06.03.2023 07:50

Mótaröð Þyts - T7 Dagskrá

Dagskrá - Vetrarmótaröð Þyts - T7


Mótið hefst kl. 18.00 föstudaginn 10.03 og við byrjum á pollum svo allir pollar verði enn hressir og kátir. 

Dagskrá

Pollar


Forkeppni og úrslit í beinu framhaldi:
börn

Forkeppni og úrslit í beinu framhaldi: 
unglingar

 

15 mín hlé

 

Forkeppni:
3.flokkur
2.flokkur
1.flokkur

15 mín hlé

úrslit:
3.flokkur
2.flokkur
1.flokkur

28.02.2023 08:21

T7 Mótaröð Þyts !!!

Næsta mót í Mótaröð Þyts verður föstudaginn 10. mars nk kl. 18.00 í Þytsheimum á Hvammstanga, og verður að vera búið að skrá á miðnætti miðvikudaginn 8. mars. Skráning verður í gegnum skráningakerfi Sportfengs. Keppt verður í T7

Keppt verður í T7 í 1. flokki, 2. flokki, 3. flokki,  unglingaflokki og ætlum við að hafa aftur tvígang í barnaflokki (T7 í Sportfeng). Pollar skrá sig einnig til leiks.

Slóðin inn á skráninguna er: Sportfengur og farið undir mót. Skráningargjaldið er 3.500 fyrir fullorðna, 2.000 fyrir unglinga og börn. Skráningargjöld verður að millifæra svo skráning sé tekin gild. Skráning í pollaflokk fer einnig fram í gegnum Sportfeng. Ef einhver skráir sig eftir að skráningu er lokið er skráningargjaldið 4.500 kr.

Skráningargjald skal greiða um leið og skráð er. kt: 550180-0499 Rnr: 0159-15-200343 Senda skal kvittun fyrir greiðslu skráningargjalds á netfangið thytur1@gmail.com

26.02.2023 11:39

Úrslit V5 í Mótaröð Þyts

Fyrsta mótið í Mótaröð Þyts var haldið laugardaginn 25. febrúar, keppt var í fjórgangi V5 í öllum flokkum nema barnaflokki þar sem keppt var í tvígangi. Mótanefnd ákvað í samráði við foreldra að breyta þessu úr fjórgangi í tvígang til að fleiri krakkar gætu verið með, með því að breyta þessu fengum við 6 knapa í barnaflokk og var mjög gaman að sjá alla þessa flottu knapa. Eydís tók svo myndir sem koma hingað inn á siðuna fljótlega. 

                                                                                                                                                                                        
 
   
 

Í pollaflokk mættu 5 knapar sem skemmtu sér vel í brautinni og voru auðvitað langflottust. Pollarnir sem mættu til leiks voru Viktoría Jóhannesdóttir og Prins frá Þorkelshóli, Margrét Þóra Friðriksdóttir og Gustur frá Þverholtum, Dagur Anton Ásgeirsson og Keilir, Gígja Kristín Harðardóttir og Hrókur frá Flatatungu, Helga Mist og Stefanía Ósk Birkisdóttir og Klaki frá Galtanesi.

 

 

 
 

Mótanefnd þakkar öllum þeim sem komu og aðstoðuðu fyrir mót og á mótinu sjálfu.

 

Úrslit urðu eftirfarandi:

 

Tvígangur - Barnaflokkur

 

A úrslit

SætiKnapiHrossLiturAðildarfélag knapaEinkunn

1 Herdís Erla Elvarsdóttir Griffla frá Grafarkoti Brúnn/milli-einlitt Þytur 6,88

2-3 Aldís Antonía Júlíusd. Lundberg Djásn frá Þorkelshóli 2Brúnn/milli-einlitt Þytur 5,62

2-3 Kara Sigurlína Reynisdóttir Máni Freyr frá KeflavíkRauður/milli-tvístjörnótt Þytur 5,62

4 Sigríður Emma Magnúsdóttir Birtingur frá Stóru-ÁsgeirsáMóálóttur,mósóttur/ljós-einlitt Þytur 5,25

5 Vigdís Alfa Gunnarsdóttir Stjarna frá DalsbúiRauður/milli-tvístjörnótt Þytur 5,12

6 Ayanna Manúela Alves Glaumur frá NjarðvíkRauður/milli-stjörnótt Þytur 4,75

 

