27.02.2017 19:01
Árleg fundarferð um málefni hestamanna
Sveinn Steinarsson formaður félags hrossabænda og Þorvaldur Kristjánsson ábyrgðarmaður hrossaræktar ferðast um landið
Almennir fundir í fundarröð Félags hrossabænda og Fagráðs í hrossarækt um málefni hestamanna hefjast fljótlega. Helstu málefni sem tekin verða fyrir á fundunum eru m.a. eftirfarandi:
- Félagskerfi Félags hrossabænda.
- Markaðsmál.
- Þróun ræktunarmarkmiðs í hrossarækt og dómskala.
- Nýjungar í skýrsluhaldinu.
- Nýjungar í kynbótadómum
Eins og sjá má verður margt áhugavert á döfinni.
Með fulltrúum Félags hrossabænda og fagráðs, þeim Sveini Steinarssyni formanni Félags hrossabænda og fagráðs og Þorvaldi Kristjánssyni, ábyrgðarmanni í hrossarækt verður fulltrúi Landssambands Hestamannafélaga og munu þau verða frummælendur fundanna.
Fundirnir verða haldnir um allt land en þeir verða haldnir á eftirfarandi stöðum:
1. mars miðvikudagur - V-Húnavatnssýsla - Gauksmýri kl. 20:30.
2. mars fimmtudagur - Eyjafjörður - Reiðhöllin á Akureyri kl. 20:00.
3. mars föstudagur - Skagafjörður - Tjarnarbær/reiðhöllin kl. 20:00.
9. mars fimmtudagur - Vesturland - Hvanneyri kl. 20:30.
10. mars föstudagur - Egilsstaðir - Kaffi Egilsstaðir kl. 20:00.
11. mars laugardagur - Höfn í Hornafirði - Fornustekkar kl. 11:30 til 13:00. Folaldasýning í framhaldinu.
15. mars miðvikudagur - Suðurland - Hliðskjálf á Selfossi kl. 20:00.
Hvetjum hestamenn og hrossaræktendur til að fjölmenna á fundina og nýta tækifærið til að kynna sér verkefnin og leggja sitt til málanna.
23.02.2017 21:47
Annað mót Húnvetnsku liðakeppninnar
Annað mót Húnvetnsku liðakeppninnar verður föstudaginn 3. mars, og verður að vera búið að skrá á miðnætti þriðjudagsins 28. febrúar. Skráning verður í gegnum skráningakerfi Sportfengs. Keppt verður í 1. flokki, 2. flokki, 3. flokki, unglingaflokki og barnaflokki. Pollar munu keppa í tvígangi.
Í 1 og 2 flokki verður keppt í F2, forkeppnin riðin: Hægt til milliferðar tölt - hægt til milliferðar brokk - meðalfet - hægt til milliferðarstökk - skeið.
Í 3.flokk, barnaflokk og unglingaflokk verður keppt í T7 forkeppnin er riðin: Hægt tölt – hægt niður á fet og skipt um hönd - frjáls ferð á tölti.
Einnig er keppt í T2 í 1 flokki en öllum er velkomið að skrá sig og keppa en forkeppnin er riðin: Tölt á frjálsri ferð, einn hringur -hægt tölt, jafn og rólegur hraði, 1 hringur - hægt er niður á fet og skipt um hönd - hægt tölt upp í milliferð 1 hringur, þar sem báðir taumar eru teknir í aðra hönd og greinilega sýnt að taumsamband við munn hestsins sé ekki til staðar.
Hér fyrir neðan má sjá leiðbeiningar fyrir skráninguna, annars er slóðin þessi: http://skraning.sportfengur.com/ og farið undir mót. ATH, þeir sem ætla að skrá sig í 3. flokk velja ungmennaflokk. Sportfengur býður ekki upp á 3. flokk.
Skráningargjaldið er 2.500 fyrir fullorðna og 1.500 fyrir unglinga 17 ára og yngri. Skráningargjöld verður að millifæra svo skráning sé tekin gild. Foreldrar polla sem ætla að skrá sig sendi upplýsingar á thytur1@gmail.com Ef einhver skráir sig eftir að skráningu er lokið er skráningargjaldið 4.000 kr.
Knapar eru beðnir að yfirfara skráningar vel og skila breytingum inn fyrir klukkan 18 á fimmtudag á netfangið thytur1@gmail.com.
Bæjarliðin sem kepptu síðast eru beðin um að tilkynna hverjir keppa fyrir þeirra hönd á þessu móti fyrir kl 18 fimmtudaginn 2 mars á netfangið thytur1@gmail.com.
