26.01.2016 12:15

Námskeið í febrúar



Námskeið í febrúar 

,,Aftur á bak" 29 - 31 jan  FULLT
Vinna í hendi  5 - 7 feb. örfá pláss eftir
,,Aftur á bak" no 2. 12 - 14 febrúar

Kennsla er á föstudagskvöld og einkatímar á laugardag og sunnudag.
kennari Fanney Dögg.

Minnum á námskeið í mars 

Þjálfun gangtegunda

 (helgarnámskeið föstud-sunnudag)

Sýnikennsla og  verklegir tímar

Kennari: Hallfríður Sigurbjörg Óladótti


Skráning á netfanginu thyturfraedsla@gmail.com

fyrir hönd fræðslunefndar

Sigrún Eva  og Esther

25.01.2016 13:18

Vinnukvöld



Tiltekt í Þytsheimum fimmtudagskvöldið nk frá kl. 18.00. Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta til að þrífa pallana, klósettin, veggina í höllinni, salinn og fleira. Gerum allt fínt þar sem vetrarstarfið er hafið.

Stjórnin

25.01.2016 09:37

Firmakeppnin



Til stendur að hafa kaffihlaðborð að lokinni firmakeppni þann 10. febrúar næstkomandi og leitum við til félagsmanna um að leggja til á kaffiborðið. Margt smátt gerir eitt stórt og er öllum frjálst að mæta með það sem vilja. 
Vinsamlegast látið Lauru vita á netfangið laura@hunathing.is eða í síma 848-0258 eða Nínu í síma 895-2564 ef þið sjáið ykkur fært að koma með eitthvað á hlaðborðið.

24.01.2016 19:00

Fundur vegna komandi liðakeppni.

Þriðjudagskvöldið næsta ætlar liðakeppnisnefndin að kynna fyrirkomulag liðakeppni vetrarins.  

Vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta.

Við munum hittast uppi í félagshúsinu okkar kl 20:30.

Endilega látið þetta berast um sveitir!

23.01.2016 23:40

Mánudagshópar

Athugið athugið

Komið er út nýtt skipulag fyrir mánudagshópa:

 

Keppnisþjálfun 1 kl 17:15
Sirrý
Margrét Jóna
Margrét Ylfa
Dagbjört

 

Keppnisþjálfun 2 kl 18:00
Guðmar
Bryndís
Rakel
Ingvar

 

Knapamerki 1 kl 18:45
Ingvar Óli
Margrét Jóna
Rakel Gígja
Eysteinn
Elísa
Lilja

 

21.01.2016 12:07

Efnagreining ehf býður uppá heyefnagreiningar fyrir hestamenn.

Heyefnagreining 1. Prótein, tréni, meltanleiki (NIR greining) og útreiknaðar fóðureiningar. Kostar 3500 kr. án vsk pr sýni.

Heyefnagreining 3. Prótein, tréni, meltanleiki og útreiknaðar fóðureiningar. Kalsíum, magnesíum, kalí, natríum, fosfór, brennisteinn, járn, zink, kopar, mangan og selen. Kostar 8500.- kr. án vsk pr sýni.

Viðmið fyrir meðalgott hestahey fylgir með niðurstöðum.

Getum einnig útvegað leiðbeiningu ef óskað er en það kostar örlítið meira (1000 kr. fyrir minni greiningu en 1500 kr. fyrir stærri).

Þið þurfið að senda okkur sýni fyrir 5. hvers mánaðar og við lofum niðurstöðum fyrir 20. hvers mánaðar. Gott er að sýnin séu 100-300 grömm (fer eftir hvað þau eru blaut). Ekki er kostur fyrir okkur að fá of stór sýni, fyrir utan að þá verður sendingarkostnaður fyrir ykkur meiri.

Setjið heysýnið í poka og bindið fyrir og sendið okkur í pósti. Ef um fleiri en eitt sýni er að ræða frá sama aðila þarf að aðgreina sýnin. Sendið með upplýsingar um eiganda, nafn, heimilisfang, kt, sími, tölvupóstfang og hvaða greiningu þið óskið eftir að fá.

Við vonum sannarlega að hestamenn taki við sér og sendi okkur heysýni og það skapist stemmning innan hestamannafélaga að senda okkur sýni. Við munum taka saman hve mörg sýni berast frá hverju félagi í hverjum mánuði og ef sýni berast frá 10 % félagsmanna fá þeir aðilar 10 % afslátt af dýrari heyefnagreiningunni en hún mun þá kosta 7650 kr. án vsk.

Blóðgreiningar.

Mikið hefur verið í umræðunni selenskortur í hestum og jafnvel járnskortur. Getum greint í blóði bæði selen og járn en innifalið í þeirri mælingu er einnig kalsíum, magnesíum, kalí, natrínum, fosfór, mangan, zink, kopar, kóbolt og mólýbden. Blóðmæling kostar 7200.- kr. án vsk.