Forkeppni

SætiKnapiHrossLiturAðildarfélag knapaEinkunn

1 Herdís Erla Elvarsdóttir Griffla frá GrafarkotiBrúnn/milli-einlitt Þytur 6,90

2 Sigríður Emma Magnúsdóttir Birtingur frá Stóru-ÁsgeirsáMóálóttur,mósóttur/ljós-einlitt Þytur 5,65

3 Kara Sigurlína Reynisdóttir Máni Freyr frá KeflavíkRauður/milli-tvístjörnótt Þytur 5,50

4 Aldís Antonía Júlíusd. Lundber Djásn frá Þorkelshóli 2Brúnn/milli-einlitt Þytur 5,30

5 Vigdís Alfa Gunnarsdóttir Stjarna frá DalsbúiRauður/milli-tvístjörnótt Þytur 4,75

6 Ayanna Manúela Alves Glaumur frá NjarðvíkRauður/milli-stjörnótt Þytur 4,65

 

Unglingaflokkur

A úrslit

SætiKnapiHrossLiturAðildarfélag knapaEinkunn

1 Indriði Rökkvi Ragnarsson Gjóla frá GrafarkotiBrúnn/milli-einlitt Þytur 6,31

2 Jólín Björk Kamp Kristinsdóttir Djásn frá Aðalbóli 1Rauður/milli-stjörnótt Þytur 6,31

3 Dagbjört Jóna Tryggvadóttir Skutla frá HvoliBrúnn/milli-skjótt Þytur 5,94

4 Svava Rán Björnsdóttir Gróp frá GrafarkotiBrúnn/milli-einlitt Þytur 5,62

5 Ágústa Sóley Brynjarsdóttir Örn frá Holtsmúla 1Rauður/milli-einlitt Þytur 5,44

 

Forkeppni

SætiKnapiHrossLiturAðildarfélag knapaEinkunn

1 Jólín Björk Kamp Kristinsdóttir Djásn frá Aðalbóli 1Rauður/milli-stjörnótt Þytur 6,30

2-3 Jólín Björk Kamp Kristinsdóttir Kjarval frá HjaltastaðahvammiRauður/milli-stjörnótt Þytur 6,00

2-3 Indriði Rökkvi Ragnarsson Gjóla frá GrafarkotiBrúnn/milli-einlitt Þytur 6,00

4 Dagbjört Jóna Tryggvadóttir Skutla frá HvoliBrúnn/milli-skjótt Þytur 5,95

5 Ágústa Sóley Brynjarsdóttir Örn frá Holtsmúla 1Rauður/milli-einlitt Þytur 5,55

6 Ágústa Sóley Brynjarsdóttir Laxi frá ÁrbæJarpur/milli-stjörnótt Þytur 5,40

7 Svava Rán Björnsdóttir Gróp frá GrafarkotiBrúnn/milli-einlitt Þytur 4,50

 

Fjórgangur V5

Fullorðinsflokkur - 1. flokkur

A úrslit

SætiKnapiHrossLiturAðildarfélag knapaEinkunn

1 Elvar Logi Friðriksson Magdalena frá LundiJarpur/milli-einlitt Þytur 6,38

2 Sonja Líndal Þórisdóttir Erpur frá LækjamótiRauður/milli-skjótt Þytur 6,31

3 Herdís Einarsdóttir Fleinn frá GrafarkotiBrúnn/milli-einlitt Þytur 6,12

4 Anna Herdís Sigurbjartsdóttir Feykir frá LaugardalJarpur/milli-einlitt Þytur 5,94

 

Forkeppni

SætiKnapiHrossLiturAðildarfélag knapaEinkunn

1 Sonja Líndal Þórisdóttir Erpur frá LækjamótiRauður/milli-skjótt Þytur 6,35  

2 Elvar Logi Friðriksson Magdalena frá LundiJarpur/milli-einlitt Þytur 6,30

3 Herdís Einarsdóttir Fleinn frá GrafarkotiBrúnn/milli-einlitt Þytur 6,05

4 Anna Herdís Sigurbjartsdóttir Feykir frá LaugardalJarpur/milli-einlitt Þytur 5,85

 

