01.01.2017 21:06
Þjálfunarhestar 1 vika
![]() |
Fanney og Logi taka að sér hest í þjálfun og hesturinn verður í hesthúsinu þeirra á Hvammstanga, hey, spænir og hirðing innifalin.
Hesturinn er þjálfaður af þeim mánudag, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag.
Að loknu þjálfunartímabili eru kenndir 2 einkatímar á hestinum.
Á föstudag og laugardag eða sunnudag í reiðhöllinni á Hvammstanga.
Aðeins pláss fyrir 1-2 hesta í einu.
Verð: 25.000 kr.
Skráning: fanneyindrida@gmail.com
01.01.2017 20:43
Námskeið 20.-21. Janúar
Námskeið hjá Fanney í janúar í Þytsheimum
![]() |
Langar þig að læra meira, fá hjálp með hestinn þinn og bæta samskiptin? |
Flott að byrja veturinn á námskeiði og fá hugmyndir af góðum þjálfunaraðferðum og fimiæfingum.
Fanney verður með reiðtíma í reiðhöllinni á Hvammstanga, föstudag og laugardag.
Hóptími föstudagskvöldið 20. Janúar
Tveir 30 mín. einkatímar á laugardeginum 21. janúar
Verð: 15.000 kr.
Skráning: fanneyindrida@gmail.com fyrir 16. janúar.
23.12.2016 11:39
Gleðilega hátíð !!
Hamingjan
gefi þér
gleðileg jól
gleðji og vermi þig
miðvetrarsól,
brosi þér himinn
heiður og blár,
og hlýlegt þér verði
hið komandi ár.
Höf ók.
08.12.2016 08:53
Mót Húnvetnsku liðakeppninnar 2017
30.11.2016 12:11
Ferð á sýninguna Equitana í Essen í Þýskalandi
11.11.2016 09:33
Frá fræðslunefnd
Knapamerki 1 og 2 fyrir fullorðna
Markmið Knapamerkjanna
- Að stuðla að auknum áhuga á reiðmennsku á íslenskum hestum og hestaíþróttum.
- Að auðvelda aðgengi að skipulagðri og markvissri menntun í reiðmennsku og hestaíþróttum fyrir unga sem aldna.
- Að bæta þekkingu á meðferð, notkun og umhirðu íslenska hestsins á breiðum grunni.
Bóklegir tímar verða kenndir fyrir áramót á kvöldin, byrjum 21.nóv og það verða 5 skipti með prófi.
Verklegir tímar byrja eftir áramót í janúar. Við ætlum að taka knapamerki 1 og 2 saman, einu sinni- tvisvar sinnum í viku á kvöldin.
Áætlað er á knapamerkjasíðunni að verklegu tímarnir séu 18-20 tímar í knapamerki 1 og 28-30 tímar í knapamerki 2. En það er til viðmiðunar, fer eftir hópnum hvað við viljum taka marga tíma og kostnaðurinn fer eftir fjölda í hóp (3-5) og/eða fjölda á námskeiði.
Áætlað er að taka 15 verklega tíma og ef það gengur eftir er kostnaðurinn í kringum 40.000 kr. á mann.
kennari Fanney Dögg
Skráning á námskeiðið líkur 20.nóv. á e-mail: thyturfraedsla@gmail.com
Bandmúlar/snúrumúlar námskeið 11. des
Námskeiðið sem yrði ca 1,5 til 2 klst og stæði fólk uppi með múl sem það hefði hnýtt sjálft og svo kennsluefnið sem væri það vel uppbyggt að allir ættu að geta hnýtt sinn múl hjálparlaust á eftir.
Námskeiðið kostar 7.900 á manninn með efni og kennsluefni.
Nemendur myndu að námskeiði loknu hafa með í farteskinu einn skrautmúl og ítarlegt kennsluefni svo þeir ættu að fara létt með að hnýta sína eigin múla í framtíðinni.
Þetta hentar öllum, frábær fjölskyldu námskeið fyrir hestamanninn. Skráning á námskeiðin líkur 20.nóv. á e-mail thyturfraedsla@gmail.com
09.11.2016 10:54
Höllin opin fyrir notkun
http://thytur.123.is/page/9905/
07.11.2016 21:26
Námskeið vetrarins
![]() |
Í vetur verða eftirfarandi námskeið í boði fyrir börn, unglinga og ungmenni:
- Reiðþjálfun - hentar vel minna vönum og yngri knöpum, kennd áseta, stjórnun og gangtegundir.