Kidka gefur verðlaunin fyrir bæjarkeppnina í ár !!!
Þeir sem kjósa að keppa utan liðakeppninnar geta ekki unnið til stiga í einstaklingskeppninni.
Aðgangseyrir er 500 en frítt fyrir 12 ára og yngri.
Aðalstyrktaraðili Húnvetnsku liðakeppninnar
Mótanefnd
SKVH Sláturhús er aðalstyrktaraðili Húnvetnsku Liðakeppninnar.
23.02.2017 15:47
Sýnikennsla og fyrirlestur með Súsönnu Sand
Bæta ásetu, samspil, mýkt og þjálni? Bæta þitt jafnvægi, sem er grunnur að því að bæta jafnvægi og getu hestsins þíns.
Súsanna Sand er reiðkennari frá Hólum og hefur endurmenntað sig undanfarin ár í spænskri/portúgalskri reiðmennsku í Andalúsíu. Þar er lögð áhersla á líkamsbeitingu knapa og hests með áherslu á burð léttleika og þjálni, sem nýtist afar vel inn i okkar reiðmennsku.
Súsanna er einnig íþrótta og gæðingakeppnisdómari
23.02.2017 08:15
Úrslit í KS-deildinni í fjórgangi
Helga Una og Þoka frá Hamarsey (mynd af facebook KS deildarinnar)
Fyrsta keppnin í KS deildinni var í gærkvöldi á Sauðárkróki. Þrír Þytsfélagar voru í B úrslitum og sigraði Helga Una þau á hryssunni Þoku frá Hamarsey, hlutu í einkunn 6,73. Í 8. - 9. sæti varð síðan Vigdís Gunnarsdóttir á hryssunni Nútíð frá Leysingjastöðum með einkunnina 6,53 og í 10. sæti varð Hallfríður Óladóttir og Kvistur frá Reykjavöllum með einkunnina 6,37.
Til hamingju stelpur með árangurinn !!!
Lið Hrímnis sigraði liðakeppni kvöldsins en Helga Una er í því liði.
A-Úrslit
1.Artemisia Bertus & Korgur frá Ingólfshvoli - 7,50
2. Fanndís Viðarsdóttir & Stirnir frá Skriðu - 7,23
3. Þórarinn Eymundsson & Taktur frá Varmalæk - 6,93
4. Elvar E. Einarsson & Gjöf frá Sjávarborg - 6,87
5. Gústaf Ásgeir Hinriksson & Draupnir frá Brautarholti - 6,37
B-úrslit
6.Helga Una Björnsdóttir & Þoka frá Hamarsey - 6,73
7. Jóhanna Margrét Snorradóttir & Kári frá Ásbrú - 6,67
8. - 9. Viðar Bragason & Þytur frá Narfastöðum - 6,53
8. - 9. Vigdís Gunnarsdóttir & Nútíð frá Leysingjastöðum - 6,53
10.Hallfríður S. Óladóttir & Kvistur frá Reykjavöllum - 6,37
21.02.2017 21:33
TREC-NEFND LH BÝÐUR NÝJA FÉLAGA VELKOMNA!
TREC nefnd LH hefur tekið til starfa að nýju og óskar eftir áhugasömum meðlimum til samstarfs.
Þeir sem hafa áhuga á að starfa með nefndinni eru vinsamlegast beðnir um að senda póst á disa@landsmot.is fyrir 1.mars 2017.
TREC er ný keppnisgrein sem hefur verið að ryðja sér til rúms víðsvegar um heim. Keppnisgreinin samanstendur af þrautabraut, gangtegundakeppni og ratleik sem hentar öllum aldurshópum og öllum hrossum. Hérlendis hefur nokkrum sinnum verið keppt í hluta af TREC, þá oftast í þrautabrautinni. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá keppni í TREK sem var sett upp á Melgerðismelum - http://youtu.be/GCQc-vhyoaE
21.02.2017 10:50
KS deildin að hefjast !!!
Ráslistinn fyrir fjórganginn í KS-Deildinni er tilbúinn!
Mótið hefst kl 19:00 í Svaðastaðahöllinni á morgun - miðvikudaginn 22.febrúar.
Þeir Þytsfélagar sem skráðir eru til leiks á morgun eru Fanney Dögg og Táta frá Grafarkoti, Hallfríður S Óladóttir og Kvistur frá Reykjavöllum, Helga Una Björnsdóttir og Þoka frá Hamarsey, Ísólfur L Þórisson og Ósvör frá Lækjamóti og Vigdís Gunnarsdóttir og Nútíð frá Leysingjastöðum. Spennandi kvöld framundan, verður gaman að fylgjast með fólkinu okkar í vetur. En einnig eru þeir Elvar Logi, Hörður Óli og Jóhann Magnússon í liðum í deildinni í vetur.