Fullorðinsflokkur - 2. flokkur

 

A úrslit

SætiKnapiHrossLiturAðildarfélag knapaEinkunn

1 Þórir Ísólfsson Merkúr frá LækjamótiRauður/milli-blesótt Þytur 6,56

2 Kolbrún Stella Indriðadóttir Trúboði frá GrafarkotiBrúnn/milli-einlitt Þytur 6,56

3 Elín Íris Jónasdóttir Rökkvi frá LækjardalBrúnn/milli-einlitt Þytur 6,00

4 Halldór P. Sigurðsson Muninn frá HvammstangaBrúnn/milli-einlitt Þytur 5,69

5 Jóhann Albertsson Hátíð frá HellnafelliJarpur/milli-einlitt Þytur 5,62

 

Forkeppni

SætiKnapiHrossLiturAðildarfélag knapaEinkunn

1 Kolbrún Stella Indriðadóttir Trúboði frá GrafarkotiBrúnn/milli-einlitt Þytur 6,40

2 Þórir Ísólfsson Merkúr frá LækjamótiRauður/milli-blesótt Þytur 6,15

3 Jóhann Albertsson Hátíð frá HellnafelliJarpur/milli-einlitt Þytur 5,85

4-5 Halldór P. Sigurðsson Muninn frá HvammstangaBrúnn/milli-einlitt Þytur 5,70

4-5 Elín Íris Jónasdóttir Rökkvi frá LækjardalBrúnn/milli-einlitt Þytur 5,70

6 Ásta Guðný Unnsteinsdóttir Meyja frá HvammstangaBleikur/álóttureinlitt Þytur 5,65

7 Greta Brimrún Karlsdóttir Röst frá Efri-FitjumRauður/milli-tvístjörnótt Þytur 5,50

8 Ásta Guðný Unnsteinsdóttir Rofi frá SauðáRauður/milli-einlitt Þytur 5,45

9 Þorgeir Jóhannesson Birta frá ÁslandiGrár/mósóttureinlitt Þytur 5,40

10 Þorgeir Jóhannesson Hnokki frá ÁslandiJarpur/milli-einlitt Þytur 5,35

11 Magnús Ásgeir Elíasson Skvísa frá Stóru-ÁsgeirsáGrár/brúnneinlitt Þytur 5,10

12 Magnús Ásgeir Elíasson Kormákur frá Stóru-ÁsgeirsáRauður/milli-einlitt Þytur 4,90

13 Halldór P. Sigurðsson Megas frá HvammstangaJarpur/rauð-einlitt Þytur 4,05

14 Fríða Marý Halldórsdóttir Marel frá HvammstangaBrúnn/milli-skjótt Þytur 3,40

15 Rúnar Örn Guðmundsson Toppur frá Litlu-ReykjumBleikur/fífil-skjótt Neisti 0,00

 

Fullorðinsflokkur - 3. flokkur

 

A úrslit

SætiKnapiHrossLiturAðildarfélag knapaEinkunn

1 Eva-Lena Lohi Draumur frá HvammstangaBrúnn/milli-skjótt Þytur 6,38

2 Ragnar Smári Helgason Hiti frá LindarbergiBrúnn/milli-einlitt Þytur 6,12

3-4 Margrét Jóna Þrastardóttir Nn frá HöfðabakkaBrúnn/milli-stjörnótt Þytur 5,75

3-4 Karen Ósk Guðmundsdóttir Myrra frá BlönduósiJarpur/rauð-einlitt Neisti 5,75

5 Hallfríður Ósk Ólafsdóttir Iða frá VíðidalstunguMóálóttur,mósóttur/milli-skjótt Þytur 5,38

 

