16.02.2017 21:55

Ráslistar fyrir Fjórgang annað kvöld.

Fyrsta mótið í Húnvetnsku liðakeppninni hefst á morgun klukkan 18:00.  

Hlökkum til að sjá ykkur í mergjuðu stuði.

Dagskráin:
Börn
Börn úrslit

Unglingar

Unglingar úrslit

Pollar
stutt hlé
Forkeppni
3.flokkur
2.flokkur
1.flokkur
Hlé
Úrslit

B-úrslit 2.flokkur
B-úrslit 1.flokkur
3.flokkur
A-úrslit 2.flokkur
A-úrslit 1.flokkur


 

Ráslistar:


 

1.flokkur – fjórgangur V3


 

1.Hallfríður Sigurbjörg – Frakkur frá Bergstöðum

1.Fanney Dögg – Gljá frá Grafarkoti

2.Kolbrún Grétarsdóttir – Sigurrós frá Hellnafelli

2.Friðrik Már – Valkyrja frá Lambeyrum

3.Elvar Logi – Máni frá Melstað

3.Jóhann Magnússon – Knár frá Bessastöðum

4.Vigdís Gunnarsdóttir – Nútíð frá Leysingjastöðum II

4.Hallfríður Sigurbjörg – Flipi frá Berstöðum á Vatnsnesi

5.Fanney Dögg – Gutti frá Grafarkoti

5.Ólafur Magnússon – Dagfari frá Sveinsstöðum

6.Kolbrún Grétarsdóttir – Jaðrakan frá Hellnafelli

6.Friðrik Már – Vídd frá Lækjamóti

7.Hallfríður Sigurbjörg – Kvistur frá Reykjavöllum

7.Jóhann Magnússon – Mjölnir frá Bessastöðum


 

2.flokkur – fjórgangur V3


 

1.Aðalheiður Einarsdóttir – Skuggi frá Brekku

1.Sverrir Sigurðsson – Krummi frá Höfðabakka

2.Gréta Brimrún – Kyrrð frá Efri-Fitjum

2.Þorgeir Jóhannesson – Stígur frá Reykjum I

3.Magnús Ásgeir – Glenningu frá Stóru Ásgeirsá

3.Kolbrún Stella – Grágás frá Grafarkoti

4.Birna Olivia – Vala frá Lækjamóti

4.Elín Sif – Kvaran frá Lækjamóti

5.Herdís Einarsdóttir – Griffla frá Grafarkoti

5.Ásdís Brynja – Keisari frá Hofi

6.Veronica – Rós frá Sveinsstöðum

6.Magnús Ásgeir – Eyri frá Stóru-Ásgeirsá

7.Eline Schriver– Birta frá Kaldbak

7.Lýdía Þorgeirsdóttir – Etna frá Gauksmýri

8.Þorgeir Jóhannesson – Sveipur frá Miðhópi

8.Pálmi Geir – Laufi frá Syðri Völlum

9.Jóhann Albertsson – Rós frá Þorkelshóli II

9.Elías Guðmundsson – Háfeti frá Stóru Ásgeirsá

10.Greta Brimrún – Bruni frá Efri-Fitjum

10.Sverrir Sigurðsson – Frosti frá Höfðabakka

11.Þóranna Másdóttir – Ganti frá Dalbæ

11.Elín Sif – Stjörnu-Blesi frá Hjaltastaðahvammi


 

3.flokkur – Fjórgangur V3

1.Berglind Bjarnadóttir – Mirra frá Ytri Löngumýri

1.Irina Kamp – Glóð frá Þórukoti

2.Hallfríður Ósk – Fróði frá Skeiðháholti

3.Helena Halldórsdóttir – Herjann frá Syðra Kolugili

3.Fanndís Ósk – Sæfríður frá Syðra Kolugili


 

Unglingaflokkur – Fjórgangur V3

1.Lara Margrét – Króna frá Hofi

1.Eysteinn Tjörvi – Þokki frá Litla Moshvoli

2.Ásta Guðný – Mylla frá Hvammstanga

2.Lisa Boklund – Hökull frá Þorkelshóli II


 

Barnaflokkur – Fjórgangur V3

1.Dagbjört Jóna – Dropi frá Hvoli

1.Rakel Gígja – Vidalín frá Grafarkoti

2.Margrét Jóna – Melodý frá Framnesi

2.Arnar Finnbogi – Birtingur frá Stóru Ásgeirsá

3.Guðmar Hólm – Stjarna frá Selfossi

4.Bryndís Jóhanna – Kjarval frá Hjaltastaðahvammi

 

11.02.2017 09:14

Þrif í höllinni


Stefnt er á þrifkvöld í höllinni á mánudags og þriðjudagskvöld nk. Þrífa þarf, klósettin, pallana og smúla veggina inn á reiðsvæði og fleira. Mikið ryk allsstaðar...
Frábært ef félagsmenn gætu fjölmennt því margar hendur vinna létt verk !!!