Beinar útsendingar verða á netinu frá öllum fjórum keppniskvöldum KS-Deildarinnar 2017 og hefjast þær kl 18:50.
Linkurinn er - http://vjmyndir.cleeng.com
Keppniskvöld KS-Deildarinnar
22.febrúar - Fjórgangur
8.mars - Fimmgangur
22.mars - Tölt
5.apríl - Slaktaumatölt / Skeið
Ráslisti
1. Barbara Wenzl - Kveðja frá Þúfum - Draupnir/Þúfur
2. Fanndís Viðarsdóttir - Stirnir frá Skriðu - Team-Jötunn
3. Jóhanna Margrét Snorradóttir - Kári frá Ásbrú - Hrímnir
4. Gústaf Ásgeir Hinriksson - Draupnir frá Brautarholti - Hofstorfan/66°norður
5. Sigurður Rúnar Pálsson - Reynir frá Flugumýri - Mustad
6. Fríða Hansen - Kvika frá Leirubakka - Íbess-Top Reiter
7. Hallfríður S. Óladóttir - Kvistur frá Reykjavöllum - Lífland
8. Ísólfur Líndal - Ósvör frá Lækjamóti - Íbess-Top Reiter
9. Helga Una Björnsdóttir - Þoka frá Hamarsey - Hrímnir
10. Lilja Pálmadóttir - Fannar frá Hafsteinsstöðum - Hofstorfan/66°norður
11. Viðar Bragason - Þytur frá Narfastöðum - Team-Jötunn
12. Bjarney Jóna Unnsteinsdóttir - Sara frá Lækjarbrekku - Mustad
13. Finnbogi Bjarnason - Úlfhildur frá Strönd - Lífland
14. Artemisia Bertus - Korgur frá Ingólfshvoli - Draupnir/Þúfur
15. Elvar E. Einarsson - Gjöf frá Sjávarborg - Hofstorfan/66°norður
16. Fanney Dögg Indriðadóttir - Táta frá Grafarkoti - Lífland
17. Baldvin Ari Guðlaugsson - Dúkkulísa frá Þjóðólfshaga I - Team-Jötunn
18. Þórarinn Eymundsson - Taktur frá Varmalæk - Hrímnir
19. Vigdís Gunnarsdóttir - Nútíð frá Leysingjastöðum - Íbess-Top Reiter
20. Flosi Ólafsson - Hildur frá Flugumýri - Mustad
21. Mette Mannseth - Sif frá Þúfum - Draupnir/Þúfur
20.02.2017 22:31
Ísmótinu á Svínavatni aflýst
20.02.2017 09:57
Firmakeppni 2017
Hestmannafélagið
Þytur heldur sína árlegu firmakeppni laugardaginn
4. mars nk. og hefst hún klukkan 14:00
Keppt
verður í 5 flokkum, polla, barna,
unglinga, karla og kvennaflokki og veitt verða verðlaun fyrir 3.efstu sætin í
hverjum flokki nema í pollaflokki þar sem allir fá viðurkenningu fyrir
þátttöku.
Við
hvetjum alla til að mæta vel skreyttir og eiga skemmtilegan dag saman.
Búningaverðlaun
verða veitt í barna, unglinga, karla og kvennaflokki.
Boðið
verður upp á pylsur, skúffuköku, kaffi og djús á staðnum J
Eins
og fyrri ár verður skráning keppenda í firmakeppnina á staðnum og því gott að
vera komin stundvíslega.
Firmakeppnisnefnd
18.02.2017 22:05
Úrslit í fjórgangi Húnvetnsku liðakeppninnar
SKVH Sláturhús er aðalstyrktaraðili Húnvetnsku Liðakeppninnar.
16.02.2017 21:55
Ráslistar fyrir Fjórgang annað kvöld.
Fyrsta mótið í Húnvetnsku liðakeppninni hefst á morgun klukkan 18:00.
Hlökkum til að sjá ykkur í mergjuðu stuði.