Sama gildir um blóðgreininguna að við keyrum blóðgreiningu einu sinni í mánuði, setjum af stað keyrslu 5. hvers mánaðar og niðurstöður berast fyrir 20. hvers mánaðar. Auðvelt er að geyma sýnin fryst.

Vinsamlega sendið sýnin til:
Efnagreining ehf
Ásvegi 4, Hvanneyri
311 Borgarnes

Nánari upplýsingar hjá Elísabetu í síma 6612629.

18.01.2016 09:42

Helgarnámskeið með Sigurði Sigurðarsyni


Næstu helgi verður námskeið með Sigurði Sigurðarsyni í Þytsheimum. Skráningarfrestur er fram að hádegi fimmtudaginn 21.01. Skrá þarf á netfangið thyturfraedsla@gmail.com Nánari upplýsingar um námskeiðið veitir Sigrún Eva í síma 868-2740.


12.01.2016 15:37

Firmakeppni Þyts 2016


Firmakeppni Þyts 2016 verður haldin á öskudaginn 10. febrúar nk í Þytsheimum.

Nánar auglýst síðar

Firmakeppnisnefnd.

08.01.2016 15:42

Námskeið með Sigurði Torfa.



Járningarnámskeið með Sigurði Torfa verður dagana 29.-31. janúar. 12-16 tímar, bóklegt og verklegt.
Námskeiðið er byggt upp eftir óskum hvers og eins, þ.e. reynt að hafa eins persónumiðað og hægt er.

Skráning hafin á thyturfraedsla@gmail.com og er lokaskráningardagur 15.01 nk.

06.01.2016 11:07

Fyrirlestur með Ingimari.



Ingimar Sveinsson verður með fyrirlestur í Þytsheimum miðvikudaginn 13. janúar kl. 18. Ingimar þarf vart að kynna, hann var um árabil kennari við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri og er höfundur bókarinnar "Hrossafræði Ingimars". Hann setur saman efni tveggja fyrirlestra fyrir okkur og erindin taka samtals ca. 3 klst. Súpa og brauð í boði fyrir áheyrendur. Það kostar kr. 2000 fyrir Þytsfélaga en kr. 2500 fyrir aðra. Við hvetjum alla til að mæta og hlusta á fróðleik og borða súpu í góðum félagsskap.

05.01.2016 10:32

Þorrablót Þyts 2016



Ætlum að hafa upp í Þytsheimum ,,þorrablótið okkar" laugardagskvöldið 23. janúar nk, kl. 19:00 - 23:00. Hver kemur með sinn þorramat eða mat og drykk að eigin vali og eigum saman skemmtilegt kvöld í leik og spjalli, öll fjölskyldan.

Þar sem við þurfum að greiða leigu fyrir Þytsheima verður aðgangseyrir kr. 500, - 14 ára og eldri emoticon



Sjáumst hress og kát !!!

29.12.2015 15:11

Ísólfur íþróttamaður USVH árið 2015


Á árinu 2015 stóð Ísólfur sig vel, keppti í sterkustu innimótaröð sunnanlands, meistaradeild VÍS, komst í nokkur úrslit og endaði í 2. sæti í samanlögðum árangri.  Hann sigraði tvær greinar, gæðingafimi og fimmgang. Endaði fimmti í fjórgangi og var ofarlega í skeiðgreinum, í 8 sæti í flugaskeiði og 9. sæti í 150 m skeiði.

Sumarið 2015 fór fram Íslandsmót í Reykjavík, sem er sterkasta íþróttamót ársins. Þar keppti Ísólfur í nokkrum greinum og komst í úrslit í tveimur, endaði í þriðja sæti í slaktaumatölti og sjötta sæti í fjórgangi.

Einnig keppti Ísólfur á minni mótum og heimamótum. Á Gæðingamóti Þyts sigraði hann A flokk, B flokk og 100 m skeið. Í Húnvetnsku liðakeppninni varð hann annar í fjórgangi, fimmti í skeiði og tölti og í 9. sæti í fimmgangi. Sigraði Stjörnutölt á Akureyri, á íþróttamóti Skugga í Borgarnesi sigraði hann tölt og fjórgang, varð annar í 100 m skeiði og 4 sæti í fimmgangi.

Ísólfur er og hefur verið undanfarin ár mjög duglegur á keppnisvellinum, flottur knapi með mikinn metnað. Stjórn Þyts óskar Ísólfi innilega til hamingju með árangurinn á árinu.


Í 2. sæti var Dagbjört Dögg Karlsdóttir fyrir körfubolta.