11.02.2017 08:43

Fyrsta mót Húnvetnsku liðakeppninnar - fjórgangur

Fyrsta mót Húnvetnsku liðakeppninnar verður föstudaginn 17. febrúar, og verður að vera búið að skrá á miðnætti þriðjudagsins 14. febrúar. Skráning verður í gegnum skráningakerfi Sportfengs. Keppt verður í 1. flokki, 2. flokki, 3. flokki, unglingaflokki og barnaflokki. Pollar munu keppa í tvígangi. Í öllum flokkum verður keppt í V3, forkeppnin riðin: Hægt tölt - hægt til milliferðar brokk - meðalfet - hægt til milliferðarstökk - milliferðar til yfrirferðar tölt.

Hér fyrir neðan má sjá leiðbeiningar fyrir skráninguna, annars er slóðin þessi: http://skraning.sportfengur.com/ og farið undir mót. ATH, þeir sem ætla að skrá sig í 3. flokk velja ungmennaflokk. Sportfengur býður ekki upp á 3. flokk.

Skráningargjaldið er 2.500 fyrir fullorðna og 1.500 fyrir unglinga 17 ára og yngri. Skráningargjöld verður að millifæra svo skráning sé tekin gild. Foreldrar polla sem ætla að skrá sig sendi upplýsingar á thytur1@gmail.com Ef einhver skráir sig eftir að skráningu er lokið er skráningargjaldið 4.000 kr.

Í ár verður boðið uppá bæjarkeppni samhliða liðakeppninni .
Stutt lýsing: Bæjarkeppni er keppni þar sem ræktunarbú, hesthús, kvenfélög eða hvaða hópur sem er, býr til 4 manna lið. Hvert lið þarf að innihalda einn knapa í hvern flokk þesa 1,2 3 og annaðhvort ungling eða barn, ekki er gerð krafa að sömu knapar keppi fyrir sama liðið allan tímann (það má rótera á milli liða á milli móta), liðskipan í bæjarkeppninni er ekki bundin af liðunum í liðakeppninni t.d. getur eitt liðið innihaldið knapa úr öllum liðum liðakeppninnar (fjólubláum,bleikum og gulum). Bæjarkeppnin er sjálfstæð keppni samhliða liðakeppninni og hefur engin áhrif á stigaútreikning hennar, stigin eru jöfn í öllum flokkum frá 9 niður í 1 stig en aðeins gefin stig fyrir úrslit. Áður en hvert mót hefst verður að vera búið að skila inn til mótshaldara hverjir keppa fyrir liðið, fyrir alla mótaröðina kostar 3.000 fyrir liðið að taka þátt. Þetta er tilvalin til að peppa upp mannskapinn fá fleiri lið til að spreyta

Kidka gefur verðlaunin fyrir bæjarkeppnina í ár !!!

Þeir sem kjósa að keppa utan liðakeppninnar geta ekki unnið til stiga í einstaklingskeppninni.


Aðgangseyrir er 500 en frítt fyrir 12 ára og yngri.
Aðalstyrktaraðili Húnvetnsku liðakeppninnar

Mótanefnd
 

SKVH Sláturhús er aðalstyrktaraðili Húnvetnsku Liðakeppninnar.

09.02.2017 09:49

Aðalfundur Þyts 2017

Aðalfundur Þyts verður haldinn mánudaginn 13. mars nk í Þytsheimum og hefst kl. 20.30.

Formaður gefur ekki kost á sér áfram.