Forkeppni

SætiKnapiHrossLiturAðildarfélag knapaEinkunn

1-2 Eva-Lena Lohi Draumur frá HvammstangaBrúnn/milli-skjótt Þytur 5,75

1-2 Ragnar Smári Helgason Hiti frá LindarbergiBrúnn/milli-einlitt Þytur 5,75

3 Hallfríður Ósk Ólafsdóttir Iða frá VíðidalstunguMóálóttur,mósóttur/milli-skjótt Þytur 5,65

4 Margrét Jóna Þrastardóttir Nn frá HöfðabakkaBrúnn/milli-stjörnótt Þytur 5,55

5 Karen Ósk GuðmundsdóttirMyrra frá BlönduósiJarpur/rauð-einlitt Neisti 5,50

6 Óskar Einar HallgrímssonFrosti frá HöfðabakkaRauður/milli-blesótt Þytur 5,20

7 Hallfríður Ósk ÓlafsdóttirFreyja frá VíðidalstunguBrúnn/milli-skjótt Þytur 5,10

8 Margrét Ylfa ÞorbergsdóttirSprunga frá Neðra-NúpiBrúnn/milli-skjótt Þytur 4,80

9 Kerstin Laila KetteHrefna frá Þorkelshóli 2Brúnn/milli-einlitt Þytur 4,45

23.02.2023 14:44

Mótaröð Þyts V5 - dagskrá

Dagskrá - Vetrarmótaröð Þyts - V5


Mótið hefst kl. 15.00 og sjá má ráslista inn í LH Kappa appinu.

Dagskrá
Forkeppni og úrslit í beinu framhaldi:
börn
unglingar

Pollar

Forkeppni:
3.flokkur
2.flokkur
1.flokkur

30 mín hlé

úrslit:
3.flokkur
2.flokkur
1.flokkur

23.02.2023 13:48

Reiðmaðurinn

 

Randi Holaker verður með kynningu á Reiðmanninum mánudaginn 27.02 í veitingasal Þytsheima kl. 19:30

https://endurmenntun.lbhi.is/reidmadurinn/ 

17.02.2023 07:50

Minningar sem ylja

                                                    
 

Í dag er sorgardagur hjá okkur Þytsfélögum, sem og í Húnaþingi vestra öllu þegar við fylgjum okkar kæru vinkonu og mætum Þytsfélaga, Vigdísi Gunnarsdóttur, til hinstu hvílu eftir stutta og erfiða baráttu við krabbamein.

Vigdís okkar kom inn í líf okkar Húnvetninga fyrir um aldarfjórðungi síðan þegar Ísólfur Líndal steig hið gæfuríka spor að næla í hana, ekki bara honum til heilla heldur samfélaginu öllu. Vigdís var allar götur síðan mikill máttarstólpi í starfi Þyts og sömuleiðis öðrum þáttum samfélagsins okkar. Einlægur hestaunnandi, félagsvera og samfélagsvera sem veitti félagsstarfinu alla sína krafta. Það voru nú ekkert litlir kraftar því hún var einstaklega drífandi manneskja sem með jákvæðni sinni og dugnaði heillaði alla í kringum sig og náði að virkja ótrúlegasta fólk með sér til góðra verka. Samstarf og samvinna var Vigdísar aðalsmerki, alltaf lausnamiðuð hversu erfitt sem verkið var og einhvern veginn náði hún alltaf að smita þessu allt að því kyngimagnaða jákvæðnishugarfari yfir á alla í kringum sig. Iðulega fylgdi bros með enda alltaf stutt í hláturinn og lífsgleðina hjá Vigdísi.

Vigdís tók mikinn þátt í félagsstarfi Þyts, var í mótanefnd í mörg ár og sömuleiðis í stjórn Þyts. Stóð sig þar með stakri prýði eins og í öllum öðrum störfum sem hún kom að. Hún fylgdi strákunum sínum sömuleiðis alltaf með í keppnir á milli þess sem hún keppti sjálf og skipti þá engu máli hvort það voru þeir eða aðrir félagar sem þurftu einhvers liðsinnis við, alltaf var Vigdís okkar tilbúin til aðstoðar við það sem þurfti við.

Alltaf var gott að leita til Vigdísar, sama hvert málefnið var, enda hafði hún djúpa sýn og skilning á ýmsum mannlegum þáttum í gegnum menntun sína, störf og ekki hvað síst náttúrulega samskiptahæfileika.

