð 2 5,50 5,50 3,00 12,38 3,00
100 m skeið
2-3 Anna Jonasson / Tyrfingur frá Miðhjáleigu 6,75
4 Finnur Bessi Svavarsson / Glaumur frá Hafnarfirði 6,17
5 Guðmundur Þór Elíasson / Djásn frá Höfnum 4,96
2 Valka Jónsdóttir / Þyrla frá Gröf Vatnsnesi 5,56
3 Sigrún Eva Þórisdóttir / Dropi frá Hvoli 5,28
4 Eva-Lena Lohi / Bliki frá Stóru-Ásgeirsá 5,22
5 Guðni Kjartansson / Svaki frá Auðsholtshjáleigu 5,11
2 Þorgeir Jóhannesson / Stígur frá Reykjum 1 5,60
3 Sigurbjörg Þ Marteinsdóttir / Hvönn frá Syðri-Völlum 5,00
4 Valka Jónsdóttir / Hylling frá Hafnarfirði 4,37
5 Sigrún Eva Þórisdóttir / Dropi frá Hvoli 4,30
2 Nína Guðbjörg Gunnarsdóttir / Þróttur frá Húsavík 5,17
3 Anna Herdís Sigurbjartsdóttir / Hrollur frá Sauðá 4,94
2 Anna Herdís Sigurbjartsdóttir / Brokey frá Grafarkoti 5,63
3 Nína Guðbjörg Gunnarsdóttir / Bassi frá Áslandi 5,40
Indriði Rökkvi Ragnarsson Freyðir frá Grafarkoti
15.08.2014 19:53
Uppfærðir ráslistar fyrir Opið Íþróttamót Þyts 16.ágúst
Pollaflokkur
1 Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal Rökkvi frá Dalsmynni
2 Indriði Rökkvi Ragnarsson Freyðir frá Grafarkoti
3 Dagbjört Jóna Tryggvadóttir Þokki frá Hvoli
Fimmgangur F1
1. flokkur
1 Anna Jonasson Júlía frá Hvítholti
2 Stefnir Guðmundsson Eskill frá Heiði
3 Finnur Bessi Svavarsson Gosi frá Staðartungu
4 Fanney Dögg Indriðadóttir Stuðull frá Grafarkoti
5 Guðmundur Þór Elíasson Frigg frá Laugarmýri
6 Jóhanna Friðriksdóttir Daði frá Stóru Ásgeirsá
7 Stefnir Guðmundsson Drottning frá Garðabæ
Fjórgangur V1
1. flokkur
1 Vigdís Gunnarsdóttir Gulltoppur frá Þjóðólfshaga 1
2 Guðmundur Þór Elíasson Djásn frá Höfnum
3 Stefnir Guðmundsson Hyllingur frá Garðabæ
4 Fanney Dögg Indriðadóttir Brúney frá Grafarkoti
5 Einar Reynisson Muni frá Syðri-Völlum
6 Anna Jonasson Tyrfingur frá Miðhjáleigu
7 Friðrik Már Sigurðsson Eyvör frá Lækjamóti
8 Finnur Bessi Svavarsson Glaumur frá Hafnarfirði
9 Vigdís Gunnarsdóttir Sögn frá Lækjamóti
10 Pálmi Geir Ríkharðsson Svipur frá Syðri-Völlum
11 Sonja Líndal Þórisdóttir Kvaran frá Lækjamóti
12 Guðmundur Þór Elíasson Hamur frá Lækjarskógi
Fjórgangur V2
2. flokkur
1 Sigurbjörg Þ Marteinsdóttir Hvönn frá Syðri-Völlum
2 Valka Jónsdóttir Hylling frá Hafnarfirði
3 Þorgeir Jóhannesson Stígur frá Reykjum 1
4 Jónína Lilja Pálmadóttir Laufi frá Syðri-Völlum
5 Sigrún Eva Þórisdóttir Dropi frá Hvoli
6 Valka Jónsdóttir Þyrla frá Gröf Vatnsnesi
Fjórgangur V2
Ungmennaflokkur
1 Fríða Marý Halldórsdóttir Blesi frá Brekku
2 Laufey Rún Sveinsdóttir Harpa frá Barði