Dagskrá:


1. Kosning fundarstjóra og fundarritara

2. Skýrsla stjórnar 

3. Lagðir fram reikningar félagsins

4. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga

5. Árgjald

6. Kosningar

a. Kosning stjórnar

- Formaður til tveggja ára

- Einn meðstjórnandi til tveggja ára

b. Tveir varamenn stjórnar til eins árs.

c. Tveir skoðunarmenn til eins árs

d. Tveir varamenn skoðunarmanna til eins árs

e. Sex fulltrúar á Héraðsþing USVH og sex til vara

7. Önnur mál.

03.02.2017 23:48

Svínavatn 2017

Laugardaginn 4. mars  verður mótið haldið á Svínavatni í A-Hún.

Keppt verður í A og B flokki gæðinga og opnum flokki í tölti. Fyrirkomulag með svipuðu sniði og verið hefur undanfarin ár og verða nánari upplýsingar birtar þegar nær dregur á hestanetmiðlum og á heimasíðu mótsins.

Vegleg peningaverðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sæti í hverjum flokki. Eins og venjulega verður gott hljóðkerfi á staðnum og dagskránni útvarpað.

03.02.2017 09:16

Námskeið með Súsönnu Sand frestast til helgarinnar 24. - 26. febrúar



Viltu bæta burð og léttleika í hestinum þínum? 
Bæta ásetu, samspil, mýkt og þjálni? Bæta þitt jafnvægi, sem er grunnur að því að bæta jafnvægi og getu hestsins þíns.

Súsanna Sand er reiðkennari frá Hólum og hefur endurmenntað sig undanfarin ár í spænskri/portúgalskri reiðmennsku í Andalúsíu. Þar er lögð áhersla á líkamsbeitingu knapa og hests með áherslu á burð léttleika og þjálni, sem nýtist afar vel inn i okkar reiðmennsku.
Súsanna er einnig íþrótta og gæðingakeppnisdómar

Helgarnámskeið með fyrirlestri og sýnikennsla föstudagskvöld, og Súsanna myndi svo byrja á að sjá og prufa hestana ykkar og þetta yrðu 4 tímar á mann, laugardag og sunnudag. Verð fyrir allt saman 30.000 kr
Skráning á thyturfraedsla@gmail.com fyrir 23.janúar

Fyrirlesturinn og sýnikennsla er klukkan 19.30 og er opinn fyrir alla og kostar 1000 kr inn en frítt fyrir 17 ára og yngri

22.01.2017 18:21

Húnvetnska liðakeppnin - dregið í lið

Í gærkvöldi á þorrablóti Þyts voru fyrstu keppendur dregnir í lið og haldin var keppni án hests sem fjólubláa liðið vann og fengu þau 2 stig inn í mótaröðina.
Nefndin kynnti nýtt mót sem verður haldið í lok mótaraðarinnar á Sauðárkróki, mjög spennandi mót þar sem efstu 4 í 2. flokki, 2 efstu í barna, unglinga og ungmennaflokki munu keppa á úrslitamóti deilda á Norðurlandi. Mót sem er í líkingu við meistari meistaranna sem haldið var í Sprettshöllinni sl vor þar sem efstu knapar í öllum deildum á landinu kepptu á úrslitamóti. Mótið verður nánar kynnt þegar nær dregur.

Annað sem nefndin endurvekur er ,,Bæjarkeppnin" en fyrir nokkrum árum var svipuð útgáfa samhliða liðakeppninni. Bæjarkeppni er keppni þar sem ræktunarbú, hesthús, kvenfélög eða hvaða hópur sem er, býr til 4 manna lið, Hvert lið þarf að innihalda einn knapa í 1. flokki, 2. flokki, 3. flokki og annaðhvort barna eða unglingaflokki, ekki er gerð krafa að sömu knapar keppi fyrir sama liðið allan tímann. Hvert lið ákv knapa fyrir hvert mót, en knapar mega ekki fara á milli liða.

Mótin verða þrjú eins og áður hefur verið auglýst:
Fyrsta mót verður föstudaginn 17. febrúar - fjórgangur, næsta mót verður föstudaginn 3. mars og þá verður keppt í fimmgangi í 1. og 2. flokki, tölti T2, tölti T7 í barna, unglinga og 3. flokki. Lokamótið verður haldið laugardaginn 1. apríl og þá verður keppt í tölti T3 í öllum flokkum.