Elsku Vigdís

Samfélagið okkar er sannarlega fátækara eftir að þú kvaddir okkur

Innilegar samúðarkveðjur færum við aðstandendum þínum

Þínir félagar og vinir

Hestamannafélagið Þytur

15.02.2023 11:10

Reiðnámskeið fyrir 13 ára og yngri !!!

 

Almennt reiðnámskeið fyrir 13 ára og yngri.

Kennari er Heiða Heiler.

Kennsla hefst í næstu viku og er samtals 10 skipti.

Verð: 7.000 kr.

Heiða er með 1-2 vana skólahesta sem hægt er að nota fyrir þá sem vantar hest.

Skráning hjá heidaheiler@hotmail.com

13.02.2023 08:44

Járninganámskeið

      

           
 

 

Kristján Elvar Gíslason járningameistari mun koma á vegum hestamannafélagsins Þyts á Hvammstanga helgina 11. og 12. mars .

Fyrirkomulagið á námskeiðið verður:
Laugardagur fyrir hádegi , fyrirlestur og sýnikennsla í Þytsheimum, eftir hádegi verklegt.
Sunnudagur: fyrir hádegi hópur 1 verklegt og eftir hádegi hópur 2 verklegt
Verð: 35.000, innifalið eru skeifur einn gangur og fjaðrir.


Súpa í hádeginu á laugardag og kaffi veitingar laugardag og sunnudag

Skráning: kolugil@centrum.is Malin 8476726

12.02.2023 20:43

Æskulýðsdeild í Skagafirði

 

Opin æskulýðsdeild fyrir alla hestakrakka :-) 

Hvetjum alla til að mæta í Svaðastaðahöllina með hestinn sinn. 

 

20.01.2023 03:02

Mótaröð Þyts - ath breytt dagsetning !!!

Fyrsta mót vetrarins verður laugardaginn 25. febrúar nk kl. 15.00 í Þytsheimum á Hvammstanga, og verður að vera búið að skrá á miðnætti miðvikudaginn 22. febrúar. Skráning verður í gegnum skráningakerfi Sportfengs. Keppt verður í fjórgangi V5. 

Keppt verður í V5 í 1. flokki, 2. flokki, 3. flokki,  unglingaflokki og tvígangi í barnaflokki (T7 í Sportfeng). Pollar skrá sig einnig til leiks.

Slóðin inn á skráninguna er: Sportfengur og farið undir mót. Skráningargjaldið er 3.500 fyrir fullorðna, 2.000 fyrir unglinga og börn. Skráningargjöld verður að millifæra svo skráning sé tekin gild. Skráning í pollaflokk fer einnig fram í gegnum Sportfeng. Ef einhver skráir sig eftir að skráningu er lokið er skráningargjaldið 4.500 kr.

Skráningargjald skal greiða um leið og skráð er. kt: 550180-0499 Rnr: 0159-15-200343 Senda skal kvittun fyrir greiðslu skráningargjalds á netfangið thytur1@gmail.com

 

Næstu mót verða:

11. mars

25. mars

15. apríl ??

06.01.2023 19:41

Knapamerki 1,2 og 3 !!!

Knapamerki – 1,2 og 3 (aldurstakmark 12 ára)

 

Knapamerki 1

Bóklegir og verklegir tímar, sýnikennslur og heimaverkefni. Verklegir tímar verða bæði hóptímar og síðan sætisæfingar tveir og tveir saman.

Kennt verður á miðvikudögum og hefst kennsla 25. Janúar

Heildarkostnaður: 36.000 kr (próftökugjald innifalið)

 

Helstu markmið Knapamerki 1

  • Að undirbúa hest rétt fyrir reið
  • Geti teymt hestinn á múl eða beisli við hlið sér á feti og brokki/tölti
  • Geti farið á og af baki beggja megin
  • Kunni rétt taumhald og að stytta rétt í taumi
  • Geti setið hest í lóðréttri (hlutlausri) ásetu á feti, tölti/brokki og hægu stökki
  • Geti framkvæmt nokkrar sætisæfingar í hringtaum skv. stjórnun frá kennara
  • Geti skipt á milli hlutlausrar ásetu, hálfléttrar og stígandi ásetu (1. stig stígandi ásetu)
  • Kunni að skilja rétt við hest og búnað að reiðtíma loknum

 

Hesturinn þarf að kunna

  • Að teymast við hlið (á feti og brokki og/eða tölti)
  • Að standa kyrr þegar farið er á og af baki
  • Að hringteymast (á feti og brokki)

 

Knapamerki 2

Bóklegir og verklegir tímar, sýnikennslur og heimaverkefni. Verklegir tímar verða bæði hóptímar, paratímar og einkatímar (prófæfingar).