Dagskráin:
Börn
Börn úrslit
Unglingar
Unglingar úrslit
Pollar
stutt hlé
Forkeppni
3.flokkur
2.flokkur
1.flokkur
Hlé
Úrslit
B-úrslit 2.flokkur
B-úrslit 1.flokkur
3.flokkur
A-úrslit 2.flokkur
A-úrslit 1.flokkur
Ráslistar:
1.flokkur – fjórgangur V3
1.Hallfríður Sigurbjörg – Frakkur frá Bergstöðum
1.Fanney Dögg – Gljá frá Grafarkoti
2.Kolbrún Grétarsdóttir – Sigurrós frá Hellnafelli
2.Friðrik Már – Valkyrja frá Lambeyrum
3.Elvar Logi – Máni frá Melstað
3.Jóhann Magnússon – Knár frá Bessastöðum
4.Vigdís Gunnarsdóttir – Nútíð frá Leysingjastöðum II
4.Hallfríður Sigurbjörg – Flipi frá Berstöðum á Vatnsnesi
5.Fanney Dögg – Gutti frá Grafarkoti
5.Ólafur Magnússon – Dagfari frá Sveinsstöðum
6.Kolbrún Grétarsdóttir – Jaðrakan frá Hellnafelli
6.Friðrik Már – Vídd frá Lækjamóti
7.Hallfríður Sigurbjörg – Kvistur frá Reykjavöllum
7.Jóhann Magnússon – Mjölnir frá Bessastöðum
2.flokkur – fjórgangur V3
1.Aðalheiður Einarsdóttir – Skuggi frá Brekku
1.Sverrir Sigurðsson – Krummi frá Höfðabakka
2.Gréta Brimrún – Kyrrð frá Efri-Fitjum
2.Þorgeir Jóhannesson – Stígur frá Reykjum I
3.Magnús Ásgeir – Glenningu frá Stóru Ásgeirsá
3.Kolbrún Stella – Grágás frá Grafarkoti
4.Birna Olivia – Vala frá Lækjamóti
4.Elín Sif – Kvaran frá Lækjamóti
5.Herdís Einarsdóttir – Griffla frá Grafarkoti
5.Ásdís Brynja – Keisari frá Hofi
6.Veronica – Rós frá Sveinsstöðum
6.Magnús Ásgeir – Eyri frá Stóru-Ásgeirsá
7.Eline Schriver– Birta frá Kaldbak
7.Lýdía Þorgeirsdóttir – Etna frá Gauksmýri
8.Þorgeir Jóhannesson – Sveipur frá Miðhópi
8.Pálmi Geir – Laufi frá Syðri Völlum
9.Jóhann Albertsson – Rós frá Þorkelshóli II
9.Elías Guðmundsson – Háfeti frá Stóru Ásgeirsá
10.Greta Brimrún – Bruni frá Efri-Fitjum
10.Sverrir Sigurðsson – Frosti frá Höfðabakka
11.Þóranna Másdóttir – Ganti frá Dalbæ
11.Elín Sif – Stjörnu-Blesi frá Hjaltastaðahvammi
3.flokkur – Fjórgangur V3
1.Berglind Bjarnadóttir – Mirra frá Ytri Löngumýri
1.Irina Kamp – Glóð frá Þórukoti
2.Hallfríður Ósk – Fróði frá Skeiðháholti
3.Helena Halldórsdóttir – Herjann frá Syðra Kolugili
3.Fanndís Ósk – Sæfríður frá Syðra Kolugili
Unglingaflokkur – Fjórgangur V3
1.Lara Margrét – Króna frá Hofi
1.Eysteinn Tjörvi – Þokki frá Litla Moshvoli
2.Ásta Guðný – Mylla frá Hvammstanga
2.Lisa Boklund – Hökull frá Þorkelshóli II
Barnaflokkur – Fjórgangur V3
1.Dagbjört Jóna – Dropi frá Hvoli
1.Rakel Gígja – Vidalín frá Grafarkoti
2.Margrét Jóna – Melodý frá Framnesi
2.Arnar Finnbogi – Birtingur frá Stóru Ásgeirsá
3.Guðmar Hólm – Stjarna frá Selfossi
4.Bryndís Jóhanna – Kjarval frá Hjaltastaðahvammi
11.02.2017 09:14
Þrif í höllinni
11.02.2017 08:43
Fyrsta mót Húnvetnsku liðakeppninnar - fjórgangur
Hér fyrir neðan má sjá leiðbeiningar fyrir skráninguna, annars er slóðin þessi: http://skraning.sportfengur.com/ og farið undir mót. ATH, þeir sem ætla að skrá sig í 3. flokk velja ungmennaflokk. Sportfengur býður ekki upp á 3. flokk.
Skráningargjaldið er 2.500 fyrir fullorðna og 1.500 fyrir unglinga 17 ára og yngri. Skráningargjöld verður að millifæra svo skráning sé tekin gild. Foreldrar polla sem ætla að skrá sig sendi upplýsingar á thytur1@gmail.com Ef einhver skráir sig eftir að skráningu er lokið er skráningargjaldið 4.000 kr.