Liðin má sjá hér fyrir neðan:

Gulir
Erla Rán pollafl.
Guðmar Hólm barnafl.
Dagbjört Jóna barnafl.
Ásta Guðný unglingafl.
Fandís Ósk 3.fl
Magnús E. 2.fl
Þorgeir 2.fl
Ísólfur 1.fl
Jói Magg 1.fl
Bleikir
Sigríður Emma poll.fl
Rakel Gígja barnafl.
Bryndís barnafl.
Lara Margrét unglingafl.
Meggy Fischer 3.fl
Gréta Brimrún 2.fl
Eva Dögg 2.fl
Birna Olivia 2.fl
Friðrik Már 1.fl
Vigdís 1.fl
Fjólubláir
Rökkvi pollaf.
Arnar Finnbogi barnafl.
Eysteinn T.   unglingafl.
Irina Kamp 3.fl
Ásdís Brynja 2.fl
Aðalheiður E 2.fl
Eline Manon 2.fl
Elvar Logi 1.fl
Fanney Dögg 1.fl

22.01.2017 16:00

Þorrablót Þyts



Skemmtilegt fjölskylduþorrablót var haldið í Þytsheimum í gærkvöldi, margir komu saman til að borða þorramat og og fara í leiki og spjalla ;) Komnar eru nokkrar myndir frá kvöldinu inn á heimasíðuna.

18.01.2017 16:24

Frá Húnvetnsku liðakeppninni

Nú er komið að því!!


Húnvetnska liðakeppnin er að hefjast ??

Og mun nefndin kynna nýjar leikreglur og draga í lið á Þorrablóti félagsins um helgina, við óskum eftir því að þeir sem ætla að vera með í vetur láti draga sig í lið, því fyrsta keppnin mun hefjast (án hests) þegar búið er að draga. Þeir sem komast ekki á laugardaginn en vilja láta draga sig í lið, endilega sendið tölvupóst á thytur1@gmail.com og sendið inn nafn, kennitölu og þann flokk sem keppa á í.

Sjáumst á Þorrablóti Þyts laugardaginn 21.jan

Mótanefnd Húnvetnsku liðakeppninnar

15.01.2017 09:47

Þorrablót Þyts 2017


Ætlum að hafa upp í Þytsheimum ,,þorrablótið okkar" laugardagskvöldið 21. janúar nk, kl. 19:00 - 23:00. Hver kemur með sinn þorramat eða mat og drykk að eigin vali og eigum saman skemmtilegt kvöld í leik og spjalli,öll fjölskyldan.

Þar sem við þurfum að greiða leigu fyrir Þytsheima verður aðgangseyrir kr. 500, - 14 ára og eldri emoticon



Sjáumst hress og kát !!!


Nefndin

10.01.2017 12:23

Námskeið með Súsönnu Sand Ólafsdóttir 3.-5. feb.



Viltu bæta burð og léttleika í hestinum þínum?
Bæta ásetu, samspil, mýkt og þjálni? Bæta þitt jafnvægi, sem er grunnur að því að bæta jafnvægi og getu hestsins þíns.

Súsanna Sand er reiðkennari frá Hólum og hefur endurmenntað sig undanfarin ár í spænskri/portúgalskri reiðmennsku í Andalúsíu. Þar er lögð áhersla á líkamsbeitingu knapa og hests með áherslu á burð léttleika og þjálni, sem nýtist afar vel inn i okkar reiðmennsku.
Súsanna er einnig íþrótta og gæðingakeppnisdómar

Helgarnámskeið með fyrirlestri og sýnikennsla föstudagskvöld, og Súsanna myndi svo byrja á að sjá og prufa hestana ykkar og þetta yrðu 4 tímar á mann, laugardag og sunnudag. Verð fyrir allt saman 30.000 kr
Skráning á thyturfraedsla@gmail.com fyrir 23.janúar

Fyrirlesturinn og sýnikennsla er klukkan 19.30 og er opinn fyrir alla og kostar 1000 kr inn en frítt fyrir 17 ára og yngri

06.01.2017 21:37

Æskulýðsstarfið að hefjast á ný

Halló, nú förum við að byrja veturinn.

Bókleg kennsla í knapamerkjum 1 og 2 byrja 16. janúar nk og bóklegur tími verður síðan 23. janúar en 30. janúar hefst verkleg kennsla

Kennsla í reiðþjálfunog keppnisþjálfun hefst mánudaginn 30. janúar.