Kennt verður á miðvikudögum og hefst kennslan 11. Janúar 2023.

Heildarkostnaður: 46.000 kr (próftökugjald innifalið)

 

Helstu markmið Knapamerki 2

  • Geta látið hestinn kyssa ístöð á baki og við hönd, til beggja hliða
  • Riðið einfaldar gangskiptingar
  • Riðið helstu reiðleiðir á reiðvelli
  • Geta riðið í hlutlausri lóðréttri ásetu, hálfléttri og stígandi ásetu
  • Hafa gott jafnvægi á baki hestsins og nota rétt taumhald
  • Látið hestinn stoppa, standa kyrran og ganga aftur af stað
  • Geta riðið á slökum taum
  • Sýna það í reiðmennsku og umgengni við hestinn að hann hafi tileinkað sér rétt viðhorf til hans

 

Hesturinn þarf að

  • Geta staðið kyrr þegar farið er á og af baki
  • Geta brokkað undir knapa
  • Geta framkvæmt gangskiptingar upp í stökk á hringnum (20m þvermál)
  • Geta sýnt hreint tölt
  • Kunna að víkja

 

Knapamerki 3

Bóklegir og verklegir tímar, sýnikennslur og heimaverkefni. Verklegir tímar verða hópatímar, paratímar og einkatímar (prófæfingar).

Kennt verður á miðvikudögum og hefst kennslan 11. Janúar 2023.

Heildarkostnaður: 55.000 kr (próftökugjald innifalið)

 

Helstu markmið Knapamerki 3

  • Að láta hestinn víkja um fram og afturhluta
  • Knapinn hafi vald á lóðréttri ásetu, stígandi ásetu og hálfléttri ásetu
  • Knapinn geti riðið gangskiptingar markvisst og af nákvæmni
  • Knapinn geti riðið við slakan taum og langan taum
  • Knapinn geti látið hestinn fara krossgang áfram og til hliðar á sama tíma
  • Knapinn hafi gott vald á að nota reiðvöllinn rétt
  • Knapinn hafi tileinkað sér rétt viðhorf gagnvart hestinum bæði í reiðmennsku og umgengni

 

Hesturinn þarf að

  • Vera nokkuð sveigjanlegur til beggja hliða
  • Geta sýnt stökk á hringnum (20m þvermál)
  • Geta sýnt hreint tölt
  • Kunna krossgang
  • Kunna framfótasnúning

 

Fyrirhugaðar dagsetningar fyrir próf: Bóklegt 5.4. og verklegt 12.4. með fyrirvara um breytingar.

 

Þau námskeið sem ekki næst næg þáttaka í munu falla niður.

 

Skráning er tölvupóstfangið hanifeagnes@gmail.com fyrir 09.01.23. Við skráningu þarf að koma fram nafn og kennitala nemanda og símanúmer og hjá yngri knöpunum einnig nafn og kennitala foreldris. 

 

06.01.2023 19:18

Þytsheimar !!!

 

Hægt er að kaupa kort í höllina og verður það eins og undanfarin ár,  það gildir frá 1. nóv 2021 til 10. september 2022. 


Gjald Þytsfélaga er 25.000.- og má greiða inn á 0159-05-403351 kt. 550180-0499, annars fá korthafar sendan greiðsluseðil í vetur. 

 

Frekari upplýsingar hjá Ragnari í síma 869-1727 eða Tryggva í síma 660-5825.