3 Maggie Flanagan Vænting frá Fremri Fitjum
4 Julia Linse Geisli frá Efri Þverá
Fjórgangur V2
Unglingaflokkur
1 Anna Herdís Sigurbjartsdóttir Hrollur frá Sauðá
2 Nína Guðbjörg Gunnarsdóttir Bassi frá Áslandi
3 Eva Dögg Pálsdóttir Glufa frá Grafarkoti
4 Anna Herdís Sigurbjartsdóttir Brokey frá Grafarkoti
5 Nína Guðbjörg Gunnarsdóttir Þróttur frá Húsavík
Gæðingaskeið
1. flokkur
1 Finnur Bessi Svavarsson Gosi frá Staðartungu
2 Leifur George Gunnarssonn Kofri frá Efri-Þverá
3 Pálmi Geir Ríkharðsson Konráð frá Syðri-Völlum
4 Jónína Lilja Pálmadóttir Nn frá Syðri-Völlum
5 Stefnir Guðmundsson Eskill frá Heiði
6 Finnur Bessi Svavarsson Blossi frá Súluholti
7 Anna Jonasson Júlía frá Hvítholti
Skeið 100m (flugskeið)
1 Laufey Rún Sveinsdóttir Adam frá Efri-Skálateigi 1
2 Leifur George Gunnarssonn Kofri frá Efri-Þverá
3 Vigdís Gunnarsdóttir Ársól frá Bakkakoti
4 Stefnir Guðmundsson Drottning frá Garðabæ
5 Guðmundur Þór Elíasson Frigg frá Laugarmýri
6 Jóhanna Friðriksdóttir Daði frá Stóru Ásgeirsá
Tölt T1
1. flokkur
1 Vigdís Gunnarsdóttir Flans frá Víðivöllum fremri
2 Einar Reynisson Sigurrós frá Syðri-Völlum
3 Guðmundur Þór Elíasson Frigg frá Laugarmýri
4 Pálmi Geir Ríkharðsson Svipur frá Syðri-Völlum
5 Herdís Einarsdóttir Grettir frá Grafarkoti
6 Vigdís Gunnarsdóttir Sögn frá Lækjamóti
7 Einar Reynisson Muni frá Syðri-Völlum
8 Guðmundur Þór Elíasson Hamur frá Lækjarskógi
Tölt T2
1. flokkur
1 Vigdís Gunnarsdóttir Gulltoppur frá Þjóðólfshaga 1
2 Fanney Dögg Indriðadóttir Brúney frá Grafarkoti
3 Finnur Bessi Svavarsson Glaumur frá Hafnarfirði
4 Stefnir Guðmundsson Eskill frá Heiði
5 Anna Jonasson Tyrfingur frá Miðhjáleigu
6 Guðmundur Þór Elíasson Djásn frá Höfnum
7 Vigdís Gunnarsdóttir Björk frá Lækjamóti
Tölt T3
2. flokkur
1 Valka Jónsdóttir Hylling frá Hafnarfirði
2 Sigrún Eva Þórisdóttir Dropi frá Hvoli
3 Guðni Kjartansson Svaki frá Auðsholtshjáleigu
4 Jónína Lilja Pálmadóttir Laufi frá Syðri-Völlum
5 Eva-Lena Lohi Bliki frá Stóru-Ásgeirsá
6 Valka Jónsdóttir Þyrla frá Gröf Vatnsnesi
7 Sigurbjörg Þ Marteinsdóttir Hvönn frá Syðri-Völlum
Tölt T3
Ungmennaflokkur
1 Fríða Marý Halldórsdóttir Salsa frá Hvammstanga
2 Laufey Rún Sveinsdóttir Harpa frá Barði
3 Maggie Flanagan Vænting frá Fremri Fitjum
Tölt T3
Unglingaflokkur
1 Nína Guðbjörg Gunnarsdóttir Þróttur frá Húsavík
2 Anna Herdís Sigurbjartsdóttir Hrollur frá Sauðá
3 Eva Dögg Pálsdóttir Glufa frá Grafarkoti
Tölt T3
Barnaflokkur
1 Rakel Gígja Ragnarsdóttir Æra frá Grafarkoti