Mánudagar: 

16:30-17:15  Reiðþálfun: Jakob, Sverrir, Ari, Valdís, Hafþór og Erla Dagmar

17:15-18:00 Keppnisþjálfun: Rökkvi, Arnar, Ylfa og Margrét Jóna Rakel, Bryndís og Dagbjört (tveir kennarar)

18:00-18:45 Reiðþjálfun: Arna, Steinunn, Tinna, Linda, Jólín og Elma

 og knapamerki 1 Fríða, Bryndís, Ylfa og Freyja (tveir kennarar)

18:45-19:30 Knapamerki 2 Rakel, Eysteinn, Margrét Jóna og Anna Elísa

06.01.2017 10:34

FM 2017


Framkvæmdastjórn Fjórðungsmóts Vesturlands 2017 í Borganesi býður hestamannafélaginu Þyti að taka þátt í Fjórðungsmótinu dagana 28. júni - 2. júlí 2017.

Mótið verður með svipuðu fyrirkomulagi og mótið 2013 nema það verður haldið á nýjum stað þ.e. í Borgarnesi en ekki á Kaldármelum.
Hvert félag hefur rétt til að senda einn keppanda fyrir hverja 50 félagsmenn í hringvallagreinum. Reglur um hvaða kynbótahross komast inná mótið verða kynntar í janúar. Þá verður væntanlega keppt í tölti opnum flokki og 17 ára og yngri.

Nánari upplýsingar síðar.

Stjórnin

04.01.2017 11:43

Vantar þig að koma folaldinu þínu inn?

Tökum að okkur að hýsa folöld í vetur og eitthvað fram á vor

Plássið kostar 20.þús kr. á mánuði fyrir 1 stk.

Innifalið í verði er plássið, sag, hey og umsjón.

Við erum staðsett á Höfðabraut 48, Hvammstanga

Endilega hafið samband í síma 849-5396 eða á netfangið gerdur_rosa@yahoo.com

Gerður Rósa og Kristján Svavar

 


02.01.2017 13:08

Ísólfur í 2. sæti í vali um íþróttamann ársins hjá USVH 2016



Ísólfur varð annar í vali um íþróttamann ársins hjá USVH fyrir árið 2016. Ísólfur var sem fyrr atkvæðamikill á keppnisbrautinni á árinu og átti góðu gengi að fagna. Yfir vetrarmánuðina tók hann þátt í báðum sterkustu innanhúsmótaröðum ársins, Meistaradeild VÍS á Suðurlandi og Meistaradeild KS á Norðurlandi, var þar í úrslita og verðlaunasætum á flestum mótum. Nýtt innanhúsmót var svo haldið þar sem sigurvegurum stærstu deilda landsins var boðið í hverja grein og sigraði Ísólfur sína grein á því móti. Ísólfur keppti víða um land á árinu með mjög góðum árangri, ávallt í úrslitum eða sigraði greinar og var í b-úrslitum á Íslandsmóti í einni grein. Hann keppti svo í fyrsta sinn fyrir landslið Íslands sumarið 2016 þegar hann fór á Norðurlandamót í Noregi með tvo hesta. Þar var hann í þriðja og fjórða sæti í hvorri grein. Ísólfur var kjörinn knapi ársins hjá hestamannafélaginu Þyt. Ísólfur er mikill keppnismaður sem leggur ávallt metnað í verkefnin sín og mætir til leiks vel undirbúin. Hann hefur skipað sér í sess knapa í fremstu röð meðal hestamanna í Íslandshestaheiminum. 
Stjórn Þyts óskar Ísólfi innilega til hamingju með árangurinn á árinu sem og öllu þessu frábæra íþróttafólki sem var tilnefnt !!!!!

Í 1. sæti var Salbjörg Ragna Sævarsdóttir körfuboltakona og í 3. sæti var Dagbjört Dögg Karlsdóttir körfuboltakona.

Tilnefndir voru einnig:

Aðalsteinn Grétar Guðmundsson - Kraftlyftingar

Hannes Másson - Körfubolti

Helga Una Björnsdóttir - Hestaíþróttir

Karítas Aradóttir - Hestaíþróttir

Birna Olivia Agnarsdóttir - Hestaíþróttir


Flettingar í dag: 202
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 643
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 1905056
Samtals gestir: 87554
Tölur uppfærðar: 18.5.2025 01:26:06