- Keppnisþjálfun - hentar vel þeim sem eru farnir að hafa vald á gangtegundum og stefna á keppni
- Trec - hentar vel fyrir þá sem vilja byggja upp gott samband við hestinn sinn í gengum þrautir og leiki.
- Knapamerki 2 - frábær grunnur fyrir alla knapa, skilyrði að hafa lokið knapamerki 1.
- Knapamerki 1 - fyrir 12 ára og eldri
Öll námskeiðin eru kennd 1x í viku og lagt upp með 10-12 skipti. Ef einhverjum börnum langar að vera með en eiga ekki hest, endilega hafið samband við Æskulýðsnefndina og við getum hjálpað til við að útvega hesta.
Skráning á námskeiðin fer fram á e-maili: thyturaeska@gmail.com
07.11.2016 16:26
Ræktunarbú ársins og efstu kynbótahross 2016
![]() |
Karri frá Gauksmýri - hæst dæmdi stóðhesturinn |
29. október sl. var uppskeruhátíð Hestamannafélagsins Þyts og Hrossaræktarsamtaka V-Hún haldin. Þetta var metár í árangri hjá ræktendum á svæðinu. Alls voru 46 hross sýnd í fullnaðardóm á árinu, meðaleinkunn aðaleinkunnar þeirra var 8,04.
Alls fóru 31 hross yfir 8 í aðaleinkunn og það voru 14 bú sem áttu hross í fyrstu verðlaunum á árinu.
Í ár voru 7 bú tilnefnd, Bessastaðir, Efri-Fitjar, Efri-Þverá, Gauksmýri, Grafarkot, Lækjamót og Síða. Og ræktunarbú ársins var Bessastaðir.
Hér fyrir neðan má sjá efstu þrjú hross í hverjum flokki.
4 vetra hryssur
1. Ísey frá Lækjamóti sk. 8,50 hæfil. 7,68 a.e. 8,01
2. Flikka frá Höfðabakka sk. 8,09 hæfil. 7,73 a.e. 7,87
3. Trú frá Lækjamóti sk. 8,31 hæfil. 7,37 a.e. 7,75
5 vetra hryssur
1. Heba frá Grafarkoti sk. 8,24 hæfil. 8,20 a.e. 8,22
2. Eva frá Grafarkoti sk. 8,31 hæfil. 8,16 a.e. 8,22
3. Fröken frá Bessastöðum sk. 8,41 hæfil. 8 a.e. 8,16
6 vetra hryssur
1. Snilld frá Syðri-Völlum sk. 8,29 hæfil. 8,48 a.e. 8,41
2. Ósvör frá Lækjamóti sk. 8,26 hæfil. 8,13 a.e. 8,18
3. Snælda frá Syðra-Kolugili sk. 8,04 hæfil. 8,27 a.e. 8,18
7 vetra hryssur
1. Táta frá Grafarkoti sk. 8,31 hæfil. 8,23 a.e. 8,26
2. Gríma frá Efri-Fitjum sk. 8,16 hæfil. 8,23 a.e. 8,20
3. Þruma frá Efri-Þverá sk. 8,01 hæfil. 8,26 a.e. 8,16
4 vetra stóðhestar
1. Frami frá Efri-Þverá sk. 8,06 hæfil. 7,95 a.e. 8,00
5 vetra stóðhestar
1. Mjölnir frá Bessastöðum sk. 8,08 hæfil. 8,39 a.e. 8,27
2. Bragi frá Efri-Þverá sk. 8,06 hæfil. 8,17 a.e. 8,13
3. Svaðilfari frá Gauksmýri sk. 8,13 hæfil. 7,73 a.e. 7,89
6 vetra stóðhestar
1. Lómur frá Hrísum sk. 8,37 hæfi. 8,21 a.e. 8,28
2. Bastían frá Þóreyjarnúpi sk. 8,09 hæfil. 8,35 a.e. 8,24
3. Eldur frá Bjarghúsum sk. 8,36 hæfil. 7,95 a.e. 8,11
7 vetra stóðhestar
1. Karri frá Gauksmýri sk. 8,41 hæfil. 8,76 a.e. 8,62
2. Bassi frá Efri-Fitjum sk. 8,41 hæfil. 8,70 a.e. 8,59
3. Brimnir frá Efri-Fitjum sk. 8,43 hæfil. 8,48 a.e. 8,46
Hæst dæmda hryssan
Snilld frá Syðri-Völlum F. Kraftur frá Efri-Þverá M. Rakel frá Sigmundarstöðum a.e. 8,41
Hæst dæmdi stóðhesturinn
Karri frá Gauksmýri F. Álfur frá Selfossi M. Svikamylla frá Gauksmýri a.e. 8,62
07.11.2016 09:05
Almennur félagsfundur
Almennur félagsfundur verður haldinn í félagshúsi Þyts, fimmtudaginn 24. nóvember og hefst kl. 20.30
Dagskrá fundarins er:
1. vetrarstarfið
2. önnur mál
Stjórn Þyts
01.11.2016 12:07
Glæsilegri uppskeruhátíð Hrossaræktarsamtaka V-Hún og hestamannafélagsins lokið
Föstudaginn 28.10 var uppskeruhátíð æskunnar og á laugardeginum 29.10 uppskeruhátíð Þyts og Hrossaræktunarsamtaka V-Hún. Enn eitt árið náum við að halda frábæra skemmtun, borða góðan mat, verðlauna knapa ársins og hross ársins og horfa á snillingana í skemmtinefnd kítla hláturtaugarnar.