Verðskrá vegna notkunar í Þytsheima er eftirfarandi: 
Kort fyrir meðlimi Þyts 25.000 kr
Kort fyrir aðra 30.000 kr
Dagpassi 2.000 kr
Einkatími-klukkutími milli 14.00 -16:00 og 19.00 - 24:00 5.000 kr
Einkatími-klukkutími milli 9-14 virka daga 3.000 kr
Einkatími-klukkutími um helgar 5.000 kr

Einnig er hægt að leigja, sal, eldhús og kaffiaðstöðu og hljóðkerfi og þarf að borga fyrir það aukalega.

Ekki er opið fyrir einkatíma á milli klukkan 16:00 - 19:00 á virkum dögum.

06.01.2023 18:18

29.11.2022 07:40

Uppskeruhátíð Þyts og Hrossaræktarsamtaka Vestur-Húnavatnssýslu

                                                                 
 
 
 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Uppskeruhátíð Þyts og Hrossaræktarsamtaka Vestur-Húnavatnssýslu var haldin laugardaginn 26 nóvember sl. Skemmtinefndin lét ekki sitt eftir liggja og sýndi leikin skemmtiatriði þar sem farið var yfir síðustu ár hjá Þytsfélögum. Af nógu var að taka því hlé hefur verið á hátíðarhöldum vegna covid takmarkanna. Patrekur Óli sá um matinn og bauð upp á lambalæri með öllu tilheyrandi og köku og kaffi í eftirrétt.  Óhætt er að segja að allir hafi skemmt sér vel, svo vel að Nína Sig dansaði meira að segja upp á sviði. 

Guðný Helga fór yfir árið hjá Hrossaræktarsamtökunum en 27 hross af svæðinu voru sýnd í fullnaðardóm á árinu og það voru 13 bú sem fóru með hross í dóm. Hæst dæmda hryssan eftir aldursleiðréttingu er Þrá frá Lækjamóti, 4 v hryssa ræktuð af Elínu Rannveigu Líndal og Þóri Ísólfssyni. Hæst dæmi stóðhesturinn eftir aldursleiðréttingu er Sindri frá Lækjamóti, 6 vetra. Ræktandi Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal. 

Ný verðlaun á hátíðinni voru að veita hæst dæmda hrossi með 5 fyrir skeið viðurkenningu en það var Hátíð frá Efri-Fitjum, ræktandi Tryggvi Björnsson og Miðsitja ehf. 

Ræktunarbú ársins 2022 hjá Hrossaræktarsamtökum V-Hún er Lækjamót. Þau náðu þeim frábæra árangri á árinu að vera tilnefnd til hrossatæktarbús ársins á landsvísu og er það ekki sjálfgefið. 

Frá Lækjamóti komu til dóms 5 hross í ár, meðalaldur sýndra hrossa 5,8 ár. Meðaleinkunn sýndra hrossa var 8,25, 8,33 aldursleiðrétt. 

Til hamingju Lækjamótsfjölskylda, Þórir, Elín, Ísólfur, Vigdís, Guðmar, Sonja og Friðrik !!!

                                                              
 

Pálmi formaður Þyts fór veitti knöpum ársins hjá Þyt sínar viðurkenningar, í barnaflokki voru þær jafnar Herdís Erla Elvarsdóttir og Ayanna Manúela Alves. Í unglingaflokki er knapi ársins Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal, í ungmennaflokki er knapi ársins Eysteinn Tjörvi Kristinsson, í 2. flokki er knapi ársins Þorgeir Jóhannesson og í knapi ársins í 1. flokki er Helga Una Björnsdóttir. Allt frábærir knapar sem kepptu mikið á árinu með góðum árangri. 

 

 

 

21.11.2022 09:26

Uppskeruhátíð barna og unglinga

 

Uppskeruhátíð barna og unglinga verður haldin föstudaginn 25. nóvember kl. 17 í félagsheimilinu Hvammstanga. 

Öll börn og unglingar sem hafa á einhvern hátt tekið þátt í æskulýðsstarfinu eru velkomin.

Veittar verða viðurkenningar og boðið upp á veitingar.

Hlökkum til að sjá ykkur. 

                                                                                Æskulýðsnefndin. 

Flettingar í dag: 448
Gestir í dag: 58
Flettingar í gær: 2796
Gestir í gær: 107
Samtals flettingar: 1417634
Samtals gestir: 74847
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:21:02