Í ár verður boðið uppá bæjarkeppni samhliða liðakeppninni .
Stutt lýsing: Bæjarkeppni er keppni þar sem ræktunarbú, hesthús, kvenfélög eða hvaða hópur sem er, býr til 4 manna lið. Hvert lið þarf að innihalda einn knapa í hvern flokk þesa 1,2 3 og annaðhvort ungling eða barn, ekki er gerð krafa að sömu knapar keppi fyrir sama liðið allan tímann (það má rótera á milli liða á milli móta), liðskipan í bæjarkeppninni er ekki bundin af liðunum í liðakeppninni t.d. getur eitt liðið innihaldið knapa úr öllum liðum liðakeppninnar (fjólubláum,bleikum og gulum). Bæjarkeppnin er sjálfstæð keppni samhliða liðakeppninni og hefur engin áhrif á stigaútreikning hennar, stigin eru jöfn í öllum flokkum frá 9 niður í 1 stig en aðeins gefin stig fyrir úrslit. Áður en hvert mót hefst verður að vera búið að skila inn til mótshaldara hverjir keppa fyrir liðið, fyrir alla mótaröðina kostar 3.000 fyrir liðið að taka þátt. Þetta er tilvalin til að peppa upp mannskapinn fá fleiri lið til að spreyta
Kidka gefur verðlaunin fyrir bæjarkeppnina í ár !!!
Þeir sem kjósa að keppa utan liðakeppninnar geta ekki unnið til stiga í einstaklingskeppninni.
Aðgangseyrir er 500 en frítt fyrir 12 ára og yngri.
Aðalstyrktaraðili Húnvetnsku liðakeppninnar
Mótanefnd
SKVH Sláturhús er aðalstyrktaraðili Húnvetnsku Liðakeppninnar.
09.02.2017 09:49
Aðalfundur Þyts 2017
Aðalfundur Þyts verður haldinn mánudaginn 13. mars nk
í Þytsheimum og hefst kl. 20.30.
Formaður gefur ekki kost á sér áfram.
Dagskrá:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar
3. Lagðir fram reikningar félagsins
4. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga
5. Árgjald
6. Kosningar
a. Kosning stjórnar
- Formaður til tveggja ára
- Einn meðstjórnandi til tveggja ára
b. Tveir varamenn stjórnar til eins árs.
c. Tveir skoðunarmenn til eins árs
d. Tveir varamenn skoðunarmanna til eins árs
e. Sex fulltrúar á Héraðsþing USVH og sex til vara
7. Önnur mál.
03.02.2017 23:48
Svínavatn 2017
Laugardaginn 4. mars verður mótið haldið á Svínavatni í A-Hún.
Keppt verður í A og B flokki gæðinga og opnum flokki í tölti. Fyrirkomulag með svipuðu sniði og verið hefur undanfarin ár og verða nánari upplýsingar birtar þegar nær dregur á hestanetmiðlum og á heimasíðu mótsins.
Vegleg peningaverðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sæti í hverjum flokki. Eins og venjulega verður gott hljóðkerfi á staðnum og dagskránni útvarpað.
03.02.2017 09:16
Námskeið með Súsönnu Sand frestast til helgarinnar 24. - 26. febrúar
Viltu bæta burð og léttleika í hestinum þínum?
Bæta ásetu, samspil, mýkt og þjálni? Bæta þitt jafnvægi, sem er grunnur að því að bæta jafnvægi og getu hestsins þíns.
Súsanna Sand er reiðkennari frá Hólum og hefur endurmenntað sig undanfarin ár í spænskri/portúgalskri reiðmennsku í Andalúsíu. Þar er lögð áhersla á líkamsbeitingu knapa og hests með áherslu á burð léttleika og þjálni, sem nýtist afar vel inn i okkar reiðmennsku.
Súsanna er einnig íþrótta og gæðingakeppnisdómar
Helgarnámskeið með fyrirlestri og sýnikennsla föstudagskvöld, og Súsanna myndi svo byrja á að sjá og prufa hestana ykkar og þetta yrðu 4 tímar á mann, laugardag og sunnudag. Verð fyrir allt saman 30.000 kr
Skráning á thyturfraedsla@gmail.com fyrir 23.janúar
Fyrirlesturinn og sýnikennsla er klukkan 19.30 og er opinn fyrir alla og kostar 1000 kr inn en frítt fyrir 17 ára og yngri