25.10.2016 10:39
Uppskeruhátíð Æskulýðsstarfs Þyts
Föstudaginn þann 28. október kl. 17:00 verður Æskulýðsnefnd Þyts með uppskeruhátíð fyrir börn og unglinga sem tóku þátt í starfinu síðastliðinn vetur og sumar. Hátíðin verður í Félagsheimilinu á Hvammstanga (suðursalnum), þar verða veittar verðar viðurkenningar fyrir þátttökuna í starfinu.
Vonumst til að sjá sem flesta sem tóku þátt í hestafimleikunum,
reiðþjálfun, knapamerkjum, sýningum, keppnum og öðru skemmtilegu sem við gerðum
á árinu, börnin, unglingana og aðstandendur þeirra.
Æskulýðsnefndin
22.10.2016 11:53
Uppskeruhátíð hrossaræktarsamtaka vestur-Húnavatnssýslu og hestamannafélagsins Þyts 2016
Uppskeruhátíð
Hrossaræktarsamtaka V-Hún og Hestamannafélagsins Þyts 2016
Verður haldin laugardagskvöldið 29.október í Félagsheimilinu á Hvammstanga.
Matur, gleði og gaman.
Þessi frábæra skemmtun hefst stundvíslega kl 20:00 en húsið opnar kl 19:30 og
það verður sko stemming.
Þórhallur Sverris og Sigrúnarson sér um matinn og á boðstólnum verður:
Reykt önd, Purusteik og Lamb ásamt allskonar fersku meðlæti og morelsveppasósu.
Veislustjórn
verður í höndum skemmtinefndar
.
Forsala miða og pantanir fara fram í Söluskálanum á Hvammstanga, sími 451-2465,
hefst mánudag 24.október og þarf að vera lokið að kvöldi miðvikudagsins 26.október,
athugið ekki posi. Miðaverð á uppskeruhátíðina er kr 7.500 kr. matur, skemmtun
og ball, en ef þú vilt hins vegar bara skella þér á dansleik með Trukkunum, sem
hefst kl 23:00, þá kostar það litlar 3000 kr. Enginn posi á staðnum og ekki
selt gos!
Mikilvægt er að panta miða í tíma. Hægt er að nálgast pantaða miða fram á
föstudag í Söluskálanum og eftir það verður hægt að nálgast miðana í
félagsheimilinu þegar húsið opnar.
Eftirfarandi
bú eru tilnefnd ræktunarbú ársins af Hrossaræktarsamtökum V-Hún.
Bessastaðir - Efri Fitjar - Efri-Þverá - Gauksmýri - Grafarkot - Lækjamót - Síða
Athugið að það eru allir velkomnir á þessa frábæru skemmtun. Þetta er einstakt tækifæri til að bjóða frúnni eða bóndanum út á lífið.
Hver verður skemmtistaðasleikur kvöldsins ? , hver spilar undir hjá
skemmtinefndinni, tekur Pálmi á Völlum orminn á dansgólfinu og verður Logi
rauðhærður þetta kvöld ??
Þetta verður eitthvað J
Sjáumst nefndin
10.10.2016 15:10
Uppskeruhátíð Þyts og Hrossaræktarsamtaka V-Hún 2016
Uppskeruhátíð Þyts og Hrossaræktarsamtaka V-Hún 2016 verður haldin í Félagsheimilinu á Hvammstanga 29.október næstkomandi. Takið daginn frá :)