Í 3. sæti var Salbjörg Ragna Sævarsdóttir fyrir körfubolta.


Tilnefndir voru einnig:

Aðalsteinn Grétar Guðmundsson fyrir kraftlyftingar, 
Eva Dögg Pálsdóttir fyrir hestaíþróttir, 
Hannes Ingi Másson fyrir körfubolta, 
Vigdís Gunnarsdóttir fyrir blak

Eva Dögg Pálsdóttir var einnig tilnefnd fyrir hestaíþróttir.

Á árinu 2015 stóð þessi efnilega hestakona sig vel en hún varð Íslandsmeistari í tölti T2 í unglingaflokki á Íslandsmótinu sem haldið var í Reykjavík og er sterkasta íþróttamót ársins. Einnig komst hún í úrslit í fjórgangi og endaði þar í 8. sæti. Á Gæðingamóti Þyts sigraði Eva unglingaflokk, á íþróttamóti Þyts sigraði Eva fjórgang og varð í þriðja sæti í tölti og varð samanlagður sigurvegari fjórgangsgreina. Í Húnvetnsku liðakeppninni sigraði Eva fjórgang, var í 2. sæti í tölti eftir sætaröðun, í 3. sæti í smala og í 2. sæti í tölti T7. Eva er samviskusöm, hæfileikarík og sýnir góða ástundun. 


23.12.2015 14:32

Gleðileg jól !!!

 
 
 
 
 
 
 

Stjórn Þyts sendir Þytsfélögum sem og öllum Húnvetningum bestu óskir um gleðileg jól og farsældar á komandi ári með þökk fyrir samstarf, ánægjuleg samskipti og stuðning á árinu sem er að líða.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

23.12.2015 14:28

Tilnefningar til íþróttamanns USVH árið 2015

Mánudaginn 28. desember kl. 20:00 verður kjöri á íþróttamanni USVH lýst á Staðarskálamótinu í körfubolta í íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga. 

Eftirfarandi aðilar eru tilnefndir fyrir góðan árangur á árinu: 

Aðalsteinn Grétar Guðmundsson
 fyrir kraftlyftingar, 
Dagbjört Dögg Karlsdóttir fyrir körfubolta, 
Eva Dögg Pálsdóttir fyrir hestaíþróttir, 
Hannes Ingi Másson fyrir körfubolta, 
Ísólfur Líndal Þórisson fyrir hestaíþróttir, 
Salbjörg Ragna Sævarsdóttir fyrir körfubolta, 
Vigdís Gunnarsdóttir fyrir blak

Hestamannafélagið óskar öllum þessum íþróttamönnum innilega til hamingju með tilnefninguna.

19.12.2015 21:48

Dagskrá á vegum fræðslunefndar 2016 hjá Þyt

Dagskrá á vegum fræðslunefndar 2016

 

Janúar

"Fóðrun og fóðurefni fyrir reiðhross" og "Meðferð og hirðing reiðhrossa"

Fyrirlesari: Ingimar Sveinsson


Helgarnámskeið með Sigga Sig


Járningarnámskeið með Sigurði Torfa

Helgarnámskeið 12-16 tímar, bóklegt og verklegt  (24.-26. jan. eða 29.-31. jan)

Námskeiðið er byggt upp eftir óskum hvers og eins, þ.e. reynt að hafa eins persónumiðað og hægt er.

Gott að vita sem fyrst hverjir hafa áhuga á þessu námskeiði og hvor helgin hentar.

 

Febrúar

"Aftur á bak"

Námskeið fyrir byrjendur og þá sem hafa ekki stundað hestamennsku lengi en  langar aftur á bak. Fyrir þá sem langar að stunda hestamennsku aftur eftir langt  hlé eða hafa jafnvel misst kjarkinn þá er þetta námskeiðið. J

Kennari: Fanney Dögg Indriðadóttir

 

Að vinna í hendi

Fyrir alla sem vilja læra að vinna með/þjálfa  hest í hendi

Kennari: Fanney Dögg Indriðadóttir

 

Mars

Þjálfun gangtegunda

 (helgarnámskeið föstud-sunnudag)

Sýnikennsla og  verklegir tímar

Kennari: Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir

 

Námskeiðin eru auglýst með fyrirvara um næga þáttöku. Nánari dags- og tímasetningar auglýstar síðar.

Fleiri námskeið og fræðsluerindi eru í athugun og verða auglýst síðar. Ef einhverjar óskir eru um fræðslu eða námskeið, endilega hafið samband.

Skráning á netfanginu thyturfraedsla@gmail.com

fyrir hönd fræðslunefndar

Sigrún Eva  og Esther

 

 

 

 

Flettingar í dag: 202
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 643
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 1905056
Samtals gestir: 87554
Tölur uppfærðar: 18.5.2025 01:26:06